Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 12

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 12
oCLI iI I mi oi iititti ITI i ai II111 n 111MI n 11 m I n 1 M H 12 - FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 UvTyWr Sími 462 3500 • Hólabraut 12 • www.nett.is/borgarbio SARAH MiCHELLE GELLAR RYAN I>illLLI,’PE REESE WITHERSPOON Fos'tud. kl. 21 & 23:10 Föstud. 1(1. 23.fi p **! J m ij Sl4r Sýnd kl. 12.30,15,18, 21, 23.30 og 3 (nætursýning) lutaRöhcflsojöoshCrjnl áiiadsemffytln Notting Hiíl # /!C Sýnd kl. 19, 21 og 23:30 Sýnd kl. 17 ro^tr Ásgerður H. Ingibergsdóttir, Val, sem hér er á fuiiri ferð með boitann, er nú markahæst í Landssfmadeild kvenna með 13 mörk, einu meira en Hel- ena Úlafsdóttir, KR, sem er í 2. sæti. KR-stelp- iimariumu stórsigur ÍÞRÓTTIR KR vann KR-ingar írnnu í gær- kvöld 1-0 sigur á skoska liðinu Kilmamock, í íyrri leik liðanna í uiid ankeppni Evrópu- keppni félagsliða, sem fram fór á Laug- ardalsvelli. Það var auðheyrt á þeim sem lýstu leik KR og Kilmarnock í beinni útsendingu á Euro-Sport í gærkvöld, að þeim fannst mik- ið til KR-liðsins koma í leiknum og fóru þeir sérlega Iofssamleg- um orðum um leik Bjarka Gunnlaugssonar. KR-ingar byrj- uðu leikinn með látum og voru mildu sterkara liðið í fyrri hálf- leiknum. Aðeins góð markvarsla Colin Meldrum, markvarðar Kilmarnock, kom í veg fyrir að KR-ingar skoruðu, en segja má að færin hafi verið mýmörg, á meðan Iítið bar á sóknarmönn- um Kilmarnock. Bjarki Gunnlaugsson átti fyrsta færið í leiknum, en það var á 4. mínútu Ieiksins, er hann náði góðu skoti í teignum, sem rataði beint í lúkurnar á Meldr- um markverði, sem mátti hafa sig allan við það sem eftir var hálfleiksins. Hann bjargaði oft snilldarlega og sýndi mikið ör- yggi með góðum úthlaupum og var besti leikmaður Skotanna í leiknum. Auk Bjarka áttu þeir Guð- mundur Benediktsson, Sigþór Júlíusson og Einar Þór Daníels- son góðar rispur í íyrri hálfleik og voru KR-ingar óheppnir að gera þá ekki út um leikinn, þvi til þess fengu þeir góð tækifæri. Eftir markalausan fyrri hálf- leik byrjuðu Skotarnir þann seinni heldur betur, enda höfðu þeir ekki skapað sér nein veruleg færi í þeim fyrri, utan eitt skot sem Kristján Finnbogason varði örugglega. í þeim seinni sköp- uðu þeir sér heldur ekki nein veruleg tækifæri gegn sterkri vörn KR-inga, sem nú beyttu skymdisóknum. Úr einni slíkri komst vara- maðurinn Einar Orn Birgisson í gott færi, en skotið lenti í stöng. A 85. mínútu leiksins leit svo eina mark leiksins dagsins Ijós, en það gerði Þórhallur Hinriks- son, sem skallaði boltann í netið eftir laglega aukaspyrnu Guð- mundar Benediktssonar af kant- inum. Seinni leikur liðanna fer fram á Rugby Park í Kilmarnock næstkomandi fimmtudag. Stórtap Leifturs Leiftursmenn máttu þola stórt tap gegn belgíska liðinu Ander- lecht í fyrri leik liðanna í Evr- ópukeppni félagsliða, sem fram fór í Brussel í gærkvöld. Leikn- um lauk með 6-1 sigri heima- manna, eftir að staðan var 3-1 í hálfleik. Fyrsta mark Belganna skoraði Goor á 19. mínútu, en einni mínútu síðar gerðu þeir sjálfs- mark og staðan því jöfn 1-1, eft- ir 20 mínútna íeik. Eftirleikur- inn var Belgunum auðveldur og þeir bættu við fimm mörkum. KR-stúlkur, sem eru í toppsæti Landssíma- deildar kveirna, uuuu siun stærsta sigur