Dagur - 12.02.2000, Síða 19
LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 2000 - 35
Farfuglaheimilið
að Laufásvegi á
sjöunda
áratugnum.
Finninn
með jenin
Eldsnemma á
föstudagsmorgni
23. júní 1972
vaknaði finnskur
túristi á farfugla-
heimilinu á Lauf-
ásvegi við að
ókunnur og heldur
óálitiegur maður
stóð við rúm hans. Aðkomu-
maðurinn óvelkomni hraðaði
sér burtu í skyndi og var annar
maður með, sem hann greindi
óljóst, en sá bar tösku.
Finninn sá að mikilvæg taska hans var
horfin og hljóp á eftir mönnunum út.
Stóð annar þeirra á miðjum Laufásvegin-
um og yppti bara öxlum þegar hann var
spurður um töskuna.
Finninn, Tage Vilhelm Jönson, hraðaði
sér á Iögreglustöð með sínar ósléttu farir.
Hann lýsti innihaldi töskunnar og var þar
ekkert slor á ferðinni; tvær japanskar
bankabækur (með alls 1 10 þúsund jena
innistaeðum), ein sænsk bankabók frá
Stockliolms Sparbank (með 273 sænsk-
um krónum), um það bil 21.500 japönsk
jen (um 14 þúsund krónur á núverandi
gengi), átta kanadískir dollarar, nokkrar
Ijósmyndir, rafmagnsrakvél, ein Kodak
kvikmyndatökuvél, orðabókin „Teach Yo-
urself Icelandic", tannbursti og fleira.
Sjálf taskan var sérstök, brún-græn og
upphaflega ætluð undir hæggengar
híjómplötur.
Finninn gaf eftir bestu getu lýsingu á
aðkomumanninum; hann var dökkhærð-
ur meðalmaður með nokkuð mikið hár,
án þess að vera síðhærður, um það bil 27
ára og klæddur brúnni stormblússu. Lög-
reglan Ieitaði árangurslaust í námunda
við farfuglaheimilið og var haft samband
við banka, leigubifreiðastöðvar og Um-
ferðarmiðstöðina.
Tíðindin í talstöðinni
Útlitið var ekld gott fyrir finnann
óheppna, en samt fór það svo að um kl.
18.30 sama dag var hringt til rannsóknar-
lögreglunnar og tilkynnt, að frést hefði af
ungri stúlku sem hefði í banka reynt að
fá skipt japönskum jenum. Stúlkan sú
hafði verið í leigubíl frá Hreyfli og kom
fljótlega í ljós hvaða bíll það var. Hafðist
uppá honum og var stúlkan enn farþegi,
Soffía, greinilega undir áhrifum áfengis.
Leigubílstjórinn bar að auk hennar
hefðu áður verið í bifreiðinni tveir karl-
menn og önnur stúlka. Hefðu þau látið
hann aka að tveimur bönkum og hin
stúlkan farið þar inn. Þau hefðu heyrt
þegar kallað var á hann í talstöðinni og
hann beðinn um að koma með farþega
sína til lögreglunnar, en honum ekki tek-
ist að halda hinum þremur í bifreiðinni;
karlmennirnir og hin stúlkan hefðu yfir-
gefið bifreiðina í skyndi við gatnamót Há-
teigsvegar og Nóatúns, þegar hann þurfti
að hægja á ferðinni.
Bæði bílstjórinn og Soffía skoðuðu
myndasafn lögreglunnar og bar saman
um hverjir mennirnir í bifreiðinni voru;
síbrotamennirnir Einar og Tryggvi. Soffía
vissi ekki deili á hinni stúlkunni, en síðar
kom í ljós að það var stúlka að nafni Sól-
rún.
Ekki tekið við jenum
Með þá vitneskju í farteskinu að þjófarnir
væru góðkunningjarnir Einar og Tryggvi
var aðeins spurning hvenær lögreglan
hefði hendur í hári þeirra. Báðir áttu
skrautlegan feril að baki og marga dóma í
safni sínu. Ekki síst fyrir þjófnaði og svik
ýmiss konar, en einnig fyrir nauðgun og
annað ofbeldi. Tryggvi kom nokkrum
árum síðar við sögu frægustu morðmála
Islands. Einar var 1998 dæmdur í 12
mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að
hafa með „iðrunarlausum og ósvífnum
hætti“ haft samfarir við þroskahefta
konu, sem gat ekki spornað við vegna
andlegra annmarka sinna.
Einar var handtekinn 26. júlí 1972,
rúmum mánuði eftir þjófnaðinn, og
Tryggvi tveimur dögum síðar. Þeir neit-
uðu staðfastlega að vera sekir um þjófn-
aðinn. Þeim var stillt upp í hegningar-
húsinu með tug manna og gat finninn
hildaust bent á Einar, en ekki Tryggva.
