Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 7
ffi'ÁÍ’ iWÁ'Ó'Ú R • S Í . nwóíúr'- 1 9 9 $ -$ 7 ÞJÓÐMÁL Stjónunálamenn keyptir í kiijnum? þannig... Davíð Oddsson! SIGURÐURG. GUÐJÓNSSON hæstaréttaríögmaður skrifar &ur en viðskipti liúfusí á Verð- ífajimgi íslaniis þriðjudaginn ágúst barst þinginu tilkynning eignarhaldsfélaginu Orca . í Lúxemborg um kaup þcss á 15® hlut í Fjárfestingnrbanka nnúlífsins hf. Hlutur þessi að mestu hafa vcrið í eigu Hjðanna íslcnsku og Kaup- ||f.t f gegntmi einhvers kon- nttrh.il dsfélag í Lúxemborg. t tfma var Davíð Oddsson, Usráðherni, í laxi norður f ef, marka rná DV frá ð. r Davíð kom f bæinn og viðtirl eða svaraði Íyrír- rtnmi vcgna þessara við- ipta, kom f Ijós að hann var allt tað en ánægður, enda sagðí ytð Morgunblaðið 8, ágúst 1998, að hans skoðun vr einstakir aðilar eða teng ættu ckki að eiga nen lega lítinn hlut í bar skoðun virðist Davfð ekki hafa iátið í ljás í á Alþingi, þó að fullt verið til þess fyrir ha 17. desember 1998 J hafði til annarrar uf varp til breytinga/ 60/1997 um stofrn i árbanka atvinnulí: séin þingmenn st unnar vísuðtt hva Morgunblaðsviðt sem þá lá fyrir áf , svo sem Káupþir allt að 9% hlu banka atvinnu' kaus aðþegja, i snttist gegn f herra síns. Spumingar Af þessu til< i þeirri spurni j sonar, hvet í bvað kks- um- mátt tgurð • gaári? linu 4. “ Gísli .um ötl ■a og •tingar- »f. Ætli tsetningu -.1 dreifða ,.»ður Gísli írfestingar- M? ■tyndir Dav- tögþvitigaða að bönkum .rurin, þó svo iðinganefnd- r telji slíka ómögulega í t gær. Vandséð gsþiirf kalli sér- öt)á‘ taKmarka'o ‘ eignarhald að hlutabré bönkum. VUji Davfð vert kvæmur sjálfum sér á hattS boða lögþvingaða dreifða elg aðild að öllum fyrirtækjum, "Vern hlutabréf geta gengið kaup- tra og sölum á opnum tna " ári forkaupsréttar annarra hafa. Á þessari stundu sýnist að Davfð Oddsson ætti t miklu meíri áhyggjur nf a um, eins og Vátryggingaf lands hf., og féíögum því, sem enginn virðist útþenslu Hf. Eimskipaféla lands beint eða óbeint f ge| dótturfélagið Burðarás hf. h’ú ið ræður flugsamgöngunt til frá landinu, siglingutn til og i landinu að mestu og sölsar riú undir sig völdin í hverju títgerð arféktginu á fætur öðru; stttrid um án raunvcrulcgs meirihlut: éihs og f Útgerðarfélaginu Sk strcmliugi hf. Kannski fær þa Landssíma Islands hf., nojí Davfð tryggi dreifða eignara| vjð söht hans. Úrklippur afgreinum Hanrtesar Hólmsteins Gissurarsonar og Sigurðar G. Guðjónssonar í Morgunblaðinu og Degi í gær. Ekki verður annað sagt en sala á fjórðungshlut Scandinavian Holding í FBA til ORCA S.A. hafi dregið dilk á eftir sér. I gær tók hin opinbera umræða þó stórt stökk með greinum eftir Sigurð G. Guðjónsson hrl. og Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor, sem birtust annars vegar í Degi og hins vegar í Mogganum. Eins konar taismenn Nú ber þess að geta að Sigurður G. Guðjónsson er ekki bara ein- hver maður úti í bæ. Hann er kunnur lögmaður sem m.a. hef- _ur vedð í ihrsvari^fvrir ^trarnboð forseta Islands, en fyrst og fremst er hann þekktur fyrir að hafa verið lögmaður Islenska út- varpsfélagsins og sem slíkur ver- ið einn af þessum