Dagur - 12.02.2000, Síða 7
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 - 23
LÍFIÐ í LANDINU
Væri góð fýrir
villimannabyggð
„Ég er í sambandi við huldar vættir í eynni og treysti því að þær reynist mér vel," segir Úlfar Þormóðsson blaðamaður.
mynd: teitur.
Húsið sem brann 22. desember 1951. Það var byggt afFranz Jónatanssyni og Jó-
hönnu Gunnarsdóttur sem bjuggu í eynni frá 1910-14 og aftur frá 1919-1941.
MYND SAFNAHÚSIÐ SAUÐÁRKRÓKI.
Mannlíf í Málmey. mynd: safnahúsið sauðárkróki.
Málmey á Skagafirði er
önnur þeirra eyja sem
íslenska ríkið hyggst
selja. Hin er Elliðaey á
Breiðafirði. Málmey var
í byggð þartil 1951
þegar íbúðarhúsið
brann ofan af heimilis-
fólkinu, kvöldið fyrir
Þorláksmessu. Einn
þeirra sem þar missti
heimilið sitt var Úlfar
Þormóðsson.
„Ég var bara 7 ára þegar brun-
inn varð en ég man vel eftir
mörgu í Málmey, t.d herbergja-
skipan í húsinu. Man vetrar-
kvöld þegar við sátum í stofu
sem var tengd eldhúsinu.
Svefnherbergin voru uppi.
Undir öllu húsinu var kjallari
og hann var fullur af kolum.
Þegar bruninn varð þá Ioguðu
eldar fram yfir þrettánda," seg-
ir Ulfar og kveðst einungis eiga
góðar minningar úr eyjunni,
hann hafi meira að segja litið á
brunann sem dálítið ævintýri.
„Ég held það sé ekki vegna
þess að ég sé verr innrættur en
annað fólk en ég skynjaði ekki
missinn og fannst bálið bara
stórfenglegt. Enda var þetta
engu líkt.“
Þegar eldurinn kom upp voru
15 manns í húsinu, tvær
barnafjölskyldur og föðurafi
Úlfars. „Þetta var um kvöld og
tvö yngstu börnin voru sofnuð
uppi á lofti," rifjar Úlfar
upp.“Sem betur fór tókst að
bjarga þeim og öðru heimilis-
fólki út, en veðrið var svo vont
að ekkert skip komst til okkar
fyrr en daginn eftir. Við létum
því fyrirberast úti í hlöðu um
nóttina,“ segir hann og bætir
við að útihúsin hafi staðið
spölkorn frá bænum. Vindur
hafi staðið af þeim svo þau hafi
aldrei verið í hættu. „Við horfð-
um á bálið þaðan og gátum
ekkert gert.“ En hver skyldu
eldsupptök hafa verið? „Nú
styðst ég bara við minnið sem
er mesti Iygari veraldarinnar!
En ég held að eldurinn hafi
komið upp við lítinn ljósamót-
or. Ef ég man rétt var búið að
byggja yfir hann og átti að
koma honum í sérstakt hús
daginn eftir en eins og í öllum
krassandi sögum þá kviknaði í
kvöldið áður. Við misstum allt.“
Daginn eftir kom vitaskipið
Hermóður og sótti fólkið.
Sigldi fyrst til Siglufjarðar og
þaðan til Hofsóss. „Það voru
einhverjar vikur sem fjölskyld-
an var tvístruð hingað og þang-
að. Ég á ágætar minningar frá
þeim tíma líka,“ segir Úlfar.
Uppsátrið fremur erfitt
Fjölskylda Úlfars var einungis
búin að búa 2-3 ár í Málmey
þegar dvölinni lauk með þeim
hætti sem að framan er lýst.
