Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 3

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 3
Xfc^ir FÖSTVDAGVR 13. ÁGÚST 1999 - 3 FRÉTTIR Látum reyna á orð forsætisráðherra Össur Skarphéðins- son segix að það verði látið á það reyna á þmginu í haust hvort forsætisráðherra stendur við orð sín um dreifða eignarað- ild við söluua á fjár- málastofnuuum ríkis- ius. Ossur Skarphéðinsson alþingis- maður segir að það sé greinilega mikill ágreiningur uppi mUli Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra og Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra í bankamálunum og vísar þar til ummæla þeirra um lög til að tryggja dreifða eign- araðild við sölu fjármálastofn- anna ríkisins. „Þetta með söluna á FBA og dreifða eignaraðild er svipað og í fyrra þegar Finnur vildi selja Sví- um Landsbankann en Davíð Oddsson skaut hann niður á fluginu og stöðvaði málið. Það er deginum Ijósara að það verður látið reyna á það í þinginu hvort Davíð Oddsson mun standa við þessi orð sín um dreifða eignar- aðild. Geri ríkisstjórnin það ekki munum við koma fram með frumvarp í þeim efnum,“ sagði Ossur. ErfLtt fyrir Finn Hann segir það liggja ljóst fyrir að stjórnarandstaðan vilji dreifða eignaraðild og Davíð Oddsson hafi Iýst því yfir strax í fyrra að stefna eigi að dreifðri eignarað- ild. Nú tali hann um að það Össur Skarphéðinsson. mætti hugsa sér að lögbinda það að enginn megi eiga meira en 2%-3%. Það sé þvf ljóst að hafi Davíð sitt fram að enginn megi eiga meira en til að mynda 3%, verði Finnur að hætta við að selja Fjárfestingarbankann í stórum hlutum eins og hann hafi ætlað sér. Hvaða pólitískar af- Ieiðingar þessi ágreiningur hafi sé erfitt að spá um en þær verði einhverjar. „Við munum styðja þá sem koma fram með það að lögbinda dreifða eignaraðild. Þannig er það í sjávarútveginum að menn mega ekki eiga meira en 10% af heildarkvótanum og í sumum löndum gilda lög um dreifða eignaraðild. Eg spái því að þetta verði afar erfið staða fyrir Finn Ingólfsson, sem leggst hart gegn lagasetningunni. Maður hlýtur að spyija hvort hann hafi póli- tískt efni á því að láta Davíð enn einu sinni beija á puttana á sér í sínum eign málaflokki og hvort Framsóknarflokkurinn láti það enn einu sinni viðgangast," segir Össur Skarphéðinsson. - S.DÓR Harina iinunæli Stjórn Sambands íslenskra námsmanna erlendis, SINE, hefur sent frá sér ályktun þar sem hún fagnar úrskurði Mál- skotsnefndar LIN í máli Daða Einarssonar námsmanns. „Stjórn SÍNE fagnar úrskurð- inum en harmar jafnframt þau ummæli formanns stjórnar LIN (Gunnars I. Birgissonar) í fjöl- miðlum hinn 10. ágúst sl. að úr- skurður Málskotsnefndar sé byggður á röngum forsendum og að með úrskurðinum vilji nefnd- in breyta lögum og reglum um sjóðinn," segir í ályktuninni og bent er á að í úthlutunarreglum LÍN segi að miða skuli fullt nám við stystan eðlilegan námstíma samkvæmt formlegum upplýs- ingum skóla. Staðfest hafi verið af skólayfirvöldum að Daði stundaði fullt nám samkvæmt reglum skólans. Engin vafi hafi því átt að leika á því að Daði ætti rétt á fullum lánum frá LIN. Ný skilti íViðey Fjögur ný fræðsluskilti hafa ver- ið sett upp í Viðey. Eitt er við bryggjuendann og er yfirlitsskilti um eyna. Að baki Viðeyjarstofu eru tvö skilti, annað sýnir hug- mynd af klaustrinu og hitt sýnir Viðeyjarstað um aldamótin 1800. Fjórða skiltið er hjá Við- eyjarskóla og birtir yfirlitsmynd af þorpinu, sem þar var á árun- um 1907-1943. Skiltin eru gerð af Auglýsingastofunni A-PIús. I/eiðin í Elliðaánum fer minnkandi ár frá ári. Allt sumarið í fyrra veiddust aðeins 422 laxar í Elliðaánum, sem var minnsta veiði í ánum sl. 50 ár. Nú stefnir íjafnvel enn minni afla. mynd: pjetur Veiði í lágmarld Veiðin í Elliðaáimm hefur hrapað jafnt og þétt sl. 25 ár úr 2.276 löxum árið 1973 í 492 laxaí fyrra. Vaxandi meng im sögð eiga stærsta þáttinn í þessu. Svo virðist sem laxveiðin í Elliða- ánum í Reykjavík verði í sögu- legu lágmarki í sumar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Stang- veiðifélagi Reykjavíkur voru komnir á land 313 laxar 6. ágúst sl. og ekki nema mánuður eftir af veiðitimabilinu, en síðasti mán- uðurinn er oftast lakastur í öllum ám og veiðileyfin þar af leiðandi ódýrust. Allt sumarið í fyrra veiddust aðeins 492 laxar í Elliðaánum, sem var minnsta veiði í þeim síðan 1938. Þess má geta að árið 1973 veiddust 2.276 laxar í Elliðaán- um, árið 1983 1.508 Iaxar, árið 1993 1.390 