Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 5
rDt&pr. FRÉTTIR .. ** £ V V '■*. ú '• .»'■ . £• 1 (íi ii,x> \ FOSTUDAGUR 13. AGUST 1999 - S Mesta verðbólga síðan áríð 1993 Bensínhækkun vegurþungtí neysluvísitölunni. Enn einn máiiuöiim mælist veröbólga í hærri kantiimm og árshækkun hefur ekki verið meiri síðan 1993. FBA hækkar spá sína upp í 4,5% verðbólgu.. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,4% milli júlí og ágúst, sam- kvæmt útreikningum Hagstof- unnar. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,2% og verður að fara hálft sjötta ár aftur í tímann til að finna svo mikla hækkun á einu ári, eða til desem- ber 1993. Þessi mikla hækkun milli mán- aða varð þrátt fyrir 0,5% lækkun vísitölunnar sem leiddi af 9% verðlækkunum á fatnaði á sumar- útsölunum. En sú lækkun var öll étin upp af 3,3% hækkun á mat- arkostnaði í þessum eina mánuði. Stórfeldastar voru 18% hækkun á grænmeti og kartölfum og 11% á ávöxtum. En fiskur hækkaði líka töluvert í mánuðinum og raunar allir matvöruliðir aðrir en kaffi. Matur hækkaði um 6,1% á einu ári Blessuð samkeppnin virðist nefnilega ekki lengur duga til að halda aftur af hækkunum á mat- vöruverði, sem hefur nú hækkað um 6,1% frá sama tíma í fyrra. Grænmeti, kartöflur og feitmeti er 11-12% dýrari en í ágúst í fyrra, fiskur 10% dýrari og ávext- ir, brauð og sætindi kosta nú 5- 6% meira. Búvörurnar; kjötvörur, mjólkurvörur og egg hafa hækk- að minnst, eða í kringum 4%, líkt og vísitalan í heild. ....og rekstur bílsins líka Annar stór útgjaldaliður, rekstr- arkostnaður heimilisbílanna, hefur hækkað um svipað hlutfall og maturinn, 6,5%. Bensín kost- ar nú rúmlega 9% meira en íyrir ári og ríflega þriðjungur þeirrar hækkunar varð núna í júlí og ágúst. Viðhaldskostnaður hefur hækkað nær 6% milli ára. Hækkanir eru þó mestar á hús- næðisliðnum. Ibúðaverð var að vísu nær óbreytt milli mánaða, í fyrsta sinn í langan tíma, en það hefur nú hækkað um 13% á einu ári. Greidd húsaleiga hækkaði um nær 3% núna í ágúst. Vegna neysluvísitölunnar sendir FBA frá sér endurskoðaða verðbólguspá í gær. Þar er gert ráð fyrir 4,3 - 4,5% verðbólgu yfir árið. Spá bankans frá í júní gerði ráð fyrir 3,6-3,9% verðbólgu. - HEI Ýmir á hliðinni. Sjópróf Sjópróf hófust í gær hjá Héraðs- dómi Reykjaness vegna Ymis sem sökk í Hafnarfjarðarhöfn í vikunni. Búið er að senda undir- mönnum á togaranum uppsagn- arbréf en yfirmennirnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest. Guðrún Lárusdóttir segir að það geti liðið allt að 2-3 mánuðir áður en Ymir kemst aftur til veiða. Hún telur að fjárhagstjón út- gerðarinnar sé minnst um 200 milljónir króna. Vegna þessa áfalls sé líklegt að útgerðin muni senda togarann Rán til veiða í Barentshafi í stað Ymis sem var að verða tilbúinn í þá veiðiferð þegar hann sökk. Þá sé farið að huga að viðgerð á skip- inu og útbúa pantanir á hinum ýmsu tækjum og tólum sem skemmdust. Hún segir að það sé ekki hægt að kenna neinum um það hvernig fór, enda um slys að ræða. - GRH SMpstjóriim var fundurn sekur INNLENT Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðsdómari afhendir Gunnari Sólnes, skipuðum verj- anda í málinu, dóminn við dómsuppkvaðningu í gær. mynd: bilu SMpstjórinn dæmdur fyrir ólöglegar veiðar, en útgerðin sýMrnð. John Harald Ostervold, skipstjóri á norska nótaveiðiskipinu Óster- bris, var í Héraðsdómi Norður- lands eystra í gær fundinn sekur um lögbrot við loðnuveiðar þar sem hann í tvígang mældist með of litla möskvastærð. Skipstjór- inn varði sig með því að um nýja nót væri að ræða og ætti eftir að teygjast á möskvum pokans, en ítrekaðar mælingar Gæslunnar sýndu að möskvarnir voru undir máli, minna þó í síðara skiptið þegar nótin hafið verið notuð meira. I ákæru sýslumanns segir að engin ástæða sé til annars en miða við innanmál möskvans sem hafi mælst of lítið. Dómur- inn fellst á þetta og telur sök skipstjórans fullsannaða. John Harald Östervold er því dæmdur til 600.000 króna sekt- ar, sem er rétt rúmlega Iágmarks- refsing. Aflinn er gerður upptæk- ur en andvirði hans var talið tæp- ar 600.000 krónur. Með vísan til sömu lagaákvæða er andvirði poka loðnunótar Österbris, sem matsmenn meta að verðmæti kr. 3.500.000, gert upptækt til Landhelgissjóðs Islands. Utgerð