Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 6
V 6 -FÖSTUDAGUR 1 3 . < Á GÚ ST 1 U R U
ÞJÓÐMÁL
Útgáfufélag:
Útgáfustjóri:
Ritstjóri:
Aðstoðarritstjóri:
Framkvæmdastjóri:
Skrifstofur:
Símar:
Netfang ritstjórnar:
Áskriftargjald m. vsk.:
Lausasöiuverö:
Grænt númer:
Netfang auglýsingadeildar:
Símar auglýsingadeildar:
Símbréf auglýsingadeildar:
Sfmbréf ritstjórnar:
DAGSPRENT
EYJÓLFUR SVEINSSON
ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON
BIRGIR GUÐMUNDSSON
MARTEINN JÓNASSON
STRANDGÖTU 31, AKUREYRI,
GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK
OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK
460 6100 OG 800 7080
ritstjori@dagur.is
1.800 KR. A MÁNUÐI
150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ
800 7080
omar@dagur.is
(REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason
(AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson
OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir
460 6161
460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK)
Kvótaauður Kolkrabbans
í fyrsta lagi
Samþjöppun valdsins í íslensku viðskiptalífi verður augljósari
með hveijum deginum. Aberandi er að Kolkrabbinn svonefndi,
sem einkum birtist í gervi Burðaráss, eignarhaldsfélags Eim-
skipafélagsmanna, hefur verið og er enn að kaupa sig inn í ýmis
helstu fyrirtæki landsins. Frá fornu fari er kjarni valda og áhrifa
Kolkrabbans yfirburðastaða í ýmsum helstu fyrirtækjum á sviði
samgangna og tryggingastarfsemi. Upp á síðkastið hefur
Burðarás hins vegar leitast við að eignast sem stærstan hlut í
sameiginlegri auðlind þjóðarinnar - fiskinum í sjónum.
í öðru lagi
Nýjustu tíðindi af kvótakaupum Kolkrabbans er aukinn eignar-
hluti Burðaráss í Skagstrendingi og Síldarvinnslunni. Áður var
Kolkrabbinn þegar orðinn sjötti stærsti kvótaeigandi landsins í
krafti eignarhluta síns í átta helstu útgerðarfyrirtækjum lands-
ins - það er Utgerðarfélagi Akureyrar, Síldarvinnslunni, Skag-
strendingi, Haraldi Böðvarssyni, Jökli, Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar, Granda, Þorbirni og Árnesi. Þessi átta fyrirtæki fengu
við síðustu úthlutun kvótans um 128 þúsund þorskígildistonn
eða 24,34% heildarinnar utan sem innan lögsögunnar. Auk
þéss á 'Kölkrabbirin litlá hlúti 'í nokkrum öðrum útvegstyrir-
tækjum.
1 þriðja lagi
Kolkrabbinn er alvarlegasta dæmið um samþöppun valds og
eigna á fárra hendur. Enginn skyldi ætla að sá fámenni hópur
sem öllu ræður innan þeirrar samsteypu láti hér staðar numið.
Þeir munu auðvitað halda áfram, ekki aðeins að sækja í kvót-
ann, heldur einnig í aðrar þær eignir sem fysilegar eru hér á
landi. Það á ekki síst við um þau arðvænlegu stórfyrirtæki sem
stjórnmálamönnum er mikið kappsmál að losa ríkið við, svo
sem ríkisbankana þrjá og Landssímann. Ef fram fer sem horf-
ir verður ráðandi hlutur á þeim markaði orðinn með sama
hætti og nú er staðreynd í samgöngum til og frá landinu, það
er að segja að langmestu leyti á einni hendi.
Elías Snæland Jónsson
Sj álfsblekkmgar-
boltinn
Fyrir margt löngu var Garri
hálfgerður hálfatvinnumaður í
knattspyrnu. Hann fékk sem sé
óbeinar greiðslur fyrir að spila í
sinni neðri deild, þurfti t.d.
ekki að greiða fargjald á útileiki
og annað veifið gaukaði félagið
að honum samlokum með
kæfu og osti eftir leiki. Önnur
voru nú launin ekki, en þessar
greiðslur komu að sjálfsögðu í
veg fyrir að Garri og félagar
fengju að taka þátt í
Ólympíuleikum þar
sem aðeins fullkom-
Iega hreinræktaðir
áhugamenn þóttu
gjaldgengir.
Á þessum árum
gerðist það stundum,
sem raunar hefur hent
á öllum tímum í boltanum, að
sum lið töpuðu en önnur
unnu. Lið Garra tapaði stund-
um. Og ástæðan var yfirleitt sú
að hitt liðið var betra, hafði á
að skipa snjallari leikmönnum
og hæfari þjálfara. Þetta var al-
mennt viðurkennt af öllum
sem að Ieiknum komu. Sumir
voru sem sé betri en aðrir og
öfugt og þótti ekki tiltökumál
því slíkt var eðli hins „fagra
íeiks“ sem Pele nefndi svo.
