Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 FRÉTTASKÝRING L .Tk^ur BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON SKRIFAR Leyndin sem hvilt hef- ur yíir kaupum á rúm- um fjórðungshlut Kaupþiugs og spari- sjóðauna í FBA á sér vart hliðstæðu á ís- lenskum verðhréfa- markaði. Á sama tíma er FBA að skila met- hagnaði. Forstjóri Kaupþings útilokar ekki sameiningu við FBA þrátt íyrir við- skiptin. Tíðindi vikunnar í hinum ís- lenska fjármálaheimi eru án efa kaup eignarhaldsfélagsins Orca SA, sem skráð er í Lúxemborg, á ríflega fjórðungshlut í Fjárfest- ingabanka atvinnulífsins, FBA. Orca keypti 22,1% hlut Scandin- avian Holdings, sem er í eigu Kaupþings, Sparisjóðabankans og sparisjóðanna, og viðbótarhlut að auki. Alls á Orca nú 26,5% í bankanum. Mikil leynd hefur hvílt yfir því hvaða Ijárfestar stan- di að baki Orca. Getgátur hafa verið miklar í Ijölmiðlum og sum- ir fjárfestar hafa séð ástæðu til að Ieiðrétta opinberlega að þeir væru ekki í þessum hópi, m.a. Pétur Björnsson, fyrrum eigandi Vífil- fells, og Bónusfeðgar. Jóhannes Jónsson í Bónusi kannaðist samt eitthvað við málið eins og kom fram í Degi í gær. Eftir standa fjárfestar eins og Samherjafrændur og Jón Olafs- son í Skffunni sem ekki hafa neit- að því opinberlega að vera í þess- um hópi. Síðdegis í gær var ekki enn komin tilkynning um hverjir þetta væru. Astæðan mun vera sú, samkvæmtum heimildum Dags, að endanleg eignaraðild sé enn ófrágengin. Eingöngu er um íslenska fjárfesta að ræða, sam- kvæmt því sem blaðið kemst næst. Yfirlýsing frá Verðbréfáþmgi Viðskipti með hlutabréf FBA voru stöðvuð á Verðbréfaþingi á mið- vikudag en opnuð aftur í gær- morgun. Um leið sendi Verð- bréfaþing frá sér eftirfarandi yfir- lýsingu þar sem fram kemur merkjanleg óánægja með gang mála: „Aður en viðskipti hófust þann 3. ágúst s.I. barst tilkynning til Verðbréfaþings frá eignarhaldsfé- laginu Orca S.A., sem skráð er í Lúxemborg, um kaup á 26,5% hlut í Fjárfestingabanka atvinnu- Iífsins hf. Verðbréfaþing telur til- kynninguna ekki fullnægja ákvæðum kauphallalaganna nr. 34/1998 og framkvæmd þeirra laga og hefur óskað eftir upplýs- ingum um eigendur Orca S.A. Eftir að óstaðfestar upplýsingar um eigendur Orca S.A. birtust í fjölmiðlum voru viðskipti með hlutabréf FBA stöðvuð til að tryg- gja jafnræði fjárfesta og beiðni um nánari upplýsingar ítrekuð. Beiðni Verðbréfaþings hefur ver- ið hafnað að svo stöddu og vekur þingið athygli almennra Ijárfesta á að engar staðfestar upplýsingar um eigendur Orca S.A. eru fyrir- liggjandi. Að gefinni þessari yfír- lýsingu verður opnað fyrir við- skipti með hlutabréf FBA.“ Tilboði Hagkaupsíjölskyldu hafnað Hlutur Kaupþings og sparisjóð- anna hefur verið falur að undan- förnu og samkvæmt heimildum Dags hafði Scandinavian Hold- ings nýlega hafnað tilboði Hofs og Hagkaupsfjölskyldunnar og fleiri aðila í bréfín. Auk Hofs voru þar á ferð Kári Stefánsson í Is- lenskri erfðagreiningu og Gunnar Björgvinsson, flugvélamiðlari í Lúxemborg. Tilboðið þótti of lágt og bauð Orca betur. Söluverð hefur ekki verið uppgefið en markaðsvirði 26,5% hlutar er um 5 milljarðar króna. Ríkissjóður á sem kunnugt er 51% hlut í bank- anum og afgangurinn er að mestu í eigu sparisjóðanna. Ekki liggur fyrir hvernig staðið verður ná- kvæmlega að sölu ríkissjóðs á bréfunum en Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra