Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 11
FÖSTVDAGUR 6. Á'GÚST 1999 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Öðlast apar
„mannréttmdi ‘ ‘ ?
Nú hefur Panbanisha farið skrefi lengra en að læra að lesa og skrifa því
hún er farin að kenna eins árs syni sínum Nyota, sem hér sést, slíkt hið
sama.
í fyrsta sinn hafa
raims ókn armemi
kennt öpum að tala.
Tveinnir öpum, ein-
uin simpansa og ein-
um órangúta, heíiir
tekist að halda uppi
samræðum við menn.
Apar gætu hrátt farið
að tala saman. í fram-
tíðinni gætu apar öðl-
ast „mannréttindi“.
Fjórtán ára kvenkyns simpansi,
Panbanisha að nafni, hefur yfir
að ráða 3000 orða orðaforða og
talar ensku með því að þrýsta á
tákn á lyklaborði tölvu. Tölvan
umbreytir svo táknunum yfir í
talað mál. Panbanisha talar nú
nánast stöðugt og myndar setn-
ingar allt frá því að biðja um eitt-
hvað að borða eða drekka upp í
að ræða um kvikmyndir sem hún
hefur horft á með umsjónar-
mönnum sínum við Háskólann í
Georgíufylki í Atlanta í Banda-
ríkjunum.
Chantek, tvítugur orangúti,
sem staðsettur er í dýragarði í
Atlanta, er einnig að ná tökum á
enskri tungu og kann nú þegar
að beita 2000 orðum með hjálp
táknmálsins og tölvutækninnar.
Meðal þess fyrsta sem hann bað
umsjónarmenn sfna um var að
kaupa handa sér hamborgara.
Nýlega, þegar Chantek hafði
safnað peningum sem hann
hafði fengið fyrir að leysa ýmis
verkefni af hendi, sagði hann, á
táknmálinu, við vísindamenn-
ina: „Ég vil kaupa sundlaug."
Setningin sem slík er kannski
ekki svo merkileg, en þegar haft
er í huga að hitaSylgja á svæðinu
hafði gert vist hans í búrinu nán-
ast óbærilega öðlast hún aukið
gildi.
Apar tala saman
Aparnir nota sérhannað lylda-
borð með um 400 táknum. Sum
táknanna hafa einfalda merk-
ingu eins og „epli“, en önnur
standa fyrir afstæðari hugtök svo
sem „gefðu mér“, „gott“., „vont“,
„heitt“ eða „kalt“. Þeir þurfa að
Iæra öll táknin og mynda svo
setningar með því að ýta á lyk-
lana í réttri röð. Setningarnar
koma þá út úr tölvunni sem tal-
að mál auk þess sem orðin birt-
ast á tölvuskjá jafnóðum. Það lít-
ur út fyrir að Panbanisha sé far-
in að læra bókstafi af tölvuskján-
um því nýlega tók hún upp á því
að skrifa orð á gólfið með krít.
Duane Rumbaugh, prófessor í
sálfræði og líffræði við Háskól-
ann í Georgíufylki, telur að ap-
arnir tveir, Panbanisha og Chan-
tek, hafi vitsmuna- og málþroska
á við fjögurrra ára gamalt barn.
Nú hefur Panbanisha farið
skrefi lengra en að læra að lesa
og skrifa því hún er farin að
kenna eins árs syni sínum,
Nyota, slíkt hið sama. Hann hef-
ur þegar náð svipuðum orða-
forða og eins árs barn býr yfir.
Nyota er enn ekki farinn að
mynda setningar, en vegna þess
hve snemma hann byijaði að
læra gæti hann náð lengra en
móðir hans áður en langt um líð-
ur. Apar gætu brátt farið að tala
saman og miðlað kunnáttu sinni
frá einni kynslóð til þeirrar
næstu. Matata, móðir Panban-
isha, hefur ekki lært að nota
lyklaborðið svo hún gerir Pan-
banisha Ijóst hvað hún yill og
hún sér svo um að koma óskum
móður sinnar á framfæri, svo
sem: „Matata vill banana.“
Öölast apar „mannxétt-
indi“?
