Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 5
FÖ&VUDA Gwm,&. A>G<ÚS T D999 Ö *5- ro^tr. FRÉTTIR L. Minni reyldngar, drykkja og oop Þrátt fyrir að unglingadrykkja hafi verið áberandi á útihátíðum helgarinnar sýnir ný skýrsla að dregið hefur úr drykkju og reykingum meðal barna í efsta bekk grunnskóla. Þótt orðið hafi auð- veldara að ná í hass og landa hefur þeim 10. bekkingimi sem reyk- ja, drekka og dópa nú fækkað í fyrsta sinn á áratugnum. Eins og nærri má geta voru heil- brigðisráðherra, dómsmálaráð- herra, formaður Afengis- og vímuvarnarráðs og fleira gott fólk harla ánægt með þær niður- stöður nýrrar könnunar að í fyrsta skipti síðan 1990 hefur samtímis dregið úr reykingum og neyslu áfengis og ólöglegra fíkni- eína meðal nemenda í efsta bekk grunnskóla. Um 90% allra 10.- bekkinga í landinu tóku þátt í könnuninni í ár. Varla skýrist þetta þó af erfiðleikum á að ná í efni. T.d. sögðust um 20% hass- reykjenda auðveldlega geta keypt hass á skólalóðinni, um 30% á skemmtistað eða bar (?), þriðj- ungur einhvers staðar úti við og 70% telja sig auðveldlega geta keypt hass heima hjá einhveij- um. Og allt að 30% drukku heimabrugg í mars s.I., flestir landa. Minnkandi hassneysla A þessu ári verður vart við minnkandi hassneyslu í fyrsta sinn í tíu ár. Hlutfall lO.-bekk- inga sem prófað hafa hass jókst jafnt og þétt úr 4%^ árið 1989 upp í 17% í fyrra. I ár mælist neyslan um 15%. Þeim sem próf- að höfðu amfetamín „spítt“ Ijölg- aði líka jafnt og þétt úr 2,5% árið 1995 upp í 7% þeirra sem voru í 10. bekk í fyrra. I ár segjast að- eins 3,6% tíundu-bekkinga hafa prófað „spítt". Hlutfall e-töflu- neytenda var 1,6% árið 1995, hafði ríflega tvöfaldast í fyrra en í ár hafði það aftur lækkað í álíka og 1995. Um 19% reykja daglega Snarlega hefur dregið úr reyk- ingum síðan í fyrra, en þá höfðu þær aukist jafnt og þétt síðan 1990. Næstum fjórðungur 10. bekkinga reyktu daglega í fyrra en aðeins um 19% núna í mars- mánuði. Um 44% tíundu bekk- inga hafa aldrei reykt og 28% til viðbótar eru hætt ósómanum. Enda virðist þeim vel kunnugt um óhollustuna, því 2/3 telja hættulegt að reykja öðru hverju og 95% hættulegt að púa pakka á dag. Allt að 30% í heimabruggi Hlutfall tíundubekkinga sem hafa haft einhver kyni af áfengi hefur lítið breyst. Líkt og 1982 og 1992 höfðu um 80% einhvern tima drukkið og 63% þeirra ein- hvern tíma orðið full. Aftur á móti hefur þeim fækkað veru- lega sem segjast hafa orðið drukkin síðustu 30 dagana, eða úr 46% árið 1995 niður í 35% á þessu vori. Tíundu-bekkingar drekka nú mun sjaldnar sterka drykki (landa) og léttvín en 1995, en hins vegar oftar bjór, og sögðust þeir ósjaldan verða drukknir af bjómum einum sam- an. Um 37% tíundu-bekkinga drukku sterkt í marsmánuði. Landi var lang algengastur, því 22% alls hópsins (um 900 krakk- ar) sögðust hafa drukkið landa og 7% smyglað sterkt. Nær helmingur þeirra sem drukku léttvín (18%) gerðu sér gott af heimilisiðnaði. En af bijórdrekk- endum (46%) hafði aðeins tíundi hver drukkið smyglaðan og enn færri heimabruggaðan. - HEI Vilja