Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 8
8- FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 FRÉT TASKÝRIN G L A HARALDUR INGOLFS- SON SKRIFAR Staða sveitarsjóðs SkagaQarðar er erfið. Dráttur á framlagn- ingu reikninga. Sam- eining sveitarfélaga og þátttaka í atvinnu- rekstri dýr. Ársreikningar Skagafjarðar voru lagðir fram til fyrri umræðu í sveit- arstjórn í lok júlf en erfiðlega gekk að koma þeim saman af ýmsum ástæðum. Samkvæmt Iögum á að leggja reikninga sveitarfélaga fram fyrir 1. júní ár hvert og samkvæmt heimildum blaðsins hafa greiðslur til sveitarfélagsins úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga verið stöðvaðar. Þar mun þó vera um óverulegar upp- hæðir að ræða. Þeim reikningum sem Iagðir hafa verið fram fylgdu engar sundurliðanir á rekstri sveit- arsjóðs, en úr því hefur verið bætt. Snorri Björn Sigurðsson sveitar- stjóri segir að mun flóknara hafi reynst að ná saman bókhaldi hinna sameinuðu sveitarfélaga en menn höfðu átt von á. Meðal ann- ars hafi komið fram að til hafi ver- ið stofnanir sem menn hafi ekki reiknað með þegar sameiningar- dæmið var skoðað í upphafi, því til dæmis hafi verið reknir skólar í samrekstri sem ekki voru inni í bókhaldi hreppana. Það hafi kost- að verulega vinnu og komið á óvart. Þar að auki hafi skortur á starfsfólki tafið þessa vinnu. Snorri Styrkársson, oddviti Skaga- fjarðarlistans, bendir hinsvegar á að menn hefðu mátt vita fyrirfram að verkefnið væri umfangsmikið. Á því hafi ekki verið tekið og þar liggi vandinn. Þar sé einfaldlega um stjórnunarlegan vanda að ræða. „Það er meginvandi fjár- málareksturs sveitarfélagsins á síð- asta ári og því miður held ég að þessi vandi sé enn til staðar. Menn leystu ekki þann stjórnunarlega vanda sem við blasti, gerðu ekki neinar sérstakar ráðstafanir til að glíma við þessi verkefni," segir Snorri. Skatttekjur sveitarfélagsins námu 751 milljón króna en rekst- ur málaflokka kostaði 782 milljón- ir. Þegar tekið er tillit til vaxta, af- borgana lána, gjaldfærðrar og eignfærðrar fjárfestingar nemur heildarhalli um 644 milljónum, þar af 508 milljónum af sveitar- sjóði sjálfum, sem þó skoðast að sjálfsögðu ekki sem eiginlegur rekstrarhalli, heldur greiðsluhalli. Skuldastaðan erfið Skuldastaða Skagaljarðar er mjög slæm og þegar allt er talið, skuldir sveitarsjóðs og fyrirtækja með líf- eyrisskuldbindingum, eru þær 2,1 milljarður, eða rúm hálf milljón á hvern íbúa. Skuldir á sveitarsjóði eru yfir 1,3 milljarðar en veiturnar og höfnin skulda mjög- lítið. Stærstur hluti skuldanna, 580 milljónir, stafar af félagslega íbúðakerfinu. Á fjárhagsáætlun íyrir yfirstand- andi ár er gert ráð fyrir að selja Frá Sauðárkróki. Þátttaka sveitarfélagsins í atvinnurekstri hefur reynst kostnaðarsöm og meðal annars hefur verið afskrifaó ins í Steinullarverksmiðjunni og Fiskiðjunni Skagfirðingi til að la hlutabréf fyrir 160 milljónir króna. Sveitarfélagið á meðal annars hlutabréf í SteinuIIarverksmiðj- unni og Fiskiðjunni Skagfirðingi. „Stefnan hefur verið sú að lækka skuldir á þessu ári og í sjálfu sér er ekkert sem bendir til annars en að það ætti að geta tekist," segir Snorri Bjöm. „Það eru til eignir á móti að hluta til og við verðum að setjast yfir það hvað við gerum varðandi sölu eigna,“ segir Herdís Sæ- mundardóttir formaður byggða- ráðs. Herdís segist ekki vilja taka svo djúpt í árinni að sveitarfélagið sé á barmi hengiflugs. Það hafi hinsvegar komið í Ijós að skuldir sveitarfélagsins séu jafnvel meiri en framsóknarmenn bentu á fyrir kosningar, en þeir hafi einmitt lagt upp með það að skuldimar væru mjög miklar en hafi fengið bágt fyrir það. En er það markmið að lækka skuldir sveitarfélagsins á þessu ári raunhæft? Snorri Styrkársson dregur það í efa út frá því að enn á eftir að koma í ljós hversu ábyrg eða áreiðanleg áætlunin er. „Fjár- hagsáætlun ársins gerir ráð fyrir því að skuldir sveitarfélagsins lækki um einar 70 milljónir. Þá er búið að taka inn sölu hlutabréfa og eigna upp á 190 milljónir, þannig að rekstur og framkvæmdir félags- ins eru ennþá vel umfram tekjuöfl- un ársins,“ segir Snorri. Hann tek- ur fram að það sé yfirlýst