Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 4
4 -VfÖSTUDAGVB- fr. ÁGHJS T' 1 9'9>9
FRÉTTIR
L.
Ð^ur
Burnham kaupir í Síldarvinnsliiimi
Lífeyrissjóður Austurlanas hefur selt verðbréfafyrirtækinu Burnham
International hlutabréf í Síldarvinnslunni hf. að nafnvirði 30 millj-
óna króna sem er 3,41% af heildarhlutafé Sfldarvinnslunnar á geng-
inu 4,3. Fyrir átti lífeyrissjóðurinn hlutabréf í Síldarvinnslunni að
nafnvirði 52 milljóna, sem er 5,94% af heildarhlutafé. Eftir söluna á
lífeyrissjóðurinn um 22 milljóna króna hlutafé að nafnvirði, eða
2,53% af heildarhlutafé Síldarvinnslunnar hf.
Samfylkiiigm vill meira húsnæði
Samfylkingin sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem fullri ábyrgð
er lýst á hendur stjórnvöldum vegna ástandsins sem skapast hefur í
húsnæðismálum, m.a. í kjölfar breytinga á húsnæðislöggjöfinni um
síðustu áramót. I engu hafi heldur verið mætt aukinni þörf fyrir íbúð-
arhúsnæði vegna vaxandi fólksflótta af Iandsbyggðinni á höfuðborgar-
svæðið. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að þegar í
stað verði gripið til aðgerða til að auka framboð á leiguhúsnæði. Jafn-
framt vill þingflokkurinn að húsnæðislöggjöfin verði endurskoðuð.
Sátt í Nettó
Nokkuð virðist orðum aukið að ólga sé meðal starfsmanna KEA
Nettó í Mjóddinni í Reykjavík eftir brotthvarf Júlíusar Guðmunds-
sonar verslunarstjóra úr starfi. Eins og fram hefur komið í fréttum
var Júlíusi vikið úr starfi fyrir rúmri viku og hefur einn starfsmaður
annar sagt upp störfum vegna óánægju með starfslok Júlíusar. „Ólg-
an“ í Nettó virðist hinsvegar ekki ná til fleiri starfsmanna.
I framhaldi af uppsögn Júlíusar og fréttum af óánægju starfsfólks
var haldinn var fundur með starfsfólkinu og segir Heiðrún Jónsdótt-
ir, starfsmannastjóri, að þar hafi málin verið rædd og starfsfólkið sé
almennt sátt og einhuga um að standa að baki fyrirtækinu. Virðist
málinu þar með lokið og hefur þegar verið auglýst eftir nýjum versl-
unarstjóra. Reiknað er með að ráða í starfið í Iok ágúst og segist
Heiðrún eiga von á miklum áhuga á starfinu.
Júlíus Guðmundsson, fyrrverandi verslunarstjóri, sagðist ekkert
vilja tjá sig um málið að sinni. - Hl
Var akuryrkja á Akurey?
Garðar Guðmundsson, fomleifafræðingur, og samstarfsfólk hans hefur
fengið Ieyfí borgaryfirvalda til fomleifauppgraftar í Akurey á Kollafirði.
