Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 6
G -FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 199 9
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Sfmar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöluverð:
Grænt númer:
Netfang auglýsingadeildar:
Simar auglýsingadeildar:
Símbréf auglýsingadeildar:
Símbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. A MÁNUÐI
160 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
omar@dagur.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Bankareyfaríim
í fyrsta lagi
Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er eitt arðsamra ríkisfyrir-
tækja sem ráðandi stjórnmálamenn eru ólmir í að drífa í hend-
ur einkaaðila. Til að gefa sölu slíkra fyrirtækja alþýðlegt yfir-
bragð er hún gjarnan gyllt með yfirlýsingum um dreifða eign-
araðild. Raunveruleikinn er hins vegar allur annar eins og
reyfarakennd atburðarás síðustu daga undirstrikar rækilega -
en þá var Ijórðungi hlutabréfa í Fjárfestingarbankanum ráð-
stafað á bak við tjöldin með slíkri leynd að nýju eigendurnir
eru huldumenn dögum saman. Aður var gerð alvarleg tilraun
á bakvið tjöldin til að koma þessum Qórðungshlut í hendur
manna sem tengjast fjármálaveldi Kolkrabbans.
íöðru lagi
I baktjaldamakkinu um Fjárfestingarbankann birtist kaldur
veruleiki einkavæðingar bankakerfisins og annarra ábatasamra
ríkisfyrirtækja. Það hefur auðvitað aldrei staðið til að tryggja
að almenningur í landinu eigi þessi fyrirtæki. Stjórnmálamenn
hafa allan tímann vitað að kenningin um dreifða eignaraðild
væri þegar best léti bráðabirgðaráðstöfun - að fyrr en síðar
myndu kolkrabbar Qármálalífsins eignast ráðandi hlut í þess-
um ábatasömu fyrirtækjum, ráða algjörlega meðferð þeirra og
hirða hagnaðinn í eigin vasa. Þar er hin eiginlega endastöð
einkavæðingarinnar.
í þriðja lagi
Þeir stjórnmálamenn sem ákafast hafa boðað fagnaðarerindi
dreifðrar eignaraðildar, sem leið til að sætta almenning við
sölu gróðavænlegra ríkisfyrirtækja, standa nú frammi fyrir
köldum veruleikanum líklega nokkru fyrr en þeir höfðu reikn-
að með. Yfirlýsingar viðskiptaráðherra síðustu daga virðast þó
taka af allan vafa um að ekki standi til að setja lög til að tak-
marka eignarhlut risanna í einkavæddum ríkisbönkum. Verði
forsætisráðherra á sama máli er laxveiðum lýkur þarf enginn
að efast um að innan örfárra ára munu yfirráð yfir Fjárfesting-
arbanka, Landsbanka og Búnaðarbanka ráðast í matadorspili
fáeinna hákarla viðskiptalífsins á bak við luktar dyr.
Elías Snæíand Jónsson
Rangstæðir línu-
verðir
Garri er mikill knattspyrnu-
unnandi og það sem meira er,
hann hefur miklu meira vit á
knattspyrnu en aðrir áhuga-
menn og leikmenn, svo ekki sé
talað um dómara og aðstoðar-
dómara sem áður hétu línu-
verðir. Garri fylgist með fót-
bolta í fjölmörgum þjóðlönd-
um og ýmsum álfum. I sjón-
varpi, einkum Sýn, horfir
hann á Evrópumót, Suður-
Ameríkumót, álfumót og
meira að segja Islandsmót. Og
fær þannig yfirsýn og saman-
burð á öllu því besta og versta
í boltanum. Og þar
sem Garri er að upp-
lagi glöggskyggn
maður, skapandi í
hugsun og skilnings-
ríkur í hvívetna, þá
fer ekki hjá því að öll
þessi áhorfun geri
hann dómbærari en
aðra menn á það
hvernig best skal
spila og dæma fótbolta svo
sómi sé að. Með öðru orðum,
Garri er atvinnulaus þjálfari
og dómari á heimsmælikvarða
á sama hátt og hann var leik-
maður á veraldarvísu áður en
þjakaðir fætur og Winston-
lúin Iungu tóku að hafna skila-
boðum frá stjórnstöðvum sín-
um í vinstra heilahveli Garra.