hefur sagt að þeirri sölu verði flýtt. „Þetta eru bara viðskipti“ Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, segir við Dag að það sé í raun aukaatriði hvetjir hafi keypt bréfín af þeim og sparisjóð- unum. Hann ætli ekki að upplýsa það. Það sé í verkahring kaup- endanna og vísar hann á lögmann Orca, Gest Jónsson. I raun séu það gamaldags viðhorf að það skipti einhverju máli hverjir kaupi hlutabréf. Þetta séu fram- seljanleg verðbréf. „Ef það á að skipta máli þá eru menn í ein- hverjum allt öðrum leik en við- skiptum," segir Sigurður og telur óþarfa taugaveiklun vera í gangi á markaðnum vegna þessara við- skipta. Hann segir það hins vegar eðli- legt að menn spyrji sig þeirrar spumingar af hveiju Kaupþing sé að selja sinn hlut í FBA í ljósi fyrri yfirlýsinga um sameiningu Kaupþings og FBA. „Fyrst var þessi hugmynd viðruð við rfkisvaldið og síðan með kaupum á hlutabréfum FBA á markaði. Við höfum samt ekk- ert komist nær takmarkinu. Okk- ur barst ágætis tilboð í hlutabréf- in og út frá viðskiptalegu sjónar- miði töldum við besta leikinn í stöðunni að selja bréfín. Þar með er það ekki sagt að hugmynd okk- ar um sameiningu fyrirtækjanna sé ekki eins góð og hún var. Þetta eru bara viðskipti og menn verða að taka ákvarðanir hverju sinni eftir því sem menn telja hags- munum hluthafa sinna best fyrir- komið,“ segir Sigurður. Sigurður útilokar það ekki að sameining Kaupþings og FBA geti orðið að veruleika þrátt fyrir þessi hlutabréfaviðskipti. Hug- myndin sé góð en tfminn verði að Ieiða í ljós hvort hún sé raunhæf eða ekki. Hann segir það geta skipt máli í því sambandi hvernig sölu ríkissjóðs á FBA-bréfunum verði háttað. Hann býst við út- boði líkt og á fyrri hluta bréfanna. Þegar haft var samband við Gest Jónsson lögmann í gær vildi hann ekkert segja hvenær til- kynnt yrði um eigendur Orca. Það „kæmi með kalda vatninu". Hann vildi heldur ekkert segja um það hvenær boðað yrði til hluthafafundar. Standast áform uin dreifða eignaraðild? Vegna þessara viðskipta með hlutabréf FBA hafa menn velt því fyrir sér hvort upphafleg áform stjórnvalda um dreifða eignaraðild séu ekki orðin tóm. Að þau standist ekki í markaðs- þjóðfélagi. Þetta mátti a.m.k. skilja á orðum Jafets Ólafssonar hjá Verðbréfastofunni og Vil- hjálms Egilssonar, þingmanns og formanns efnahags- og viðskipta- nefndar, í Degi í gær. Halldór Ás- grímsson var á annarri skoðun og sagði áform stjórnvalda óbreytt um að stefna ætti að dreifðri eignaraðild á bréfum FBA. Þó væri erfitt að hindra aðra þróun. Sigurður Einarsson hjá Kaup- þingi tekur undir með Jafet og Vilhjálmi. Erfitt sé að stjórna kaupum og sölum á framseljan- legum bréfum á markaði. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur rnikla reynslu af fjármálamarkaðnum íslenska. Hann segir hugmynd- ina um dreifða eignaraðild ágæta í sjálfu sér en slíkt ætti ekki að þvinga fram. „Það er mikilvægara að al- menningur eigi almennt í at- vinnulífinu og það hefur tekist. Það er ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því þótt bankarnir einir og sér verði ekki eins dreifð- ir. Reyndar hefur eignaraðildin verið mjög dreifð í þeim bönkum sem hafa verið seldir, bæði í Bún- aðarbankanum, Landsbankanum og FBA. Þar eiga þúsundir manna hluti,“ segir Pétur. Sigurður Einarsson, forstjári Kaupþings.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.