Nú hefur bandaríska ríkisstjórn-
in veitt Rumbaugh prófessor
styrk til þess að komast að því
hvort mögulegt sé að kenna
öpum að tala án hjálpartækja.
Þar til nýlega var það talið
ómögulegt vegna þess að radd-
svið þeirra næði ekki yfir öll þau
hljóð sem maðurinn notar í töl-
uðu máli. Rannsóknarmenn
hafa síðan komist að því að sum-
um öpum hefur tekist ótrúlega
vel að „apa“ eftir orðum og orða-
samböndum mannsins. Hljóðin
voru bjöguð en þó þekkjanleg.
I kjölfar þess að dýr (apar)
hafa sýnt fram á að þau búa yfir
rökhugsun og tjáningarhæfileik-
um á við börn, hefur sú um-
deilda spurning vaknað hvort
það ætti að leiða til þess að dýr-
in öðlist sömu réttindi og mann-
fólkið.Talsmaður rannsóknar-
stofnunar Háskólans í Georgíu-
fylki sagði: „I framtíðinni gæti
álit okkar á öpum breyst og einn
daginn gætu þeir öðíast mann-
réttindi. Hver veit, innan
skamms gæti Panbanisha viðrað
skoðun sína á því máli.“
Spurningin um „mannrétt-
indi“ fyrir apa gæti Ieitt til nokk-
urrar togstreitu meðal vísinda-
manna í framtíðinni. Því stað-
reyndin er sú að í læknavísind-
um eru simpansar oft og iðulega
notaðir sem tilraunardýr við
rannsóknir á sjúkdómum á borð
við eyðni og krabbamein. Ef til
álita kæmi að auka réttindi apa
sökum hæfni þeirra til rökhugs-
unar myndu siðferðilegar
spurningar vakna og allt eins
víst að mikilvægur hlekkur
myndi hverfa úr rannsóknum
vísindamanna á alvarlegum sjúk-
dómum. -GÍS
Byggt á grein í Sunday Times.
Á áttimda himdrað látnir
Það sem af er sumri hafa tæplega
átta hundruð manns Iátið Iífið í
flóðum í Kina, að sögn opinberra
embættismanna. Rauði krossinn
hefur sent út beiðni um stórfellda
neyðaraðstoð. Talsmaður samtak-
anna segir að flóðin í Yangtze-fljót-
inu hafi eyðilagt heimili tæplega
tveggja milljóna manna, og að tug- Mannskæð flóð í Kína.
ir þúsunda hafi slasast.
Hlýða kalli Öcalans
Leiðtogar kúrdískra skæruliða í Tyrklandi lýstu því
yfir í gær að þeir myndu hlýða kalli AbduIIah Öcalans
og hætta vopnaðri baráttu gegn tyrneskum stjórn-
völdum. Öcalan er sem kunnugt er í haldi í Tyrklandi
og hefur verið dæmdur til dauða af þarlendum her-
dómstóli. Samtök hans hafa rekið skæruhemað gegn
stjórnvöldum í fjórtán ár.
Friðarviðræðux um Kóreuskaga
Samningamenn frá Norður- og Suður-Kóeru, Bandaríkjunum og
Kína hófu í gær viðræður í Genf um friðarsamning ríkjanna á Kóreu-
skaga. Stríðinu sem þar var háð á árunum 1950-1954 lauk með
vopnahléi, en aldrei hefur verið gengið frá formlegum friðarsamning-
um. Ráðamenn Kóreuríkjanna hafa oft látið ófriðlega á undanföm-
um árum, nú síðast vegna deilna um fyrirhugaðar eldflaugatilraunir
á vegum hersins í Norður-Kóreu.
Öcalan: undir-
menn hlýða.
HöTeL W
Kirkjubraut 11
Qisting fyi# S i titœr niætiié,
3 (•éttá niSÍtífl i iflfeihs
eltefac faúumd
Sími 431 4240
Akranesi
FHtt I sund
TILBOÐ
Nautgripa Gúllas kr. 798
Nóa Kropp 150 gr kr. 139
Nóa Maltabitar 200 gr kr. 159
Nóa Hrísbitar 200 gr kr. 159
Nóa Smellir 200 gr kr. 159
- fyrir þig!