Dagur - 27.05.2000, Side 14
LÍF OG HEILSA S
fTÍIlT
LAUGARDAGUR 27. MAI 2000
Nauðsynlegt er að
beita líkamanum
rétt við vorverkin í
garðinum. Margur
flaskar þó á því og
fær illilega í bakið -
eða lendir í öðrum
vandræðum.
„Við garðyrkjustörfin eigum
við fyrst og fremst að hugsa
um heilsu okkar sjálfra og
huga svo að gróðrinum,
þannig að við getum notið
hans í ellinni," segir Heim-
ir Björn Janusarson, for-
maður Félags garðyrkju-
manna. Margir hafa brennt
sig illilega á því að beita
líkamanum rangt eða illa
við vorverkin í garðinum og
á það jafnt við um garð-
yrkjumenn og eins það fólk
sem vinnur í eigin garði.
En hvað ber helst að varast
í þessu sambandi?
Það ber margt að hafa i huga við garðyrkjustörfin. „Við umhirðu blómabeða ætti fólk líka að
kappkosta að skríða á fjórum fótum við beðin, fremur en að vera álútt eða á hjánum. Þannig
verður áreynslan á bakið minni, “ segir Heimir B. Janusarson, formaður Fétags garðyrkjumanna.
mynd: e.ól.
„Samkvæmt
þeim tölum sem
við höfum fengið
þá voru 67% fé-
lagsmanna okkar
frá vegna bak-
meiðsla í fyrra,
einn dag eða
fleiri. Við garð-
yrkjumenn segj-
um stundum í
gamni að enginn
sé orðinn full-
vígður inn í stétt-
ina fyrr en hann
er búinn að fá
illilega í bakið.
Þó er þetta ekk-
ert gamanmál,
það veit ég sjálf-
ur eftir að hafa
fengið minn
skammt. I fyrra
lá ég til dæmis í
rúminu í þrjár
vikur eftir að
hafa fengið slæmt
þrusabit í bakið,"
segir Heimir, sem
bætir því við að
garðyrkjumönn-
Líkamsbeiting
er lykilatriði
Á fjórum fótum við beðin
„Við segjum stundum að meginmáli
skipti að menn vinni með lærunum og
höfðinu," segir Heimir. „Þar á ég við að
menn hugsi svolítið um það sem þeir eru
að gera og séu síðan beinir í baki við
störf sín og forðist að reyna á það, en láti
hins vegar þungann sitja í rass- og lær-
vöðvum. Fólk ætti til dæmis aldrei, þeg-
ar það mokar með skóflu í hjólbörur, að
vinda uppá líkamann, eins og sumum
hættir til að gera, heldur á fólk alltaf að
geta horft á hlassið sem mokað er úr - og
síðan á fólk að taka hliðarskref og hvolfa
svo úr skóflunni í börurnar. Við umhirðu
blómabeða ætti fólk líka að kappkosta að
skríða á Ijórum fótum við beðin, fremur
en að vera álútt eða á hnjánum. Þannig
verður áreynslan á bakið minni.“
Um önnur ráð segir Heimir að mikil-
vægt sé að góð verkfæri séu valin. Sköft-
in nógu löng, hjólbörur þurfi að vera af
réttri stærð miðað við þann sem þær
keyrir og skóflur og kantskerar nógu
beittir. Heimir ítrekar þó að það séu ekki
verkfærin sem séu grundvallaratriði,
heldur það að líkamanum sé rétt beitt.
Þursabit í bakið
Félag garðyrkjumanna hefur á undan-
förnum árum staðið fyrir námskeiðum
fyrir sína félagsmenn um rétta líkams-
beitingu en á því hefur verið brýn þörf.
um sé einnig ráðlagt að stunda einhverja
Iíkamsrækt - enda skipti það miklu máli
að vcra í góðu formi í þessu starfi þar
sem mikið reynir á Iíkamann.
Annað sem Heimir B. Janusarson legg-
ur líka áherslu á er að fólk leiti til fag-
manna með úðun eiturefna á trjáplönt-
ur. „Þeir hafa bæði rétta búnaðinn og
eru í þeim hlífðarfatnaði sem þarf. Við
úðunina eru notuð hættuleg efni sem er
ekki beint heppilegt að fari í mannslík-
amann. Því er virkilegrar aðgátar þörf
þegar þcssi eitraði kokteill er í annan
stað,“ segir Heimir.
-SBS.
Heilsumolar
Alfaalfa Auðug af vítamínum
Hinn virti líffræðingur Frank Vouer hef-
ur gefið alfaalfa viðurnefnið „græðarinn
mikli“ en hann komst að því að hin
grænu Iauf þessarar merkilegu belgjurtar
innihalda átta ómissandi ensím. Einnig
innihalda þau um 8000 ae. af A-vítamíni
og 20.000 til 40.000 af K-vítamíni í
hverjum 100 g. Alfaalfa er auk þess góð
uppspretta B6 og E-vítamína og inniheld-
ur nægilegt D-vítamín og fosfór til að
tryggja vaxandi börnum sterk bein og
tennur.
Læknar hafa notað alfaalfa við meðferð
magakvilla, uppþenslu, átumeina og lyst-
arleysis af því það inniheldur U-vítamín
sem einnig fyrirfinnst í hráu hvítkáli.
