Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 3
F Ö STUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 - 3
FRÉTTIR
Óvissa xiin raforku
til loðnubræðslna
5i/o getur farið að verksmiðjur SR-Mjöls verði að brenna svartolíu á vetrarvertíðinni vegna skorts á rafmagni frá Landsvirkjun.
Orkuskortur hjá
Landsvirkjun. Svart-
olía í stað rafmagus.
Mengun og aukinn
kostnaður. Lækkar
loðnuverð.
Svo getur farið að loðnuverk-
smiðjur SR-Mjöls verði að
brenna svartolíu í stað þess að
nota rafmagn á vertíðinni í byrj-
un næsta árs vegna skorts á raf-
magni frá Landsvirkjun. Þórður
Jónsson, rekstrarstjóri SR-Mjöls,
segir að kostnaður vegna svart-
olíunnar muni auka rekstrar-
kostnað fyrirtækisins með þeim
afleiðingum að loðnuverð geti
orðið eitthvað lægra en ella hefði
verið þegar á heildina sé litið.
Meiri mengun
Sem dæmi nefnir Þórður að það
þurfi um 45 kíló af svartolíu fyr-
ir hvert tonn af loðnu, sem
brædd er í verksmiðjum SR-
Mjöls. Sé miðað \áð að veidd sé
ein milljón tonna af loðnu, þá sé
þarna um að ræða 45 þúsund
tonn af svartolíu. Kostnaðurinn
vegna olíunnar gæti því orðið all
verulegur, auk þess sem olíu-
brennslan mundi hafa í för með
sér meiri mengun en ella. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Olíufé-
laginu Esso kostar eitt tonn af
svartolíu um 18 þúsund krónur
með virðisaukaskatti. Verksmiðj-
ur fá skattinn endurgreiddan og
því sé raunverðið á olíutonninu
um 14.458 krónur. í hverju
olíutonni eru um 1100 lítrar.
Þessi kostnaður getur þó orðið
mun meiri ef olían heldur áfram
að hækka í verði eins og allt útlit
er fyrir. Þórður segir að þetta
mundi væntanlega hafa í för sér
dágóða búbót fyrir olíufélögin á
sama tíma og það muni bitna á
rekstri verksmiðjanna, afkomu
sjómanna og útgerðum loðnu-
skipa.
Ótrygg orka
Rekstrarstjóri SR-Mjöls segir að
fyrirtækið hafi fengið boð um
það frá Landsvirkjun ekki alls
fyrir löngu að það gæti komið til
skerðingar á þeirri ótryggðu raf-
orku sem notuð er við loðnu-
vinnsluna. Hann segir þó að það
sé ekki enn vitað hvort til þessar-
ar skerðingar muni koma eða
ekki. Það skýrist ekki fyrr en líða
tekur á árið þegar meiri vissa
verður um getu Landsvirkjunar
til orkuöflunar. Hinsvegar séu
menn farnir að huga að því
hvernig bregðast skuli \að ef til
þess mundi koma og m.a. hvort
gufukatlarnir séu í Iagi. Þegar
samið var um þessi rafmagns-
kaup á sínum tíma var þess áskil-
ið í samningum að SR-Mjöl ætti
að vera með varaafl til staðar,
enda um ótrygga orku að ræða.
- GRH
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna.
Dapurleg
alstaða
„Ég harma það að varaformaður
Neytendasamtakanna taki þessa
afstöðu sem hann gerir og finnst
þetta heldur dapurlegt fyrir ís-
lenska neytendur," segir Jó-
hannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, um um-
mæli Jóns Magnússonar, vara-
formanns í Degi í gær. Jón sagði
þá að beiðni Jóhannesar um
innköllun allra afurða Asmund-
arstaða úr verslunum væri hans
einkaskoðun en ekki Neytenda-
samtakanna í heild. „Þrátt fyrir
að áður hafi komið upp tilfelli af
þessu tagi hefur vandamálið
aldrei verið stærra en einmitt
nú. í ljósi alvarleika þessa máls
finnst mér dálítið dapurlegt að
varaformaðurinn skuli ekki styð-
ja þá kröfu sem ég setti fram í
nafni Neytendasamtakanna,"
sagði Jóhannes. „Svona missætti
manna á milli, á opinberum
vettvangi, þýðir aðeins eitt - það
fækkar á félagaskránni," sagði
hann ennfremur.
Til stendur að taka málið fyrir
á næsta stjórnarfundi en að
sögn Jóhannesar er ómögulegt
að segja til um hvenær hann
verður vegna sumarleyfa stjórn-
armanna. - GÍS
Burðarás sáttur
við siun hlut í ÚA
Burðarás sýnir bréf-
imi Akureyrarbæjar í
ÚA takmarkaðan
áhuga.
