Dagur - 10.05.2000, Síða 12
12 -MIDVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000
FRÉTTASKÝRING
GUÐMUNDUR
KÚNAR
HEBDARSSON
SKRIFAR
Fjárfest fyrir 140
miljarða. í bygging-
iiiii, maimvirkjiiiii
tækjiun og vélum.
8,4% raunaiikiiiiig frá
fyrra ári. íbúðir fyrir
tæpa 24 milljarða.
Vinnuaflskortiir. Mik-
ið iim iuuflutt vinnu-
afL
Gríðarleg framkvæmdagleði ríkir
meðal Iandsmanna í ár eins og
verið hefur. Samkvæmt spá Þjóð-
hagstofnunar er gert ráð fyrir að
fjárfestingar í byggingum og
mannvirkjagerð ásamt vélum og
tækjum verði um 140,4 miljarðar
í ár. Það er um 8,4% raunaukning
frá fyrra ári. Þar er talið að fjár-
festingar ríkis og borgar í bygg-
inga- og mannvirkjagerð séu vel á
annan tug miljarða. Af heildinni
er talið að fjárfestingar í íbúðar-
húsnæði séu fyrir tæpa 24 milj-
arða, eða 5% auking frá íyrra ári.
Af einstökum fjárfestingum í at-
vinnu- og skrifstofuhúsnæði
munar einna mest um byggingu
Smáralindar á risavaxinni versl-
unarmiðstöð í Kópavogi eða um
60 þúsund fermetra íyrir um 6
miljarða. Spáð er að þessi mikla
þensla í bygginga- og mannvirkja-
gerð geti varað í allt að 2 ár til
viðbótar ef ekkert óvænt kemur
uppá. Þessi mikla þensla hefur
Ieitt af sér skort á vinnuafli. Fyrir
vikið er töluvert um innflutning á
erlendu vinnuafli þar sem eftir-
spurnin er einna mest eftir iðnað-
armönnum. Auk þess er töluvert
um innflutning á ófaglærðu fólki
til hinna ýmsu starfa. Þetta fólk
kemur bæði frá EES-svæðinu,
Norðurlöndum og einnig frá Pól-
Iandi og víðar. Hinsvegar virðast
ekkert vera farið að spá í það
hvernig hrugðist verður við þegar
harðnar á dalnum og landinn fer
að keppa um atvinnu við það er-
lenda vinnuafl sem þá verður
kannski enn til staðar á vinnu-
markaðnum.
1300-1400 íbúðir
Stærstu einstöku verkefnin í ár
eru m.a. stöðvarhús og skurður í
Vatnsfellsvirkjun, stækkun flug-
stöðvar Leifs Eiríkssonar á Kefla-
víkurflugvelli, stækkun Norður-
áls, og endurbætur á Reykjavíkur-
flugvelli. Þá er gert ráð fyrir að
byggðar verði 1300-1400 nýjar
íbúðir á árinu. Sveinn H. Hann-
esson framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins segir að hinsvegar sé
eitthvað minna um hafnafram-
kvæmdir en verið hefur, auk þess
sem stefnir í að verkefni á sviði
vegagerðar verði minni í ár en
kannski oft áður. Þá bendir margt
til þess að eitthvað sé að draga úr
framboði lóða á Kópavogsvæðinu
en í staðinn verði meira um fram-
boð Ióða í Reykjavík en verið hef-
ur. Þar munar mest um úthlutun
lóða í Grafarholti. Þá stefnir í að
Húsin rísa eitt af öðru og þenslan á íslenskum byggingamarkaði er mikil, jafnvel svo mikil að menn telja að stöðugieik
íslenskir starfsmenn í byggingaiðnaði hafa mikið að gera - meira að segja svo mikið að fjöidi iðnaðarmanna e
framkvæmdir á vegum borgarinn-
ar verði fyrir 8,5 miljarð króna (
ár. Það er svipað og verið hefur. I
mannvirkjaþingi í ársbyrjun var
talið að heildarfjárfestingar ríkis
og borgar í byggingar og mann-
virkjum gætu numið allt að 25
miljörðum króna að meðtaldri
Fljótdalsvirkjun. Síðan þá hefur
framkvæmdum við hana verið
slegið á frest.
Góðæri skuldasöfnimar
Framkvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins segir þessa miklu þenslu
hafa haft í för með mikla eftir-
spurn eftir vinnuafli. Hann segir
að það sé meiri spenna í bygg-
ingaiðnaðinum en t.d. í jarð-
vinnugeiranum. Engu að síður sé
ástandið þannig að menn eigi í
vandræðum með að fá vélamenn.
Af þeim sökum séu dæmi um að
vélar standi ónotaðar einfaldlega
vegna þess að það vantar mann-
skap á þær. Þótt töluvert hafi ver-
ið um innflutning á faglærðu
fólki í fyrra þá telur framkvæmda-
stjóri Samtaka iðnaðarins að það
verði flutt inn meira af fagmennt-
uðu fólki í ár en þá. Meðal ann-
ars sé verið að skoða þann mögu-
leika að fá menn á jarðvinnuvélar
frá Norðurlöndum. Um horfurn-
ar framundan telur hann að mik-
il uppsveifla verði áfram næstu
tvö ár í bygginga- og mannvirkja-
gerð, burtséð frá virkjanaáform-
um á Austurlandi. Sveinn bendir
einnig á að þessu sinni komi hag-
vöxturinn ekki úr sjávarútvegi
heldur úr iðnaði, þjónustu og
mannvirkjagerð. Af því Ieyti sé
uppsveiflan óvenjuleg miðað við
það sem verið hefur. I því sam-
bandi bendir hann á að í tímans
rás hafi uppsveifla í þjóðfélaginu
einatt átt orsakir sínar að rekja til
afla og verðs á sjávarafurðum auk
annarra betri skilyrða í sjávarút-
vegi eins og t.d. með lækkun olíu-
verðs. Skuggahliðar þessarar.
