Dagur - 27.05.2000, Page 11
Xk^MT.
LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 - 27
MATARGATIÐ
Þegar fólk flytur til
framandi landa er sér-
stakur matur frá upp-
runalandinu oft eitt af
því sem það saknar.
írena Zvirblis frá Bosníu
veltir sér þó ekki mikið
upp úr slíkum vanda-
málum en er fús til að
gefa Degi smá innsýn í
matarvenjur fjölskyld-
unnar.
„Ég elska að búa til mat. Ég er
með stórt heimili og fínnst til-
heyra að elda sjálf í stað þess
að panta kannski fimm pizzur"
segir Irena. Hún er listmálari
og húsmóðir, á þrjú börn sjálf
og er dagmamma fjögurra í
viðbót. Irena er ein þeirra
flóttamanna frá fyrrum
Júgóslavíu sem sest hafa að
hér á landi og hún byrjar á að
biðjast afsökunar á því að hún
eigi engar uppskriftir frá Bosn-
íu. Astæðan er sú að þegar
hún flúði heimili sitt urðu þær
eftir eins og aðrar eigur fjöl-
skyldunnar.
Irena hefur búið hér á Iandi
í tæp þrjú ár og kveðst vera
búin að finna flestar þær mat-
vörur í verslunum hér sem hún
hafi fengið í fyrrum heima-
landi sfnu. Þó eru nokkrar teg-
undir grænmetis sem hún
saknar og reyndar finnst henni
grænmetið hér á Islandi afar
dýrt og sumt af því ekki eins
ferskt og safamikið og hún átti
að venjast. „Mjög margir rækta
sinn eigin matjurtagarð í Bosn-
íu og eru alltaf með ferskt
grænmeti á borðum en ég og
mín fjölskylda bjuggum samt
ekki við þannig aðstæður,“ seg-
ir hún. Þegar spurt er um sér-
stakar tegundir sem séu í met-
um hjá fjölskyldunni nefnir
hún strax papriku. „Við notum
papriku mjög mikið við matar-
gerð, bæði gefur hún gott
bragð og er auk þess Iitsterk og
lystaukandi."
Rauðar, grænar, gular
Sem dæmi um góðan rétt þar
sem paprikan er í lykilhlutverki
gefur hún eftirfarandi lýsingu:
„Við tökum nokkrar paprik-
ur, rauðar, grænar eða gular,
og skerum ofan af þeim. Síðan
hrærum við saman nautahakk
og svínahakk, jafn mikið af
hvoru, ásamt söxuðum lauki,
salti, pipar og paprikukryddi.
Þessu kjötdegi troðum við ofan
í paprikurnar.Setjum svo mat-
arolíu í pott, hrærum hveiti út
í °g þynnum með vatni og
tómatkrafti (ekki tómatsósu).
Ofan í þessa sósu setjum við
paprikurnar með hakkinu og
sjóðum í um það bil klukku-
tíma.“
Mikið hvítkál
Irena segir kálböggla vera ekta
júgóslavneskan mat og þar er
kálið aðalatriðið því hún talar
um að allt að þrír stórir hvít-
kálshausar fari f einn slíkan
rétt og þeir eru ailir teknir
sundur, blað fyrir blað. Að
öðru Ieyti er hráefnið það
sama og sett var í paprikurnar
en búnar eru til litlar kjötrúll-
írenu þykir gaman að búa til mat handa sér og sínum en hún á engar uppskriftir því þær urðu eftir þegar hún flúði heimili sitt. - mynd: pjetur
ur úr deginu og settar efst á
kálblað sem síðan er rúllað
utan um þær. Allt sett í pott
með litlu vatni og soðið.
