Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 11
FÖ S TUDA<?V R 1 3 . A GÚS T 1 999 - *11 X^wr ERLENDAR HEIMURINN Átök milli Albana og Mðar- gæsluliða KOSOVO - Til skotbardaga kom í gær milli friðargæsluliða Nato í Kosovo og Albana eítir að Alban- anirnir höfðu gert árás á serbneskt þorp í Kosovo. Tveir Albananna særðust og allmargir þeirra voru handteknir. Undafama daga hafa Albanir í Kosovo hvað eftir annað beitt serbneska íbúa héraðsins of- beldi. Rússar kalla Téténa til aðstoð- ar RÚSSLAND - Ekkert lát er á bar- dögum rússneska hersins við ísl- amska uppreisnarmenn í Kákasus- Iýðveldinu Dagestan. Nú hafa Rússar kallað á aðstoð Téténa í þessum átökum, þótt baráttugeta Téténa sé heldur takmörkuð og ekki heldur ljóst hvort baráttuvilj- inn gegn nágrönnum sínum í Dagestan sé mikill. S-Kórea greiðir fyrir kjam- orkuver í N-Kóreu SUÐUR-KÓREA - í gær sam- þykkti þjóðþing Suður-Kóreu að veita sem svarar ríflega 200 millj- örðum íslenskra króna til smíði tveggja kjamorkuvera í Norður- Kóreu, þrátt fyrir ótta Suður- Kóreumanna um að Norður- Kóreumenn séu að undirbúa til- raunasprengingar á kjarnorku- sprengjum. Fmmvarp þess efnis var samþykkt án gagnrýni af hálfu stjómarandstöðunnar. Kjamorku- verin, sem em þróuð á Vesturlönd- um, eiga að koma í staðinn fyrir sovésk kjamorkuver sem fyrir em í Norður-Kóreu. Norður-Kóreu- menn lofuðu því í samningi við Bandaríkin árið 1994 að afleggja kjamorkuvopn sín í áföngum. McDonalds brann BELGÍA - Harðskeyttur hópur dýravemdarsinna í Belgíu er gmn- aður um að hafa kveikt í veitinga- húsi McDonalds-keðjunnar í Antwerpen í gær, en veitingahúsið brann til grunna. Hópurinn hefur lýst ábyrgð á svipuðum aðgerðum áður. Munkar á Patmos valda hneyksli GRIKKLAND - Ábótinn og nokkr- ír munkar í hinu fræga klaustri á grísku eyjunni Patmos hafa verið ákærðir og er þeim gefið að sök að hafa selt Iandareignir írá klaustr- inu og stungið kaupverðinu í eigin vasa, og nemur heildaríjárhæðin um 900 milljónum íslenskra króna. DAGUR VATNSINS í tilefni 90 ára afmælis Vatnsveitu Reykjavíkur Dagur vatnsins er haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. ágúst og verður þá opið hús að Gvendarbrunnum frá kl. 10 til 16. Öllum almenningi gefst kostur á að kynna sér starfsemi Vatnsveitunnar og skoða hið stórbrotna mannvirki sem Gvendarbrunnahús er. 'k Góða skemmtun! H^O í Heiðmörkinni - víðavangshlaup Vatnsveitunnar á skógarstígum í Heiðmörk. 3,5 km skemmtiskokk, 10 km aldursflokka- skipt hlaup (tímataka). Ekkert skráningargjald. Allir þátttakendur fá stuttermabol, vatnsbrúsa og verðlaunapening. Utdráttarverðlaun. Skráning þátttakenda fer fram í Rauðhólum frá kl.10. Hlaupið hefst kl. 13. Sýning á tillögum úr hugmyndasamkeppni um vatnspósta (drykkjarfonta). Landupplýsingakerfi Vatnsveitunnar kynnt, þar sem gestum gefst kostur á að skoða tölvukort af lögnum td. í nágrenni við þeirra eigin heimili. Úr kerfiráði Vatnsveitunnar má lesa hvernig við notum vatnið dag eftir dag. Kynnt verður notkun „moldvörpu" við endurnýjun vatnsæða, en með þeirri aðferð minnkar rask á götum og i görðum. Safnvísir Vatnsveitunnar - myndir og munir úr sögu Vatnsveitunnar í Gvendarbrunnahúsi. Listsýning — Starfsfólk Vatnsveitunnar „sýnir listir sínar“ Kaffiveitingar að Jaðri í boði Vatnsveitunnar. r. Gestir leggja bílum sínum við Rauðhóla þaðan sem strætisvagnar ferja þá innan verndarsvæðis Vatnsveitunnar • Svæðið opnar kl. 10. Vatnsveita Reykjavíkur www.vatn.is Folaldalundir 998 kr/kg Kýrfillet 1.298 kr/kg - fyrir þig!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.