áberandi lög- mönnum landsins. Þannig er Sigurður tengdur Jóni Ólafssyni í Skífunni, sem er jú einn þeirra sem sagðir eru standa að baki ORCA S. A. Það kemur því kannski ekki á óvart að hann skuli taka þann pól f hæðina að telja afskipti og yfirlýsingar Dav- íðs Oddsonar sérkennilegar. En það vekur óneitanlega sérstaka athygli þegar hann gefur til kynna að íslenskir stjórnmála- menn séu keyptir af íjármála- mönnum. Einhveijum kann að þykja, að Hannes Hólmsteinn Gissurar- son sé ekki lengur mikil þunga- vigt. Hann ber þó ekki að van- meta. Hannes er óumdeilanlega hluti af þeim valdakjarna sem ræður hvað mestu í Sjálfstæðis- flokknum og þótt hann fari sínar eigin leiðir í því hvernig hann tjáir sig, þá er full ástæða til að ætla að efnislega sé hann að tjá skoðanir þessa valdakjarna. Það er því ekíd hægt að horfa fram- hjá því þegar Hannes kveður sér hljóðs og sakar stjórnmálamenn beint og óbeint um stórfellda spillingu í tengslum við fjármála- menn og gefur auk þess í skyn að styst geti í að það komist upp um strákinn Tuma. Það má því með nokkrum sanni segja, að þessir menn séu óformlegir talsmenn þeirra viðskiptalegu og pólitísku aðila sem Iostið hefur saman í þessu FBA máli. Grein Sigurðar Það eru ekki efnislegu rökin með eða á móti dreifðri eignaraðild almennt, sem eru áhugaverð varðandi grein Sigurðar. Það eru ásakanir hans, sem hann gerir lítið til að fela, um að Davíð Oddssyni sé í fjarstýrt af fjár- málamönnum úti í bæ. Að yfir- lýsingar og sjónarmið forsætis- ráðherra landsins séu til komnar vegna þess að hann er að reyna gæta einkahagsmuna fjármála- manna, sem hann er skuldbund- inn, en ekki almannahagsmuna. Orðrétt segir Sigurður um það hvers vegna Davíð hafi ekki tek- ið undir hugmyndir í dreifða eignaraðild á þingi í fyrra og gætir þess að spyija en fullyrða ekki : „Getur verið að ástæða Hannes Hólmsteinn Gissurarson. þess sé sú, að skoðanir þær sem Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, viðrar að þessu leyti í Morgunblaðsviðtölum hafi ekki hljómgrunn meðal þeirra, sem hafa verið hvað drýgstir við að safha fé í flokkssjóð Sjálfstæðis- flokksins á umliðnum árum; ekki hafi mátt styggja menn eins og Sigurð Gísla Pálmason á kosn- ingaári? En samkvæmt Morgun- blaðinu 4. ágúst s.l. hafði Sig- urður Gísli hug á að kaupa, ásamt öðrum öll hlutabréf spari- sjóðanna og Kaupþings hf. í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins hf. Ætli Davíð hefði boðað lagasetningu til að tryggja svo- kallaða dreifða eignaraðild, hefði Sigurður Gísli keypt 26,5% hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífs- ins hf.?“ Hér er alvarleg aðdróttun í gangi og hún kemur frá aðila sem tengist með augljósum hætti annari blokkinni í þessu FBA máli öllu. Grein Ilaimesar Grein Hannesar Hólmsteins í Morgunblaðinu var ekki löng. En hún var því eitraðri. Hann- es segir söguna af Muhamed Al- Fayed í Bretlandi í stuttri og ein- faldaðri mynd og af lítilli samúð með Al-Fayad. Hannes segir frá því að Al-Fayad hafi mútað stjórnmálamönnum beint og óbeint til að fá þá til að tryggja sér ríkisborgararétt, og ef það tókst ekki „kom hann hiklaust