Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 13
FÖ'st'v DÁGÚR 1 3 . Á G Ú S T 1 9 9 9 - ir
IÞROTTIR
Enn búist við að baráttan
muni standa milli FH og IR
Bikarkeppni FRl fer
fraiii á Laugardalsvelli
um helgina og er búist
við að baráttan um
bikarmeistaratitilinn
muni standa á miili
FH og ÍR eins og und-
anfarin ár.
Bikarkeppni FRI í frjálsum íþrótt-
um 1. deildar fer fram á Laugar-
dalsvelli um helgina. Keppnin
hefst í kvöld, föstudag kl. 19:30
og heldur áfram á laugardag kl.
11:00. Keppt verður í 37 greinum
og er búist við spennandi keppni í
flestum þeirra. Breiddin í fijáls-
um íþróttum hér á landi er alltaf
að aukast og margt ungt og efni-
legt frjálsíþróttafólk að koma
sterkt inn. Allt okkar helsta af-
reksfólk er skráð til keppni, nema
Guðrún Arnardóttir, þó er
mögulegt að hún verði meðal
keppenda þar sem hún er væn-
tanleg til landsins í dag.
I keppni 1. deildar taka þátt sjö
lið sem eru: FH, ÍR HSK, UMSS,
Armann, Breiðablik og sameinað
lið UMSE og UFA. FH-ingar hafa
sigrað f keppninni síðustu fimm
árin og mæta nú með öflugt Iið í
keppni sem fyrr. IR-ingar sem
hafa fylgt FH-ingum eins og
skugginn undanfarin ár, munu ör-
ugglega veita Hafnfirðingum
mikla keppni eins og venjulega og
einnig er búist við að HSK muni
jafnvel blanda sér í baráttuna.
Hér að neðan sjáum við tíma-
töflu mótsins og samantekt Dags
á líklegum sigurvegurum í hverri
grein, auk úrslita stigakeppninnar
í fyrra:
Úrslit stigakeppniimar í
fyrra:
1. FH 236.00
2. ÍR 226.00
3. HSK 200.00
4. UMSS 191.00
5. Ármann 180.50
6. UMSE og UFA 124.50
7. UMSB 122.00
Tímasetning keppnisgreina:
(Sigurvegar í einstökum
greinum í Bikarkeppni FRÍ í
íyrra, innan sviga.)
Langstökk ka. ld. 19:30
(Jón Arnar Magnússon, UMSS -
7,41)
Jón Arnar Magnússon ætti að
vera nokkuð öruggur um sigur í
langstökkinu, en þeir Bjarni
Traustason og Olafur Guðmunds-
son munu vafalítið berjast um
annað sætið, eins og á meistara-
mótinu
400 m grind kv. kl. 20:00
(Guðrún Arnardóttir, Á - 57,54)
Ef Guðrún Arnardóttir verður
ekki með, má búast við að Ylfa
Jónsdóttir FH, Sigurlaug
Níelsdóttir UFA og Gunnhildur
Hinriksdóttir HSK muni berjast
um sigurinn. Guðrún Arnardóttir
er ekki skráð í 400 m grind
kvenna og því má búast við að
Ylfa Jónsdóttir, FH, ætti að sigra í
greininni eins og hún gerði á
meistaramótinu
Stangarstökk ka. kl. 20:00
(Jón Arnar Magnússon, UMSS -
4.70)
Hér ætti Jón arnar einnig að vera
nokkuð öruggur um.sigur og.síð-
FH-ingar hafa unnið bikarinn fimm síðustu árin.
an er það spurning um dagsform-
ið hjá þeim Sigurði T. Sigurðs-
syni, FH, Sverri Guðmundssyni,
ÍR og Ólafi Guðmundssyni, HSK,
hver Iendir í öðru sætinu, þó Sig-
urður T. sé fyrirfram líklegastur.
Kúluvarp ka. kl. 20:00
(Pétur Guðmundsson, Á - 18,28)
I kúluvarpi karla er Pétur Guð-
mundsson ekki skráður til keppni.
