Dagur - 15.04.2000, Blaðsíða 18
'i)}J:LjU]ÐJj'JU j-
34 - LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
„Ég hefí nokkur skipti verið sóttur vegna
ungra krakka sem ég hefþá nýlega verið
búinn að ferma, þegar þau hafa verið
komin út i mikla fíkniefnaneyslu. Og það er
fróðlegt að heyra þeirra sýn á þessi mál,
því afþeirra frásögnum verður ekki annað
dæmt en auðveldara sé að verða sér úti
um eiturlyf en áfengi, “ segir sr. Svavar
Alfreð Jónsson sóknarprestur á Akureyri
hér í viðtalinu.
Þurfum að þekkja
okkar styrk
Akureyrarkirkja og
Knattspyrnufélag Akur-
eyrar munu á næstunni
fara af stað með verk-
efni á sviði forvarna
gegn fíkn. Kirkjan og
íþróttafélögin eiga
margt sameiginlegt,
segir sóknarpresturinn -
sem segir skeytingar-
leysi um náungann vega
þungt f fíkniefnavand-
anum.
„Eg veit ekki til þess að áður
hafi verið stofnað til samstarfs
af þessum toga milli kirkju og
íþróttafélags, sem bæði eiga þó
stórt markmið sameiginlegt; það
er að byggja upp æsku landsins.
Og líklega er það einver besta
forvörn sem býðst, að unga fóJk-
ið okkar sé heilsteypt og hafi
sterka sjálfsmynd. Þegar svo er
þá hafa þau miklu frekar styrk
og skaphöfn til að segja nei við
eitrinu og fíkninni," segir séra
Svavar Alfreð Jónsson, sóknar-
prestur við Akureyrarkirkju.
Þörfin er brýn
Á næstunni fer af stað samstarf
á sviði forvarna sem Akureyrar-
kirkja og Knattspyrnufélag Akur-
eyrar, KA, standa saman að - og
ef til vill munu fleiri aðilar koma
inn í samstarfið. Sótt hefur verið
um fjárveitingu til þessa verk-
efnis hjá ríkisstjórninni, þar sem
málið hefur fengið mjög góðar
undirtektir. Það skýrist alveg á
næstu dögum hve miklir pening-
ar fást til þessa verkefnis og
hvernig verður að því staðið, en
málsmetandi fólki á Akureyri
þykir sem að oft hafi veriö þörf
en nú fyrst nauðsyn til að hefja
sókn á sviði forvarna gegn vá
fíkniefnanna. Borgarfundur sem
haldinn var á Akureyri í vikunni
er glöggt dæmi um það.
Að sögn Svavars Alfreðs Jóns-
sonar hefur þetta samstarf kirkj-
unnar og KA átt sér nokkurn að-
draganda. „Forsagan er sú að
fyrir þremur árum tókum við
hér í kirkjunni æskulýðsstarfið
til skoðunar og þá hvernig mætti
efla það enn frekar. Við sáum
hag í að fara í samstarf við önn-
ur æskulýðsfélög bæjarins og þá
lá auðvitað beint við að leita til
KA, sem stærsta æskulýðsfélags
í sókninni. Efnt var til KA
messu og hún svo endurtekin á
sfðasta ári, en þá var það Jó-
hannes Bjarnason íþróttakenn-
ari sem flutti eftirminnilega
ræðu um samstarf kirkju og
íþróttahreyfingar og uppbygg-
ingarstarf þeirra. Þessi ræða
varð svo sannarlega til að vekja
fólk til umhugsunar, enda sáum
við að þörfin fyrir kraftmiklu
átaki þessara aðila gegn vímu-
efnavandanum væri brýn. Hitt
sáum við einnig að lítið væri
hægt að aðhafast nema fá sér-
stakan starfsmann sem gæti
sinnt þessum verkefnum heill og
óskiptur.“
Síðustu mál
sýna alvarleikann
Sem kunnugt er kom upp á dög-
unum á Akureyri nokkuð um-
fangsmikið fíkniefnamál, sem
lögreglan hefur nú að fullu upp-
lýst. Málið er þó ef til vill aðeins
toppurinn á ísjakanum, því allar
tölur sýna og sanna mikla aukn-
ingu mála af þessum toga á síð-
ustu árum. Og séra Svavar
kveðst einnig hafa sína sýn á
þetta mál af sinni skrifstofu í
Akureyrarkirkju, enda leiti þang-
að stundum einstaklingar sem
misst hafi tök á tilveru sinni og
þurfi á andlegum stuðningi að
halda. „Eg hef í nokkur skipti
verið sóttur vegna ungra krakka
„Með þessu er ekki
sagt að Akureyri sé eitt-
hvað eiturlyfjagreni því
ástandið gæti verið
miklu verra en það er,
en á ríður að hver haldi
vöku sinni. Síðustu mál
sem hafa komið upp
sýna okkur alvarleika
málsins og góðu heilli
er nú farin af stað um-
ræða um þetta mál.“
sem ég hef þá nýlega verið bú-
inn að ferma, þegar þau hafa
verið komin út í mikla fíkniefna-
neyslu. Og það er fróðlegt að
heyra þeirra sýn á þessi mál, því
af þeirra frásögnum verður ekki
annað dæmt cn auðveldara sé
að verða sér úti um eiturlyf en
áfengi. Þá heyri ég það líka að
þrýstingurinn sem sölumennirn-
ir á götunni beita er mikill, enda
eru þeir undir miklum þrýstingi
þeirra sem ofar eru staðsettir í
pýramýda sölukerfsins. Og pen-
ingarnir sem eru undir í þessum
geira eru miklir, enda er þetta sú
atvinnugrein í heiminum sem
veltir hvað mestu fjármagni."
