Dagur - 13.08.1999, Blaðsíða 4
FOSTUDAGUR 13. AGUST 1999
FRÉTTIR
INNLENT
Eyþing í Grímsey
Aðalíundur Eyþings, samtaka sveitarfélag í Eyjafirði og Þingeyjar-
sýslum, verður haldinn í Grímsey 19. og 20. ágúst. Fyrir utan hin
venjubundnu aðalfundarstörf verða fjölmörg mál önnur tekin til um-
fjöllunar. Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs Byggða-
stofnunar, mun ræða um aðgerðir í byggðamálum á nýrri öld og Þor-
valdur Jóhannesson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á
Austurlandi, ræðir um sveitarfélög og landshlutasamtök í breyttu
umhverfi. -SBS.
Rjúpan könnuð
Samþykkt hefur verið í ríkisstjórn tillaga Sivjar Friðleifsdóttur um-
hverfisráðherra um að veija einni milljón króna af ráðstöfunarfé rík-
isstjórnarinnar til að hefja rannsókn á vetrarafföllum rjúpu. Aflað
hefur verið gagna um ástand ijúpnastofnins og vöktun hans hefur
leitt í ljós að nauðsyn sé að kanna áhrif veiðinnar enn frekar. Hefur
með radíómerkingum veiið sýnt fram á að á sumum svæðunum hef-
ur allt að 70% rjúpna á lífí í upphafi veiðitíma fallið fyrir hendi veiði-
manna. Því sé brýnt að hefja rannsóknir nú þegar, en þær munu
standa næstu þrjú ár og kosta um 11 milljónir í það heila. -SBS.
Smápenmgar til góðgerðarmála
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í nugvélum Atlanta að farþegum
er gefinn kostur á að styrkja einstök málefni með því að láta af hendi
skiptimynt í hvaða gjaldmiðli sem er í þar til gerð umslög sem verða
í sætisvösum flugvélanna. „Hér gefst því fólki kjörið tækifæri til að
losa sig við smápeningana og styrkja um leið gott máleftii," segir í til-
kynningu, en fyrsta
misserið mun
LAUF, Landssam-
tök áhugafólks um
flogaveiki, njóta
þessarar liðveislu
farþega Atlanta.
Söfnunin hefur
fengið góðar undir-
tekir og á dögunum
afhenti Magnús
Gylfi Thorstenn,
forstjóri Atlanta,
fulltrúum samtak-
anna fyrstu um- Magnús Gylfi Thorstenn, forstjóriAtlanta, afhendir
arfé'n mC S° sbs" fu,,trúum LAUF, þeim Astrid Kofoed-Hansen og Guð-
laugu Maríu Bjarnadóttir, fyrstu söfnunarumslögin.
Torfæran trekkír
íslenska torfæran
breiðist hratt út um
heimsbyggðina og hef-
ur hálfur inilljarðiir
manna aðgang að
henni. Lítur mjðg vel
út, segja forsvars-
iiieini.
Kveikjan að sýningunum var þeg-
ar BBC sýndi frá fslensku tor-
færunni árið 1994 en Eurosport
byijaði að sýna efnið reglulega
árið 1996. Um haustið 1997 var
samið við Fox Sport International
um dreifingu á efninu. Arið eftir
hófst dreifing til tuga sjónvarps-
stöðva og er það nú sýnt í yfir 100
Iöndum á tugum tungumála. Um
500-600 milljónir manns hafa að-
gang að sjónvarpsefninu.
Um er að ræða tíu þætti frá sjö
torfærukeppnum árlega og eru
þeir algjörlega unnir af Islending-
um en þeir eru síðan sendir til-
búnir út til Eurosport og Fox. Sí-
fellt fleiri sjónvarpsstöðvar bætast
í hópinn og sumar þeirra koma
sérstaldega til landsins til að fjalla
um torfæruna og þá um Ieið Ijalla
þær um landið.
Tölvuleikir og leikföng
„I upphafi fékk Eurosport efnið
ókeypis. Núna eru hins vegar
greiðslur farnar að berast frá sjón-
varpsstöðvunum í gegnum Fox.
Þetta er ekki mikið enn sem kom-
ið er og ennþá er tap á framtakinu.
Greiðslur fyrir sjónvarpsréttinn
fara samt síhækkandi eftir því sem
áhuginn á þessu eykst. Eg tala nú
ekki um þegar sjónvarpsstöðvam-
ar fara að beijast um sjónvarps-
réttinn en nú hefur þýsk stöð sent
okkur íyrirspum þar sem þeir lýsa
áhuga á efninu gegn því skilyrði að
við hættum að sýna á Eurosport,"
segir Olafur Guðmundsson, einn
af forsvarsmönnum framtaksins.
Fyrirtækið sem heldur um þetta
er Mótons hf. en það er í eigu Ný-
sköpunarsjóðsins, Aflavaka og
nokkurra keppnishaldara.
Meira til en bara íiskur
Tómas Þorvaldsson, stjórnarfor-
maður Mótorís hf., segir að líkur
séu á að tekjur fýrirtækisins muni
aukast mun hraðar en gert var ráð
fyrir.
„Nú emm við í samningavið-
ræðum við 13 stóra tölvuleikja-
framleiðendur og ganga þau mál
mjög vel fyrir sig. Einnig er sér-
stakt markaðsfyrirtæki í Bretlandi
að vinna í þessum málum fyrir
okkur. Þetta lítur mjög vel út fyrir
okkur og er gert ráð fyrir ágætum
hagnaði á næsta ári,“ segir Tómas.
Almennt séð segir Ólafur Guð-
mundsson að stuðningur og skiln-
ingur við framtakið sé heldur tak-
markaður í þjóðfélaginu. „Islend-
ingar em heldur seinir að sjá að
það er hægt að flytja út annað en
fisk. Við emm hér að ræða um
skemmtanaiðnaðinn sem er hvað
mest vaxandi iðnaður í heimi í
dag,“ segir Ólafur. -ÁÁ
röskur, þýður, rennilegur.
eðalbíllinn frá Suzuki
i BALENO
Bíll sem er algjörlega hannaður fyrir þig.
Og það leynir sér ekki...
/Faist;ítískulimum>í ár! aluminium silver nnetallic./ J
Ertu að hugsa um:
• Rými?
• Þægindi?
• Öryggi?
• Gott endursöluverð?
• Allt þetta sem staðalbúnað:
16 ventla vél með fjölinnsprautun, 85-96 hestöfl
Vökva- og veltistýri • Hæðarstillanleg kippibelti
Rafstýrðar rúður og speglar • Öryggisloftpúðar
Samlæsing • Krumpusvæði að framan og aftan
Þjófavörn • ABS hemlar • Styrktarbitar í hurðum
Upphituð framsæti • Útvarp með segulbandi
Rafstýrð hæðarstilling framljósa
Litaðar rúður • Samlitaðir stuðarar
Renndu við hjá okkur í dag
og reynsluaktu Suzuki Baleno.
Hann ketnur þér þægilega á óvart.
TEGUND:
1.3 GL 3d
1.3 GL 4d
1,6 GLX 4d, ABS
1,6 GLX 4x4, 4d, ABS
1,6 GLX WAG0N, ABS
1,6 GLXWAG0N 4x4, ABS
VERÐ:
1.195.000 KR.
1.295.000 KR.
1.445.000 KR.
1.575.000 KR.
1.495.000 KR.
1.675.000 KR.
$ SUZUKI
SUZUKI BÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00
Heimasíðaí'tVwW.suzukibilar.is •: