Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTVDAGUS 13. ÁGÚST 1999 FRÉTTIR Fj árhir ðitm fjölgar á ný Þrátt fyrír heimsmet í fjölda lánastofnana á mann hefur afgreiðslum banka og spari- sjóða og bankamönnum farið fjöigandi að undanförnu. Afgreiðslustöðimi bauka og sparisjóða og starfsliði þeirra er aftur farið tölu- vert að fjölga, þótt laug- mesta starfsmaunafjölg- uu sá að finna hjá fjár- festiugarbönkuuum, um 40% á síðasta ári. Afgreiðslur viðskiptabankanna voru 132 um síðustu áramót, jafn margar og árið áður en hins vegar 8 fleiri en fyrir fimm árum. Sparisjóðum fjölgaði hins vegar um 5 á síðasta ári, í 55 um áramót. Alls þýðir þetta 187 lánastofn- anir - eða 68 á hverja 100.000 lands- menn, sem eflalítið mun eitt af heims- metunum okkar. „Banki“ á hverja S70 - og samt biðraðir I nýlegu yfirliti The Economist, undir hausnum „Overbanked" kom fram að Lúxemborgarar bæru höfuð og herðar yfír allar aðrar þjóðir í fjölda lánastofn- ana, sem væru 221 í því litla landi, eða sem svaraði 53 á hveija 100.000 íbúa. Við virðumst því á toppnum. í Banda- ríkjunum var samsvarandi hlutfall 4 lánastofnanir á hveija 100.000 íbúa og aðeins 3 á hveija 100.000 íbúa í lönd- um Evrópusambandsins (flestar 6 á hveija 100.000 í Finnlandi). Við áttum Iíka orðið 182 hraðbanka um síðustu áramót - og þannig 1 banka, sparisjóð eða hraðbanka á hveija 570 Is- lendinga eldri en 15 ára - og samt lend- ir fólk oft í löngum biðröðum í bönkum. Um 6% fjölgun í bönkununi Stöðugildi í bönkum, Ijárfestingarlána- sjóðum, eignaleigum og verðbréfafyrir- tækjum voru um 3.250 í lok síðasta árs, og hafði þá Qölgað um 180, eða tæplega 6% írá árinu áður. Um 2.810 þessara stöðugilda voru hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum í lok síðasta árs og hafði fjölgað um 104 á ár- inu. Um helmingur þessarar viðbótar var hjá Búnaðarbankanum (29) og SPRON (23). Starfsmannaijöldi Lands- bankans (904) stóð hins vegar í stað og hann var eini bankinn sem ekki hefur Qölgað fólki á ný frá 1995-96. Búnaðar- bankinn hefur raunar fjölgað fólki jafht og þétt ffá 1989, alls um 90 manns, í 574 um áramót. Landsbankamenn eru hins vegar 333 færri en þeir urðu flest- ir, árið 1988 og starfsmenn Islands- banka (637) eru ennþá nær 160 færri en á upphafsári hans, þrátt fyrir nokkra fjölgun síðustu tvö árin. Starfsmönnum sparisjóða fjölgar jaf'nt og þétt og eru nú 522, eða tvöfalt fleiri en 1982 og þrisvar sinnum fleiri en 1977. Verðbréfasjóðir upp - og niður Hlutfallslega fjölgaði starfsmönnum nýja Fjárfestingarbankans hvað mest og voru orðnir 76 um áramótin, eða rúm- lega 60% fleiri en áður unnu hjá sjóðun- um sem sameinuðust í bankanum. Og svipuð fjölgun var hjá Kaupþingi (í 108 manns). I eignaleigunum fjölgaði starfs- liði Lýsingar (21) um 40% en ekkert hjá Glitni. Hjá fjárfestingalánasjóðunum varð lítil breyting. Stöðugildum fækkaði hins vegar hjá verðbréfasjóðum milli ára (í 141) sem skýrist af fjórðungs fækkun hjá Hand- sali og Landsbréfum, en VIB og Fjár- vangur blómstruðu hins vegar. Laun og launatengd gjöld í bönkum og sparisjóðum hækkuðu um fjórðung milli ára og voru 265.000 kr. á mánuði á stöðugildi í fyrra. -hei FRÉTTA VIÐTALIÐ Tbgur í pottinum á Akureyri ræddu menn miMð fréttir Dags um sprengingamar í grunninum við Mýrarvcg, þar sem byggja á umdeildar byggingar íyrir eldri borg- ara. Grjótregnið buldi sem kmmugt er á íbúðarhúsum og bifreiðum í nágrennniu eftir „sprengingaslys" á laugardag og þykir íbúuin sem verið sé að æra óstöðug- an, enda liggur fyrir óaf- greidd kæra vegna byggingaffamkvæmdanna. Tala memi nú um hverfið í kringum nýbyggingmia, nyrsta hluta Mýravegar, Kotárgerði og Kaupangs- verslunarsvæðið sem „Gijótaþorpið" á Akureyri - enda sé það lítt friðsælla en í Grjótaþorpinu í Reykjavíkl... í gær voru valdir fegurstu garðamir í Hafnarfíröi og urður ehúr tíu garðar fyrir valinu. í pottinum söknuðu menn þess þó að ekki var valinn athyglisverðasti garðurinn, en í kjölfar ótrú- legra tilfæringa við að dæla ohu á togarann Ými, telja menn einsýnt að hafnar- garðuiinn í