Diinga og Amar
Þó leikreglur Tótboltans séu
vissulega hinar sömu um ver-
öld víða, þá er leikurinn hvergi
eins af því að leikmenn eru
mismunandi gerðir. Suður-
Ameríkumenn eru flinkari en
Suður-Evrópubúar sem eru
svo liprari en leikmenn í Norð-
ur-Evrópu, þar sem Norður-
landabúar eru stirðbusalegast-
ir allra. Afríkumenn eru oftar
^n ekki linari en Evrópumenn
og Norðurlandabúar og Þjóð-
verjar þykja einna heiísteypt-
ustu karakterar í boltanum.
Frá öllum þessum meginregl-
um eru svo undatekningar
sem sanna þær. Þannig eru til
óflinkir Brassar, samanber
Dunga, og feikileiknir Norður-
landabúar, samanber Arnar
Gunnlaugs og Bjarka bróður
hans.
Dómarar hinna ýmsu
heimshorna eru á sama hátt
mismunandi karakterar. Einu
þátttakendur í knattspyrnunni
á heimsvísu sem eru alltaf
samir og jafnir, eru
aðstoðardómararnir,
gömlu linuverðirnir.
Rauða
spjaldið
Garri hefur sem sé
horft á hundruð
leikja í flestum deild-
um í heiminum á síð-
ustu misserum og í hverjum
einasta leik dæma Iínuverðir
rangstöður sem ekki eru. I öll-
um þessum leikjum hefur
Garri aldrei séð línuvörð láta
sóknarmann njóta vafans, eins
og lög gera ráð fyrir. Varnar-
menn njóta alltaf vafans og
þessvegna eru skoruð fjórð-
ungi færri mörk í heimsfót-
boltanum en ætti að vera ef
línuverðir væru starfi sínu
vaxnir. Línuverðir eru sem sé
oftar en ekki rangstæðir, þeir
eru ekki í línu við aftasta
varnamann og þessvegna feila
þeir oftar en Cole.
Línuverðir heimsins skulda
Garra og öðrum knattspyrn-
unnendum þúsund mörk.
Þeirra er rauða spjaldið.
GARRI
Reykmgamasókísmiim
Það er frétt um það hér í blaðinu
í dag að fyrsti reyklausi
skemmtistaðurinn á íslandi sé í
erfiðleikum. Græni hatturinn á
Akureyri - eina reyklausa kráin -
er í alvarlegum tilvistarvanda
þessa dagana og eigendurnir
telja að reyldeysið standi aðsókn
fyrir þrifum. I umræddri Dags-
frétt er haft eftir Sigmundi Ein-
arssyni, sem á og rekur staðinn,
að hann hafi staðið í þeirri
meiningu að ef tveir reyktu í tíu
manna hópi myndu hinir átta
ráða ferðinni, en raunin virðist
hins vegar vera önnur. Þetta hef-
ur semsé stillt veitingamannin-
um upp við vegg og þarf hann
annaðhvort að heimila reykingar
á staðnum eða breyta starfsem-
inni sem þarna er rekin veru-
lega. I sama húsi reka sömu að-
ilar reyklaust kaffihús, sem ólíkt
skemmtistaðnum gengur ágæt-
lega.
Reykingamar sterkar
Sé mat Sigmundar á orsökum
aðsóknarleysisins rétt, er þessi
staða í raun alveg stórmerkilegt
mál. I fyrsta
lagi sýnir hún
að umburðar-
lyndi fólks
gagnvart tó-
baksreyk er
miklu meira
þegar það fer út
að skemmta sér
en annars. Það
er eina rökrétta
skýringin á
muninum á
kaffihúsinu og
skemmtistaðn-
um. En þessi
staða sýnir líka
hvað reykingar eru þrátt fyrir allt
sterkur þáttur í lífi fólks - ekki
síst þegar kemur að félagslegum
samskiptum. Alla jafna myndi
Græni hatturinn á Akureyri - fyrsti
Cog síðasti?) reyklausi skemmtistað-
ur iandsins.
fólk ekki sjálfviljugt undirgang-
ast og sætta sig við ofbeldi og yf-
irgang þeirra sem þeir eru að
skemmta sér með. En þegar
kemur að of-
beldinu sem
felst í reyking-
um tóbaksjúk-
linga gegnir
öðru máli. Þá
er fólk tilbúið
að sætta sig við
ofbeldið. Það
virðist grípa um
sig almennur
sjálfskvalalosti,
eins konar
reyk-
ingamasókismi.