Eggert Bogason FH ætti því að
vera nokkuð öruggur sigurvegari.
Spjótkast kv. ld. 20:00
(Vigdís Guðjónsdóttir, HSK -
48,47)
í spjótkasti kvenna er það Islands-
meistarinn Vigdís Guðjónsdóttir,
HSK, sem veróur að teljast örugg-
ur sigurvegari og hin unga Sigrún
Fjeldsted, FH, ætti að vera nokk-
uð örugg með annað sætið.
400 m grind ka. kl. 20:10
(Sveinn Þórarinsson, FH
52,75)1 400 m grind karla sökn-
um við Sveins Þórarinsson, FH,
sem sigraði í fyrra en er nú
meiddur. Þar ætti því íslands-
meistarinn Unnsteinn Grétars-
son, ÍR að vera öruggur um sigur-
inn, en Ingi Sturla Þórisson, FH
ívar Indriðason Á berjast um
annað sætið.
100 m hlaup ka. kl. 20:20
(jóhannes Már Marteinsson IR -
10,60)1 100 m hlaupi karla má
ætla að þeir Jón Arnar Magnús-
son, UMSS og íslandsmeistarinn
Jóhannes Már Marteinsson, ÍR,
berjist um sigurinn og FH-ingur-
inn Bjarni Þór Traustason Reynir
Logi Ólafsson Á beijast um þriðja
sætið..
100 m hlaup kv. kl. 20:30
(Guðrún Arnardóttir, Á - 12,01)1
100 m hlaupi kvenna er Guðrún
Arnardóttir ekki skráð til keppn
og ætti því hlaupadrottningin
unga úr FH, Silja Ulfarsdóttir að
vinna nokkuð öruggan sigur.
Hástökk kv. kl. 20:30
(Þórdís Lilja Gísladóttir, ÍR -
1.70)Ef miðað er við árangur á
meistaramótinu þá gæti orðið
hörð keppni í hástökki kvenna á
milli þeirra Guðbjörgar Lilju
Bragadóttur, ÍR og Ágústu
Tryggvadóttur, HSK sem báðar
stuklu þar 1,60 m. Gamla kemp-
an Þórdís Gísladóttir, sem sigraði
í fyrra, er ineidd og verður ekki
með.
3000 m hindrun ka. kl. 20:40
(Sveinn Margeirsson, UMSS -
9:19,45)1 3000 m hindrunar-
hlaupi er (slandsmeistarinn,
Sveinn Margeirsson, UMSS, einn
í ríki sínu. Þar er enginn sem
hugsanlega gæti ógnað honum og
spurning hve Iengi þarf að bíða
eftir þeim næsta.
Þrístökk kv. kl. 20:40
(Guðrún Arnardóttir, Á - 12,60)
1 þrístökki kvenna er Guðrún Arn-
ardóttir ekki meðal keppenda og
því ætti Sigríður Anna Guðjóns-
dóttir, HSK, að eiga sigurinn vís-
an.
400 m hlaup ka. kl. 21:00
(Friðrik Arnarson, Á - 49,57)
1 400 m hlaupi karla gæti keppn-
in orðið hörð. Fyrirfram er ís-
Iandsmeistarinn Aron Freyr Lúð-
víksson, FH, líklegur sigurvegari.
Kúluvarp kv. kl. 21:00
(Sigrún Hreiðarsdóttir, ÍR -
12,47) 1 kúluvarpi kvenna munu
þær Sigrún Hreiðarsdóttir, ÍR og
Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK, beij-
ast um sigurinn og Guðbjörg
Gylfadóttir, FH, fylgja þeim fast
eftir.
Spjótkast ka. kl. 21:00
(Jón Ásgrímsson, FH - 66,37)
I spjótkasti karla ætti enginn
keppenda að komast með tærnar
þar sem Sigurður Karlsson,
UMSS, hefur hælana, nema
gamla kempan Sigurður
Einarsson FH sem er stórt
spurningarmerki, en gæti þess
vegna sigrað. Jón Ásgrímsson,
FH, sem sigraði í fýrra er ekki
með vegna meiðsla.
