Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 9
Xfe^íT'
LAUGARDAGUR 15. MARS 2000- 25
urfarasetrið á ári og hefur verið
stígandi í þeirri tölu. „I ferða-
þjónustunni er búið að gjör-
nýta alla þá þætti sem auðunn-
ir eru. Lykillinn að árangri í
greininni í dag er hugkvæmni
og áræðni. Allt slíkt krefst
fórna og áhættu rétt eins og
vesturferðirnir á sínum tíma
gerðu. Þessa áhættu hef ég
orðið að taka í uppbyggingu
Vestufarasetursins, en sem bet-
ur fer hef ég verið svo lánssam-
ur að fólki hefur líkað hug-
myndin og útfærslan. Þá má
glögglega finna jákvæða
strauma í kringum verkefnið og
hefur það reynst okkur ómet-
anlegt. Þessir straumar hafa ef
til vill komið til af því við höf-
um lagt mikinn metnað í upp-
bygginguna þannig að allir að-
standendur geti verið stolir af
því að tengjast Vesturfarasetr-
inu og starfsemi þess.“
Mikilvægt bakland
Talið er að í Norður-Ameríku
séu í dag á milli 100 og 200
þúsund manns af íslenskum
ættum, en engin nákvæm eða
staðfest tala er til. „Eg gerði
mér enga grein fyrir baklandi
þessa verkefnis þegar ég fór
fyrst að vinna í þessu málum.
En þegar maður fer um vestra
finnur maður glöggt hve til-
finningar fólks gagnvart Islandi
eru sterkar og að það er í raun
skylda okkar að taka í þessa út-
réttu hönd frænda okkar í Vest-
urheimi. Þetta handtak er ís-
lenskri þjóð líka afar mikil-
vægt,“ segir Valgeir.
Aðspurður um hvort hann
telji að Islendingar hafi verið
meðvitaðir um áhugann vestra,
segir hann það sjálfsagt vera
mjög misjafnt. „Margir hafa
gert sér fulla grein fyrir þessu,
eins og til dæmis sá ágæti mað-
ur Árni Bjarnarson á Akureyri.
Hann vann áratugum saman að
því að styrkja og efla þessi
tengsl og að sjálfsögðu hafa
margir aðrir plægt þann sama
akur. Megin þorri almennings
held ég þó að hafi ekki haft
skilning á þessu. En áhuginn
er í dag orðinn meiri og mun
fara vaxandi á næstu árum ekki
síst vegna þess mikla kynning-
arátaks sem íslensk stjórnvöld
standa nú að í Norður-Amer-
íku,“ segir Valgeir.
Hann nefnir einnig ættfræði-
þjónustu Vesturfarasetursins,
en daglega berst þvf fjöldi fyrir-
spurna frá fólki víða um lönd.
Ekki síst fólki í Vesturheimi,
sem er að grenslast fyrir um ís-
lenskar ættir sínar. „Nýlega
fékk ég til dæmis bréf frá konu
sem húsett er í Brasilíu og ber
ættarnafnið Reykdal, sem vildi
kynna sér hinar íslensku rætur.
Fyrir skömmu gerðum við svo
samning við Genelogia Island-
orum um samstarf og það er
hluti af þeirri viðleitni okkar að
geta staðið myndarlega að
þessari þjónustu. Fyrirtækið
hefur yfir að ráða öflugum
gagnagrunnum á ættfræðisviði,
sem flýta fyrir og auðvelda
þjónustuna verulega. Ættfræði-
áhuginn er greinilega mikill;
áhugi fólks á því að hnýta sam-
an slitna þræði, rekja rætur
sínar og heimsækja skyldfólk er
eitthvað sem varla mun úreld-
ast.
Föðurland og fjölskylda
„Það munaði litlu að ég yrði
Vestur-íslendingur,“ segir Val-
geir Þorvaldsson, sem er Skag-
firðingur að ætt og uppruna,
en úr Skagafirði fóru einmitt
mjög margir vestur um haf í
hinum miklu þjóðflutningum.
„Langalangafi minn í móður-
ætt, Gunnar Guðmundsson og
Verónika kona hans, fluttu
vestur í kringum síðustu alda-
mót með öll sín börn - nema
Jóhönnu dóttur sína,
langömmu mína. Hún var þeg-
ar hér var komið sögu orðin
fulltíða kona og komin með
fjölskyldu þannig að hún fór
hvergi. Hinsvegar veit ég að
langamma og maður hennar,
Frans Jónatansson, sem bjuggu
í Málmey, hugleiddu það að
bregða undir sig betri fætinum
og halda vestur um haf. Eg hef
komist yfir bréf sem langafi
sendi til systur sinnar, sem bjó
í Kanada, þar sem hann segir
henni frá þessum þönkum sín-
um og spyr hana ráða. Bréf frá
henni fékk hann um hæl, þar
sem hún réði honum alfarið frá
þessu. Segir í bréfinu að bágt
megi lífið vera á íslandi svo
ekki sé það betra en í Kanada.