Vmdáttin
Nú er annað uppi á teningnum
í boltanum, ef marka má dag-
legar yfirlýsingar þjálfara
tapliða í Ijölmiðlum. „Færin
féllu ekki okkar megin í dag.
Vissulega sóttu þeir 90% af
leiknum en það var taktík okk-
ar og vítaspyman í lokin var
gjöf og við áttum skilið að
vinna leikinn og hefðum gert
það ef dómarinn hefði verið
starfi sínu vaxinn og Bjössi
hefði skorað úr eina hálffærinu
sem við fengum. Einbeitingar-
leysi varð okkur að falli. Við
vorum með unnin leik en vind-
áttin breyttist skyndilega um
miðbik síðari hálfleiks og því
fór sem fór. Matareitrun frá
síðustu jólum sat enn í mínum
mönnum. Gúbbi var greinilega
rangstæður þegar þeir skoruðu
sjöunda markið sem réði úrslit-
um. Hugarfarið íjaraði út um
miðbik síðari hálfleiks. Það
tekur tíma að hrista saman
þennan mannskap úr öllum
áttum, en við erum
með besta liðið eins
og glögglega mun
koma í ljós seint í
ágúst árið 2002.“
Sigtryggur
vann
Hvenær skyldi heiðarlegur
þjálfari koma fram í fjölmiðlum
og segja eitthvað á þessa Ieið:
„Við töpuðumm af því að þeir
eru með betri leikmenn en við i
öllum stöðum og örugglega
hæfari þjálfara einnig. Betra
liðið vann. Við spilum Ieiðin-
legan varnarleik, miðhetjinn er
klaufi, vinstri bakvörður er full-
ur flestar helgar, kaupin á út-
lendingunum voru mistök, þeir
geta lítið meira en miðlungs
t>hufiiuéailénTieímrisíéusKÍí:- “
En auðvitað er til of mikils
mælst að þjálfarar flytji þvílíkar
tölur. Fótboltinn snýst oftar en
ekki um sjálfsblekkingu, að
telja lélegum leikmönnum trú
um að þeir geti eitthvað og þá
batna þeir oftar en ekki. Þess-
vegna töpuðu Garri og félagar
svo oft í gamla daga, þeir vissu
sem sé alltaf hvað þeir voru Ié-
legir. I dag halda allir að þeir
séu stjörnur og stórkostlegir
snillingar.
Áhorfendur vita betur.
GARRI
JÓHANNES
SIGURJÓNS-
SON
skrifar
íslendingar eru upp til hópa
hjartahlýir og velviljaðir þeim
sem eiga undir högg að sækja í
lífinu. Þetta hefur margsannast í
söfnunum til styrktar fátækum,
fórnarlömbum snjóflóða, hjart-
veikum börnum, MS-sjúkling-
um, unglingum sem hafa ánetj-
ast fíkniefnum og fleirum sann-
arlega þurfandi hópum.
En tveir hópar þurfamanna
hafa orðið útundan í þessum
efnum, farið á mis við samúð
landsmanna og verið sniðgengn-
ir af miskunnsemi hinna gjaf-
mildu, annarsvegar tekjulausir
stóreignamenn og hinsvegar
eignalausir hátekjumenn. Um
þessa brjóstumkennanlegu ves-
alinga var fjallað í fróðlegri út-
tekt í Degi í gær.
Landssöfnun
Þar er talinn upp allstór hópur
fólks sem á eignir upp á hundruð
Styrkjum fátæka
hátekjumeim!
milljóna en hefur litlar sem
aungvar tekjur. Ljóst er að þetta
fólk er mestan part á vonarvöl.
Það þarf að
greiða allskon-
ar kostnað og
skatta af gríðar-
legum fasteign-
um sínum og
hefur alls ekki
efni á að selja
hlutabréfin sín,
því þau gætu
kannski hækk-
að á morgun
eða eftir mán-
uð og vesalings
fólkið hefði þá
tapað stórfé á
sölunni. Hin lágu laun margra
stóreignamanna standa því aug-
ljóslega ekki undir kostnaði við
þessar sömu eignir. Þvf er borð-
leggjandi að ýmsir f þessum hópi
eiga vart fyrir salti í grautinn
vegna sinna þungu eignabyrða
sem hanga yfír höfðum þeirra
eins og sverðið Damóklesar.
Hér er vissu-
lega ástæða til
að hefja lands-
söfnun.