400 m hlaup kv. kl. 21:10
(Silja Úlfarsdóttir, FH - 56,64) 1
fjarveru Guðrúnar Arnardóttur, Á,
ætti Silja Úlfardóttir, FH, að fara
létt með sigurinn í hlaupinu og
vinna með töluverðum yfirburð-
um.
1500 m hlaup ka. kl. 21:20
(Sveinn Margeirsson, UMSS -
3:58,75) 1 1500 m hlaupi karla er
Islandsmeistarinn Björn Mar-
geirsson, UMSS, öruggur sigur-
vegari og Sigurbjörn Arni Arn-
grímsson, HSK, líklegur til að ná
öðru sætinu.
1500 m hlaup kv. kl. 21:30
(Birna Björnsdóttir, FH
4:32,22) 1 1500 m hlaupi kvenna
gæti orðið hörkukeppni um sigur-
inn milli Birnu Björnsdóttur, FH
og íslandsmeistarans Mörthu
Ernstsdóttur, ÍR. Birna hætti
keppni á meistaramótínu og ætlar
sér örugglega sigur í bikarnum.
4X100 m boðhlaup ka. kl.
21:45
(Sveit FH r'4L88i.i Aron Fi.Lúðr.
víks, Ólafur S. Traustason,
Sveinn Þórarinsson og Bjarni Þ.
Traustason-)
4X100 m boðhlaup kv. kl. 21:55
(Sveit ÍR - 49,18 - Þórdís Gíslad.,
Sunna Gestsd., Guðný Eyþórsd.
og Maríanna Hansen-)
Laugardagur 14. ágúst
Sleggjukast ka. kl. 11:00
(Eggert Bogason, FH - 55,36)
1 sleggjukastinu er það Jón Auð-
unn Sigurjónsson sem heldur
uppi heiðri FH-inga og ætti hann
að vinna auðveldan sigur.
Sleggjukast kv. kl. 12:00
(Guðleif Harðardóttir, ÍR - 41,46)
1 sleggjukasti kvenna mun keppn-
in um sigurinn standa milli Guð-
Ieifar Harðardóttur, ÍR og Guð-
bjargar Viðarsdóttur, HSK og er
Guðleif lfklegri sigurvegari.
Þrístökk ka kl. 13:30
(Jón Oddsson, FH - 14,33)
I þrístökki karla mun keppnin um
sigurinn standa milli íslands-
meistarans Örvars Ólafssonar,
HSK og Sigtryggs Aðalbjörnsson-
ar, ÍR.
100 m grind kv. kl. 14:00
(Guðrún Arnardóttir, Á - 13,93)
I 100 m grindahlaupi kvenna er
Guðrún Amardóttir ekki meðal
keppenda og má þrí búast við að
keppnin um fyrsta sætið standi
milli Sigurlaugar Níelsdóttur
UFA, Sólveigar H. Björnsdóttur,
UBK ogYlfu Jónsdóttur, FH.
Stangarstökk kv. kl. 14:00
(Vala Flosadóttir, ÍR - 4.00)
í stangarstökki kvenna er það Vala
Flosadóttir, ÍR, sem verður að
teljast öruggur sigurvegari. Þórey
Edda Elísdóttir, FH, sem verið
hefur meidd verður einnig með og
spurning hvað hún gerir. Aðrir
keppendur standa þeim langt að
baki og geta ekki blandað sér í
keppnina um tvö efstu sætin, en
Anna Margrét Ólafsdóttir, UFA,
ætti að ná þriðja sætinu, miðað
við árangurinn á meistaramótinu.
Kringlukast ka. kl. 14:00
(Vésteinn Hafsteinsson, IR -
54,38) Gamla brýnið, Eggert
Bogason, FH, sem vann þrefaldan
sigur á meistaramótinu ætti að
vera öruggur um sigur, þar sem
sigurvegarinn frá því í fyrra, Vé-
steinn Hafsteinsson, IR, er ekki
meðal keppenda.
