Dagur - 12.02.2000, Side 2

Dagur - 12.02.2000, Side 2
18 LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 Xfc^inr HELGARPOTTURINN Hinn háæruveröugi forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, undirbýr nú opinbera heimsókn sína vestur á Strandir í sumar. Hvert hérað landsins á fætur öðru hefur Ólafur lagt að fótum sér í forsetatíð sinni og nú eru Strandirn- ar sumsé næstar, en aðrar byggðir Vestfjarða hefur hann áður heimsótt. Strandamenn hyggj- ast sitthvað gera í tilefni heimsóknar forsetans og meðal annars undirbúa þeir nú galdrasýn- ingu sem verður opnuð á Hólmavik um jóns- messuna. Skömmu síðar er von á Ólafi til að kynna sér það magnaða fjölkyngi og kukl Strandamanna sem segir frá í fornum bókum og hver veit nema að úr ferðinni muni hann hafa með sér heim á Bessastaði rekaviðardrumb úr Trékyllisvík. Stundum getur verið gott að vera útlendingur í fjarlægum löndum, þar sem enginn þekkir mann. Þannig þekkja Lundúnabúar alls ekki þann mann sem stundum sést sportlega klæddur skokka um í Hyde Park í Lundúnum - frísklegur og fjörugur. Sá heitir Þorsteinn Pálsson og er sendiherra íslands í heims- borginni. Eftir að hann settist að þar ytra hefur hann tekið upp nýja lífshætti og nú er Ifkams- rækt orðin hluti af hans daglega lífi og í hinum fræga garði borgarinnar sprettir hann úr spori. Leikarinn Benedikt Erlingsson leiðir að því líkum að Shakespeare hafi verið undir sterkum íslenskum áhrifum við ritun helstu verka sinna og telur sig geta bent á fjölda vísbendinga þess. efnis. Benedikt vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi sýningar- innar Sjeikspír eins og hann leggur sig sem á að frumsýna í Iðnó þann 1. mars. Leikhópinn skipa þau Halldóra Geirharðsdóttir, Halldór Gylfason og Friðrik Friðriks- son og hafa þau fengið til liðs við sig Shakespeare sjálfan sem bætist í hópinn eftir að myrkva tekur! Ásmundur Ásmundsson bróðir Snorra Losta, er líka myndlistarmaður þótt hann láti fara aðeins minna fyrír sér en stóri bróðir. Nú í dag ætlar Ási að opna sýningu í einu fram- sæknasta galleríi höfuðborgarinnar, Oneoone, sem ber yfirskriftina Video ergo sum, en það gæti útlagst: Ég bý til myndband, þess vegna er ég til. Yfirskriftin er tilvísun í fræga setningu franska heimspekingsins Descartes, Cogito, ergo sum (Ég hugsa, þess vegna er ég til). í fréttatilkynningu um sýninguna stendur hins vegar að setningin sé ein af „gullmolum gríska heimspekingsins Ratóns". Það er greinilegt að Ási þarf að lesa heimspekina sína - nema hann sé að stríða eins og stóri bróðir. Menn velta því nú fyrir sér hvort það sé til- viljun að Margrét Frímannsdóttir tók ákvörðun um að gefa kost á sér sem vara- formaður Samfylkingarinnar nokkrum klukkustundum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson ákvað að gefa kost á sér sem for- seti annað kjörtímabil. Gárungar spyrja hvort Margrét hafi verið farin að huga að forseta- embættinu ef Ólafur Ragnar hefði hætt! Miklar breytingar hafa nú verið gerðar á dag- skrá Skjás eins, þáttum hent út og öðrum bætt inn og fréttatímar færðir til. Meðal þeirra þáttastjórnenda sem tekið hafa pokann sinn er Axel Axelsson, sem var með Axel og fé- laga. Þá er Nonni sprengja (Gunnar Helga- son) kominn í frí en Gunnar hins vegar kom- inn með annan grínþátt. Á sömu slóðum verða Davíð Þór Jónsson og Bjarni Haukur Þórsson, Hellisbúi með meiru. Þá ætlar fréttastofan, með Sigurstein Másson í broddi fylkingar, að vera með aðalfréttatím- ann kl. 10 á kvöldin. Þá er bara að sjá hvort þessar breytingar auka áhorfið, sem ku ekki hafa verið mikið samkvæmt nýjustu mælingum ... Það eru fleiri sprækir leikarar f hinu djarfa leikriti Komdu nær í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnt verður í næstu viku en Baltasar Kormákur, Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir og Ingvar E. Sig- urðsson. Þar er líka feikilega frískur gull- fiskur af stærri gerðinni sem setti bílstjóra leikhússins í stóran vanda. Fiskurinn