skipsins, Havbraut A/S, var hins vegar sýknuð af refsi- kröfu ákæruvaldsins í málinu. Skipstjóranum var gert að greiða sakarkostnað að undanskildum kostnaði við mat veiðarfæra og skipuðum verjanda sínum Gunn- ari Sólnes, hrl., kr. 200.000 í málsvarnarlaun. Málskostnaður útgerðarinnar fellur á ríkissjóð, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verj- anda, Gunnars Sólnes, hrl., kr. 100.000. Hvorki Gunnar Sólnes, verjandi í málinu, né Björn Jósep Arnviðarson sýslumaður vildu tjá sig um dóminn eftir uppkvaðn- ingu í gær og segja hvort honum yrði áfrýjað. Sláturfélagið styrkir tvö bú Um leið og Sláturfélag Suðurlands kynnti dágott milliuppgjör í gær fyrir fyrstu sex mánuði ársins var það tilkynnt að eitt sauðfjárbú og eitt nautgripabú yrðu styrkt sérstaklega næstu þrjú árin. Tilgangurinn er að stuðla að framförum í sauðfjár- og nautgriparækt. Búin hafa verið valin og verða þau kynnt fljótlega. SS skilaði 36 milljóna króna hagnaði af öllum rekstrinum eftir fyrri árshelminginn, samanborið við rúmar 38 milljónir í íýrra. Velta samstæðunnar jókst hins vegar um 9% milli ára og nam 1,4 milljörðum í lok júní sl. „Veltuaukning- in stafar fyrst og fremst af auknum umsvifum kjötiðnaðar milli ára en stækkun kjötvinnslunnar á Hvolsvelli, sem lokið var við á árinu 1998, hefur skapað aukið svigrúm til framleiðsluaukningar," segir m.a. í til- kynningu sem félagið sendi frá sér í gær. Olíufélagið eykur hagnaðiuu Olíufélagið hf. - ESSO var rekið með 234 milljóna króna hagnaði á fyrstu 6 mánuð- um þessa árs, samanborið við 161 millj- ónir á sama tíma í fyrra. Milliuppgjörið var kynnt í gær. Heildarsala á olíuvör- um nam 141 þúsund tonnum sem er nær sama sala og árið áður. Um 30% söluaukning var í öðrum vörum en olíu- vörum. Arðsemi eiginfjár á ársgrundvelli var 9,2% samanborið við 6,9% árið áður. Rekstrartekj- ur ESSO og dótturfélaga á tímabilinu námu 5,1 milljarði króna og jukust um 96 milljónir milli ára. Rekstrargjöld án afskrifta hækkuðu ekki á milli ára. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var afkoman nær hin sama og það hafði stefnt að í upphafi ársins. Búið að biðja og biðja! „Undirbúningur er á fullu og miðar vel. Við vonumst til að þetta verði allt glæsilegt og gott hjá okkur,“ sagði Bjarni Kr. Grímsson, framkvæmdastjóri Kristnitökuhátíðar, í samtali við Dag en útiguðsþjónusta og fjöl- skylduhátíð verður í Laugardaln- um næsta sunnudag til að fagna 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Við athöfnina syngur 1000 manna kór undir stjórn Jóns Stefánssonar og 60 manna lúðrasveit leikur undir. Kristinn Sigmundsson syngur einsöng og Bjarni Kr. Grímsson og Sverrir Júiíus- son frá útvarpsstöðinni Hljóðneman- um við undirbúning útimessunnar. Hljóðneminn ætlarað útvarpa frá há- björnsson predikar. Að útiguðs- þjónustunni á Laugardalsvelli standa allir kristnir söfnuðir í Reykjavíkurprófastsdæmunum. I framhaldi af messunni verður fjölskylduhátíð í Laugardal, gospeltónleikar í Laugardalshöll og loks æskulýðssamkoma í Skautahöllinni um kvöldið. „Það er búið að biðja og biðja,“ sagði Bjarni, aðspurður hvort óskað hefði verið eftir góðu veðri hjá himnaföðurnum fyrir úti- messuna. Bjarni sagði spána a.m.k. lofa góðu. - bib: Landsvirkjim með opið hús Landsvirkjun býður almenningi á opin hús í fjórum virkjunum nú um helgina, Iaugardag og sunnudag frá kl. 12-18. Um er að ræða stöðv- arnar við Hrauneyjarfoss, Blöndu, Laxá í Aðaldal og Kröflu. Yfirskrift dagskrárinnar er „Landsvirkjun í réttu Ijósi". Tfu forsvarsmenn Landsvirkjunar verða í stöðvunum og gefst gestum kostur á að ræða við þá um virkjanir og umhverfismál. Skoðunarferðir verða um stöðv- arnar og þess má geta að í Blöndustöð fá menn tækifæri til að prófa nýjan rafhíl Landsvirkjunar. Salan til Orca SA afturkölluð? Stjórn eignarhaldsfélags Kaupþings og sparisjóðanna, Scandinavian Holdings, fundaði stíft í gær í höfuðstöðvum Kaupþings. Félagið seldi sem kunnugt er hlut sinn í FBA til eignarhaldsfélagsins Orca SA og hafa viðskiptin valdið miklu írafári í þjóðfélaginu síðustu daga. Er blaðið fór í prentun í gærkvöldi stóð fundurinn enn yfir. Salan til Orca var þar til umfjöllunar og eftir því sem blaðið komst næst var

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.