Dagur - 27.05.2000, Side 9

Dagur - 27.05.2000, Side 9
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000- 25 ^LÍrJLi 1 LAjJDJjJU J Ein frægasta bygging Mario Botta er bústaður í Cadenazzo í Sviss. Erskine í hópinn, en þetta er í fyrsta skipti sem efnt er til samkeppni fyrir sýning- una. „Mér fannst þa'' viðeigandi því Island e Iítið land og það va áhugi fyrir því hji Arkitektafélagi ís lands,“ segir Kirster ánægð með niðurstöð- una. „Ég hef einnig boðið ungum dönsk- um arkitekti, Karina Tengberg, sem full- trúa kynslóðar fram- tíðarinnar á sýning- una á Kjarvalsstöð- um. Kirsten stefnir á að næsti áfangastaður Garðhúsabæjarins verði Bandaríkin, en hún er einnig með aðra farandsýningu í gangi á verkum Frank O. Gehry sem upp- haflega var sett upp í Louisiana safninu í Danmörku. Þá er Kirsten Kiser ritstjóri vefsíðunnar www.arcspace.com þai sem hægt er að finm allt um byggingarlis samtímans, auk heit ustu arkitektafréttanna, líka frá fslandi. — MEÓ Alvaro Siza teiknaði Serralaves nUtimatismsa,,,,. í Porto sem opnaði fyrir ári siöan. Sjú einnig „Garðhús íslenskra harna' ímið- opnu. vetrardögum,11 segir Hjördís. „Síðan er hægt að fara upp stiga, sem liggur utan um arin- inn, upp á aðra hæð, þar sem líka eru sæti. Úr þeim má horfa upp í himinninn á stjörn- ur, norðurljós eða miðnætur- sólina, í gegnum kúpt glerþak.11 „Efri hæðin er til að nota þegar veðrið er fallegt," áréttar Dennis. „Garðhúsið á að endurspegla andstæðumar í okkur. Við erum inni í okkur í myrkrinu og kuld- anum á vetuma, en gægjumst út úr skelinni á vorin." í stuttu máli endursjieglar húsið hugmyndir okkar íslendinga um notalegheit. Flytur út „Þetta er ekki beinlínis hús sem þú myndir byggja við hlið- ina á karöflugarðinum þínum, heldur er það meira hugsað sem athvarf frá amstri dags- ins,“ segir Hjördís. „Hér áður fyrr var garðhúsið ástæða til að komast út úr borginni, þó fólk hafi líklega fengið skikann að hluta til vegna kreppunnar. Hann var því líka hvatning til fólks um að bjarga sér.“ „Garðhúsið okkar hefur verið byggt í fullri stærð fyrir sýning- una á Kjarvalsstöðum, en verð- ur sett upp eins og það sé enn í byggingu," segir Dennis. „Þannig sést hvernig það er gert. Þegar sýningunni lýkur verður það sent út til Dan- merkur í garð f Vallensbæk, utan við Kaupmannahöfn, og sett þar upp með garðhúsum hinna arkitektanna." A sýningunni verður húsið sjálft sett upp í miðrými Kjar- valsstaða, en módelið af því og öllum hinum húsunum ásamt teikningum arkitektanna og myndböndum frá Vallensbæk og af ekta dönskum garðhúsa- bæ verða í Vestursalnum. - MEÓ Markmiðið fráleitt að „Ég lít svo á að með þvíað fræða aimenning og skólanemendur um þeirra nánasta umhverfí séum við að styrk/a byggðirnar. Við skulum ekki gleyma því að skólar eru afar áhrifamiklir í allri mótun ungs fólks," segir Bragi Guðmundsson. mynd: sbs. rækta heimóttir Bókin Líf við Eyjafjörð kemur út í haust. Fjörðurinn fagri í brennidepli og fræðsla fyrir skólanema jafnt sem almenning. Grenndarkennslu ber að auka, segir ritstjóri bókarinnar. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á gerð bókar- innar Líf í Eyjafirði sem fjöl- margir vísinda- og fræðimenn skrifa undir ritstjórn Braga Guðmundssonar, dósents við kennaradeild Háskólans á Ak- ureyri. í bókinni er fjallað um líf í og við fjörðinn, það er frá botni hans og upp á efstu brúnir - svo sem um líf örvera, sjávarvera, dýra, plantna og fugla, en einnig um byggðir og mannlíf, minjar og bækur. „Bókin er fræðibók en hún á einnig að vera aðgengileg öll- um almenningi sem vill vita meira um lífið við fjörðinn. Við viljum ná til sem flestra með þessu riti og vonumst til að það komi að góðum notum í skóla- starfi á öllum stigum. Ég hef ævinlega talað fyrir því að þátt- ur grenndarkennslu sé aukin og menn hugi vandlega að því hvaða viðfangsefni eru valin í skólum landsins. Það er eðlileg og sjálfsögð námsaðferð að vinna út frá sínu nánasta um- hverfi þegar það er hægt,“ sagði