110 m grind ka. kl. 14:10
(Jón Arnar Magnússon, UMSS -
14,62) I 1 10 m grindahlaupi
karla er Jón Arnar nokkuð örugg-
ur um.sigur .og baráttan-um-ann.-
að sætið að standa milli Ólafs
Guðmundssonar, HSK, Bjama Þ.
Traustasonar, FH og Unnsteins
Grétarssonar,IR.
800 m hlaup kv. kl. 14:20
(Birna Björnsdóttir, FH
2:11,72) Birna Bjömsdóttir, FH,
ætti að fara létt með sigur í 800 m
hlaupi, en baráttan um annað
sætið standa milli Fríðu R. Þórð-
ardóttur, ÍR, Guðrúnar B. Skúla-
dóttur, HSK og jafnvel Helgu E.
Þorkelsdóttur, UMSS.
800 m hlaup ka. kl. 14:30
(Sigurbjörn Á. Amgrímsson, HSK
- 1:59,02) í 800 m hlaupi gæti
orðið spennandi keppi, þó íyTÍr-
fram megi búast við sigri Islands-
meistarans Sigurbjörns Árna Arn-
grímssonar, HSK. Þeir Björn
Margeirsson, UMSS, Stefán Már
Ágústsson, ÍR og Daði Rúnar
Jónsson, FH, gætu einnig bland-
að sér í baráttuna og því von á
hörkukeppni.
Hástökk ka. kl. 14:30
(Einar Karl Hjartarson, ÍR - 1.95)
I hástökkinu er Einar Karl Hjart-
arson, IR, kóngur í ríki sínu og á
allt annri hæð en aðrír keppend-
ur.
200 m hlaup lcv. kl. 14:40
(Guðrún Amardóttir, Á - 25,04)
Enn er það Silja Úlfarsdóttir, FH,
sem ætti að vera öruggur sigur-
vegari og nú í 200 m hlaupi.
200 m hlaup ka. kl. 14:50
(Jón Arnar Magnússon, UMSS -
21,67) Enn er það Jón Arnar
Magnússon, UMSS, sem ætti að
eiga sigur vísan og nú í 200 m
hlaupi. Bjarni Þór Traustason,
FH er Iíklegur í annað sætið og
spurning hvort þeir Reynir Logi
Ólafsson, Á og Jóhannes Már
Marteinsson, ÍR, nái sér á strik.
Langstökk kv. kl. 14:50
(Guðrún Arnardóttir, Á - 5,88)
I langstökki kvenna er íslands-
meistarinn, Gunnhildur Hinriks-
dóttir, HSK, líklegur sigurvegari.
Hér stekkur Vala Flosadóttir fyrir
ÍR og spurning hvað hún getur á
þennan veginn.
5000 m hlaup ka. kl. 15:00
(Sveinn Margeirsson, UMSS -
15:24,83) í 5000 m hlaupinu er
Sveinn Margeirsson, UMSS, lík-
legur sigurvegari, en gæti þó feng-
ið harða keppni frá Burkna
Helgasyni, IR og Sigurbirni Arn-
grímssyni, HSK.
Kringlukast kv. kl. 15:00
(Guðbjörg Viðarsdóttir, HSK -
39,00) I kringlukasti kvenna
verða þær Guðbjörg Viðarsdóttir,
HSK, Halla S. Heimirsdóttir, Á og
Guðleif Harðardóttir, ÍR í eldlín-
unni og er Guðbjörg líklegasti sig-
urvegarinn.
3000 m blaup kv. kl. 15:25
(Martha Ernstsdóttir, ÍR
9:42,54) Martha Ernstsdóttir, ÍR,
þarf ekki að hafa miklar áhyggjur
af sigrinum í 300 m hlaupinu.
Þær Borghildur Valgeirsdóttir,
HSK og Laufey Stefánsdóttir,
FH, munu eflaust berjast um
annað sætið.
1000 m boðhlaup ka. kl 15:45
(Sveit FH 1:57,63 - -Ólafur S.
Traustason, Aron F. Lúðvfks,
Sveinn Þórarinsson og Björn
Traustason- -)
1000 m boðhlaup kv. kl. 15:55
(Sveit.FH)________________