Irena kveðst hafa alist upp
við að nota kálfakjöt í meira
mæli en hér er gert og segist
aðeins einu sinni hafa hitt á
það hér f verslun. Hún saknar
þess Iíka að fá ekki litla grísi til
að grilla í heilu lagi. „Það er
siður þegar haldnar eru veislur
í Júgóslavíu til að fagna nýju
ári, merkisafmæli brúðkaupi
eða öðrum slíkum áföngum,
segir hún.“
Hún viðurkennir að hafa
stundum verið búin að kaupa
ýmsa matvöru hér sem fjöl-
skyldan var ekki ýkja hrifin af,
áður en hún hitti á rétta
bragðið. Hún nefnir til dæmis
sinnep og kæfu. „Við vorum
glöð þegar við fundum skóla-
kæfuna, hún er lík þeirri sem
við þekkjum frá Júgóslavíu.11
Bakar brauð
og býr til kotasælu
írena bakar brauð sjálf og er
látin bíða í hálftíma og tfminn
notaður til að mylja 1 kg. af
hnetum í kvörn. Nú eru
skornar kökur úr deginu und-
an stórum diski, olíu smurt á
þær og hnetunum og smávegis
af sykri stráð yfir. Þannig eru
kökurnar settar hver ofan á
aðra og hnetur á milli svo úr
verður nokkurs konar lagkaka
sem bökuð er í um það bil 40
mínútur. Meðan því fer fram
er 1 kg. sykur og svolítið vatn
soðið saman í potti í hálftíma
og þegar kakan er bökuð þá er
sýrópinu úr pottinum hellt yr’ir
hana. Kakan dregur í sig allt
sýrópið.
Síðasta umræðuefnið er
kaffið og þá kemur í ljós að
Irena er farin að afvenjast
bosnísku kaffi. „Við drukkum
niest svokallað tyrkneskt kaffi
í Bosníu, svellþykkt og rót-
sterkt. Frændi okkar sendi
okkur þannig kaffiduft hingað
en þá brá svo við að mér
fannst það alltof sterkt. Núna
drekk ég bara neskaffi."
- GUN
einmitt með stóran nýbakaðan
hveitibrauðhleif þegar viðtalið
fer fram á heimili hennar.
Hún gefur að smakka - með
kotasælu sem viðbit. Einstak-
lega gott.
„Við notum mikið
kotasælu því hana
þekkjum við frá
Bosníu. Þessi er
keypt en ég bý hana
líka stundum til,“
segir hún og lýsir að-
ferðinni við það. „Ég
kaupi fjóra lítra af nýmjólk og
hræri smávegis af jógúrt út í
hana. Hita mjólkina við mjög
vægan hita og þegar hún er
orðin heit fer ég með hana út á
svalir til kælingar. Þar Iæt ég
hana bíða í átta klukkutíma og
eys henni þá á sigti. Mysan
lekur af og eftir verður ostur
sem smakkast mjög líkt kota-
sælu úr dós en er ennþá betri.“
Hún bætir því við að svona
draflaostur sé líka hollur fyrir
magann og meltinguna.
Irena kann að meta íslensk-
an fisk en kveðst vanari öðrum
tegundum frá Júgóslavíu. „Þar
er svo mikið af ám og vötnum
og úr þeim kom megnið af
þeim fiski sem við borðuðum
þar.“ Hún segist matreiða fisk-
inn á ýmsan hátt en algengasta
aðferðin sé að steikja
hann í olíu á pönnu.
Oft býr hún Iíka til
grænmetis og kjöt-
súpur úr því sem hún
hefur við hendina
hverju sinni.
Bakklava
er bosnísk kaka
Að lokum lýsir hún sérstakri
köku sem er einkennandi fyrir
Júgóslavíu. Kakan heitir
Bakklava og Irena segir móður
sína vera snilling í að búa hana
til.
„Deigið er úr hveiti, vatni og
salti og það er hnoðað vel sam-
art. Það fer svona 0,5 kg af
hveiti í hverja köku. Síðan er
það flatt út mjög þunnt í stóra,
stóra köku. Hún er teygð út
eins og hægt er. Þannig er hún
Paprikan litsterk
og lystaukandi