í deildiimi í siimar, þegar þær lögðu Fjölui 0 12 í 10. umferðinui í fyrrakvöld. Tíundu umferð Landssímadeild- ar kvenna Iauk í gærkvöld með leik Breiðabliks og IA á Kópa- vogsvelli. Leiknum lauk með 4-0 sigri Blikanna, eftir að staðan var 2-0 í hálfleik. Með sigrinum fær- ast Blikar upp stigatöfluna, í þriðja sætið og eru nú fimm stig- um á eftir Val sem er í öðru sæt- inu. Rakel Ögmundsdóttir skor- aði þrennu fyrir Breiðablik, en Kristrún Daðadóttir 1 mark. í fyrrakvöld fóru fram fyrstu þrír leikir umferðarinnar, þar sem efstu lið deildarinnar, KR og Valur héldu áfram sigurgöngu sinni. Markaregn í Grafarvogi KR vann sinn Iangstærsta sigur í deildinni í sumar þegar þær lögðu Fjölni 0-12 á Grafarvogs- velli, eftir að staðan var 0-8 í hálfleik. Þær hafa þá skorað 48 mörk í 10 leikjum og þar af 18 þeirra gegn Fjölni, en aðeins fengið á sig fjögur. Staða Fjölnis á botninum er vonlítil, en liðið er stigalaust og búið að fá á sig 58 mörk í tíu leikjum og skora að- eins 4. Þær Olga Færseth og Inga Dóra Magnúsdóttir skor- uðu báðar þrennu fyrir KR í leiknum, Guðrún Jóna Kristjáns- dóttir og Helena Ólafsdóttir tvö hvor og þær Guðlaug Jónsdóttir og Edda Garðarsdóttir sitt hvort markið. Með sigrinum heldur KR stöðu sinni á toppi deildarinnar með 28 stig, en Valur fylgir fast á eftir, með 25 stig í öðru sætinu, eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrrakvöld að Hlíðarenda. Með sama áframhaldi gæti stefnt í hreinan úrslitaleik milli liðanna, þegar þau mætast á KR-vellinum í síðustu umferð mótsins þann 5. september n.k., en þangað til eiga bæði liðin eftir að leika þrjá Ieiki. Markahlutfall KR-inga er í dag miklu betra, en þær hafa 17 mörk í plús á Val, sem á eftir að Ieika gegn Fjölni (H), ÍBV (Ú) og Breiðablik (H), áður en þær mæta KR í Frostaskjólinu. KR á aftur á móti eftir að leika gegn ÍA (Ú), Grindavík (H) og Stjörn- unni (Ú), þannig að staðan gæti hæglega breyst fyrir síðustu um- ferðina. Baráttuleikur að Hliðarenda Leikur Vals og Stjörnunnar á Hlíðarenda var mikill baráttu- Ieikur. Valur byrjaði leikinn með látum, en Stjarnan varðist vel og gaf ekkert eftir. Nokkuð gegn gangi leiksins tókst Stjörnustúlk- um svo að komast yfir í leiknum, með marki Auðar Skúladóttur, sem skoraði með svokölluðu „bananaskoti", yfir vörn Val og alla leið í markið. Það sló frekar á Valsliðið við markið og jafnað- ist leikurinn nokkuð, þar til Bergþóru Laxdal, fyrirliða Vals tókst að jafna leikinn rétt fyrir hálfleik. Það var auðséð á Valsliðinu í upphafi seinni hálfleiks að þær ætluðu sér ekkert annað en sig- ur, til að halda í meistaravonina. Þær sóttu stíft og þegar um 12 mínútur voru Iiðnai af hulfleik . um skoraði Katrfn Jónsdóttir annað mark þeirra, með góðu skoti af stuttu færi. Stjarnan sótti öllu meira eftir markið og voru óheppnar að ná ekki að skora og jafna leikinn. Hrefna gerði sex Hrefna Jóhannesdóttir, ÍBV, var heldur betur á skotskónum þeg- ar Eyjastúlkur unnu 7-0 stórsig- ur á Grindvíkingum í Eyjum í fyrrakvöld. Hún skoraði hvorki meira né minna en sex mörk og Iris Sæmundsdóttir það sjöunda. Staðan í hálfleik var 5-0. ÍBV er sem fyrr í 5. sæti deildarinnar einu stigi á eftir Stjörnunni sem er í 4. sætinu og níu stigum meira en ÍA sem er í 6. sæti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.