hjálp Ingimundar „Ég var að ræða við þekktan hestamann og hestasölumann og hann sagði að sér fyndist þetta ósmekklegt af Þjóðveijunum," sagði Júlíus Brjánsson tíð- indamaður Dags á HM íslenska hestsins í Þýskalandi í gærkvöldi. Þýsk tollayfirvöld eru á móts- svæðinu með óeinkennisklædda starfsmenn sem kalla íslenska hestamenn f yfirheyrslur og við- töl vegna rannsóknar á sölu ís- Ienskra hrossa til Þýskalands. Þetta hefur haft truflandi áhrif á Islendingana sem segjast vilja reyna að einbeita sér að keppn- inni. Liðsstjórn íslenska Iiðsins hefur óskað eftir því við Ingi- mund Sigfússon sendiherra að hann beiti sér fyrir því að áreitni tollayfirvalda linni og yfirheyrsl- um verði frestað fram yfir mótið. Hiti er í Islendingum á mótinu vegna atviks sem varð í fimm- gangskeppninni f gær þegar Sig- urður Sigurðarson á Prins var búinn að fara einn hring. Þá hljóp barn inn á svæði við hliðar- línuna sem bannað er að fara inn á og á eftir barninu kom faðir þess hlaupandi og loks fjöl- skylduhundurinn. Við þetta fældist Prins og hljóp út úr brautinni og datt. Þrátt fyrir að faðirinn sem þarna átti hlut að máli hafi gefið sig fram og játað á sig atburðinn högguðust ekki dómararnir og dæmdu Sigurð og Prins úr keppninni. Hins vegar gekk betur hjá Islendingum í gær en í fyrradag og hefur bjartsýni aukist. Tíl vemdar Laugardal Nokkrir tugir manna mættu í Laugardalinn í gær til að fýlgjast með kröfum og röksemdum þeirra sem berjast gegn áformuðum stórhýsframkvæmdum í austurhluta Dalsins mynd: hari Stofufundur þverpóli- tíksra samtaka í næstu viku. Gegn áformuðum stórhýsa- byggingum. Græut gegn steypu og mal- biki. Útivistarsvæði óskert. „Það er tímanna tákn að sjá íhaldið mótmæla“, sagði Asgeir Hannes Eiríksson við Ólaf F. Magnússon, borgarfulltrúa sjálf- stæðismanna, við upphaf blaða- mannafundar í Laugardalnum í gær. Þar voru kynnt markmið undirbúningshóps að stofnun samtakanna „Verndum Laugar- dalinn". Markmið þeirra er að koma í veg fyrir fyrirhuguð bygg- ingaráform í austurhluta Dals- ins, 14 þúsund fermetra stórhýsi Landssímans og 6 þúsund fer- metra bíó- og veitingahús. Baráttan að byrja A fundinum kom fram að stefnt sé að því að stofna samtökin formlega í næstu viku. Þegar hafa 4-5 þúsund manns skrifað nöfn sín á undirskriftarlista gegn áformuðum byggingum þegar baráttan sé rétt að heíjast. And- stæðingar áformaðra bygginga segja að í þeirra röðum sé fólk úr öllum flokkum og stéttum. Þeir leggja áherslu á að Laugardalur- inn sé virkasta útivistar- og íþróttasvæði borgarinnar og ekk- ert annað sambærilegt svæði sé að finna í hjarta borgarinnar. Núverandi aðstaða sem þar hef- ur verið byggð sé fullnýtt og því sé óðs manns æði að breyta Dalnum úr grænu svæði í at- vinnusvæði með tilheyrandi stey- pu og malbiki. Sú atvinnustarf- semi mun koma í veg fyrir að Laugardalurinn fái að vaxa í takt við fjölgun borgarbúa og auknar áherslur á útiveru og hreyfingu. Með því að breyta Dalnum í at- vinnusvæði mun vegurinn í gegnum hann breytast í mikla umferðargötu. Með það í huga að það sé aðeins til einn