Dagur


Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 13

Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 13
 MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 2000 - 13 íatíma a í íslensku efnahagslífi sé ógnað. Allir •r kominn til starfa, erlendis frá. menn séu að fá einhver himinhá laun í þenslunni. Hann segir að þótt menn fái ágæt laun þá séu launagreiðslur ekki í þeim mæli að hægt sé að halda því fram að kjör- in séu eitthvað yfirspennt. Miðað við verkefnastöðu fyrirtækja telur Finnbjörn að þetta góðæri ætti að geta staðið yfir næstu tvö ár. Hann bendir þó á að framhaldið ráðist töluvert af því hvort ráðist verður í virkjun á Austurlandi eða ekki. Aft- ur á móti sé því ekki að leyna að varnaðarorð Seðlabankans vegna viðskiptahalla og annað í þeim dúr setji óneitanlega dálítinn hroll að mönnum um að eitthvað geti hreinlega sprungið og þá væntan- lega lánamarkaðurinn. Hann vek- ur hinsvegar athygli á því að það virðist ekki vera neitt meira um peninga hjá hinum almenna íbúa en verið hefur. I það minnsta seg- ist hann hafa heyrt það frá fyrir- tækjum sem sinna viðhalds- og þjónustuverkefnum að það gangi alveg jafn ílla að fá borgað eins og alltaf hefur verið. Smáverkefni bíða Þetta ástand meðal iðnaðarmanna hefur einnig haft þær afleiðingar að almenningur á mun erfiðara með fá þá til að sinna ýmsum smá- verkefnum fyrir sig. Þótt menn hafi ekkert yfirlit yfir það, þá telur Finnbjörn að menn séu ekkert áfjáðir í að taka að sér „smotteríið" þegar rnikið sé um stórfram- kvæmdir og mikið um að vera al- mennt. Þá séu menn í byggingar- iðnaði ekki að bjóða í verk undir kostnaðaráætlunum, auk þess sem dæmi séu um að menn hjóði hreinlega ekki í smáverk vegna anna við önnur. Finnbjörn vekur hinsvegar athygli á því að mann- aflaskorturinn sé að hluta til af- leiðing af því að nýliðun var ekki sem skyldi í mörgum iðngreinum á árunum 1991-1997. Á því tímabili útskrifaðist aðeins helmingurinn af því sem gerðist í venjulegu ár- ferði. Núna taka menn hinsvegar við nemum á fullu. Af einstökum iðngreinum hefur í þessum efnum orðið algjör sprenging í húsasmíði. Auk þess hefur nemum íjölgað mikið í pípulögnum og í málningu, enda fylgist þetta allt að MiMI ásókn í atvlimiileyfi Þrátt fyrir mikla eftirspurn eftir er- lendu vinnuafli og þá einkum utan EES-svæðið fengust þær upplýs- ingar frá Vinnumálastofnuninni að í fyrra hefðu komið hingað til lands nokkrir smiðir og rafiðnaðar- menn til að sinna tímabundnum verkefnum. Heiða Gestsdóttir hjá Vinnumálastofnunni segir að þetta hefði verið alveg ótrúlega lítið mið- að við þann skort sem er á iðnað- armönnum á markaðnum, eða í mesta lagi tveir tugir iðnaðar- manna eða svo. Hinsvegar hafi komið töluvert af erlendu iðn- verkafólki í fyrra Þá var töluvert um innflutning af ófaglærðu verkafólki á síðasta ári en tölur lig- gja ekki fyrir það sem af er þessu ári. Þarna eiga mikið í hlut ætt- ingjar þeirra erlendu einstaklinga sem fyrir eru á vinnumarkaðnum. I fyrra voru gefin út alls 1271 ný tímabundin atvinnuleyfi, 461 leyfi fyrir þá sem þegar voru á landinu en voru að skipta um vinnu og framlengingar á atvinnuleyfum voru alls 933. Á því ári voru óbundin atvinnuleyfi fyrir útlend- inga alls 275, eða fýrir þá sem hafa græn kort og hafa verið á landinu i þrjú ár eða lengur. Til samanburð- ar voru gefin út 1998 alls 1119 ný tímabundin atvinnuleyfi, 188 leyfi fyrir þá sem voru að skipta um vinnu og 662 fengu framlengingu á sínu atvinnuleyfi. Heildarfjöldi útgefinna atvinnuleyfa í fyrra voru alls 3.073 á móti 2.222 árið 1998. Heiða segir að það sé mikil ásókn eftir atvinnuleyfum fyrir útlend- inga utan EES-svæðið og þá eink- um ófaglært fólk f allskyns umönn- unarstörf og til fiskvinnslu. Ástæð- an sé m.a. lítið atvinnuleysi og þensla þar sem landinn fer úr lág- launastörfum og í önnur sem bjóða betri kjör. Af einstökum þjóðernum eru Pólverjar í miklum meirihluta en síðan er mikið um vinnuafl frá Filippseyjum og Thailandi. Geysileg aukning Erlendir ríkisborgararar í löndum innan EES-svæðisins sem flytjast hingað til lands þurfa dvalarleyfi en ekki atvinnuleyfi. Þeir einstak- lingar þurfa einnig að sýna fram á trygga framfærslu til að fá dvalar- leyfi. Jóhann Jóhannsson hjá Ut- lendingaeftirlitinu segir að það það sé búin að vera geysileg aukn- ing á innfluttu vinnuafli hingað til lands á síðustu misserum en hann hafði ekki tölur við hendina þegar samband var haft við eftirlitið í gær. Hinsvegar sé erfitt að segja til um heildarfjöldann vegna þess að Norðurlandabúar séu ekki leyfis- skyldir á