Dagur - 10.05.2000, Qupperneq 17
MIDVIKUDAGVR 10. MAÍ 2 0 0 0 -17
tLANDINU
Þráum að ala upp böm
„Ég er ekki á móti umræðum en það verður að bera virðingu fyrir lífi fólks,
segir Felix Bergsson.
Felix Bergsson gleðst
yfirgóðum viðtökum
leikritsins Hins fiill-
komnajafningja sem
fiallarum lífsamkyn-
hneigðra og hann
gleðst líka yfir nýjum
lögumfráAlþingi.
Hinsvegar er hann
ekki ánægðurmeð um-
ræðuna ífjölmiðlum
síðustu daga.
„Eg efast um að fjölskyldur í
þessu Iandi mundu almennt
þola það að á þær væri ráðist í
útvarps-og sjónvarpsþáttum,
kvöld eftir kvöld, á svipaðan hátt
og gert var við okkur. Eg er ekki
á móti umræðum en það verður
að bera virðingu fyrir lífi fólks,“
segir Felix og heldur áfram:
„Okkur er borið á brýn að við
séum að leggjast á börnin okkar,
smita þau af alnæmi og svo
framvegis. Það er óþolandi að
þurfa að sitja undir þessu.“
Felix býr í fallegu húsi við
Vesturgötuna í Reykjavík, ásamt
manni sínum, Baldri Þórhalls-
syni og tveimur börnum þeirra
frá fyrri hjónaböndum, átta og
tíu ára. Felix segir börnin aldrei
hafa orðið fyrir aðkasti af hálfu
skólafélaga sinna vegna heimil-
isaðstæðna sinna enda hafi þau
hlutina á hreinu og ekkert að
fela. Það sé hinsvegar sárt þegar
aðkast komi úr fjölmiðlum
landsins, frá fullorðnu fólki,
jafnvel í ábyrgðarstöðum. „Fólk
verður að athuga að þetta snert-
ir ekki hara okkur heldur líka
fjölskyldur okkar, fólk sem
stendur okltur nærri og það
skiptir máli hvernig hlutir eru
fram settir."
Flann segir Ómegastöðina
kapítula útaf fyrir sig og furðar
sig á að leyfi skuli fást til að reka
útvarpsstöð sem gangi fram með
slíku offorsi gegn einum hópi í
samfélaginu. „Mundum við Ieyfa
nýnasistum að stofna hér stöð
til að úthrópa innflytjendur í ís-
lensku samfélagi? Nei við leyf-
um ekki rasískar umræður í okk-
ar fjölmiðlum og það eru komin
lög í Iandinu sem banna árásir á
okkur samkynhneigða á grund-
velli kynhneigðar okkar. Það er
spurning hvort það er ekki kom-
inn tími til að láta reyna á þau
lög fyrir dómstólum.“
Þetta var góður dagur
Felix kveðst afar ánægður með
lagasetningu þingsins nýlega þar
sem samkynhncigðum veitist
heimild til ættleiðingar harna
maka sinna. „Þetta var góður
dagur, ekki bara fyrir samkyn-
hneigða heldur alla sem unna
mannréttindum og vinna að
þeim málum. Mér finnst það
mikilvægt í sambandi við um-
ræðuna á Alþingi að í fyrsta sinn
fór fólk fyrir alvöru að horfa á
okkur samkynhneigða sem fjöl-
skyldur, sem við erum. Að við
eigunt börn og erum uppalend-
ur.“
Aðspurður segist Felix þó geta
átt von á að með opnari umræð-
um og minnkandi fordómum
horfist fólk í augu við kynhneigð
sína fyrr á lífsleiðinni og það
fækki hjónaböndum þeirra og
gagnkynhneigðra. Börn verði þó
til með ýmsum hætti. „Við sam-
kynhneigðir erum ekkert öðru-
vísi en aðrir að því Ieyti að við
eigum sömu þrá um að eignast
börn og fá að ala önn fyrir þeim.
Við erum heldur ekki öðruvísi
en aðrir foreldrar að því leyti að
við drögum ekki börn inn í okk-
ar svefnherbergi."
Flann viðurkennir að ótrúlegar
breytingar hafi orðið á aðstæð-
urn samkynhneigðra á Islandi á
síðustu árum. „Við erum framar
mörgum þjóðum að þessu leyti.
Danir hafa þó þegar samþykkt
samskonar Iög og hér var verið
að undirrita og Hollendingar
tóku skrefið alla leið og leyfa
frumættleiðingu. „
Ljúfsár, fyndin og hræðileg
Felix segir leikrit hans Hinn full-
komna jafningja framlag hans til
að opna umræðuna um líf sam-
kynhneigöra á vitrænum nótum
og veita fólki innsýn inn í það án
þess að tala í predikunartóni.