Þetta er hluti verkefnisins „Fornir akrar á Islandi“ og er markmið-
ið að afla þekkingar á kornrækt til forna ogum leið reynt að meta
hversu áreiðanlegur vitnisburður örnefni, ritaðar heimildir og munn-
mæli eru um tilvist fornra akra. Þrír könnunarskurðir verða grafnir í
akrana og nýting þeirra tímasett með hjálp gjóskulaga. Frjógreining
mun staðfesta eða áfsanna kornrækt á eynni. - FÞG
Himdaeigendur sárreiðir borginni
Þórhildur Bjartmarz, formaður Hundaræktarfélags íslands, hefur sent
borgaryfirvöldum harðort bréf vegna nýrrar samþykktar um hundahald
í borginni. Þar er minnt á gott samráð aðilanna í viðræðum nefndar
um nýjar reglur. Þar hefði verið komist að samkomulagi, meðal annars
um að sama reglan ætti að gilda gagnvart sameigendum í fjöleignar-
húsum og gildir samkvæmt fjöleignarhúsalögum. Fyrri samþykkt hafði
að geyma strangari reglur en í Iögunum fólust. Síðan hafi það hins veg-
ar gerst að nýjar reglur voru settar, þar sem þessi atriði tóku ekki breyt-
ingum í samræmi við samkomulagið. Segir Þórhildur að hér hafi verið
um að ræða „réttarbót" sem hundaeigendur hafi „keypt“ með tilslök-
unum á öðrum sviðum. Einhliða breyting borgaryfirvalda feli í sér „for-
kastanleg og ómerkileg vinnubrögð" og er skorað á borgaryfirvöld að
breyta þessu til að forðast trúnaðarbrest. - FÞG
Borgarfræðasetur stofnað
Borgarráð hefur samþykkt tillögu um stofnun Borgarfræðaseturs,
sem er samstarfsverkefni með Háskóla íslands. Tilgangurinn er að
auka rannsóknir á þróun borgarinnar sem og byggðar í landinu, og
styrkja um leið stöðu Reykjavíkur sem háskólaborgar. Háskólaráð
hefur samþykkt tillöguna fyrir sitt leyti. -BJB
Ami Þór tekur við af
Guðninu
Arni Þór Sigurðsson, aðstoðarmaður borgar-
stjóra, hefur tekið sæti í borgarstjórn í stað
Guðrúnar Ágústsdóttur, sem er í ótíma-
bundnu leyfi. Jafnframt tók Árni Þór sæti í
byggingarnefnd að nýju. Kristín Árnadóttir
mun að nýju verða aðstoðarmaður Ingibjarg-
. ar Sólrúnar í stað Árna Þórs. -bib
Arni Þor Sigurðsson.
Ur Sláturhúsi KEA á Akureyri, þar mun í framtíðinni eingöngu verða slátrað stórgripum.
Sauðfj árslátran
á Akureyri hætt
Sauðfjárslátnm KEA
á Akureyri verður
hætt eftir komandi
haust. Háu flyst til
Husavíkur, eu stór-
gripaslátrun á Akur-
eyri verður efld.
Erfitt að fá fólk tH
sláturstarfa.
Sauðfjárslátrun á vegum Kaup-
félags Eyfirðinga í sláturhúsi fé-
lagsins á Akureyri verður vænt-
anlega hætt eftir komandi haust.
Mun fé eyfirskra bænda því í
framtíðinni verða slátrað á
Húsavík, en sem kunnugt er
kom KEA inn í rekstur afurða-
stöðva Kaupfélags Þingeyinga
við rekstrarstöðvun þess félags
nú í vor. Verður sauðíjárslátrun á
Húsavík efld til mikilla muna, á
sama tíma og aukin áhersla verð-
ur lögð á stórgripaslátrun í slát-
urhúsi KEA á Akureyri, þar sem
sauðfé hefur verið slátrað í ára-
tugi.
„Við þurfum að setja rekstrar-
Ieg rök ofar þeim tilfinninga-
legu,“ segir Helgi Jóhannesson,
framkvæmdastjóri kjötiðnaðar-
sviðs KEA, í samtali við Dag.
Hann kveðst vænta þess að
bændur í Eyjafirði sýni þessum
aðgerðum skilning. Brýnt sé að
ná fram aukinni hagræðingu í
sauðíjárslátrun á Norðurlandi.
Framlegð af slátrun sauðfjár sé
Iítil og það verði að breytast. „Eg
bind vonir við að á einhverjum
tíma munum við ná fram hag-
ræðingu í kjötiðnaðinum með
þessum aðgerðum, en inn í það
kemur meðal annars hvernig
okkur tekst að nýta sláturhúsið
hér á Akureyri til annarra nota
með þessum tilfærslum."