Bragi, þegar blaðamaður Dags ræddi við hann um gerð þessarar bókar. Að efla siálfsvitund íbúa tiltekins byggðarlags Höfundar bókarinnar eru alls 22, hver sérfræðingur á sínu sviði og allir búsettir á Norður- landi. Fyrsta vinna við bókina hófst fyrir um ári, en hug- myndina segir Bragi vera mun eldri: „Ég veit ekki til þess að bók sambærileg þessari hafi nokkru sinni verið gefin út áður vegna þess að hún gengur út frá hugmyndafræði og mikil- vægi grenndarinnar. Hér reyn- um við að skilgreina mikilvægi þess að efla sjálfsvitund íbúa tiltekins byggðarlags og styrkja þá til búsetu með því að fjalla nákvæmlega um umhverfi þeirra og leggjum upp raun- veruleg dæmi um hvernig hægt er að vinna með það. Það hafa- vissulega komið út allmargar bækur sem fjalla jöfnum hönd- um um náttúru og menningu, landslag, sögu og sérkenni ein- stakra svæða. Dæmi um slíkt eru Ferðabók Eggerts og Bjarna, margvísleg skrif Þor- valdar Thoroddsens, Landið þitt ísland og Arbækur Ferða- félags fslands. Slíkar bækur eru dýrmætar og þær standa svo sannarlega í baksviði okkar bókar.“ Um margt má fræðast með því að skoða það sem nærri er, segir Bragi og nefnir þar Akur- eyri sem dæmi. Jarðfræðin verður til dæmis, að hans sögn, mörgum sem opin bók með því að skoða hvalbökin; jökulsorfn- ar klappir í Gerðahverfinu á Brekkunni á Akureyri. „Götu- nöfnin segja líka sína sögu um þennan gróðursæla stað, nöfn eins og Bjarkarstígur, Espi- lundur og Birkilundur. Þórunn- ar- og Helgamagrastræti eru einnig til, nefnd eftir land- námsmönnum Eyjafjarðar, og svo framvegis. Þá er gönguferð um Krossanesborgir hrein og bein kennslustund í náttúru- skoðun og í kafla sínum og JónsMagnússonar um fuglalíf leiðsegir Sverrir Thorstensen lesendum um svæðið á einkar skýran hátt. Sé hins vegar litið í ljóð og sögur norðlenskra skálda má um margt í mannlíf- inu fræðast og þá er ég ekki bara að tala um afrek norð- lenskra þjóðskálda, heldur líka og ekki síður það sem alþýðu- skáldin sömdu og skrifuðu. Nefni ég til dæmis Kristínu Sigfúsdóttur frá Kálfagerði í Eyjafirði sem sendi frá sér vin- sæl leikrit án þess að hafa sjálf í leikhús komið, sögur og ljóð. Og svo skulum við ekki gleyma handanheimunum og þeim sögum og sögnum sem tengjast þeim um allar trissur. Þar er dýrmætur arfur sem ekki má gleymast." Skólar áhrifamiklir í allri mótun Bragi Guðmundsson segir frá- leitt að ætla að bók af þessu tagi ýti undir heimóttarleg sjónarmið. A tímum hnattvæð- ingar sé mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla vitund fólks fyrir sínu nánasta umhverfi. Vinna með staðarmenningu sé mikilvægt mótvægi og gefi fólki dýrmæta fótfestu í að mörgu leyti rótlausum heimi. „Mark- miðið er fráleitt að rækta heim- óttir. Ég lít miklu frekar svo á að með því að fræða almenning og skólanemendur um þeirra nánasta umhverfi séum við að styrkja byggðirnar. Við skulum ekki gleyma því að skólar eru afar áhrifamiklir í allri mótun ungs fólks og sjálfsagt að við- fangsefni þeirra taki meðal annars mið af þjóðfélagsað- stæðum hverju sinni, svo sem í byggðamálum. Öllum skólum ber að semja sér stefnuyfirlýs- ingu með sérstakri skóla- námskrá og mér finnst sjálfsagt að þær séu annað og meira en tilbrigði við þá aðalnámskrá menntamálaráðuneytisins sem í gildi er á hverjum tírna," segir Bragi. Kaflarnir í Lífi í Eyjafirði eru fjórtán. í þeim fyrsta er ítarleg umfjöllun um grenndarfræði og umhverfismennt en í bókar- lok eru lögð upp dæmi um hvernig nýta megi umhverfi til vettvangsferða með leikskóla- og grunnskólabörn, framhalds- skólanema og almenning. „I þessari bók reyni ég að tengja saman náttúru og menningu þessa svæðis og ég trúi því að blandan verði góð,“ segir Bragi um bókina sem verður hátt á fjórða hundrað blaðsíður og öll prentuð í lit. Rannsóknarstofn- un Háskólans á Akureyri gefur hana út með góðum styrk sveit- arfélaga við Eyjafjörð, fyrir- tækja og nú síðast frá Menn- ingarsjóði. -SBS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.