Dagur - 10.05.2000, Síða 2

Dagur - 10.05.2000, Síða 2
2 - MIÐVIKUDAGU R 10. MAÍ 2000 FRÉTTIR Gott að fá úttekt á Soltúns-samiiingi Vinstri grænir biðja ríkisendurskoðanda að rannsaka Sóltúns- salninginn - sem heil- brigisráðherra fagnar. „Við lítum á þetta sem svo alvar- Iegt mál, að við höfum óskað eft- ir því við ríkisendurskoðanda að á því verði gerð rannsókn,“ sagði Ogmundur Jónasson, málshefj- andi í utandagskrárumræðum á Alþingi um byggingu og rekstur hjúkrunarheimilis við Sóltún í Reykjavík. Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, sagðist fagna þessu alveg sérstaklega „því við höfum aldrei gert jafn nákvæma þarfa- greiningu eins og einmitt núna. Og útboðslýsingin er svo ná- kvæm og gerðar það miklar kröf- ur að ég held að það sé gott fyrir okkur öll að fá þá úttekt.“ Um 73 nýjax hjukrunar- stöður Ögmundur óskaði svara frá heil- brigðisráðherra um ýmiss atriði samnings við Securitas og Aðal- verktaka, sem eigi að fá 11,8 milljarða fyrir að annast 92 aldr- aða á elliheimili í 25 ár og eigi síðan stofnunina. Hann spurði um tilganginn með einkafram- kvæmd. Hvers vegna Hrafnistu hafi ekki verið gert kleift að bjóða í heimilið sem hlyti að vera hagkvæmt fyrir alla. Skýringu á mildu hærri daggjöldum til Sól- túns en samsvarandi stofnana. Og hvernig ráðuneytið hyggst framfylgja þvf að Oldungur standi við að umsamin stöðugildi verði við hjúkrun, alls 73,2 þar af 15,8 hjúkrunarfræðingar og 55 sjúkraliðar. Stofuanirnar sjálfar meta sjúklingana „Með einkaframkvæmt teljum Ögmundur Jónasson. við okkur hafa náð góðum samn- ingum á grundvelli strangra fag- legra skilyrða,“ sagði Ingibjörg, sem kvað miður að Hrafnista skyldi ekki bjóða í framkvæmd- ina. Frá áramótum væru dag- gjöld ákvörðuð á grundvelli RAI- mats sem sé alþjóðlegur mæli- kvarði, í 7 flokkum, á hjúkrunar- þyngd sjúldinga. Svo nú sé beitt samræmdu, hlutlægu mati á öll- um stofnunum, líka Sóltúni. Það séu stofnanirnar sjálfar sem meti sjúklingana á grundvelli matsnefndar, undir eftirliti RAI mats nefndar ráðuneytisins. Svo telji forsvarsmenn stofn- ana sig nú með þyngri sjúklinga en RAI-matið segi til um og þess vegna fá of lág daggjöld, „...þá er eitthvað að matinu sem þeir gera, eða að þörf vistmanna fyrir þjónustu hefur aukist," sagði Ingibjörg. Hugsanlega þurfi að breyta daggjöldum á einhverjum stofnunum. En það verði ekki gert á grundvelli Sóltúnssamn- ingsins, heldur RAI-matsins, og þau geti þá bæði hækkað og lækkað. Úr ennþá dýrari rúmiiiu Tilganginn með Sóltúnssamn- ingnum sagði Ingibjörg að mæta brýnni þörf fyrir mjög veika aldr- aða á Reykjavíkursvæðinu, sem nú liggi á sjúkrahúsum, þar sem rekstrarkostnaður á legudag sé 20.000 kr. á bráðadeild og 16.500 kr. á öldrunarlækninga- deild. Ráðuneytið muni sjá til þess að faglega verði staðið við Sóltúnssamninga. Margir aðrir tóku til máls, ým- iss gagnrýnir eða fagnandi, þeirra á meðal Guðmundur Hallvarðsson sem fagnaði því að sjá fram á verulega hækkun dag- gjalda til Hrafnistu og annarra öldrunarstofnana. - HEI Þorgerður og Þórunn á þingi í gær. Nýlög afgreidd á færibandi Alþingismenn samþykkja lög á færibandi nú síðustu daga fyrir sitt langa og góða sumarleyfi. Búið var að samþykkja 20 lög um fimmleytið í gær. A dagskrá þessa 109. fundar Alþingis voru 43 mál auk utan- dagskrárumræðna. Af þeim má nefna: Fæðingar og foreldraor- lof. Sóttvarnarlög. Vernd, frið- un og veiðar villtra fugla og spendýra. Nefnd um sveigjan- Ieg starfslok. Eignarréttur ríkis- ins á auðlindum hafsbotnsins. Könnun á læsi fullorðinna. Þró- unarsjóður sjávarútvegsins. Varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Veitinga og gisti- staðir. Loftferðir. Bflaleigur. Rannsókn sjóslysa. Verðbréfa- viðskipti og -sjóðir. Þjóðlendur. Varnarsamstarf Islands og Bandaríkjanna. Lögleiðing ólympískra hnefaleika. Nýbúa- miðstöð á Vestfjörðum. Hluta- félag um Leifsstöð. Og síðast en ekki síst stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. - hei / Bandaríkjaferö sinni heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, bandaríska