Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 1
I Föstudagur 13. ágúst 1999 82. og 83. árgangur - 757. tölublað Verð í lausasölu 150 kr. J Endurskoða áform um sölu bankanna Maxgrét Frímaimsdótt- ir, talsmaður Samfylk- ingariimar, segir að endurskoða verði áform imi einkavæð- ingu ríkisfyrirtækja ef ekki er hægt að tryggja dreifða eignaraðild við söluþeirra. Enn harðna deilur um það hvort setja eigi lög sem tryggi dreifða eignaraðild þegar ijármálastofn- anir ríkisins verða seldar og nú eru meira að segja komnar upp ásak- anir á báða bóga frá talsmönnum tveggja helstu peningaaflanna í landinu, sem fléttast inn í sölu rík- isins á FBA. „Ég er í hópi þeirra sem telja að það verði afskaplega erfitt að setja lög um dreifða eignaraðild við söl- una á hlut ríkisins í bönkunum og Landssímanum. Ég vil þó að sest verði niður og bókstaflega allra leiða Ieitað til að lögum um dreifða eignaraðild verði komið á. Ef það aftur á móti kemur í ljós að ekki er hægt að setja lög um dreifða eignarað- ild sem halda, þá vil ég að áformin um sölu á bönk- unum og Lands- símanum verði endurskoðuð enda verður þá að standa öðru vísi að þessum málum en talað hefur verið um hingað til,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, tals- maður Samfylk- ingarinnar. Hún segir að þingmenn Sam- fylkingarinnar séu í raun sammála nauðsyn þess að tryggja dreifða eignaraðild en allir geri sér grein fyrir því hver erfitt það getur orð- ið. Eignarhald á stjóramála- flokkuin Margrét var spurð hvort hún teldi að öll þessi deila um dreifða eign- araðild eða ekki sé eingöngu til komin vegna átaka tveggja frjár- málablokka í ís- Iensku efnahags- lífi? „Það er alvar- legur hlutur ef þessar stóru fjár- málablokkir og peningamenn, sem eiga stærst- an hluta sjávarút- vegsins, Ijármála- fyrirtækja, fjöl- miðla og verslun- arinnar, ráða ferðinni í stefnumót- un innan stjórnmálaflokka í krafti fjárframlaga þeirra til þeirra eða einstakra stjórnmálamanna. Þess vegna er full ástæða til að gefa þessu gaum og taka þetta til skoð- unar,“ segir Margrét. Hún segir það löngu tímabært að stjórnmálaflokkarnir opni bók- hald sitt. Hún segir að Alþýðu- bandalagið hafi gert það 1996 og síðan hafi hver sem er getað feng- ið ársreikningana og útskýringar á þeim. Framlög einstaklinga til flokkanna, og ekki síður opinber framlög til þeirra, beinlínis kalli eftir því að bókhald þeirra verði opnað. Slík opnun geti spornað við því að fjármálablokkir nái eignarhaldi á stjórnmálaflokkum. Margrét segir að þegar búið verði að ganga frá ársreikningum Samfylkingarinnar reikni hún með því að bókhald hennar verði birt svo að hver sem vill geti kynnt sér það. Hún segist fullyrða að enginn, hvorki einstaklingar né fyrirtæki, hafi lagt fram stórar upphæðir í kosningasjóð Samfylk- ingarinnar sl. vor.- S.DÓR Sjá einnig á bls. 3 Margrét Frímannsdóttir talsmaður Samfylkingarinnar. TUraiuitil misnotkunar Meirihluti þeirra sem greiddu at- kvæði um spurn- ingu Dags á Vísi.is eru fylgj- andi því að lög verði sett til að koma í veg fyrir að einkavæddir bankar lendi á fárra höndum. Spurning Dags var eftirfarandi: „A Alþingi að setja lög til að tryggja dreifða eignaraðild einka- væddra ríkisbanka?" 54 prósent svöruðu spurningunni játandi, en 46 prósent voru á móti. Vísir.is reynir að tryggja að hver og einn geti aðeins greitt atkvæði einu sinni í atkvæðagreiðslum af þessu tagi. Nú var gerð tilraun af hálfu starfsmanns Kaupþings til að komast framhjá hindruninni og láta sömu tölvuna svara ofan- greindri spurningu neitandi hvað eftir annað. Starfsmenn Vísis.is urðu varir við þetta og gripu til ráðstafana. Dagur hefur sett nýja spurningu á vefinn. Hún er svohljóðandi: Vilt þú að Jón Baldvin Hannibalsson taki við forystu Samfylkingarinn- ar? Vefslóðin er: www.visir.is vísir.is óbreytt,r bor9arard ctríe 3f Völdum Stric á hverrí Fimmtíu ár voru liðin í gær, 12 ágúst, frá samþykkt Genfarsáttmálans. Af því tilefni efndi Rauði kross íslands til athafnar á Ingólfstorgi í hádeginu. Þar voru tveir hópar myndaðir til tákns um hermenn og óbreytta borgara sem hafa látið Iffið af völdum átaka eftir seinni heimsstyrjöldina. Það eru alls 40 milljónir manna, sem þýðir að 84 menn láta lífið að jafnaði í stríði á hverri klukkustund. Hér halda börn á skiltum sem sýna að 76 óbreyttir borgarar deyja á hverri klukkustund. - mynd: hilmar þór Augu íslendinga sködduðust ekki. Gláptu rétt Mikill áróður var um alla Evrópu að fólk ætti ekki að horfa upp í sólina þegar sólmyrkvinn ætti sér stað en slíkt gat valdið alvarleg- um augnskaða og í sumum til- vikum blindu. Erlendis frá hafa heyrst fréttir um að nokkur fjöldi fólks hafi Ieitað til sjúkrahúsa vegna hugsanlegra augnskaða af því að það horfði upp í sólina án hlífðarútbúnaðar. Að sögn Theodórs Friðriksson- ar, læknis á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík, virðist svo vera að áróðurinn hafi hins veg- ar skilað sér til Islendinga því að eftir því sem hann best veit skil- aði sér enginn á slysavarðstofuna á miðvikudaginn vegna augn- skaða af völdum sólmyrkvans. „Það var að að minnsta kosti enginn alvarlegur skaði. Hins vegar kom ung stúlka í gær upp á slysavarðstofuna og kvartaði yfir eymslum í auga en sem betur fer var það ekkert alvarlegt," segir Theodór. — ÁÁ Rannsókn ekkihafm Rannsókn á því hvernig skýrsla heilbrigðisfulltrúa Suðurlands um ástand mála á kjúklingabú- inu á Ásmundarstöðum barst til fjölmiðla er ekki hafin eftir því sem næst verður komist. Heil- brigðisnefnd Suðurlands óskaði eftir rannsókninni og sendi er- indi þar um til ríkislögreglu- stjóra. Þaðan var málið sent áfram til sýslumannsembaettis- ins á Hvolsvelli. Beiðnin kom þar inn á borð í fyrradag og er gagna- og upplýsingaöflun rétt að heljast og óvíst hvort og þá hvað gert verður varðandi rann- sóknina. Heilbrigðisnefndin óskaði ein- nig eftir því við umhvefisráðu- neytið að það léti í té álit sitt á því hvort starfsmenn hafi farið út fyrir heimildir sínar sam- kvæmt stjórnsýslulögum og lög- um um hollustuhætti. — HI Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 WDfíWWSK EXPRES5 EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.