„Eg var eitt og hálft ár að skrifa
þetta verk og vann mjög náið
með Kolbrúnu Halldórsdóttur
leikstjóra allan tímann. Eg
hregð mér þarna í 5 gerfi og sag-
an er allt frá því að vera ljúfsár
og fyndin til þess að vera hræði-
Ieg.“
Hinn fullkomni jafningi var
frumsýndur í janúar 1999 og
sýningar áttu upphaflega bara
að verða sex en viðtökurnar voru
þannig að þær urðu 18.“Það
komu 5000 manns og við hætt-
um fyrir fullu húsi en það stóð
alltaf til að byrja aftur," segir
Felix og bætir við að sýningin sé
tæknilega flókin og því sé ekki
einfalt að ferðast með hana. Þó
sé búið að setja hana upp í Fær-
eyjum, Noregi og London og
Bandaríkjamenn, Danir og Ástr-
alir hafi sýnt henni áhuga. „I
Astralíu er haldin stór hátíð
samkynhneigðra á hverju sumri
og það gæti hugsast að Jafning-
inn færi á þá hátíð. Svo er mein-
ingin að fara aftur til Bretlands í
haust. Þar sýndum við fimm
sýningar í vor og það var uppselt
á allar“
Aður en haldið var til London
sýndi Felix Jafningjann á ensku
hér í Reykjavík og þangað var
boðið blaðamönnum frá bresku
pressunni. Hann segir þá hafa
verið afar ánægða með komuna
hingað og þótt athyglisvert í
hvaða fanægi málefni samkyn-
hneigðra væru hér á landi. „Þeir
voru ánægðir með að koma inn
á heimilið okkar og hitta börnin
og foreldra okkar. Borgarstjórinn
bauð þeim í Ráðhús Reykjavíkur
og lýsti yfir stuðningi vdð það
sem við erum að gera. Það þótti
þeim mjög athyglisvert. Fólk í
slíkum stöðum í Bretlandi hefur
ekki verið jafn jákvætt. Þess má
líka geta að Menntamálaráðu-
neytið hefur stutt við bakið á
sýningunni okkar frá byrjun. Allt
þetta er mjög mikilvægt."
Sumarhátíð
Fyrsta sýning á Hinum full-
komna jafningja núna verður
þann 12. maí í Islensku Oper-
unni. Hún verður bæði á ís-
lensku og ensku og er liður í há-
tíðahöldum vegna Hinsegin
daga (Gay Pride) sem haldnir
verða í ágúst. Felix lýsir þeim
hátíðahöldum: „Við fáurn hingað
lciksýningu frá Astralíu í lok
þessa mánaðar og sýnum þá líka
Hinn fullkomna jafningja á
ensku. í kjölfarið verða ýmsar
samkomur í sumar sem er ætlað
að hita upp fyrir „Hinsegin
heigi“ í ágúst þar sem aðal há-
tíðin verður á Ingólfstorgi. Það
er mikilvægt fyrir okkur að hitt-
ast, skemmta okkur saman og
stilla saman strengina og það er
líka mikilvægt að fólk viti að viö
séum til og erum hluti af þessu
samfélagi.“ GUN.
IMENNINGAR
LIFIB
Margrét
Eiísabet Ólafsd
Lfkafyrirböm
Það styttist í Lista-
hátíð í Reykjavík og
miðasala í fullum
gangi. Hér hefur
áður verið minnst á nokkra er-
lenda listamenn sem von er á til
landsins á hátíðina, en því má
ekki gleyma að hérlendir lista-
menn koma líka við sögu. Is-
lenski dansflokkurinn sýnir
Auðun og ísbjöminn eftir
Nönnu Olafsdóttur á Leiklistar-
hátíð bamanna, en
þar verða einnig
flutt t\'ö leikverk
innblásin af fs-
Ienskum fombók-
menntum. Böðvar
Guðmundsson
studdist við Völs-
ungasögu þegar
hann ritaði
Prinsessan í hörp-
unni fyrir Leik-
brúðuland og Þór-
arinn Eldjárn hefur gert sér lítið
fyrir og fært Völuspd í aðgengi-
legan húning fyrir stálpuð börn
og unglinga. Þessar sýningar
Leiklistarhátíðar barnanna
verða dagana 20. maí til 1. júní
í Borgarleikhúsinu, Tjarnarbíói
og Möguleikhúsinu.
Leikbrúðulanc
sýnirnýtt verk
eftir Böðvar
Guðmunds-
son.