þingið og hitti þar ýmsa forystumenn þingmanna. Á meðfylgjandi mynd er forsetinn að færa bókasafni bandaríska þingsins íslendingasögurnar að gjöf. Með hon- um á myndinni eru f.v.: Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra, og öldungardeildarþingmennirnir Harry Reid, Edward Kenn- edy, Richard Lugar, Tom Harkin og Christopher Dodd. Eim iun 40 á skrá Atvinnuástand hefur heldur Iag- ast í Ólafsfirði frá því að Fisk- verkun Sæunnar Axels var Iýst gjaldþrota. Þá fóru 70 manns á atvinnuleysisskrá en í dag eru um 40 manns á atvinnuleysis- skrá. Ekki hefur enn orðið vart brottflutnings fólks úr byggðar- laginu vegna þessa bága ástands, en Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæj- arstjóri, segir að eflaust muni einhverjir missa þolinmæðina og fara nú þegar skólum ljúki í lok mánaðarins, hafi ekkert skýrst í málum viðkomandi. Lýstar kröfur í þrotabú Sæ- unnar Axels námu 642 milljón- um króna, en þá hafði báturinn Kristján ÓF verið seldur. Seldar hafa verið fjórar fasteignir úr þrotabúinu til atvinnurekenda á staðnum, þó enginn þeirra sé í fiskverkun. Þetta eru rafvirki, trésmiður, vöruflutningafyrirtæki og fyrirtæki í Ólafsfirði sem hef- ur verið að gera það gott við framleiðslu á slökkvibifreiðum. Fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í smíði stoðtækja og sérhannaðs skófatnaðar hefur einnig sýnt áhuga á að nýta það mikla hús- næði sem nú stendur vannýtt. Enginn vinna er við söltun hjá Garðari Guðmundssyni vegna kvótaleysis útgerðarinnar en ver- ið er að þurrka og salta hjá Stíg- anda. - GG Rík ástæða að óttast laimaskrið Þjóðhagsstofnun óttast aukið launaslírið m.a. með því að hækkun lægstu launa gangi lengra upp launastigann en kjarasamningar gera ráð fyrir. „Sú er raunar reynsla fyrri ára,“ scgir í Hagvísum. Ætlað er að samið hafi verið fyrir hönd um 50 þúsund starfsmanna í fyrirtækj- um innan SA. Samningarnir, sem eru til hálfs fjórða til fjögurra ára, kveði á um 12,7 til 13,5% beinar taxtahækkanir og meiri hækkun lægstu taxta. Marsspá sína um 6% Iaunahækkun og 5,3% hækkun neysluverðs milli þessa og síðasta árs segir ÞHS byggjast á að launa- skrið verði með svipuðum hætti og að undanlörnu, en „rík ástæða er til að óttast að launaskrið geti orðið meira, vegna þenslunnar í hag- kerfinu sem m.a. felur í sér að hækkun lægstu Iauna kann að ganga lengra upp launastigann en samningar gera ráð fyrir.“ - hei Samnmgar felldir Samningur Samstöðu í Húnaþingi við SA var felldur í atkvæðagreiðslu í annað sinn. Samingurinn var hins vegar samþykkur í Skagafirði. At- kvæðagreiðslu lauk í fyrradag og í Skagafirði sögðu liðlega 60% já en hjáSamstöðu sögðu 57% nei. Valdimar Guðmannsson formaður Sam- stöðu sagðist í gær stoltur af sínu fólki, niðurstaðan sýndi að það myndi ekki sætta sig við annað en meiri launahækkanir. ÍR og Leikuir að sameinast Á fundi borgarráð í gær var samþykkt að kaup íþróttaaðstöðu Leiknis við Austurberg í Breiðholti í Reykjavík. Um er að ræða gervigrasvöll, vallarhús og fljóðljós og er kaupverðið um 30 millj. kr. Það mun létta á skuldum félagsins. Viðræður Leiknis og IR um sameiningu standa nú fyrir dyrum í framhaldinu með það að markmiði að stofna eit stórt félag í Breiðholti. Leiknir og IBR munu semja um afnot af vellinum. Olíuverðið 115%hærra Þótt olíuverð sé nú aftur á niðurleið var það að jafnaði ] 15% hærra fyrstu fjóra mánuði ársins (26,2 USD/fat) en á sama tímabili 1999 (12,2 USD/fat), þegar verðið var hins vegar á hraðri uppleið. Samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar komst verðið hæst í febrúar í næstum 29 dollara, en fór niður fyrir 23 dollara í apríl. Á síðasta ára- tug varð meðaloh'uverð á heilu ári langlægst árið 1998 um 12,8 doll- ara fatið, en langhæst árið 1990 um 22,8 dollara fatið. En fjögur ár; 1991, 1992, 1996 og 1997 var verðið öðru hvoru megin við 20 dollara fatið. Meðaltal síðasta áratugar var um 18,3 dollarar, sem er heldur hærra en á síðasta ári. - HEi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.