Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 06.08.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 FRÉTTIR Læknaskop er háalvarlegt mál Fyrsta norræna þingið um læknaskop hefur nú verið samþykkt af norsku læknasamtökimum sem hluti af endurmenntun þeirra. „Við erum að reyna að opna augu fólks, lækna jafnt sem sjúklinga, fyrir því að tilveran verður skemmtilegri ef skopi er gefið tækifæri þar sem það á við - og það á víða við“, segir Bjarni Jónasson heilsugæslulæknir í Garða- bæ. Norræn samtök um læknaskop, sem stofnuð voru í byrjun þessa árs, halda fyrsta þing sitt í næsta mánuði í Alvdal í Noregi. A annað hundrað norrænir læknar hafa gengið í samtök- in, þ.a. um tugur íslenskra, og listinn lengist ört. Gamansöm stjórn ákvað félagsgjaldið 200 krónur - í krónum hvers lands - og veldur það gæslu- manni íslenska kassans nokkrum áhyggjum. Illatur niinnkar sársauka Bjarni segir samtökunum ákaflega vel teldð. Sem dæmi má nefna að norska Iæknafélagið hefur samþykkt þingið sem hluta þeirrar endurmenntunar sem félagið býður upp á, enda um há- alvarleg mál að ræða þó undirtónninn sé léttur. Þetta hafi líka fengið góðan hljómgrunn um allt heilbrigðiskerfið hér heima. Á dagskrá þingsins segir Bjarni víða komið við. M.a. verði rætt hvernig skop komi fram í viðtali lækn- is og sjúklings. Hvernig það geti haft áhrif á þunglyndi og dregið úr sárs- auka. Þjáður maður finnur minna til geti hann hlegið að góðum brandara eða gamanmynd. Fólk sem er leitt og niðurdregið finnur frekar til en þeir sem reyna að horfa á björtu hliðarnar. Skapa jákvæða stenunningu „Sjálfur mun ég fjalla um gildi þess að hafa skop á vinnustað - hvernig skop FRÉTTA VIÐTALIÐ gerir andrúmsloftið þægilegra jafnt fyrir sjúklinginn, Iækninn og reyndar allt samstarfsfólkið. Eg mun m.a. segja frá eigin reynslu á undanförnum árum og birta niðurstöður rannsóknar sem gerð var í heilsugæslunni nú í sumar. Þar var leitað álits sjúklinga á lækna- skopi; hvort fólk hafi yfirleitt heyrt það nefnt og hvaða skilning það leggur í Iæknaskop", sagði Bjarni. Heldur enginn að verið sé að skop- ast að þeim? „Nei, og það eru skýrustu skilaboðin sem við viljum koma til fólks, að það er aidrei skopast að sjúkl- ingum né verið að gera grin að ein- hverjum á kostnað annars. Þetta á allt að vera með jákvæðum formerkjum í þeim tilgangi að skapa jákvæða stemmningu í samskiptum fólks“. Kímnijjáfaii gefto 1 niisiiiikliiiii mæli Ætti e.t.v. að taka skopið inn í lækna- námið? „Það er aldrei of snemmt að koma skopinu að. Það býr enginn til húmorista, þeir eru bara til. Mönnum er gefin þessi gáfa; kímnigáfan, í mis- miklum mæli þó, en þeir geta ræktað hana með sér“, segir Bjarni. - Eru húmoristar í læknastétt? „Eg þekki fáar starfsstéttir sem hafa fleiri húmorista innan sinna vébanda en lækna. En þeir eru afskaplega al- vörugefnir húmoristar, svo oft á tíðum þarf að tosa skopið fram, þótt í kyrrþey yrki þeir drepfyndnar drápur og reiti af sér brandara í völdum hópi. Læknar eru upp til hópa hógværir og alvöru- gefnir vegna þess að þeim finnst lækn- isfræðin svo alvarlegt mál. En meðal þeirra sem hafa langa starfsreynslu að baki og þekkja sinn sjúklingahóp vel - eins og t.d. á við um marga heimilis- Iækna - verður alvaran oft á tíðum ekki allt of þrúgandi og þá verður gjarnan grynnra á gamanseminni. -HEI Útsvar Jóns Ólafssoiiar (Friðgeirssonar) mun gefa til kynna að hann hafi að- eins liaft um 79.100 kr. mánaðartekjur á síðasta ári. í pottlnum hafa mcnn áliyggjur af því að hafi liaim ekki þeim mun hæni tckjur á þessu ári verður ekket grm fyrir mannhm að standa skil á sínmn rösklega 2,1 millj- óna króna eignaskatti, scm honum er gert að greiða í ár - þrátt fyrir rúmlega 20.000 króna ónýttan skattafslátt sem hann á til greiðslu opinberra gjalda. Jóni þýðir lieldur ekki að leita á náðir eiginkonunnar, því nettótekjur hennar gera ekki mikið meira en að nægja fyrir hennar 2,1 milljóna króna eignaskatti. Þau hjón hafa hins vegar sérstöðu að þessu leyti - því fremur sjalfgæft er að menn sem almennt eru taldir efnaðir hátekju- memi borgi eignaskatta að ráði. Sumir hátekju- menn virðast m.a.s. nær alveg eignalausir... Jón