upp um þá og hafa sumir lent í fangelsi fyrir mútuþægni og meinsæri". Hannes spyr síðan í greininni: „Er einhver hliðstæða við þessa sögu til í íslenskum stjómmálum? Reyna menn, sem auðguðust á vafasömum við- skiptum, að eignast banka til þess að geta komist að viðskipta- Ieyndarmálum keppinauta sinna? Reyna þeir að bera fé á stjórnmálamenn? Og ætla ein- hverjir Islenskir stjórnmálamenn að fara sömu leið í lífinu og Jon- athan Aitken í Bretlandi?" Spumarfonnið Bæði Hannes og Sigurður G. kjósa að notast við spurnarform- ið við að sá fræjum tortryggninn- ar í garð þeirra sem þeir skrifa gegn og láta það „svona í veðrinu vaka“ að spurninganna sé ekki spurt að ástæðulausu. Hins veg- ar er ekki erfitt að átta sig á því að Hannes Hólmsteinn vill gera Jón Ólafsson í Skífunni að A1 - Fayad Islands, sem er að reyna að „kaupa sér banka til að kom- ast að viðskiptaleyndarmálum keppinauta sinna“. Hins vegar er ekki alveg ljóst hverjir það eru sem eru líklegir til að vera „Ait- kenar“ Islands, en Aitken er sem kunnugt er íhaldsráðherrann í Bretlandi sem hrölddaðist frá á Sigurður G. Guðjónsson. sínum tíma vegna ásakana um fals, svik og spillingu. Það er ekki hægt að skilja prófessorinn öðruvísi en svo að hann telji að Jón Ólafsson sé að „reyna að bera fé á íslenska stjórnmála- menn“ og að um verulega spill- ingu sé að ræða í því sambandi. En hverjum er verið að múta? Samhengið í greininni bendir til þess að einn helsta málpípa valdakjarnans í Sjálfstæðis- flokknum sé að segja að Fram- sóknarflokkurinn, samstarfs- flokkurinn í ríkisstjórn, sé svo skuldbundinn Jóni Ólafssyni að það ráði afstöðu flokksins varð- andi FBA málið. Hvernig sú skuldbinding á að vera komin til segir Hannes lítið um (en nefndi R-listann sem framsókn er aðili að í útvarpi í gær). Reglur nauðsynlegar Það er greinilegt að allsheijar- styijöld er við það að brjótast út milli viðskiptablokka vegna þessa FBA máls og inn í það mál á að blanda ijármálum stjórn- málaflokkanna - sérstaklega fjár- málum stjórnarflokkanna. Óháð þeim ófyrirsjáanlegu afleiðing- um sem þetta kann að hafa á stjórnarsamstarfið þá er þetta mál harmleikur fyrir okkur, al- menna kjósendur. Jafnvel þótt þau tengsl milli stjórnmála- manna og fjármálamanna sem dregin eru fram í greinum Hannesar Hólmsteins og Sigurð- ar G. séu ekki raunveruleg, þá er ljóst að tortryggni hefur verið sáð og trúnaðarbrestur er kom- inn milli kjósenda og kosinna. I þessu samhengi má minna á að á dögunum leitaði Dagur eft- ir því hjá stjórnmálaframboðun- um að fá upplýsingar um kostn- að og tekjur vegna kosningabar- áttunar síðustu. Sumir flokk- anna hafa brugðist við slíkri eft- irgrennslan með eðlilegum hætti og gert opinberlega upp sína reikninga með tilsjón löggiltra endurskoðenda. Aðrir hafa til- kynnt að þeir hyggist gera þetta síðar, en Sjálfstæðisflokkurinn einn flokka segist hins vegar ekki ætla að gera sína kosningareikn- inga opinbera. I ljósi þess sem nú er að gerast hljóta menn að dusta rykið af hugmyndinni um að setja skýrar og gagnsæjar regl- ur um íjármál allra stjórnmála- flokkanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.