Iaxar og síðan hefur þetta legið niður á við jafnt og þétt þótt síðasta hrunið væri á milli áranna 1996 þegar veiddust 1.211 laxar og 1997 þegar veiðin fór niður í 568 laxa. Gríðarleg mengun Engin ein skýring er sögð á því hvað laxagengd hefur minnkað mikið í Elliðaánum en ýmislegt talið upp. Flestir eru smmála um að stóraukin mengun eigi einn mestan þátt í þessu. Aukin bíla- umferð allt í kringum árnar veld- ur því að meira berst af hvers- konar óþverra út í þær svo sem af báðum umferðarbrúm ánna. Sömuleiðis er ýmis annar óþverri, jafnvel skólp látið renna út í Elliðaárnar, eins og skýrt var frá í Sportveiðiblaðinu í sumar og myndir af því birtar. Einna mest er mengunin við ósana en þar er nú komin smábátahöfn með mikilli umferð og síðan má ekki heldur gleyma Geirsnefinu. Þessi óþverri sem mengar árn- ar veldur því að seiðabúskapur þeirra er afar slæmur. Talið er að einungis 20% af seiðunum í ánum komist Iifandi til sjávar úr menguninni. Ljóst þykir að gera verði meiri háttar átak ef bjarga á lífríki Elliðaánna og það átak er sagt að þoli enga bið. - S.DÓR RíMsbankar græddu 2 milljarða Búnaðarbankinn skilaði næstum því meiri hagnaði eftir fyrstu sex mánuði þessa árs en allt árið í fyrra. Fyrir skatta nam hagnaður- inn nú 805 milljónum króna en allt árið í fyrra nam hagnaður fyr- ir skatta >876 milljónum króna. Eftir fyrstu sex mánuði ársins 1998 nam hagnaðurinn 309 milljónum og aukningin milli ára nemur því rúmum 160%. Reikn- aðir skattar á tímabilinu voru 215 milljónir og nemur hagnað- ur eftir skatta því 590 milljónum. Raunarðsemi eigin fjár fyrir skat- ta var 27,5%, en 19,8% að teknu tilliti til reiknaðs tekjuskatts. Þessi rekstrarniðurstaða er betri en áætlanir bankans fyrir tíma- bilið gerði ráð fyrir. Nú hafa ríkisbankarnir þrír birt afkomutölur sínar eftir íyrri helming ársins. Eins og kom fram í Degi í gær hagnaðist Landsbankinn um 722 milljónir á umræddu tímabili og Fjárfest- ingarbanki atvinnulífsins (FBA) gerði enn betur, græddi 734 milljónir. Alls gerir þetta um 2 milljarða króna hagnað hjá ríkis- bönkunum. Hjá öllum er það sammerkt að afkoman reyndist betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Umsvif jukust og ytri rekstrar- skilyrði reyndust hagstæð," líkt og Búnaðarbanki og Landsbanki orðuðu það nær samhljóða. - BJB Veiðileyfissvipt- ingar Frá 1. júlí til 29. júlí sl. svipti Fiskistofa 11 skip veiðileyfum íyrir að hafa farið fram úr afla- heimildum. Öll skipin utan eitt hafa fengið leyfin að nýju eftir að aflamarksstaða þeirra hafði verið lagfærð. Það skip sem enn er án leyfis er Brynjólfur AR-3 í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vesta- mannaeyjum. - BJB Campylobacter rannsakaður Ríkisstjórnin hefur samþykkt til- lögu Sivjar Friðleifsdóttur um- hverfisráðherra að veita þremur millj. kr. í rannsókn á tiívist og útbreiðslu campylobacter í um- hverfi, dýrum og matvælum hér á landi. Tilfellum iðrasýkingar af völdum þessarar bakteríu hefur fjölgað mjög á síðustu árum og því þykir brýnt að kanna stöðu málsins í heild sinni. Vinna við rannsóknina er þegar hafin. Að henni standa stofnanir heil- brigðis-, landbúnaðar- og um- hverfisráðuneytis. - SBS. Fegurstu garðar Hafnarfjarðar Jófríðarstaðavegur er stjörnugatan 1999. mynd: e.ól Fegrunarnefnd Hafnarfjarðar hefur veitt árlegar viðurkenning- ar fyrir fallega garða, snyrti- mennsku og fegrun á vegum bæjarins. Þeir garðar sem hlutu viðurkenningu eru við Birkiberg 8, Fjóluhvamm 6, Grænukinn 2 og 4, Hringbraut 39, Keldu- hvamm 12a, Merkurgötu 3, Sævang 25, Alfaskeið 55 og Furuhlíð 7, 9 og 11. Þá var Jó- fríðarstaðavegur valinn stjörnu- gata ársins 1999 og Fjörukráin var verðlaunuð fyrir fallegt um- hverfi £ hjarta bæjarins. Við af- hendingu verðlaunanna var jafn- framt tilkynnt að eitt gamalt hús yrði merkt með nafni og bygging- arári, þ.e. Vinamynni við Suður- götu 15, byggt árið 1905. Ráðstefna iim landbúnað Landbúnaður í nútíð og framtíð er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á Hvammstanga í dag. Þar verður staða landbúnaðar- mála í héraðinu rædd, og mun meðal annars verða varpað fram þeirri spurningu hvert íslenskur íandbúnaður stefnir nú \ið alda- mót. Rædd verður um stöðu kvenna í landbúnaði á Norður- landi vestra, útflutning á dilka- kjöti og margfeldisáhrif greinar- innar, svo nokkur umfjöllunar- efni séu nefnd. Ráðstefnan stendur daglangt. - SBS.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.