íslensk tónskáld
Islensk tónlist mun einnig
skipa veglegan sess á Listahátíð
í ár. Islensk sönglög úr leikhúsi í
100 ár verða flutt í Þjóðleikhús-
inu á dagskránni Ilvert örstutt
spor 20. og 23. maí en aðrir
tónleikar verða í Salnum í
Kópavogi. Hinn framsækni tón-
listarhópur Caput og hin virta
Kammersveit Reykjavíkur ætla
bæði að einbeita sér að verkum
íslenskra tónskálda, hópurinn á
tónleikum 31. maí og sveitin
þann 5. júní. I Salnum verða
einnig tónleikar með íslenskum
einsöngvurum þann 30. maí þar
Óvænt sóknarfæri?
f föstudagsblaði Dags í viku hverri
er lítill og sakleysislegur þáttur þar
sem fólk er spurt um hvað það
hyggist taka sér fyrir hendur um
komandi helgi. Allflestir taka því
vel að svara þessari spurningu og
segja allt af létta, en einstaka mað-
ur biðst undan. Og það af ástæðu
sem svo sannarlega verður til þess
að vekja mann til umhugsunar um
hvernig ástatt sé orðið í þessu
þjóðfélagi. Sumir veigra sér nefni-
íega við að segja frá því að þeir
ætli í leikhús, sumarbústað eða
eitthvað slfkt, af ótta við að lesa
megi að hús þeirra standi mannlaus og
séu þar með kjörinn vettvangur fyrir inn-
brotsþjófa.
Streitukennt borgarliiið
Þjóðfélagið er auðvitað orðið sjúkt þegar
ástandið er einsog hér er að framan lýst,
að fólk geti ekki brugðið sér af bæ án þcss
að eiga á hættu að eigum þess hafi verið
stolið eða þær skemmdar á meðan. Ætla
má að í afar mörgum tilvikum sé það fólk
sem svo víða gerir sig heimakomið
eiturlyfjaneytendur, sem eru að
leita sér að þýfi til þess að selja og
Ijármagna með því neyslu sfna.
Mikilvægt er að það takist að hafa
hendur í hári þessa rumpulýðs. En
mál þetta verður þó fyrst og fremst
til þess að vekja upp samfélagsleg-
ar spumingar, til dæmis þær hvort
einkenni borgarsamfélagsins séu í
Reykjavík orðin slík að borgin sé
ekki jafn eftirsótt til búsetu og
áður.
Byggð í landinu þróast að vísu
svo enn um stundir að íbúum á
Reykjavíkursvæðinu Ijölgar stöðugt og
ekkí færri en tvöþúsund manns Ilytja
þangað utan af landi á ári hveiju. En svo
segir mér hugur að á þróun þessari geti
farið að hægja og straumurinn aftur farið
að liggja út á land. Hugsun nútímafólks er
nefnilega að verulegu leyti bundin þvf að
geta lifað við öryggi og vellíðan. Streitu-
kennt borgarlífið bíður í fæstum tilvikum
uppá slíkan munað.
MENIMINGAR
VAKTIN
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
/ Reykjavík. Þróun mála á
Reykjavíkursvæðinu hefur
verið að skapa tandsbyggð-
inni óvænt sóknarfæri sem
ber að nýta.
Reykjavík fyrir efaafólk?
En þó fólk hafi orðið einhveija peninga
handa á milli þá er ekki þar með sagt að
þeir séu ótakmarkaðir. Að því er fram
kemur í fasteignaauglýsingum virðist það
ekki vera fyrir nema efnafólk að búa á SV-
horni landsins, og er það í samræmi við
þróunina einsog hún gerist víða erlendis;
að ríka og fi'na fólkið býr f borgunum,
einmitt þar sem glæpatíðnin er mest, en
millistéttin fremur í úthverfum eða úti á
landi. I æ ríkari mæli og á sífellt fleiri svið-
um verður stjórnarstefnan í Iandinu til
þess að skerpa á því að tvær þjóðir búi í
landinu.
Oft hef ég í pistlum þessum Iýst yfir
svartsýni minni á þróun mála á lands-
byggðinni. En ég held þróun mála á
Reykjavíkursvæðinu sfðustu misserin hafi
í raun verið að skapa landsbyggðinni
óvænt sóknarfæri, sem stjómvöldum og
þeim sem hafa að atvinnu að efla lands-
byggðina ber að nýta. Er þetta þó sagt
með fyrirvara um hve miklu slíkar stofn-
anir geti komið í verk; almenn þjóðfélags-
leg þróun og straumur tímans ræður hér
mestu og elja fólksins sjálfs og útsjónar-
semi þess. sigurdur@dagur.is