Haíharflrði eigi þann titil skilið... í framhaldi af pottaumræðu í gær um Þorstein Pálsson fóm pottverjar að spyrja sig hvar Þorsteinn væri eigin- lega. Ekki hefði heyrst hósti né stuna frá honum efth að hann yfírgaf póhtíska sviðið og gerðist sendiherra í London. Þá upplýsti einn pottveiji að Þorsteinn hefði gefið sig fram nýlega í fréttum Ríkisútvarpsins. EkM var tilefhið beint af diplómatíska sviðinu heldur var Þorsteinn fenginn til að lýsa reynslu sinni af sóhnyrkvanum. Pottverjar vora að velta því lýrir sér hvort RfMsútvarpið ætti engan frétta- ritara í London lengur eða að Þorsteinn væri far- inn að rifj a upp gainla fréttamannstakta. Hann var jú lengi titlaður blaðamaðin í símasMánni... Finnur Becíi, formaður Stúdentaráðs H.í. Stúdentarmunufylgja eft- ir úrskurði Málskotsnefndar IÍN um hvað teljistfullt nám. Úrskurðurinn getur átt eftirað hafa víðtæk áhrif Gerir Lánasjóðiim mannúðlegri - Hve víðtæk áhrif hefur þessi úrskurður? „Þetta getur haft miMð fordæmisgildi vegna þess að hjá öllum þeim stúdentum sem eru í námi þar sem gefín eru upp einhver mörk, eins og í tilviki Daða, þar sem sagt er að fullt nám sé 9-12 einingar, hefur Lána- sjóðurinn alltaf tekið efra marldð, sem er al- veg í toppi miðað við það sem fólk getur tek- ið og fáránlegt að miða við það. I tilviki eins og hjá Daða er mikill meirihluti í níu eininga námi. Það kom fram í gögnum sem hann lagði íyrir stjómina. Það sama gildir hér og við höfum gagnrýnt þetta héma heima. Það hefur verið miðað við 15 eininga nám sem fullt nám en það koma upp tilvik þar sem stúdent getur ekki tekið nema 13 einingar því viðkomandi deild býður hreinlega ekki upp á meira. Fyrir vikið fá menn skert lán, 87 pró- senta lán. Grunnframfærslan er nógu lág fyr- ir þótt ekki sé verið að skerða hana.“ - Hefur þetta mál þýðingu, ekki hara í svipuðum tilvikum og hjá Daða í námi er- lendis, heldur einnigfyrir mjög marga hér heima? „Já, þetta skiptist í tvennt. Annarsvegar em það stúdentar erlendis þar sem Lánasjóður- inn þarf að fá sérstaMega upplýsingar frá skólunum. Það er mjög furðulegt að Gunnar Birgisson þyMst vita betur en bæði námsráð- gjafí og deildarstjóri í skólanum sem um ræð- ir um hvað skuli heita fullt nám. Það er enn furðulegra í ljósi þess að viðkomandi deildar- stjóri hefur annast uppbyggingu umrædds náms í áraraðir. Síðan eru það stúdentarnir hér heima. En hvað Gunnar Birgisson hefur fyrir sér í aukningu á kostnaði veit ég ekki, ég hef eldd séð neina pappíra um það. Einhver kostnaður er fyrirséður en ekM neinn ógur- legur. Við erum eldd að fókusera á sama hlut- inn og Gunnar, sem horfír nær eingöngu í kostnaðaraukann. Við lítum á þetta sem já- kvæðan hlut og að þetta sé réttarbót fyrir þá sem þurfa að eiga svona mál við sjóðinn. Eg myndi segja að þessi úrskurður geri sjóðinn mannúðlegri. Mér fínnst einmitt mjög furðu- legt að hann skuli líta þannig á, að horfa ein- göngu á útgjaldaauka sem þessu fylgir. Þarna er verið að úrskurða í máli einstaks stúdents sem er að leita réttar síns. Urskurðurinn seg- ir að meirihluti stjómar hafi ekM farið að reglum.“ - Hvað með tafir sem orðið hafa á málinu? Daði segist ekM sjá nein merM um að stjórn Lín ætli að afgreiða þetta mál á næst- unni. „Þetta var rætt á einum fundi en við vissum ekM að embættismenn sjóðsins hefðu ekM Iátið Daða vita um niðurstöðuna. Við mun- um taka þetta mál upp á næsta fundi og stjórnin hlýtur að endurskoða allt í ljósi þessa úrskurðar. Við eigum eftir að sjá hvernig lykt- ir þessa máls verða. Það þýðir Iítið íyrir meiri- hluta stjórnarinnar að \isa til ráðherra því þessi málskotsnefnd hefur endanlegt vald. Það er alveg skýrt. Meðan formaður stjómar- innar viðurkennir ekM að þarna hafí verið rangt staðið að verM þrátt fyrir úrskurð mál- skotsnefndarinnar þá verðum við að fylgja þessu máli í höfn. Það munu allir fulltrúar stúdenta reyna að gera. Ef ekkert verður að gert og við sjáum fram á það að stjórnin hlít- ir ekM þessum úrskurði þá munum við leita allra leiða.“ - Hl

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.