stefna Skagafjarðarlistans að selja öll hlutabréf í Steinullarverksmiðj- unni og Fiskiðjunni Skagfirðingi en vandamálið í því sambandi sé einkum ágreiningur milli meiri- hlutaflokkanna hvernig að því skuli staðið. Ljósastauxax og leikskólax Ein af ástæðu slæmrar skulda- stöðu sveitarfélagsins er sú að þeg- ar Ijóst var að sveitarfélögin yrðu sameinuð þótti mörgum tímabært að nýta sína fjármuni í sinni heimabyggð. Framkvæmdir skömmu fyrir sameininguna juk- ust mjög í hveiju sveitarfélagi fyrir sig. Meðal annars voru byggðir tveir Ieikskólar, í Varmahlíð og á Hólum, svo dæmi sé tekið. Frægir urðu til dæmis ákveðnir Ijósastaur- ar sem reistir voru en þó munu flestir sammála um að umræddar framkvæmdir hvers sveitarfélags fyrir sig skömmu fyrir sameiningu séu ekki orsök hárra skulda. „Það er alveg rétt að ábyrgð gömlu sveit- arstjórnanna sé töluverð," segir Snorri Styrkársson. „Þær stofnuðu til ákveðinna útgjalda og sumar þeírra hreinsuðu til en það skýrir ekki 500 miljóna greiðsluhalla," segir Snorri Styrkársson. „Eg er ekki að segja að ég hafi engar áhyggjur en ég veit að þetta er millibilsástand," segir Herdís. „Eg bendi líka á að á síðustu vik- um og dögum fyrir sameininguna voru ákveðnar heilmargar fram- kvæmdir. Það verður til að auka þessar skuldir verulega og til dæm- is voru byggðir tveir nýir leikskólar í héraðinu,“ segir hún. Herdís segist þó alls ekki vilja halda því fram að þær framkvæmdir hafi verið óþarfar. JfNei, ég er alls ekki að segja það. Eg get tekíð Ieikskól- ann í Varmahlíð sem dæmi. Það vita það allir að það var kominn tími á þá framkvæmd. svo sannar- lega. Eg er alls ekki að segja að þessir leikskólar hafi verið óþarfir. Sumt hefði kannski mátt bfða en það er enginn stór hluti af þessum skuldum. Mestu skuldirnar hafa orðið til hér á Sauðárkróki, ekki síst í tengslum við atvinnulífið. Við höfum á undangengnum áratug lagt heilmikið fjármagn í atvinnu- lífið. Það má heldur ekki gleyma því að það fjármagn sem við lögð- um í Fiskiðjuna og Steinullina á sínum tíma er að skila okkur fjár- magni til baka.“ Atvúmuþátttakan dýx Snorri Bjöm segir stofnanir sveit- arfélagsins vera í ágætis lagi, en sveitarsjóður hafi verið settur fram með yfir 100 milljóna halla á rekstri. „Fyrir þessu eru ýmsar ástæður, kannski stærsta ástæðan sú að við viðurkenndum þær stað- Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri: „Stefnan hefur verið sú að lækka skuldir á þessu ári og í sjálfu sér er ekkert sem bendir til annars en að það ætti að geta tekist." reyndir sem komu hér upp á sfð- asta ári, að Loðskinn væri nánast komið á hnén. Við erum að afskrifa um 100 milljónir vegna þátttöku í atvinnurekstri og það hlýtur ein- hversstaðar að koma við,“ segir Snorri Bjöm. Einnig hafi breyting- ar á reikningsskilaaðferðum sín áhrif og að auki hafi verið um ýms- ar hreinsanir og Ieiðréttingar að ræða vegna sameiningarinnar. Þá megi heldur ekki gleyma að farið hafi verið í fjölmargar framkvæmd- ir sem kosti stórfé. „Stóru upphæðirnar í þessu máli eru ákvarðanir sem nýja sveitar- stjórnin tekur. Það eru atvinnu- málin fyrst og fremst," segir Snorri Styrkársson og vísar þar fyrst og Hérdís Sæmundardóttir formaður byggðaráðs: „Ég held að þetta sveitarfélag sé að veita mjög góða þjónustu á mjög mörgum sviðum. Við verðum að spyrja okkur hvort við höfum efni á því." fremst til Loðskinns og Vöku. En af hveiju stafar hið mikla tap sveit- arfélagsins vegna þessara fyrir- tækja? „Ábyrgðarleysi fyrst og fremst,“ segir Snorri. „Loðskinn er gjaldþrota en menn eru samt bún- ir að setja 26 milljónir í það fyrir- tæki á þessu ári, í algjörlega von- lausan rekstur." Veitmn góða þjónustu „Þetta eru mjög óvenjulegir reikn- ingar að því leyti að þarna er verið að slá saman reikningum ellefu sveitarfélaga," segir Herdís. „Það segir sig alveg sjálft að það er ým- islegt sem er tvöfalt í gangi þetta ár og ýmsar breytingar sem eru að ganga í gegn sem eru kostnaðar- Snorri Styrkársson oddviti Skagafjarðarlistans: Fjárhagsáætlun ársins gerir ráð fyrir þvi að skuldir sveitarfélagsins lækki um einar 70 milljónir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.