Hann segir frá: „Við komum út
í Málmey 1948 eða 49. Þá var
faðir minn ráðinn þar sem vita-
vörður og var auk þess með bú-
skap. Við vorum þrjú systkinin
sem fluttum þangað með for-
eldrum okkar og það fjórða
bættist við í eynni. Einnig
flutti með okkur Húnvetningur
en hann fór fljótlega aftur upp
á land og til okkar kom fjöl-
skylda úr Mýrdalnum, hjón
með 6 börn.“
Hann telur að foreldrar hans
hafi viljað hafa fleira fólk með
sér í eyjunni til að verjast ein-
angruninni og einnig hafi verið
erfitt fyrir einn rnann að sjá
um bátinn því uppsátrið hafi
verið fremur erfitt. Það snúi
beint í vestur og þar standi oft
upp á en austan á eynni, þar
sem sjór er kyrrari sé illa gengt
upp. „Einu sinni þegar pabþi
var að koma frá Hofsósi fót-
brotnaði hann þegar hann var
að ganga frá bátnum og varð að
fara aftur upp á land að fá
lækni til að gera að brotinu.'1
Líkist yxna kú í lögun
Málmey er 2.4 ferkílómetrar að
stærð. „Hún var stór fyrir litla
fætur og mjög þýfð,“segir Úlf-
ar. „En hún er geysilega falleg
náttúrusmíð. Að lögun má
segja að hún líkist yxna kú með
sigið bak. Hún er nokkuð há
syðst, lækkar í miðjunni og
hækkar svo og breikkar til
norðurs. Eftir á að hyggja er
manni ljóst að Málmey hefur
verið kostajörð. Þar hefur eng-
inn þurft að svpjta, Hún, pr
grösug og góð undir bú þótt lít-
il sé og þar var krökkt af berj-
um. Yfir sumarið var farið með
féð upp á land. Svo gaf sjórinn
mikið af sér. Það var rauðmagi
og fugl á vorin og fiskur uppi í
fjörusteinum. Arin sem við vor-
um í eynni var síld um allan
fjörð og við höfðum gaman af
að fylgjast með skipunum. Þeg-
ar veður versnaði þá komu þau
í var.“
Draugasafn og villinaut
Nú berst talið að rammri hjá-
trú og bönnum sem fylgdu
Málmey. Þar var talið að ekki
mætti vera hestur, þá átti hús-
freyjan að missa vitið. Úlfar
segir það hindurvitni þvf móð-
ur sín sé enn ógalin og hafi
fjölskyldan þó verið með hest í
eynni. Hjón máttu heldur ekki
búa þar lengur en 20 ár þá átti
konan að vera tekin af tröllum
og færð í björg. Til er fræg saga
um slíkan atburð frá 1 5. öld.
Úlfar segist ekki efast um
mikla huldufólksbyggð í eynni
og allskonar vættir þar í kring.
„Þeir sem sáu í aðra heima
vissu alltaf hvenær von var á
kaupskipunum á Hofsós, því
skip huldufólksins komu að
eynni viku áður.“ Hann segir
Málmey kjörinn stað fyrir þjóð-
sagnamiðstöð, rannsóknarsetur
eða jafnvel villimannabyggð.
„Þarna gæti verið draugasafn
og villinaut á beit. Svo mætti
selja aðgang að eyjunni og lofa
mönnum að athuga hvort þeir
lifðu af!“ Þetta síðasta segir
Úlfar dálítið hrekkjóttur á svip
en skyldi hann ætla að bjóða í
Málmey?
„Mér finnst Davíð ætti nú
bara að gefa mér hana, fyrir
allt það sem ég á eftir að gera
fyrir þjóðina,“ segir hann
stríðnislegur en bætir svo við:
„Ef Málmey fer á almennan
markað mun ég ekki láta það
afskiptalaust. Þótt ég eigi enga
peninga þá mun ég galdra þá
fram. Ég er í sambandi við
huldar vættir í eynni og treysti
því að þær reynist mér vel.
Þessi eyja er gimsteinn og ég
vona að bara að sveitarfélagið
Skagafjörður eignist hana. Það
gæti síðan gert mig að jarli
þar!“
Þegar allt þagnar
Úlfar sér fyrir sér eyjuna sem
paradís - nákvæmlega eins og
hún er. „Þar sem ekkert er
nema jörðin sem þú stendur á,
himinninn yfir þér og hafið í
kring. Fyrir fólk í nútímasam-
félagi er það einstök upplifun.
Það eina sem heyrist eru nátt-
úruhljóð, brimhljóð, fuglasöng-
ur. Svo getur kyrrðin orðið allt
að því áþreifanleg. Það vitum
við sem höfum vakað ögur-
stundina þegar allt þagnar, líka
brimið, vindurinn og fuglarnir.
Það eru andartök sem maður á
að eilífu og kannski deyr mað-
ur inn í þau - ég veit það ekki.
Ég hefði svo sem ekkert á móti
því“ segir Úlfar Þormóðsson
dreyminn á svip og er greini-
lega kominn í huganum norður
í Málmey - gott ef ekki á jóns-
messunótt.
GUNÍ