Dagur


Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 4

Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 4
4 - MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 FRÉTTIR Heiri sækja kirkjur en maigan grunar Prestar þ j óökirk j uiiiiar, sem starfa í Reykjavík, hafa reynt aö sýna fram á að það sé alrangt að kirkj- umar standi auðar mest- an hluta ársms, og aðeins sé kirkjusókn um jólahá- tíðina, við fermingar og jarðarfarir. Sr. Gylfi Jónsson, héraðsprestur, segist ekki álíta að það sé feimnismál að sækja kirkju og fólk neiti því að hafa sótt kirkju þótt það sé staðreyndin. Einhver brögð séu þó að því að fólk fari „varlega'* í það að viðurkenna að það sæki t.d. æðruleysismessur í Dómkirkj- unni í Reykjavík. I 18 kirkjum Reykja- víkurprófastdæmanna eru nú 190 kirkjulegar athafnir í viku hverri og hefur fjöldi þeirri aukist á síðustu árum. Inni í þessum tölum eru ekki t.d. tónleikar, sem stundum fylla við- komandi kirkjur, fundir og fleira óskylt trúariðkun. Arið 1996 voru kirkjulegar athafnir um 160 í viku hverri. Gagnrýnt hefur verið að kirkjur séu Iokaðar utan þess tíma þegar þar eru auglýstar einhverjar athafnir en sr. Gylfi Jónsson segir það alrangt því við allar kirkjurnar starfi kirkjuverðir og kirkjurnar séu opnar frá morgni til kvölds. Rangtúlkaiux Sr. Gylfi segir að í samfélaginu séu oft í gangi ýmsar rangtúlkanir um hluti sem snúa að kirkjunni, að þær standi yfirleitt hálftómar og séu kannski ekki opnaðar nema á sunnudögum. „Eg gerði nýverið nokkra úttekt á þessu og framboðið í kirkjunum í Reykjavík og er með upplýsingar úr fjórum kirkjum. Þessar tölur koma mér satt að segja nokkuð á óvart, og það er fleira fólk og oftar í kirkjunum en margan grunar. Það má því að segja að Guð sé í fullu fjöri." Kyrrðarstimdir Þess má geta að víða á landsbyggðinni er t.d. boðið upp á kyrrðarstundir í miðri viku og síðan stendur kirkjugest- um til boða að kaupa kaffi og brauð gegn vægu verði og ræða við aðra kirkjugesti, sem og sóknarprestinn, um hvaðeina sem hugurinn stendur til. Aðsókn að þessum stundum hefur víð- ast farið vaxandi, þó ekki sé um neina aðsóknarsprengju að ræða. Sr. Pálmi Matthíasson, sóknarprest- ur í Bústaðakirkju, fjallaði nokkuð um netvæðingu kirkjunnar og hvernig kirkjan gæti náð til sóknarbarna sinna með þeim hætti og fá fólk til þcss að skoða t.d. heimasíðu Bústaðakirkju og fræðast þar um safnaðarstarfið. Heim- sóknum á heimasíðuna hefur farið fjölgandi en sr. Pálmi sagði að það hefði því miður ekki skilað sér enn í fjölgun kirkjugesta. En kirkjan yrði að vera í takt við tímann. — GG -Dugur Það vekur athygll að aft- ur og aftur eru ungir sjálfstæðismenn að senda ráðherrum flokksins, og ekki síst þeim Davlð Odds syni og Geir Haarde pillur og miima þá á hina og þessa sam- þykkt landsfunda. Nú síðast vegna fæðingarorlofsins en á vef- síðumii frelsi.is sem er starfrækt af ungum sjálfstæðismömium er minnt á orð Davíðs Oddssonar frá 1981 um nauðsyn þess að gæta hófs í rikisútgjöldum þau tækju í raun að heyra til undantekninga. Síðan er bent á að kostnaðaraukinn íyrir ríkissjóð vegna fæðingar- og foreldraorlofs „liggi á bilinu 1.500 til 2.500 milljónir króna á hveiju ein- asta ári. Á HVERJU EINASTA ÁRI. Við þetta bæt- ist ýmis kostnaður, bæði vegna foreldraorlofs og ekki síst vegna misnotkunar," eins og frelsis- meim orða það. í pottinum lesa memi á milli lín- anna - svona gerir maður ekki!... Davíð Odds- son. Og þeir halda áfram að mimia ráðherra súia á: „Við minnum á að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins samþykkti með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða að orðin „3 mánuðir bundnir móður, 3 mánuðir hundnir fööur“ yrðu felld út úr ályktun um jafnréttismál. Skýrari geta skila- boðin ekki verið til þingmanna Sjálfstæðis- flokksins," segja frelsismenn og eru líklega þeir einu í landinu sem lagst hafa gegn þessu fram- taki. En milli línanna má lesa - svona gerir mað- ur ekki!... í pottinuin voru menn að velta fyrir