„Eg á ekkert frekar von á því að
við kaupum þessi bréf. Við eigum
núna rúmlega 40% hlut í ÚA og
við erum sáttir \4ð hann eins og
staðan er í dag,“ segir Friðrik Jó-
hannsson, framkvæmdarstjóri
Burðaráss. Bæjarstjórn Akureyr-
arbæjar ákvað fyrir stuttu að selja
hlutabréf bæjarins í Útgerðarfé-
lagi Akureyrar hf. en þau eru
20% hlutafjár félagsins. Það hef-
ur verið áætlað að um 1,2 millj-
arður króna fáist fyrir hlutinn en
með sölunni færi Akureyrarbær
endanlega úr rekstri ÚA en sú
var tíðin að bærinn átti 80% hlut
í félaginu. Burðarás er stærsti
hluthafinn í ÚA og á núna 41,5%
hlut í félaginu.
Er samt álitlegur fjárfesting-
arkostur
Að sögn Friðriks Jóhannssonar
lét Akureyrarbær Burðarás vita
að til stæði að selja hlutabréf
bæjarins en hins vegar hafi bær-
inn ekki haft samband við sig um
sölu bréfanna til Burðaráss.
„Síðan að við keyptum hlutabréf
FBA í ÚA í maí síðastliðnum
hefur ekkert verið rætt hjá okkur
um frekari kaup á hlutabréfum í
félaginu og hefur því engin
ákvörðun um kaup á bréfum Ak-
ureyrarbæjar verið tekin hjá
Burðarási," segir Friðrik. Þrátt
fyrir áhugaleysi Burðaráss á um-
ræddum hlutabréfum telur Frið-
rik að ÚA sé álitlegur fjárfesting-
arkostur enda hefur gengi bréf-
anna verið að hækka undanfarna
mánuði.
Þorsteinn Már Baldvinsson,
forstjóri Samherja, hefur sagt að
fjárfestingarfélagið Kaldbakur
hf., sem er í eigu Samherja hf. og
KEA, hafi ekki áhuga á bréfun-
um en eins og stendur á Kald-
bakur engan hlut í félaginu. - ÁÁ
Tilboð tölvufyrirtækja köimuð
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á funai sínum í gær að
kanna frekar þær hugmyndir sem tölvufyrirtækin Alit
efh. og Tæknival hf. hafa kynnt, en þau sendu bæði inn
hugmyndir þegar starf forstöðumanns tölvudeildar Ak-
ureyrarbæjar var auglýst laust til umsóknar á dögunum.
Fimm aðilar sóttu um þetta starf þegar það var auglýst
laust á dögunum og þeirra á meðal voru fyrirtækin tvö.
Að sögn Ásgeirs Magnússonar, formanns bæjarráðs,
hefur nú verið óskað eftir frekari útlistingum á hugmyndum fyrirtækj-
anna um hvernig þau hafa í hyggju að sinna tölvum Akureyrarbæjar,
verði við þau samið, þá hugsanlega að undangengnu útboði. Bragi
Ingimarsson, sem hefur stýrt tölvudeild Akureyrarbæjar, lætur senn af
störfum og samþykkti bæjarráð að leita eftir því við núverandi starfs-
menn deildarinnar að þeir hefðu umsjón með tölvukerfum bæjarins
þar til mál skýrðust frekar. - SBS.
Ásgeir
Magnússon.
Samemast í Keflavík
Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og
Tryggingar hf. mun skrifstofa Tryggingar í Keflavík flytja í húsnæði
Tryggingamiðstöðvarinnar að Hafnargötu 26 þar í bæ. Þar mun verða
rekin sameiginleg skrifstofa félaganna. Símanúmer verða óbreytt.
Olafur E. Ólason mun veita umboðum beggja félaganna forstöðu. -SBS.
Aðalskoðun í Grafarvogiim
Aðalskoðun hf. hefur ákveðið að opna skoðunarstöð í Grafarvogi við
Bæjarflöt, rétt hjá bensínstöð Skeljungs. Þetta er 8. skoðunarstöðin
sem Aðalskoðun setur upp á undanförnum 5 árum en fyrirtækið verð-
ur einmitt 5 ára 13. september næstkomandi. Reiknað er með að opna
stöðina í Grafarvogi á næstu vikum. Aðalskoðun er með fjórar stöðvar
á landsbyggðinni; í Grundarfirði, Búðardal, Ólafsfirði og Reyðarfirði,
og til greina kemur að fjölga stöðvum þar. Viðræður hafa verið í gangi
við aðila á Akureyri, Akranesi, Selfossi, í Keflavík og víðar.