Ólafsson. Um fátt er meira rætt í pottimun en kaup Orca á hlut í Fjárfestingarbankanum. Leyndin sem livílir yfir liinum nýju eigendum þykir sérstaklega áhugaverð enda viðskipthi stór. í ljósi þess sem þó hefur komið fram er ljóst að hér eru á ferðhmi íjár- sterkir einstaklingar scm þó koma ekki úr hefð- bundnum kreðsum viðskiptalífsins og tilheyra hvorki kolkrabbanum, smokkfiskinum né öðrum þekktum viðskiptabandalögum. Þvl hafa pottverj- ar freistast til að skilgreina þetta sem nýtt banda- lag - nýjan leikmann á fjármálavellinmn. Nafnið er þegarkomið: „Hinirnýríku“... Menn velta því nú fýrir sér í pottinum hvort deil- innar sem blossað hafa upp milli J óns Magnússon- ar og Jóhamicsar Gmmarssonar muni endanlega leiða til klofnings í samtökunum. Þegar illhidhi stóðu sem hæst milli ViIIijálms Inga Ámasonar á Akureyri og Jóhannesar Gunnarssonar, en Viljhálmur Ingi var stjómarmaður, þá var sagt að Vilhjáhnur hefði stuðning Jóns, þó það færi ekki hátt. Nú bíða meim eftir hvort dcilan magnist enn og hvort Vilhjálmur Ingi kemm fram á sjónarsvið- ið og blandi sér í málið.studdur af Jóni. Valgeir Þorvaidsson, ferðaþjónustubóndi á Hofsósi. Vestwfarasetrið á Hofsósi, sem opnaðvarfyrir 3 árum, færnú árlega 10-12 þúsund gesti til sín. í nýlegrifeð sinni vestur um hafgerði Val- geir samkomulag við íslend- ingafélagið í Utah um að koma að uppbyggingu seturs- ins á Hofsósi. LífLegir tímar fram- imaan á Hofsósi - Hver var tilgangur ferðarinnar til Utah? „Megintilgangur ferðarinnar var að svara áhuga forsvarsmanna íslendingafélaganna á að tengjast Islandi og finna farveg fyrir samskiptin. Hlutverk Vesturfarasetursins er einmitt að tengja þessa tvo menningar- heima saman. Ferðin var farin til þess að sjá hvað mönnum væri mikil alvara í þessum efnum.“ - Átti ferðin sér einhvem aðdraganda? „Já, í fyrra koma hingað stór hópur fólks frá Utah. Við funduðum með þessu fólki og í framhaldi af því var ákveðið að ég færi utan. Greinilegt var að fólkið hafði ekld leg- ið á reynslu sinni þegar heim var komið. Þegar ég kom út þá vissi fólk mikið um starfsemina, miklu meira en ég hafði reikn- að með. Ég fékk fádæma góðar viðtökur. Konsúllinn f Utah, Brent Haymond, sem er einstakur maður, setti upp vikudagskrá fyr- ir mig. Ég átti fundi með lykilmönnum Is- lendingafélagsins í Utah, háskólans og Mormónakirkjunnar og það var einstakt að fá slíkt tækifæri. Á einum slíkum fundi var gert samkomulag milli Vesturfarasetursins og Islendingafélagsins f Utah um samstarf þessara aðila og sameiginleg átaksverkefni." - Hvað felst nánar í þessu samkotnu- lagi? „Samkomulagið er margþætt og ljóst er að þessir aðilar ætla að koma að uppbygg- ingunni með okkur. Einnig verða gerðar rannsóknir á sögu vesturfaranna. Afrakstur þeirra rannsókna verður settur í sameigin- legan þekkingarsjóð sem bæði löndin geta gengið að og nýtt sér.“ - Hefur samkotnulagið ekki tnikla þýð- ingufyrir starfsemi Vesturfarasetursins? „Jú, vissulega. Við höfum áður gert eitt svona samkomulag við Islendingafélagið í Gimli. Um 20 slík Islendingafélög eru í Norður-Ameríku og því mikilvægt að við sýnum að okkur sé full alvara að tengja fé- lögin starfseminni. Hlutverk okkar verður mikilvægara eftir því sem fleiri tengjast verkefninu." - Voru viðraðar hugmyttdir utn hótel- hyggingu á Hofsósi í þessariferð þinni? „Já, hér hefur verið gert nýtt skipulag af gamla þorpinu. Fjársterkir aðilar í Utah vilja koma að þessu verkefni eins og það liggur fyrir og hótel er eitt af Jtví. Um er að ræða nýjar hyggingar sem tækju alls 60 manns í gistingu. Einnig eru uppi hug- myndir um stækkun Vesturfarasetursins og nú þegar erum við farin að undirbúa sýn- ingu á sögu Utah-faranna.“ - Þið fáið fjölda Vestur-íslendinga til ykkar til Hofsóss á hverju ári, er það ekki? „Jú, hingað koma margir. Yfir árið erum við að fá á bilinu 10 til 12 þúsund gesti og ég myndi ætla að fólk af íslenskum ættum, sem býr erlendis, sé þar af um þriðjungur talsins. Þeim fer ört fjölgandi.“ - Það er sem sagt heil tnikil gróska á staðnum um þessar tnundir? „Já, það eru sannarlega líflegir tímar fram undan hér á Hofsósi." bjb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.