neinn hátt. Jóhann segir að íbúar á EES-svæðinu komi hingað til lands til að vinna bæði á eigin vegum og á vegum fyrirtækja. FRÉTTIR Framkvæma á fyrir rúmar 30 milljónir við Ketilhúsið á Akureyri í þessum áfanga. Framkvæmdir viö Ketillms heíjast Samþykkt hefur verið tilboð í framkvæmdir við Ketilhúsið í Listagili á Akureyri frá Tréborg upp á krónur 30.407.665. Eigin- legar framkvæmdir hefjast þó ekkj fyrr en í haust, en ráðist verður í utanhússframkvæmdir svo sem glugga, hurðir og að- gengi eins og tími gefur tilefni til fram til 15. júní. Listasumar hefst 1 7. júní og verður einungis hægt að setja upp myndlistarsýn- ingar í húsinu í sumar. En sökum þess hversu erfiðlega tókst að fá tilboð í verkið, hefjast fram- kvæmdirnar full seint og því ekki hægt að vera með neina aðra við- burði í húsinu á sumri komandi. Þetta setur auðvitað strik í reikn- inginn fyrir Listasumar og Gilfé- lagið, því til stóð að vígja húsið þann 1 7. júní með veglegum ten- órtónleikum, en það er þó ekki útséð með þá tónleika þótt ekki sé búið að útvega þeim annan stað að svo stöddu. Það kom fram í samtali við Magnús Garðarsson, eftirlits- mann hjá Akureyrarbæ að mikla bragarbót þyrfti að gera á því hvernig menn standa að útleigu Ketilhússins. Hingað til hafi leigjendur komist upp með að skila húsinu í skelfilegu ástandi. Héðan í frá ætti engin fjölnota- starfsemi að geta farið fram í húsinu nema með skriflegum samningum og tryggingum fyrir því að húsinu sé skilað í því ástandi sem það var þegar það var tekið á leigu. Landshlutíun mis- munað í raforku í byrjun vikunnar var haldinn í Svartsengi sameiginlegur fundur stjórna Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. A þess- um fundi var samþykkt ályktun vegna tillagna nefndar sem skip- uð var af iðnaðarráðuneyti til að gera tillögur um framtíðarskipu- lag raforkuflutnings á Islandi, þ.e. um stofnun Landsnets og breytt rekstrarform fyrirtækj- anna. Verði þessar tillögur að veruleika virðist ljóst, að þær leiða til hækkunar raforkuverðs á suðvesturhorninu, en orkufyrir- tæki á því svæði voru sniðgengin við skipun nefndarinnar. Upphafsstaðan leiðrétt Meginefni ályktunarinnar lýtur að því, að það sé forsenda þess að komið verði á hagræðingu og samkeppni í orkuiðnaðinum að upphafsstaðan sé þannig, að slíkt sé yfirleitt mögulegt. Því verði að einangra eldri byggða- og félags- legan kostnað í greininni og að ekki megi gefa sér að allur stofn, fjármagns og rekstrarkostnaður dreifist í meginatriðum jafnt á alla notendur, án tillits til raun- verulegs tilkostnaðar. Þá er brýnt að allir aðilar geri sér grein fyrir því, að of sterk skilaboð til not- enda með hærra raforkuverði á suðvesturhorninu en á lands- byggðinni munu leiða til þess að iðnaðarkostir verði staðsettir er- lendis. Tryggja þarf að stórir raf- orkuframleiðendur séu a.m.k. 3 - 4 og að ríkisvaldið sinni einungis eftirlits- og leyfishlutverki sínu en sé ekki beinn þátttakandi. Þá er það skoðun fyrirtækjanna, að ekld sé nauðsynlegt að allar stór- ar virkjanir tengist landsnetinu án aukakostnaðar. Rætt við þmgmenn Stjórnir lýrirtækjanna munu á næstunni fylgja þessari ályktun eftir með viðræðum við þing- menn Reykjavfkur- og Reykja- nesskjördæma og reyna þannig að tryggja að tekið verði tillit til sjónarmiða þéttbýlisins á suð- vesturhorninu við endanlega gerð nýrra raforkulaga. Jafnframt munu fyrirtækin áfram vinna sameiginlega að þessum málum. Tölvufræðslan fær vottun Tölvufræðslan á Akureyri hefur fengið vottun sem prófmiðstöð fyrir hið samevrópska EDCL- skírteini sem á íslensku er kallað tölvuökuskfrteini, skammstafað TOK. Mikilvægi skírtcinisins felst ekki síst í því að það er veitt á grundvelli samræmdra alþjóð- legra prófa og opnar tækifæri fyr- ir Islendinga á stórum vinnu- markaði. Hagræðið fyrir atvinnu- rekendur er augljóst því með þessu geta þeir með einföldum hætti fcngið staðfestingu á tölvu- kunnáttu viðkomandi. Helgi Kristinsson, framkvæmdastjóri Tölvufræðslunnar, segir það vissulega mikla viðurkenningu að fá vottun sem prófmiðstöð fyrir hið evrópska tölvuskírteini. Tölvufræðslan hefur starfað frá árinu 1988 og leggur áherslu á fjölbreytt og hagnýtt nám í ýms- um tölvu, - viðskipta- og tungu- málagreinum. Höfuðslöðvar skólans eru að Furuvöllum 13 á Akureyri en Tölvufræðslan hefur einnig haldið námskeið á yfir 30 stöðum á landinu. Auk þess að þróa eigin námskeið og kennslu- gögn hefur skólinn haldið fjöl- mörg námskeið fyrir fyrirtæki og sléttarfélög sem eru þá sniðin að þörfum þeirra.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.