uppsveiflu sé hinsvegar áð sjá í
vaxandi viðskiptahalla og aukn-
um skuldum heimila. Það þýðir
að góðærið sé knúið áfram með
erlendri skuldasöfnun. Hann
bendir á að í samanburði á útlán-
um íbúðalánasjóðs og nýbygging-
um íbúðarhúsnæðis kemur fram
að útlánaaukningin sé tvöföld á
við nýbyggingarnar. Ástæðan fyrir
þessum mismun sé m.a. vegna
þess að landsmenn séu að fjár-
magna eldra íbúðarhúsnæði með
miklum lántökum. Hann segist
þó hafa tilfinningu fyrir því að
fyrirtækin fari öllu varlegar í sak-
irnar í fjárhagslegum skuldbind-
ingum sínum en einstaklingar og
heimilin. Hinsvegar bjóðast fyrir-
tækjum lengri lán en áður og þvf
séu fjárfestingarnar betur fjár-
magnaðar og skipulagðari en
áður. Jafnframt hafa einstakling-
ar aldrei haft jafn greiöan aðgang
að lánsfé eins og um þessar
mundir.
Allt selst
Eins og gefur að skilja ríkir mikið
annríki hjá iðnaðarmönnum þeg-
ar ástandið er með þeim hætti
sem raun er á. Finnbjörn A. Her-
mannsson formaður Samiðnar
segir að það sé mikil þensla á
markaðnum í ár og svo var einnig
í fyrra. Hann segir að þenslan sé
ekki aðeins í nýbyggingum íbúða-
og atvinnuhúsnæðis heldur sé
einnig mikið að gera hjá iðnaðar-
mönnum vegna vinnu við Vatns-
fellsvirkjun. Þetta ástand sé til-
komið vegna þess að allir séu að
byggja á sama tíma. Hann bendir
þó á að það sé gríðarleg vöntun á
íbúðarhúsnæði á höfuðborgar-
svæðinu sem endurspeglast svo
aftur í þessu háa íbúðaverði sem
er á markaðnum. Astæðuna megi
rekja til þess að á undanförnum
árum hefur ekki verið nægt fram-
boð af Ióðum miðað við eftir-
spurnina. Annarsvegar sé unga
fólkið að fara út á markaðinn og
hinsvegar séu miklir tilflutningar
fólks til höfuðborgarsvæðisins frá
landsbyggðinni. I þessu ástandi
selst allt fbúðarhúsnæði sem
byggt sé. Svo mikill sé atgangur-
inn að menn séu farnir að kaupa
íbúðir þótt þær séu enn á teikni-
borðinu. Finnbjörn segir að þótt
þenslan sé einna mest á höfuð-
borgarsvæðinu sé þokkalegt at-
Sveinn H. Hannesson framkv.stjóri
Samtaka iðnaðarins: Góðærið knúið
áfram með erlendri skuldasöfnun.
vinnuástand hjá iðnaðarmönnum
t.d. á Akureyri. A öðrum stöðum
sé atvinnuástandið í lagi eins og
það er orðað að undanskildum
Húnavatnssýslum. Þótt þar sé
ekki atvinnuleysi meðal iðnaðar-
manna, þá séu þeir ekkert ofsæl-
ir af sínu vegna þess að þar sé
ekkert alltof mikið að gera miðað
við það sem er hjá félögum þeirra
víðast hvar á landinu svo ekki sé
minnst á höfuðborgarsvæðið. Þar
vantar hreinlega iðnaðarmenn til
starfa. Fyrir vikið sé mikil eftir-
spurn eftir innfluttum iðnaðar-
mönnum.
Góðæri næstu tvö ár
Finnbjörn segir að það sé þegar
komið töluvert af erlendum starf-
smönnum sé kominn til starfa hjá
iðnaðarfyrirtækjum, tímabundið.
Hann segir að stéttarfélagið viti
Finnbjörn A, Hermannsson formað-
ur Samiðnar: Áframhaldandi þensla
næstu tvö ár.
minnst um þá sem koma hingað
frá EES-svæðinu vegna þess að
þessir hópar þurfi ekki að sækja
um atvinnuleyfi heldur þurfi þeir
dvalarleyfi. Hinsvegar kemur til
kasta félagsins þegar um sé að
ræða iðnaðarmenn utan EES-
svæðis og töluverð ásókn sé í fá
þá til vinnu. Hinsvegar hefur
gengið hálf erfiðlega að fá full-
lærða iðnaðarmenn utan EES-
svæðisins. Hann segir að þegar
séu um 20-30 atvinnuumsóknir
hjá félaginu vegna iðnaðarmanna
utan EES-svæðisins. Auk þess
þarf félagið að fá umsagnir frá
menntamálaráðuneytinu hvort
þeirra iðnaðarpróf séu sambæri-
Ieg við íslensk próf. Þótt iðnaðar-
menn á byggingamarkaði fái grei-
dd laun samkvæmt markaðslaun-
um segist hann taka með fyrir-
vara allar „draugasögur" um að
Jóhann Jóhannsson hjá Útlendinga-
eftirlitinu: Geysileg aukning í inn-
flutningi erlends vinnuafls.