Og ef til vill vegna þessa bréfs
yfirgáfu þau heiðurshjón aldrei
landið sitt kalda."
Valgeir hefur vegna uppbygg-
ingar Vesturfarasetursins oft-
sinnis verið á ferð vestanhafs á
síðustu misserum og hefur í
þeim ferðum Ieitað uppi og
kynnst ættingjum sínum þar.
„Þetta er yndislegt fólk, sem
hefur mikla þörf fyrir að fá
fréttir að heiman og talar
gjarnan um að fara heim til Is-
lands. Það að tala um að fara
HEIM segir sína sögu.“
„Það má glögglega finna jákvæða strauma I kringum verkefnið og hefur það
reynst okkur ómetanlegt." segir Valgeir, sem segir mikið uppbyggingastarf
vera framundan.
Þegar við horfum
á teiknimyndir í
sjónvarpi eða bíó
hugsum við ekki
um hve mörg
handbrögð felast
í gerð þeirra. Því
hefur Ásta Sig-
urðardóttir fengið
að kynnast en
hún hefurteiknað
slíkar myndir í 17
ár. Ásta býr í
Danmörku en var
í heimsókn á ís-
landi nýlega og
hafði frá mörgu að segja.
„Þegar ég var sextán ára datt mér
allt í einu í hug að gaman væri að
verða myndhöggvari svo ég fór í
nám í þeirri listgrein í Konung-
legu listaakademíunni í Kaup-
mannahöfn. Síðar sá ég eftir að
hafa ekki heldur valið myndlistar-
nám því maður þénar ekkert á
höggmyndalistinni,“ segir Asta og
bætir við eins og afsakandi; „Eg
var svo ung og ekki alveg búin að
finna sjálfa mig.“ Hún kveðst
hafa farið út í auglýsingateiknun
strax eftir skólann og teikni-
myndabransann. „Eg byrjaði að
gera teiknimyndir þegar ég var
orðin tuttugu og sjö og hef haldið
því áfram síðan.“
- I inngangi að viðtalinu kemur
fram hvað þii ert búin að starfa
lengi við það svo nú getur fólk
reiknað.
„Já það er ekkert leyndarmál að
ég er fædd ‘56 og er því Ijörutíu
og tjögurra ára.“
Föðurmissir
Viðtalið fer fram á Súfistanum í
Hafnarfirði. „Þú getur þekkt mig
á því að ég er með stórt svart
hár,“ hafði hún sagt í símanum
þegar við ákváðum að hittast þar
og Iétt hefði verið að finna hana á
íjölmennari stað, því hið „stóra"
svarta hár hennar og heimskonu-
legt útlit dregur að sér athyglina.
Við íslendingar erum ekki vanir
að tala um „stórt“ hár en Astu
leyfist að fara aðeins útfyrir al-
gengar reglur því hún hefur ekki
búið á landinu síðan hún var 9
ára. Með tilliti til þess hefur hún
ótrúlega gott vald á málinu. En
hvað kom til að hún flutti til
Danmerkur 9 ára?
Faðir minn sem var bæjarverk-
fræðingur í Hafnarfírði féll frá
þegar ég var fjögurra ára. Við vor-
um þá þrjár systurnar, sú elsta var
12 ára. Þetta var auðvitað mikil
sorg fyrir okkur og mamma sem
er fædd í Danmörku festi ekki
yndi hér eftir Iát pabba. Því flutti
hún út með okkur systur og sett-
ist að í Oðinsvéum og þar býr
hún enn. Tvær systur mínar eru
fluttar hingað aftur og mér þykir
mjög gaman að koma í heimsókn
til þeirra."
Fannst hræðilegt
að flytja út
- Hvemig sk)'ldi henni hafa líkað
aðflytja til útlanda 9 úra gömul?
Mér fannst það hræðilegt því
„Ég er með eina íslenska barnabók í huga sem mig langar að
búa til teiknimynd eftir," segir Ásta Sigurðardóttir mynd: gun.
hér leið mér vel og þótti vænt um
marga. Við bjuggum í Hafnar-
fírði, nánar tiltekið að Alfaskeiði
16, áttum góða nágranna og
þeirra á meðal var besti vinur
minn sem hét Gísli - hann er því
miður dáinn núna.
í Óðinsvéum fannst mér allt
flatt - ekki bara landslagið. Krakk-
amir þar voru mun kurteisari en
við og allt öðru vísi aldir upp.
Mér fannst þeir satt að segja hálf-
gerðir aumingjar! Þeir fóru svo
varlega í öllu og voru ekki vanir
að taka neinar sjálfstæðar ákvarð-
anir. Við systur vorum vanar
fijálsræði úr Hafnarfirðinum.