Einnig er alfaalfa gott hægðalyf og nátt-
úrulegt þvagræsilyf.
Undraverðir eiginleikar
hvítlauks
Hvítlaukur inniheld-
ur kalíum, fosfór,
dágott magn af B- og
C-vítamínum, auk
kalsium og hvítu-
efna. Hann virðist
hafa undraverða eig-
inleika. Við Vínarhá-
skóla kom f ljós að
hjá 40% sjúklinga
hafði blóðþrýstingur
Iækkað verulega eftir
að þeir fengu hvít-
lauk og hann hefur
einnig reynst áhrifa-
ríkur við að hreinsa
umfram sykur úr
blóði. Að auki er sagt
að hann ráði bót á
inflúensu, hálsbólgu og lungapípustíflun.
Hvítlauk sem bætiefni er best að taka í
perluformi. I þeim eru hinar mikilvægu
hvítlauksolíur en þær valda ekki hinni
frægu hvítlaukslykt þar eð þær leysast
upp í meltingarveginum en ekki magan-
um.
Yucca góð við gigt
Eyðimerkurplantan Yucca hefur verið
notuð í aldaraðir af indíánum í Ameríku
og Mexíkó við ýmsum kvillum. Læknar í
Kaliforníu mæla sérstaklega með efni úr
yuccaplöntunni við gigtarverkjum og
maga- og þarmavandamálum. Meðal-
skammtur er fjórar töflur á dag og þær
ættu að fást í lyfja-og heilsubúðum.
Heimild: Bætiefnabiblían
Hvítlaukur er allra
meina bót
Það ber alltaf
a goma
Meira að segja skjaldbökur stunda kynlíf
Mannskepnan
hefur víst nokkr-
ar grunnþarfir
sem hún verður
að sinna til að
tóra. Þetta get-
um við verið
sammála um
held ég. Þarfirn-
ar tengjast t.d.
áti og svefni og
svo að sjálfsögðu
kynlífi, en svo
skemmtilega vill til að það er ein
af mínum uppáhaldsþörfum. En
kynþörfin sem býr.í okkur öllum
á oft á tíðum undir högg að sækja
°g er gjarnan uppspretta alls
konar vitleysu og leiðinda. Við
höfum öll gaman af kynlífi, þeir
sem eru svo stálheppnir að hafa
fengið fullnægingu vita að það er
fátt sem jafnast á við slíka sælu-
bylgju sem gagntekur líkama og
sál en samt getum við ekki talað
almennilega um þetta sammann-
lega áhugamál okkar án þess að
roðna, flissa eða hreinlega fá
blygðunarkast og reiðast bölvuð-
um perrunum sem voguðu sér að
impra á slíkum ófögnuði. Stund-
um gerist það þó að fólki tekst að
spjalla um kynferöismál á frjáls-
legum og til þess að gera hispurs-
lausum nótum og þá er nú gam-
an. Að mér vitandi er aðeins einn
hópur tii á fslandi sem kemur
reglulega saman til þess beinlínis
að ræða um kynlíf sem sameigin-
Iegt áhugamál. Þetta er BDSM
félagið - félag þeirra sem hneigj-
ast að bindi- og drottnunarleikj-
um, sadó- og masókistaleikjum
eða munalosta. Það má
kannskisegja að þessi félagsskap-
ur sé kynferðislegur jaðarhópur,
rannsóknir segja okkur að sirka
15% þeirra sem eru kynferðislega
virkir hafi einhvern tíma stundað
einhvers konar kynlíf sem getur
kallast BDSM kynlíf og 50% hafa
einhverja hugaróra þar að lút-
andi, en þessir umræðufundir
eru sannarlega til fyrirmyndar.
Konugaman
Um daginn varð ég fyrir þeirri
skemmtilegu reynslu að taka þátt
í samkomu þar sem komnar voru
saman tuttugu konur í þeim til-
gangi að skoða og kaupa ýmis
leikföng ætluð til auðgunar kyn-
Iífs og holdsins nautna. A staðn-
um voru sirka 50 mismunandi
tegundir kynlífsleikfanga - titrar-
ar af öllum stærðum og gerðum,
limhringir, gervisköp, náttúru-
lega lagaðir gúmmílimir, titrandi
egg, sturtuleikföng, endaþarms-
leikföng, hitagel, géblettstól, titr-
arar með áfestibúnaði og svo ná-
kvæm eftiriíking af göndli síð-
ustu aldar sem var hluti af klám-
myndaleikaranum heitna John
Holmes. Sem við sátum þarna og
skoðuðum tólin í andakt og
dreyptum á suðrænum bleikum
konukokkteilum, spunnust
skemmtilegar umræður um kyn-
Iíf, tæki og tól, nautnir, fantasíur
og ég veit ekki hvað og hvað. Við
vorum auðvitað allar mættar á
svæðið með þeim formerkjum að
skoða kynlífsleikföng og sú stað-
reynd varð til þess að skapa af-
slappað andrúmsloft gagnvart
umræðuefninu forboðna. Flestar
fóru svo heim med egg, hvorki
spælt né soðið heldur titrandi á
ógnarhraða.
p.s. I dag sá ég skjaldbökur
hafa kynferðismök í dýragarðin-
um í Antwerpen.
Ragnheiðnr Eiríksdóttir er
hjúkrunarjræðingur
kynlifspistill@hotmail.com