Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 - 9 Tk^ur fsvetfla? i hlutafé í Loðskinni og Vöku. Til greina kemur að selja hlutabréf sveitarfélags- ga skuldastöðuna. samar. Ég held að við höfum öll vitað að það yrði ekki fjárhagsleg hagræðing eða sparnaður fyrstu árin, að minnsta kosti ekki fyrsta árið. Það held ég að segi sig alveg sjálft að reksturinn er mjög óvenju- legur og ég hef £ sjálfu sér ekki áhyggjur af því, ég held að þetta sé ástand sem við munum laga í rekstrinum og við munum ná fram hagræðingu á ýmsum sviðum þeg- ar fram í sækir.“ Varðandi afkomu yfirstandandi árs miðað við árið í fyrra segist hún gera ráð fyrir að þar verði niður- staðan töluvert betri en þó sé reksturinn vissulega að bólgna út. „Við finnum fyrir því að það eru auknar kröfur um meiri þjónustu. Við verðum hreinlega að setjast yfir það og kannski skera niður ein- hversstaðar. Ég held að þetta sveit- arfélag sé að veita mjög góða þjón- ustu á mjög mörgum sviðum. Við verðum að spyrja okkur hvort við höfum efni á því að veita alla þessa góðu þjónustu," segir Herdís. Hún bendir ennfremur á að nú sé ágæt staða í atvinnulífinu og margt nýtt að gerast. Fólk sé yfirleitt bjart- sýnt. Spurð um það hvort skuldastað- an sé í raun ekkert verri en menn bjuggust við og máttu eiga von á út frá sameiningunni segir Herdís að hugsanlega hafi menn ekki gert sér alveg nákvæmlega grein fyrir tölum í rekstrinum í því sambandi en menn hafi vitað að hálft árið væri sveitarfélagið að reka „mörg batt- erí“. Stíga á bremsuna En hvað er til ráða að mati Snorra Styrkárssonar? „I fyrsta lagi að sveitarstjórn Skagaljarðar sé tilbú- in til að axla ábyrgð á ijármálum sveitarfélagsins í þeim skilningi að þeir séu tilbúnir að stíga á brems- una,“ segir Snorri og Ieggur áherslu á að jafnvel þótt um sé að ræða ýmis góð framfaramál þá þurfi menn að horfast í augu við það að ekki séu til peningar £ öll verk. „I öðru lagi verður að fara mjög skipulega yfir allan rekstur sveitarfélagsins með það að mark- miði að ná fram hagræðingu og sparnaði og að fresta framkvæmd- um sem þegar hafa verið ákveðn- ar.“ Þannig þurfi einfaldlega að forgangsraða. Hinsvegar séu ekki verulegar upphæðir sem hægt sé að spara í rekstri en mikilvægt að sækja þangað það sem hægt er. „Það er hinsvegar verulegar upp- hæðir að sækja til framtfðar ef menn kunna að setja fótinn á bremsuna og hafa kjark og þor til að segja nei við óskum um fjárút- lát.“ Snorri bendir einnig á að Skagfirðingar eigi veitufyrirtæki, sem séu skuldlaus að kalla, og það verði að fhuga alvarlega að selja þau að hluta eða öllu leyti. FRÉTTIR L Keyptu litla ljóta andanmgann Húsið Lækjargata 6 sem þvælst hefur um bæjarkerfið á Akur- eyri eftir að það brann fyrir nokkrum misserum, hefur nú verið selt. Bærinn auglýsti húsið nú sfð- ast með þeim skilmál- um að ekki þyrfti að færa húsið innar á lóðina eins og kveðið hafði verið á um í fyrri aug- lýsingum. Það voru ung akureyrsk hjón, Guðrún Jónsdóttir og Sölvi Ingólfsson, sem keyptu húsið á 4,1 milljón krónur. Húsinu fylgir hins vegar tryggingafé eftir brun- ann upp á 7,8 milljónir. Kaup- samningurinn var staðfestur í bæj- arráði í gær. Guðrún sagði í samtali við Dag í gær að þau teldu sig heppin að hafa hreppt húsið, en fleiri tilboð bárust. Mikið þurfi hins veg- ar að gera fyrir húsið, sem er friðað að utan. Guðrún segir að hús- friðunamefnd muni hafa hönd í bagga með endurbyggingunni en að svo komnu sé hún ekki viss um hvort þau hjónin muni flytja í hús- ið þegar þar að kemur, eða láta sér nægja að gera það upp og selja. Hún sagðist vonast til að þessi ljóti andarungi innbæjarins yrði fljót- lega að fallegum svan. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. ágúst 1999 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum i eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 2. flokki 1994 3. flokki 1994 35. útdráttur 32. útdráttur 31. útdráttur 29. útdráttur 24. útdráttur 20. útdráttur 17. útdráttur 16. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. ágúst. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, i bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi uppfysingar um útdregin húsbréf. s Ibúðalánasjóður Suðurlandsbraut 24 | 108 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800 ENSKI er komínn á getraunaseðilínn Tippaðu í tima WWW. I Xi \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.