„Fari’ði út í góða veðrið," var
alltaf sagt við okkur, alveg sama
hvernig viðraði. Þetta er ekki
svona núna. Krakkar hér virðast
miklu verndaðri er áður var og
eru keyrðir hvert sem þeir þurfa
að fara.“
.varu Kom f oúwwr:
Úr bókinni um Ástu, systur hennar
og Gísla „Ég eryngst systranna og
mér fannst hinar hafa mig útundan
en í lok bókarinnar kemur hetjan
mín, hann Gísli og biður mig að
koma út að leika"
- Svo hefurðu sest ú skólabekk
ytra?
„Já, þá tók ekki betra við, kenn-
ararnir voru þéraðir í þá tíð í
Danmörku og það tók sinn tíma
fyrir mig að læra það eins og
fleira."
- Varstu ekki góð í teikningu í
skólanum?
„Ekkert sérstaklega. Ég teiknaði
held ég ekkert meira en aðrir þeg-
ar ég var krakki. Þetta hefur kom-
ið með æfingunni. Ég byrjaði
hara að gera teiknimyndir til að
afla (jár. Fyrsta myndin sem ég
vann við var Valhöll, stór dönsk
teiknimynd. Ég sótti um og byrj-
aði á fyrsta degi myndarinnar og
hef unnið við við þetta stanslaust
síðan. Danir eru framarlega á
teiknimyndasviðinu svo atvinnu-
möguleikarnir eru góðir þar fyrir
fólk eins og mig.“
Teiknar allt í höndum
Ásta býr með manni sem er
norskur í aðra ættina, teiknari og
tónlistamaður og heim-
ili þeirra er í hjarta
Kaupmannahafnar. „Ég
kunni strax vel við mig í
Kaumannahöfn þótt ég
væri ekki hrifin af Óð-
insvéum. Svo ferðast ég
dálítið mikið í tengslum
við starfíð því ég er laus-
ráðin og hef unnið fyrir
teiknimyndaframleið-
endur í ýmsum lönd-
um.“
- Notarðu tölvutækn-
ina við teikningamar?
„Nei, ég teikna allt í
höndunum. En ég nota
tæknina oft við að
senda gögn á milli. Til
dæmis teiknaði ég vin-
sæla sænska mynd sem
heitir Hundahótelið. Ég
vann við hana í 15 mán-
uði og sat allan tímann í
Kaupmannahöfn því öll
samskipti við framleið-
andann fóru fram gegn um tölvu.
Mér fannst það þægilegt form í
byijun en í lokin var ég orðin
mjög þreytt á því. Mér fannst
vanta að geta ekki talað við fólk-
ið.“
Langar að búa til
íslenska mynd
Meðal mynda sem Ásta hefur
gert er Fuglastn'ðið sem var vin-
sæl hér á landi. Ástrík hefur hún
teiknað og í kvikmyndahúsum
Danmerkur er verið að sýna Ost
og kærlihed sem fjallar um mýs.
Þótt barnamyndir séu í meiri-
hluta þeirra mynda sem Ásta hef-
ur unnið við eru hinar líka til.
„Hundahótelið er fyrir alla nema
kannski lítil börn og myndin um
HC Andersen er ekki síður fyrir
fullorðna en börn. Þar teiknaði ég
aðalpersónuna sjálfa. Það var dá-
lítið erfitt að teikna H.C Ander-
sen því allir hafa gert sér mynd af
honum en jafnframt var það mjög
gaman og góð tilbreyting frá
fígúrunum sem ég fæst svo oft við
að skapa."
- Hvernig eru teiknimyndir
gerðaf?
„Fyrst eru raddirnar spilaðar
inn á segulband og með því að
hlusta á áherslur fáum við
teiknararnir hugmyndir af
hreyfingum. Svo er oft tónlist í
myndunum og við verðum fyrir
áhrfifum af henni.“
- Hversu margar teiknaðar
myndir eru í einni sekúndu í
teiknimynd?
„Tuttugu og fjórar en við
teiknum bara aðra hverja
þannig að við gerum tólf. Hitt
væri of dýrt og svo er heldur
ekki alltaf stöðug hreyfing. Ég
geri ekki allar teikningarnar
sjálf heldur er fólk sem fyllir
upp í. Ef við hugsum okkur að
einhver teygi hendina fyrst í
aðra áttina og svo hina þá
teikna ég bara hendurnar í sitt
hvorri áttinni en aðrir teikna
hreyfinguna á milli."
- Ert þú þá höfundur að
h reyfingunum ?
„Já, það má líkja mér við leik-
ara. Ég er ráðin af því ég get
skapað og lifað mig inn í hlut-
verkin en svo er leikstjóri yfir
mér. Hinsvegar hef ég bug á að
framleiða mynd sjálf og er með
eina íslenska barnabók í huga
sem mig langar að búa til
teiknimynd eftir. Þá slæ ég ör-
ugglega í gegn á Islandi!"
GUN.