Lítil breyting
Ymsar skýringar hafa í gegnum
tíðina verið gefnar á þessum
reykingamasókisma. Reykinga-
menn halda því gjarnan sjálfir
fram að þeir séu svo skemmtileg-
ir að reyklausir séu tilbúnir að
leggja á sig reykinn til að vera
með þeim. Það er nú upp og
ofan, og satt að segja er ólíklegt
að skemmtilegheitakenningin
standist þegar betur er að gáð.
En hver svo sem skýringin á
reykingamasókismanum er, þá
er víst að á meðan hann er jafn
útbeiddur og raun ber vitni mun
ástandið ekkí breytast mikið.
Vilji menn í raun og veru auka
andrými reyklausra og sporna við
reykingum almennt þá er boltinn
ekki síst hjá hinum reyldausu.
Þeir hafa lögin og réttinn sín
megin, en rétturinn er lítils virði
ef menn ekki vilja nota hann. A
meðan átta af hverjum tíu eru
tilbúnir til að beygja sig fyrir
reykingaþörfum hinna tveggja,
eiga menn einfaldlega ekki ann-
að skilið en vera fórnarlömb
óbeinna reykinga.
Þorírþú að borða kjúk
linga, eftirþað sem á
undan ergengið?
Helgi Jóhannesson
framkv.stj. Kjötiðnaðarstöðvar KEA.
„Eg þori það, en
vil þá elda þá vel
á undan og þoli
helst ekki að sjá í
hrátt og rautt.
Umræðan í þessu
kjúklingamáli
finnst mér að
sumu Ieyti hafa farið yfir strikið
og skýrslur einsog þær sem Heil-
brigðiseftirlit Suðurlands gerði
um stöðu mála á Ásmundarstöð-
um eiga ekki að fara í fjölmiðla-
umræðuna. Heilbrigðisyfirvöld
eiga að vinna sína vinnu reglum
samkvæmt og setja fyrirtækjum
stólinn fyrir dymar gerist þess
þörf, án þess að það sé umfjöll-
unarefni fjölmiðla."
Drífa Sigfiisdóttir
luismóðir í Keflatnk.
„Eg borða kjúk-
linga, en reyni að
gæta þess að þeir
séu vel steiktir
eða soðnir. Það
er enginn ótti í
mér gangvart
kjúklingum, en
fólk reynir held ég alltaf að gæta
hreinlætis og þess að kjúklinga-
og svínakjötið komist ekki í
snertingu við annan mat, sér-
staklega grænmeti, við með-
höndlun."
Hlynur Jónsson
veitingamaður á Greifunum.
„Mér hafa aldrei
þótt kjúklingar
vera góðir og hef
ekki Iagt mig eftir
að borða þá. Því
þætti mér ekkert
skrýtið að ein-
hverjir myndu
hætta að borða kjúldinga núna
eftir það sem á undan er gengið,
enda þó mér finnst að almennt
sé fólk afskaplega værukært í
þessum efnum. Fólk veltir ekkert
fyrir sér hvaðan kjúklingar sem
það borðar koma, enda þó ákveð-
in bú hafi öðrum fremur verið
þekkt fyrir misgóðar afurðir."
Franklin Georgsson
forstöðumaðurrannsóknarstofu Holl-
ustuvemdar.
„Það þori ég að
gera, svo framar-
Iega sem
kjúklingurinn er
vel steiktur og
meðhöndlaður
samkvæmt þeim
almennu reglum
sem á að viðhafa í matreiðslu.
Fyrsta athugun á Islandi á tilvist
kampýlóbakteríu í matvælum var
gerð 1986 og þá kom í ljós að um
70 til 80% af frystum kjúklingum
á markaði innihéldu þessa bakt-
eríu. Onnur úttekt fór fram
1991 og þá voru tæplega 90%
kjúklinga með baktíeruna. Enn
hefur ekki verið gerð ítarlega út-
tekt á öðrum hráum matvælum
hér á landi, en rannsóknir er-
Iendis frá hafa hinsvegar sýnt að
hún finnst aðeins í mjög lágri
tíðni í öðrum matvælum en
kjúklingum. Slíkar rannsóknir
standa hinsvegar fyrir dyrum.“