Síðustu haust hefur verið
slátrað að jafnaði 27 þúsund fjár
á Akureyri, en um 35 þúsund á
Húsavík á vegum Kaupfélags
Þingeyringa. Til starfa við haust-
slátrun á Akureyri hafa að jafn-
aði verið ráðnir um 70 starfs-
menn í þá fimm vikna Iotu sem
slátrunin stendur yfir og kveðst
Helgi Jóhannesson bera
nokkurn kvíðboga fyrir því
hvernig takist að fá fólk til starfa
í haust. Slæmt hafi ástandið ver-
ið í fyrra og hann óttast að ekki
verði það betra nú, þegar mikil
þensla er á vinnumarkaði. Hafi
af þessum sökum verið gerðar
áætlanir um að minnka dagleg
afköst sláturhússins á Akureyri
úr 1.200 fjár niður í 800, enda
krefjist það færri starfsmanna og
þýði minna álag. Takist hinsveg-
ar að fullmanna húsið, haldi það
sínu striki og slátri sama íjölda á
degi hveijum og verið hefur.
-SBS
Frestun tónlistarhúss
yrði stórslys
„Það yrði stórslys ef byggingu
hússins yrði frestað enn meir. Þá
sér maður ekki að húsið rísi í ná-
inni framtíð," sagði Tinna
Gunnlaugsdóttir, forseti Banda-
Iags íslenskra listamanna, í sam-
tali við Dag um þær hugmyndir
stjórnmálamanna að fresta m.a.
byggingu tónlistarhúss til að slá
á þensluna í þjóðfélaginu. Sú
framkvæmd hefur Iengi staðið til
og það nýjasta í málinu er skip-
un framkvæmdanefndar til und-
irbúnings sameiginlegrar hótel-,
ráðstefnu- og tónlistarhússbygg-
ingar. Helst hefur strandað á
staðsetningu og nú er verið að
leita leiða til Ijármögnunar.
Tinna sagði að tónlistarhúsið
væri búið að eiga sér langan að-
draganda. Ef menn ætluðu að líta
á þetta sem framkvæmd sem alltaf
væri hægt að ffesta þá væri eðli-
Iega hægt að finna forsendur til að
fresta því út í híð óendanlega.
„Þetta er spurning um ákvarð-
anatöku og forgangsröðun. Mér
Tinna Gunniaugsdóttir, forseti
Bandalags íslenskra listamanna.
hefur skilst á bæði borgaryfir-
völdum og Iandsyfirvöldum að
nú væri ætlunin að gera loksins
átak í málinu," sagði Tinna.
Enn á undirbúnin^sstigi
Bjöm Bjamason, menntamálaráð-
herra, sagði við Dag að bygging tón-
listarhúss væri enn á undirbúnings-
stigi og þetta væri ekki spuming um
frestun þeirra framk\'æmda.
„Þegar rætt er um tónlistarhús
snýst spurningin um að halda
undirbúningi áfram og ná öllum
þráðum saman er snúa að hótel-
byggingu, ráðstefnumiðstöð og
tónlistarhúsi á einum og sama
stað í miðborg Reykjavíkur. Enn
hefur ekki verið ákveðið hvenær
framkvæmdir heíjast, enda ekki
tímabært með hliðsjón af um-
fangsmiklum undirbúningi. Um
leið og menn taka skynsamlegar
ákvarðanir um að slá á þenslu er
einnig nauðsynlegt að búa í hag-
inn fyrir þann tíma, þegar slakn-
ar á spennunni. Við þurfum að
taka mið af stöðunni hverju
sinni. Mikilvægt er að halda
jafnvægi á hvern veg sem mál
þróast. Ríkisstjórninni ber að
fara á undan með góðu fordæmi
ég tel það til dæmis gert með því
að undirbúa sem best byggingu
tónlistarhúss, ráðstefnumið-
stöðvar og hótels og nota næstu
mánuði til þess,“ sagði Björn.
-BJB