En kann svo að vera að Akur-
eyringar séu slegnir þeirri blindu
að trúa því að í þeirra litla bæ
við fallegan fjörð verði fíkniefn-
in ævinlega fjarri. „Auðvitað er
Akureyri lítill bær við fallegan
fjörð, en hvað fíkniefnin varðar
er hættulegt að líta svo á að hér
sé allt í Iagi,“ segir sr. Svavar.
„Með þessu er ekki sagt að
Akureyri sé eitthvað eiturlyfja-
greni því ástandið gæti verið
miklu verra en það er, en á ríður
að hver haldi vöku sinni. Sfð-
ustu mál sem hafa komið upp
sýna okkur alvarleikann og góðu
heilli er nú farin af stað umræða
um þetta.“
Þjóðfélagið er kröfuhart
Stundum er sagt að sterk bein
þurfi til að þola góða daga - og
ef til vill má segja að hver og
einn einstaklingur þurfi að vera
nokkuð sterkur á svellinu svo
hann geti staðið af sér freisting-
ar líðandi stundar í kröfuhörðu
samfélaginu. Og í því samhengi
ítrekar séra Svavar hve mikil-
vægt sé að sjálfsmynd unga
fólksins sé heilsteypt, en hann
leynir þó ekki þeirri skoðun
sinni að ekki hafi tekist nægi-
lega vel oft og tfðum að móta
hana.
„Okkar þjóðfélag er mjög
kröfuhart og margir brotna
hreinlega undan þeim kröfum
sem þjóðfélagið leggur á okkar
herðar og mér finnst of algengt
að börn komi út úr skólunum
hreinlega niðurbrotin. Auðvitað
má segja að hinar miklu kröfur
sem á okkur eru lagðar og við
við leggjum á sjálf okkur séu
drifkraftur þjóðfélagsins, en
þetta er kannski einum of. Við
þurfum að þekkja og vita hver
styrkur okkar er og hvað við get-
um lagt af mörkum til samfé-
lagsins - þannig að slíkt reynist
okkur ekki um megn.“
Þurfum að breyta
forgangsröðinni
Ríkjandi ástand f fíkniefnamál-
um á Akureyri og víðar er einnig
að mati séra Svavars til komið
vegna almenns skeytingarleysis
og fálætis nútímans um náung-
ann. „Eg er stundum að segja
það við fólk hve undarlegt það
sé að á sama tíma og þeim töfra-
tækjum sem eiga að létta okkur
lífið fjölgi þá gerist það um leið
að fólk hafi alltaf minni tíma til
að sinna Ijölskyldunni eða hin-
um raunverulegu verðmætum f
lífinu. Eins og stjórnmálamenn
segja þá þarf að breyta forgangs-
röðinni, þá á þann veg að við
berum virðinginu fyrir lffinu og
öllum hinum fórnandi kærleik."
Þjóðkirkjan getur verið dug-
legri í því að beita sér í mörgum
málum almenningi til heilla,
segir séra Svavar. Hann segir
kirkjuna mega vera pólitískari og
eiga að taka þátt í því að ræða
ýmsar grundvallarspurningar
samfélagsins út frá kristnum
gildum. „Mörg mál sem ofarlega
eru á baugi í dag kreQast einmitt
slíkrar umræðu, svo sem um-
hverfis-, utanríkis- og nú síðast
fíkniefnmálin. Það breytir því þó
ekki að vandamálin halda áfram
að vera til staðar, en umræða út
frá nýjum sjónarhóli getur hjálp-
að okkur við að ná tökum á hon-
um. Eg hef að minnsta kosti trú
á þvf að það verkefni sem við
erum nú að fara í með KA-
mönnum muni skila okkur því.“
-SRS