Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 - 9
X^MT'
netgróða FBA
„Ekkert tiðruvísi en matvöru-
verslun og sjúkrahús“
Pétur segir ekki hægt að hindra
það að eignir safnist á fáar hend-
ur ef einhver sé tilbúinn til að
borga það hátt verð að almenn-
ingur selji. Sá ijárfestir yrði þó að
bjóða ríflega.
„Menn geta haft áhrif á það í
frumsölu að dreifa eignaraðild,
líkt og gert var með bankana. Ut-
boðsaðferðin leiddi það af sér.
Eftir stuttan tíma getur þetta
safnast á fáar hendur, ef því er að
skipta,“ segir Pétur og tekur sem
dæmi að ekki sé hægt að hindra
fjárfestingu t.d. lífeyrissjóðanna.
„Bankar eru í eðli sínu ekkert
öðruvísi en önnur fyrirtæki í
landinu. Þeir voru sérstakir á
árum áður, þegar þeir voru undir
valdi ríkisins og að mörgu leyti
misnotaðir sem slíkir til að veita
ódýr lán. Nú eru bankar hara
þjónustufyrirtæki eins og hver
- önnur. Eðlismunur er enginn á
banka, matvöruverslun eða spít-
ala. Einn verslar með peninga,
annar með mjólk og sá þriðji með
heilbrigði," ségir Pétur.
Pétur segir að sjóðirnir, sem
FBA var stofhað upp úr, hafi ver-
ið stofnaðir til að sinna ákveðinni
Bjarni Ármannsson,
forstjóri FBA.
þörf í atvinnulífinu. Núna kalli
þörfin fram þjónustuna og ekki
skipti svo miklu máli hver eigi
fyrirtækið. Samkeppni sé orðin
það mikil hjá fjármálastofnunum.
„Ef eigendur FBA ætla að fara
að gera eitthvað annað en að
veita góða þjónustu, og hagnast á
því, þá tapa þeir bara og einhver
annar tekur yfir þjónustuna. Eg
hef því engar áhyggjur af því
hverjir eiga þessi fyrirtæki, hvort
sem það eru lífeyrissjóðir, fáir
einstaklingar eða margir einstak-
lingar. Mikilvægt er að almenn-
ingur eigi í atvinnulífinu og skilji
og skynji um hvað það snýst.
Nauðsynlegt getur samt verið
hverju fyrirtæki að eiga sterka
baklijarla. Ef eignaraðildin er of
dreifð þá gengur kenningin út á
það að enginn einn standi með
fyrirtækinu þegar illa gengur.
Sterkir bakhjarlar grípi hins veg-
ar til ráðstafana ef illa gengur,"
segir Pétur H. Blöndal.
Óþægilegt að vita ekki um
kaupendur
Hvort hlutabréfakaupin sam-
ræmdust markmiðum um dreifða
eignaraðild á bankanum segir
Bjarni Armannsson, forstjóri
FBA, í samtali við Dag það eðli-
Pétur H. Blöndal
þingmaður.
legt að stjórnvöld svari því.
„Þetta breytir ekki þeim áform-
um að menn ætla sér og þurfa að
selja meirihlutann í bankanum.
Hvort þetta breytir fyrirætlunum
um fyrirkomulagið á þeirri sölu
verða stjórnvöld að meta og svara
fyrir. Eg mun halda áfram að reka
þennan banka þannig að það sé
til hagsbóta fyrir alla hluthafa,“
segir Bjarni og á ekki von á nein-
um sviptingum innan bankans
vegna þessara hlutabréfavið-
skipta. Það sé þó óþægileg til-
finning að vita ekki hverjir standi
að bald kaupunum.
Um þann orðróm að með
markaðsaðgerðum síðustu vikur
hafi ótilgreindir aðilar stuðlað að
gengishækkun bréfanna í FBA,
segir Bjarni:
„Ef mönnum finnst það þá
verða aðilar eins og Verðbréfa-
þing að kanna málið og þeir og
Fjármálaeftirlitið að skera úr um
hvort svo sé. Við erum ekki aðilar
að viðskiptum og vitum ekki
hverjir eiga þar í hlut. Ef þetta
reynist rétt þá er það að sjálf-
sögðu mjög alvarlegur hlutur.“
Tæpur inilljarður í hagnað
Milliuppgjör FBA fyrir fyrstu sex
mánuði ársins var kynnt í gær.
Stjórn bankans kom þá saman og
fór yfir uppgjörið, sem sýndi 974
milljóna króna hagnað fyrir skat-
ta. Það er mun betri afkoma en
áætlanir frá því í október sl.
höfðu gert ráð fyrir. Enda var gef-
in út „afkomuviðvörun" um þetta
30. júní sl. Einnig er þetta mun
betri afkoma en allt árið í fyrra,
þegar afgangurinn nam 734 millj-
ónum. Eftir fyrstu sex mánuðina í
fyrra nam hagnaður fyrir skatta
357 milljónum. Reiknaðir skattar
samkvæmt uppgjörinu nema 239
milljónum króna. Bankinn
greiddi ekki tekjuskatt á síðasta
ári vegna uppsafnaðs skattalegs
taps frá forverum hans, en yfir-
færanlegt skattalegt tap bankans
mun allt nýtast á árinu. Að teknu
tilliti til reiknaðra skatta nemur
hagnaður fyrstu sex mánaða árs-
ins 734 milljónum króna.
Samkvæmt endurskoðaðri
rekstraráætlun sem byggir á
rauntölum fyrstu sex mánaða og
yfirfarinni áætlun fyrir síðari
hluta ársins, er gert ráð fyrir að
hagnaður ársins verði 1.345
milljónir fyrir skatta og 1.044
milljónir króna að teknu tilliti til
reiknaðra skatta.
Beðið hluthafafundar
Hluthafar á vegum Orca höfðu
ekki boðað til hluthafafundar,
síðast þegar fregnaðist í gær. A
meðan er stjórn FBA óbreytt en
hún er skipuð Þorsteini Olafs,
sem er stjórnarformaður, Sigurði
Einarssyni frá Kaupþingi, Magn-
úsi Gunnarssyni, Erni Gústafs-
syni og Guðmundi Haukssyni.
Magnús og Örn eru fulltrúar rík-
issjóðs og Guðmundur er frá
sparisjóðunum. Hluthafafund
þarf til að skipta um stjórn ef
fulltrúar Orca sækjast eftir
stjórnarsetu, sem verður að telj-
ast líklegt miðað við svo stóran
eignarhlut. Óhætt er að segja að
markaður bíði spenntur eftir því
að „Orcu-hópurinn“ komi fram í
dagsljósið.