Sólrún viðurkenndi að hún hefði reynt
að selja jenin fyrir Einar eftir að hafa hitt
hann og Soffíu á veitingastað í Austur-
stræti. I næstu yfirheyrslu, með Einar til
samprófunar, breytti hún framburði sín-
um - dró allt til baka og vissi nú ekki
neitt í sinn haus. Daginn eftir, við sam-
prófun með Soffíu og leigubílstjóranum,
breytti hún aftur um framburð og sagði
fyrri skýrslu sína rétta. Hún hefði reynt
að skipta eitt þúsund jenum í Búnaðar-
bankanum við Hlemm, en svörin voru
þau að ekki væri tekið við japönskum
peningum. Fékk hún sömu móttökur í
Landsbanka Laugavegi 77.
Skömmu síðar hafi þau heyrt þegar
leigubílstjórinn var í gegnum talstöðina
beðinn um að fara með farþegana á lög-
reglustöð. Stukku þau þrjú út úr bílnum
og fóru heim til Tryggva að sukka.
Ekki ónáða fjarvistarsönnunina!
Vitnið Soffía gat strax bent á Einar og
Tryggva við sakbendingu, en hún þekkti
hitt fólkið ekki persónulega, hitti þau
þennan umrædda dag. Hún rauk ekki
heldur út við tíðindin úr talstöðinni.
Hinir ákærðu vildu ekkert við þjófnað-
inn í farfuglaheimilinu kannast og heldur
ekki við leigubílaferðina með Soffíu og
Sólrúnu. Sagðist Einar aldrei hafa séð
Soffíu fyrr en við sakbendinguna. Hann
hefði á fimmtudagskvöldinu og fram á
nótt verið við drykkju með Tryggva og
fleirum og gætu 10 til 15 manns staðfest
það, en hann kærði sig ekki um „að fólk
þetta verði ónáðað". Hefði hann ekki séð
Tryggva frá því þá nótt og því ekki getað
verið með honum á föstudagsmorgnin-
um. Sagðist hann telja að Soffía og leigu-
bílstjórinn hefðu tekið sig f misgripum
fyrir einhvern annan.
Tryggvi sagðist ekki vita með Einar, en
að hann hefði ekkert nálægt þessum mál-
um komið. Þeir hefðu flækst saman en
orðið aðskila umrætt fimmtudagskvöld
um 9 leytið og hann ekkert drukkið.
Hann kannaðist ekkert við téða leigubíla-
ferð, hvað þá vitnin sem bentu á hann.
En bæði faðir Tryggva og bróðir hans
báru fyrir dómi að þeir Einar hefðu verið
sofandi á föstudagsmorgninum á því
heimili og þá fór sú saga félaganna fyrir
lítið.
Bland í poka með
Héraðsdómari taldi sannanir um þjófnað-
inn í farfuglaheimilinu nægar á Einar og
sakfelldi hann, en ekki á Tryggva og sýkn-
aði hann.
Fyrst þeir voru í höndum yfirvalda voru
þeir ákærðir í Ieiðinni íyrir ýmsar aðrar
sakir; stuld á veski af drykkjubróðir, pen-
ingum og úri af kunningja, að valda tjóni
á bifreið fyrir utan Klúbbinn, innbrot f
lyfjabúð og fleira. Dæmdi héraðsdómar-
inn Einar í árs fangelsi en Tryggva í 6
mánaða fangelsi. Hæstiréttur staðfesti
niðurstöðuna.
Friðrik Þór
Guðmundsson
skrifar
Björk á Breiðafirði. í fréttir komst um
síðustu helgi að söngkonan Björk
Guðmundsdóttir hefði lýst yfir áhuga
sínum á því að kaupa eyju á Breiða-
firði. Hver er eyjan?
Blaðasalinn. Við Stjórnarráðshúsið í
Lækjargötu í Reykjavík er stytta eða
líkneski af Kristjáni sem þar stendur
með blað í hendi og er fyrir vikið
gjarnan talað um Kristján blaðasala.
En hver er Kristján þessi og hvert er
blaðið sem hann heldur á?
Selamaðurinn. Á fyrstu dögum ársins
frumsýndi Páll Steingrímsson kvik-
myndagerðarmaður mynd sem hann
hefur gert um Iff sela hér við land.
Myndin þykir sérstæð og vel gerð. Titill
hennar er sóttur í fræga þulu þar sem
um seli er kveðið. Hver er hann?
Brúasmíðin. Nú er unnið að því að
reisa eina lengstu bogabrú landsins
og mun leiðin milli Grenivíkur og Ak-
ureyrar greiðast mikið með brúnni,
sem er yfir hvaða á?