Okkai
minnstu bræð-
ur
I Degi í gær er
einnig fjallað
um hóp fólks
sem var með
gríðarlegar tekj-
ur, 10-15 millj-
ónir á síðasta
ári, en er nánast
eða með öllu eignalaust. Þetta
kemur ugglaust ýmsum spánskt
fyrir sjónir, en skýringarnar liggja
reyndar í augum uppi. Sennilega
hefur þetta aumingja fólk verið á
afar lágum launum allt sitt líf,
eða jafnvel atvinnulaust, en
komist óvænt og skyndilega í vel
launaðar stöður í fyrra. Og er því
að sjálfsögðu enn að borga af
skuldum fyrri ára ogjafnvel langt
í að það geti komið þaki yfir höf-
uðið. I annan stað er hugsanlegt
að þetta ágæta hátekjufólk hafi
búið við heldur lítið barnalán og
sé búið að missa hús og aleigu
vegna síendurtekinna gjaldþota
óráðsíubarna sinna í rekstri veit-
ingastaða og annarra þjóðþrifa-
fyrirtækja.
Alltént er ljóst að verulegur
hópur hátekjumanna er á göt-
unni eða býr í tjöidum og ekki
minni hópur stóreignamanna
herðir sultarólar daglega.
Oft var þörf á landssöfnun til
styrktar bágstöddum en nú er
sannarlega nauðsyn.
svairad
Hvemig lýstþér á nýja
forystumenn Samtaka
atvinnulífsins ?
(Frágengið var í fyrradag að
Finnur Geirsson yrði formaður
Samtaka atvinnulífsins og Ari Ed-
vald firamkvæmdastjóri þeirra.)
Kristján Gunnarsson
formaður Verkalýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur.
„Eg gef mér ekk-
ert fyrirfram með
1 þessa menn,
hvorki gott né
slæmt en ég
hlakka til að
takast á við þá við
gerð kjarasamn-
inga í vetur. Þetta eru báðir
landsfrægir kjaftaskar, Ari kemur
úr Iandsliði íhaldsins og Finnur
úr H. Ben. ættinni, sem er fínasta
fjölskylda íhaldsins. Þó þessir
menn komi nýir inn í baráttuna
þá mun hópur allra gömlu varð-
hundanna standa þétt í kringum
þá, þannig að þeir eru vel valdað-
ir á alla kanta.“
Þnrnnn Sveinbjömsdóttir
1. varaform. Eflittgar - stéttarfélags.
„Ég þekki þessa
menn Iítið. Það
sem mér fínnst þó
mest áberandi er
að„hæði. Einnnr
og Ari eru
reynslulitlir við
gerð kjarasamn-
inga og af því hef ég nokkrar
áhyggjur, því það er ekki bara
þarna sem nýir menn eru að
koma til starfa heldur Iíka hjá
stórum samningsaðilum einsog
Reykjavíkurborg. Ég vil óska þess
að þeir setji sig vel inn í málin
áður en samningalotan hefst.“
Aðalsteinn Baldursson
formaður Verkálýðsfélags Húsavíkur.
„Finn Geirsson
þekki ég ekki en
Ara Edvald þekki
ég hinsvegar að-
eins, því sem for-
maður fisk-
vinnsludeildar
VMSÍ átti ég
samskipti við hann sem aðstoðar-
mann sjávarútvegsráðherra. Yfír
þeim samskiptum þarf ég ekki að
kvarta, mér þótti Ari sanngjarn og
góður viðskiptis. En vissulega eru
þess dæmi að menn gjörbreytist
þegar þeir taka að sér hlutverk
einsog það að vera í forystusveit
atvinnurekenda. Þessir nýju for-
ystumenn Samtaka atvinnulífsins
koma inn á erfiðum tíma, því
samningalotan nú í haust verður
erfið og mun reyna afar mikið á
þá - og sýna hvað i þeim býr.“
Ögmundur Jónasson
formaðurBSRB.
„Mér líst ágæt-
lega á þessa
menn og óska
þeim velfarnaðar.
Það skiptir máli
hvernig á málum
er haldið í sam-
tökum atvinnu-
rekenda og vonandi fara menn
þar á bæ að átta sig á því að það
er engum til góðs að auka enn á
misskiptinguna í landinu. Þvert á
móti er nauðsynlegt að draga úr
henni, annars liggur leiðin inn í
blindgötu bæði fyrir launafólk en
einnig atvinnureksturinn."
Ú8 gimavH .óilúm /\04 ibne ivij r gia srie öe riifio bLáo 19 m -ova ejggyrl 6e in ugninlaaegel -aiJæaiol óiimeíiöja go iGgmayl