Laugar- dalur sé það skylda borgarbúa að vernda hann fyrir komandi kyn- slóðum. Meðal annars var bent á að borgaryfirvöld í London mundu aldrei leyfa byggingu stórhýsa í Hyde Park og þaðan af síður mundu yfirvöld í New York leyfa slíkt í Central Park. Útivistarsvæði ekki skert Arni Þór Sigurðsson, aðstoðar- maður borgarstjóra og formaður skipulags- og umferðarnefndar borgarinnar, segir ljóst að þetta svæði í Laugardalnum sé búið að vera byggingarsvæði um áratuga skeið á skipulagi borgarinnar. I gegnum tíðina hafa verið ýmsar hugmyndir uppi á borðum hvernig best sé að nýta það. Þá sé það í jaðrinum við Suður- landsbraut og hefur ekki verið mikið nýtt sem útivistarsvæði. Af þeim sökum telur hann að það sé ekki verið að skerða útivistar- svæðið í Dalnum með þessum áformuðum framkvæmdum. Hann bendir einnig á að sjálf- stæðismenn, sem hann telur að standi fyrir þessari andstöðu, hafa haft mjög misjafna sýn á því hvernig nýta bæri þetta svæði. Hann segir að sumir þeirra vilji ekki byggja þarna neitt, aðrir vilji byggja þarna víkingagarð, ennaðrir vilja hafa Landssímann þarna en aðeins minni byggingu og menntamálaráðherra vill hafa þar skóla. Af þeim sökum sé erfitt að átta sig á því hvaða stefnu sjálfstæðismenn hafa í þessu máli. - GRH Flugleiðir bæta þjónustu Nýtt símsvörunarkerfi hefur verið tekið í notkun í upplýsingasíma Flugleiða 505 0500. Þjónusta við viðskiptavini er einkum bætt með tvennum hætti. Annarsvegar fá þeir nýrri upplýsingar þar sem sím- svarinn hefur verið beintengdur við flugupplýsingakerfi Leifsstöðvar. Hinsvegar verða upplýsingar um komu- og brottfarartíma aðgengi- legri en áður þar sem nú er unnt að slá inn flugnúmer og fá sam- stundis viðeigandi upplýsingar. Beintenging við Leifsstöð gerir það að verkum að nýjustu upplýsingar um flug færast jafnóðum á sím- svara Flugleiða. Beintengingin er sambærilega á Textavarpinu. Fyrst um sinn verður hægt að heyra Iesnar upplýsingar á íslensku og ensku. - SBS. Ódýrast í Nettó KEA Nettó á Akureyri býður upp á lægsta verð matvöru- verlsana á Eyjafjarðarsvæðinu skv. niðurstöðum úr verðkönn- un Neytendasamtakanna í samvinnu við verkalýðsfélögin á svæðinu. Kannað var verð í sjö verslunum á svæðinu þann 29. júlí sl. - Á eftir KEA Nettó koma Hagkaup og KEA Hrísa- lundi. Þrátt fyrir að vera með lægsta verðið hækkar verð í ______________________ KEA Nettó um 2,8% og í engri verslun á svæðinu meira. Mesta verðlækkunin var hins vegar í Hagkaup. KEA Hrísalundur hækkaði verð um 0,4% milli kannana, Hraðkaup í Kaupangi er í fjórða sæti. Dýrasta matvöruverslun á Eyjaljarðarsvæðinu er KEA í Hrísey. > AÞM / SBS. / KEA Nettó á Akureyri. Kannanir staðfesta enn og aftur að þar er ódýrast að versla. Forstjórastaða laus Fjármálaráðuneytið hefur auglýst til umsóknar embætti forstjóra Framkvæmdasýslu ríkisins. Krafist er háskólamenntunar í bygginga- verkfræði, arkitektúr eða sambærilegrar menntunar auk starfsreynslu á því sviði og reynslu af stjórnun. Umsóknarfresturinn er til 20. ágúst næstkomandi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.