Kynlífssýning. Framandleg sýning er
þessa dagana í Listasafninu á Akureyri
þar sem er sýnt sitthvað um hið for-
boðna. Hvað heitir sýningin sem hefur
vakið athygli - og hneykslan sumra?
LflND OG
ÞJOÐ
1. „Áður hengdu menn ræningja á
krossa, nú hengja menn krossa á ræn-
ingja.“ Hver komst svo að orði í frægri
blaðagrein og um hvað fjallaði hún?
2. Eftir hvem eru skáldverkin Skálholt
og Vér morðingjar?
3. Hvert var söngparið sem skipaði
söngdúettinn Þú og ég sem var afar vin-
sæll fyrir um tuttugu árum, eða svo?
4. Fyrsta þota landsins kom til landsins
árið 1967. í hverra eigu var hún og hvað
var þotan nefnd?
5. Hvar á landinu eru Suðurárbotnar?
6. „Efst á Arnarvatnshæðum, / oft hef
ég fáki beitt. / Þar er allt þakið f vötn-
um, / þar heitir Réttarvatn eitt.“ Hver
orti þetta litla Ijóð?
7. Hver er fjallvegurinn sem liggur milli
Dýrafjarðar og Önundarfjarðar?
8. Hver er biskup kaþólskra á íslandi?
9. Sjaldan er gýll fyrir góðu ... Hvemig
hljómar þetta orðatiltæki í heild sinni -
og hver er merking þess?
10. Hvaða ríkisstjórn var nefnd Stefan-
ía?
skrifar
'6(761 >|0|SJB Jjpun IUBJJ 6o L1j&\. SJB BUJUJOUS wcj BJJJBS UI8S JBU0SSUBJ9JS SUUBljOf
SUBJ8JS Ujoþssispj JBA BHScJ '01 'BQOq QB H06 pBAqHjB J>U|S l6|0 JBfjtj BJBA QB JACj BQJ9A JULUjq B J||0SB>|nV 'IUUJIpS jqjB B UBJ ‘}QJqSp[| Bp9 |0SB>|nB J>|J9UJ 6|UU|9 jnj36 QJO QBCj U9 'jnj|n BUI9U H06 1>|>|9 !QOq J>(!|S QB BUUBLU njj QBCj J0 n|OS UBpun B
bjbj jj9|qsof| BQ9 |0SB>|nB UU9LU |b[s Óo jojqsof) ji>|jaui ||A6 qiqjq *iuu9J jijj9 b jnj|n Buiau nQ06 juAj ||A6 J9 uspiBfs :|>|æjQJ0 BHOcj JBUiofiq mu|S p||9q j ‘6 'U9sf!0 sguusqpr J9 !puB|S| b Bj>|S|pcjB>j dn>|S!g ‘8 '!Q!9qs||Bjn|ui9g l 'uossluij6||BH SBUOf
!P0 oas '9 'uinujoqjBjnpns J iQBSsgui spuB|S| dn>|S!q uossujofqjnójs |Je» BJjgq jBögcj jsuins '|s jsuu^ui jba Bssgq 'puBS!6u9jds uin jba qijbj jsÓgcj -s cj - uinp|g b jjAj !Qjy b jnjsns' B| bjj!9c| p;s| jBöacj uin njoj jBdn»S!qsj|oq|B>(s cugs jnBjqopfcj
ijjiscj b J9 uuunpBJS jBpjBpjBg j !JO>|jbjjbas JB VS 'lu>| oi uq QBcj uin JunBjqBQBpp i njg jBUjoqjBjnpns 'S '!xej||ng pujgu jba 6o spuB|sj s6B|aj6n|j n6raj jba UBjoq y uosb8|9H uuBqop 60 js||0|/\j b6|9h '£ 'UBquiBX punuipng z '0961 uin6uu>|
j jba Bjjaq !|Buis6B|9jnj|o npujguoAS qb susq jbpuqb buÓba j»ss j jnpuiæp qu9a uuBq jpjsq jnpp nj»>|ou U9 ‘jBuunQj0B>||Bj ssoj>|BJBppujpjs h|ba jba joq !ui|Bfq|!A JBÖacj pecj uin !uu;s u!9j6BQB|q j !QJ0 qb uossubpb[>j snu6s|/\j jsuio>| oas
'I '000Z !JS01 J!J!3lJ uiBujuÁs, 'BJjsofuj jjj/ ja bqo6 u^njg , 'uinfj9>jsjn b ujoqnjm bjos , 'W81 pu? uin6uaj qw ui9S B6u!pua|sj B>|SJBUjpfjs bjsjAj b jnppq uusq ui9S p;66e|d 6o '6 uwq jn6unuo>|BUB(] uefjsu» J9 ]|BSBQB|q uefjS!J» , 'A9BQ!||3 ,