var í fötu f aftursæti bílsins en undi illa vistinn og hoppaði upp úr fötunni, ekki einu sinni held- ur tvisvar. Á einum götuljósum stökk hann upp á hnakka böstjórans og þaðan út um allan bíl. Bístjórinn sá sitt óvænna og hljóp út til að fanga fiskinn öðru sinni. Böstjórarnir fyrir aftan hann sátu agndofa og fyldust með úr fjarlægð og gleymdu að flauta þótt græna Ijósið væri löngu komið. Ingvar £ Sigurðsson. Bjarni Haukur Þórsson. Halldóra Geirharðsdóttir. Úlafur Ragnar. Pað var mjög gott að vera innan um unga fólkið í Menntaskólanum," segir Jóhanna Þóra Jónsdóttir, sem er 100 ára í dag. MYND'.BRINK „Hélt ég yrði kátari af reykingum“ Jóhanna Þóra Jónsdóttir, sem er 100 ára í dag, hefur ekki farið á skemmtun síðustu 65 árin. I lágreistu húsi í Aðalstræti 32 á Ak- ureyri, sem byggt er 1888, búa tvær heiðurskonur sem nálgast það að vera jafngamlar húsinu. A eftri hæð- inni býr Jóhanna Þóra Jónsdóttir frá Illugastöðum í Fnjóskadal, en þar voru foreldrar hennar vinnuhjú, en hún var þar fram yfir fermingu. Jó- hanna verður 100 ára í dag, 12. febr- úar. A neðri hæðinni býr Kristín E. Ólafsdóttir sem fædd er 6. júlí 1901. Hún var gift Jóni Pálssyni smið sem lést árið 1972, og síðan hafa þær stöllurnar verið einar í Aðalstræti 32. Meðalaldur íbúa er því hartnær 100 ár. Jóhanna Þóra Jónsdóttir flutti til Akureyrar með syni sínum, Birgi Helgasyni kennara, sem býr á Akur- eyri og fyrstu tvö árin var faðir henn- ar einnig hjá henni. „Eg held miklum tengslum við Fnjóskadalinn, finnst alltaf að ég sé að koma heim þegar ég kem þangað, en þangað kem ég á hverju ári, stundum oftar en einu sinni, og svo á sonur minn þar bústað í Snæbjarn- arstaðalandi. Mér finnst ég aldrei vera að koma heim þegar ég kem til Akureyrar þó ég sé búinn að vera hér í 65 ár. Mér hefur ekki dottið í hug að fara á dvalarheimili fyrir aldraða meðan ég hef fótaferð og skaparinn leyfir mér að halda fullum sönsum. Við Kristín drekkum ævinlega saman kaffi á morgana og síðdegis en í vetur hef ég fengið sendan mat hingað frá félagsþjónustu vegna þess að ég Iá um tíma á spítala í fyrravet- ur og læknirinn vildi ekki að ég væri Jóhanna ásamt nágranna sínum Kristinu E. Úlafsdóttur 99 ára. að elda. Við ræðum yfirleitt fyrst um veðrið og síðan eitthvað sem er að gerast í bænum. Eg ræði helst aldrei um pólítik en Kristín er dálítið póli- tísk. Ég kýs alltaf og kaus auðvitað forsetann. Allt mitt vinafólk, fyrir utan fjölskylduna, er dáið svo ég hitti ekki marga. Þegar ég kom til Akur- eyrar var mjög vont að fá vinnu og ég í ýmsum verkum en síðustu 24 árin sem ég var að vinna gerði ég hreint í Menntaskólanum. Það var mjög gott að vera innan um unga fólkið og aldrei sagði það neitt við mig nema eitthvað gott og var ábyggilega ekki að reka hornin í mig. Ég hef Iifað baráttulitla ævi og því fátt minni- stæðara en annað. Ég hef aldrei reykt, en var einu sinni að hugsa um það því ég hélt að ég yrði eitthvað kátari af því því fólk var svo ánægt þegar það settist niður með sígarettu. Ég hef smakkað áfengi, en aldrei fundið á mér, enda finnst mér áfengi vont. Ég hlusta mikið á útvarp, s.s. fréttir og danslög en ég dansaði mikið í gamla daga, svo sannarlega, en hef ekki farið á skemmtun síðustu 65 ár. Ég þoli ekki að horfa á sjónvarp nema það sé eitt- hvað sérstakt, fæ verk í augun af því,“ segir Jóhanna Jónsdóttir. GG MAÐUR VIKUNNAR ER FORSETI! Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, skýrði frá því í gær að hann myndi sækjast eftir endur- kjöri sem forseti næsta kjörtímabil, en það hefst 1. ágúst næstkomandi. Þetta þótti flestum fjöl- miðlum slík tíðindi að þeir birtu viðtöl við forset- ann - nema Mogginn. Þótt ekki sé enn Ijóst hvort einhver verður til að bjóða sig fram á móti honum, má víst telja að Ólafur Ragnar verði forseti íslands næstu fjögur árin. Hvort sem hann verður sjálf- kjörinn í sumar eða ekki, þá er hann vissulega sjálfkjörinn maður vikunnar!

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.