sér nýrri athugasemd hins kunna útvarpsmanns Bjarna Dags Jónssonar, þess efnis að ís- lenska lagið í Eurovision „Tell Me“ væri nauðalíkt titillagi kvikmyndarinnar „That thing you do“ sem útleggst á íslensku sem „Það sem maður gerir“. Þeir sem ekki eru hrifnir af þessari atliugasemd Bjama Dags kalla myndina lúns vegar „That tliing you don’t do,“ eða - svona gerir maður Bjarni Dagur Jónsson. Umferdaröngþveiti ekki til á Fróni ÓliH. Þórðarson framhvæmihistjóri Umferóarráðs Bætt umferðarmenning - burt með mannfómir er heiti ráðstefnu sem dómsmálaiáð- herra boðar til í Borgarleik- húsinu í dag. - Þar á að kynna „dökka skýrslu“ um versn- andi óstand í umferðarmdlutn? „Okkur finnst það orðalag hæfa skýrslu sem fjallar um fjölda Iátinna í umferðinni. Það er mikil sorg sem býr að baki hverju einasta slysi. Þegar farið var af stað með þessa ráðstefnu í febrúarlok, þá vorum við í alveg skelfilegu slysa- tímabili svo verulegum óhug hafði slegið á fólk. Það er hins vegar nokkur huggun að slysunum hefur ekki Ijölgað í líkingu við fjölgun bíla.“ - Hvað hefiir umferðin kostað mörg manns- lif í ár? „Tíu. Það létust þrír í einu slysi 25. febrúar og einn daginn eftir. Þá höfðu þrír látist í jan- úar og þrír voru Iátnir í febrúar áður en þessi holskefla dundi yfir. - Bregður ekki við að bilstjórarfyllast galsa á vorin - likt og kálfamir? „Það er reynsla okkar og lögreglunnar að strax og sól hækkar á lofti og fer að sjást í auð- ar götur þá bytjar hraðinn að aukast. Og sum- ir ökumenn minna okkur á kálfa, því miður. Um 80% ökumanna eru prýðilegir, þó miklu meira beri á þeim fámenna hópi sem sí og æ veldur vandræðum." - Á punktahetfið ekki að sortera „kálfana“ frá? „Jú, og það hefur gefist vel. Og við sjáum fram á að það eigi eftir að skila okkur enn meiri árangri í framtíðinni. Menn komist ekki lengur undan þvf endalaust að standa frammi fýrir afleiðingum gjörða sinna. Annað sem hefur gefist vel er leiðbeinenda- þáttur foreldra. Heilu árgangarnir hafa nú komist í gegn um það kerfi; þ.e. hafið ökunám 16 ára, fýrst með ökukennara, síðan foreldrum sem langflestir hafa gert þctta með fullum sóma, og endað síðan hjá ökukennara fyrir próf. Og okkur sýnist þessir ungu ökumenn famir að standa sig heldur betur." - Krafist er betra gatnakerfis, enfylgir þvi svo ekki aukinn hraði? „I sumum tilvikum. Mörg umferðarmann- virki hafa skilað miklum árangri, Höfðabakka- brúin t.d. Áður voru þar Ijósastýrð gatnamót sem kostað höfðu fjölda mannslífa. Eftir að Höfðabakkabrúin kom verða ekki alvarleg slys þartid Iengur. Auðvitað gengur umferðin greiðar, eins og við Iíka viljum á stofnbrautum, þ.e. að menn hafi hugann við aksturinn en ekkert að drolla og tala í farsímann." - Lýsa endalausar kvartanir um „sprung- ið" ketfi ekki óþolinmæði landans? Lenda menn ekki í margfalt lengri röðtim og töfum erlendis en hér? „Alveg hárrétt. Það sem Islendingar kalla „sprungið" eru smámunir rniðað við það sem sjá má víða annars staðar. Unferðaröngþveiti er bara ekki til hér á Islandi. En Islendingar eru bara vanir svo miklu frjálsræði og ætlast til að komast alltaf á milli á jafn skömmum tíma, hvað hvað sem bílunum fjölgar. En þegar þeir lenda í umferðaröngþveiti í öðrum löndum hafa þeir skilning á því og haga sér í samræmi við aðstæður. Hin gífurlega bílafjölgun sást hvað best eftir að skólarnir byrjuðu s.l. haust. Þá var umferðin gríðarlega mikil. En stað- reyndin er að í mjög mikilli umlerð komast menn ekki eins hratt yfir, verða að hugsa bet- ur sinn gang og slysunum fækkar fremur en hitt.“ - Margir kvarta um að sjá aldrei vega/götu- lögreglu? „Ég vildi sjá lögreglu miklu, miklu meira á ferðinni og hef verið þeirrar skoðunar að það þyrfti sums staðar að breyta áhersluatriðum í löggæslu í þá veru. Því sú forvörn sem það veitir hefur gnðarlega mikið að segja. En lög- reglan þarf að sinna gífurlega mörgu og þjóö- félagið ætlast til að hún sé í öllu mögulegu og ómögulegu." — HEI

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.