Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 2
2 - ÞRIÐJUDAGUR 3 0. MAÍ 2 0 00 FRÉTTIR Islenskimám úti á landi í ólestri Allur gangur er á því hvort útlendingar á landsbyggðinni fái nokkra ís- lenskukennslu að gagni. Tilvilj imaxkennt er hvort erlent viimuall fái leiðsögn í íslensku. Engin framhaldsnám- skeið úti á landi. Islenskukennsla fyrir útlendinga á landsbyggðinni er í ólestri sam- kvæmt Ingibjörgu Hafstað, kennsluráðgjafa hjá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur. „Það er allur gangur á hvort þeir fá nokkra leiðsögn í íslensku," seg- ir Ingibjörg. Hún heldur því ein- nig fram að engin framhaldsnám- skeið séu í boði fyrir þá sem þegar hafa tekið byijendanámskeið í ís- Iensku. „Eg var að tala við pólska konu á Eyrarbakka í síðustu viku sem tekur öll íslenskunámskeið sem eru í boði. Það er alltaf sama námskeiðið svo nú hefur bún farið þrisvar sinnum á byrjunarnám- skeið. Eg held að svona sé þetta nánast út um allt land,“ segír Ingi- björg og bætir við að engar skyldur virðist vera gagnvart útlendingum búsettum hér á landi. „Fólkið fær ekki einu sinni upplýsingar um sín réttindi sem það getur skilið," seg- ir Ingibjörg. Algjör kaos Samkvæmt upplýsingum hjá Vinnumálastofnun er engin laga- skylda hjá vinnuveitendum gagn- vart erlendu vinnuafli varðandi ís- lenskukennslu eða upplýsingar um réttindi og skyldur. Ingibjörg er mjög óánægð með framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart erlendu vinnuafli. „Við erum að gera nákvæmlega sömu vitleysurnar og Evrópa gerði fyrir 30 árum þegar farið var að flytja inn vinnuafl héðan og þaðan. Ætlum bara að nota vinnuaflið á meðan við þurfum á því að halda og henda þeim svo út. Þetta er al- gjör kaos,“ segir Ingibjörg bætir við að menntamálaráðuneytið taki enga ábyrgð. Aðalsteinn Eiríksson deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu segir staðhæfingu Ingibjargar um ástand íslenskukennslu fyrir út- lendinga ekki íjarri lagi en vfsar gagnrýni hennar á menntamála- ráðuneytið á bug. Hann segir málaflokkinn í höndum símennt- unarstöðva víðs vegar um landið sem fái styrk af Ijárlögum. „Það er ekki skilgreind ábyrgð menntamálaráðuneytisins að hafa umsjón með íslenskukennslu fyrir útlendinga," segir Aðalsteinn og bætir við að það sé undir frum- kvæði símenntunarstöðvanna eða atvinnurekendum og verkalýðsfé- lögum á hveijum stað. Engin laga- skylda sé hins vegar að bjóða þetta fram. - ELJ E c Fjarnám í hjúkrunarfræði, leik- skólakennarafræði og „nútíma- fræði" hjá Háskólanum á Akureyri. HA semur við Vestfírðinga Undirritað var í gær samkomulag milli Háskólans á Akureyri og Fræðslumiðstöðvar Vestíjarða en samkomulagið felur í sér umsjón Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða með Ijarnámi á háskólastigi sem Háskólinn á Akureyri býður upp á. Á skólaárinu 2000 til 2001 mun HA bjóða upp á fjamám í hjúkr- unarfræði, leikskólakennarafræði og „nútímafræði" sem er 30 ein- inga nám í almennum hugvísind- um. Með samkomulaginu fellur úr gildi lyrra samkomulag skólans við Isafjarðarbæ, Heilbrigðisstofnun ísafjarðarbæjar og Framhalds- skóla Vestfjarða, en þessir aðilar munu áfram veita Ijarnámi á há- skólastigi brautargengi. — GG Ekki verður nauðsynlegt að færa innanlandsflugið tímabundið frá Reykjavíkurflugvelli til Keflavíkur I sumar eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Flugið ckJki fært tiIKetlavlkur Flugmálastjórn íslands hefur gert sérstakar ráðstafanir til þess að unnt verði að starfrækja innan- landsflug á Reykjavíkurflugvelli f allt sumar þrátt fyrir hinar um- fangsmiklu framkvæmdir við end- urbyggingu flugvallarins. Þannig verður ekki nauðsynlegt að flytja starfsemi innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar á meðan mik- ilvægar framkvæmdir standa yfir við brautamót aðalflugbrautanna í Reykjavík. Þetta er í samræmi við stefnu Flugmálastjórnar, að flugvallar- framkvæmdirnar valdi sem minnstri truflun fyrir flugfélögin, flugfarþega og ekki síst þá Reyk- víkinga sem búsettir eru í næsta nágrenni við flugvöllinn, segir í frétt frá Fiugmálastjórn I þessu skyni hefur norðaustur- suðvestur flugbraut Reykjavíkur- flugvallar verið lengd um 240 metra með grjótmulningi, þ.e. norðurendi brautarinnar skammt frá aðalskrifstofu Flugleiða hf. Flugbrautin er nú 1.200 metra löng en áréttað er að hér er ein- ungis um bráðabirgðaráðstöfun að ræða. Þessi flugbrautarlenging, ásamt þeim kosti að að nota 1.000 metra af vesturhluta nýendurbyggðar austur-vestur flugbrautarinnar, eykur notkunarmöguleika Reykja- víkurflugvallar þegar vinna við endurbyggingu brautarmóta aust- ur-vestur og norður-suður flug- brautanna mun standa yfir í tvær vikur í ágústmánuði. Þetta gerir Flugmálastjórn kleift að hafa Reykjavíkurflugvöll opinn fyrir innanlandsflug í allt sumar. Ljóst er, að í sumum tilfellum kann þó að reynast nauðsynlegt að grípa til öryggisráðstafana á borð við þungatakmarkanir á flugvélum, eða m.ö.o. að takmarka farþega- Ijölda um borð. — BÞ Stórhættulegir hrjóstahaldarar Bijóstahaldarar geta hundraðfald- að hættu á brjóstakrabbameini ef marka má niðurstöður könnunar meðal 4.700 kvenna í Ástralfu, sem athygli var vakin á í „Town- send Letter for Doctors and Pati- ends“ í október sl. og þaðan er komið í nýjasta hefti Heilsuhrings- ins. Talið er að komast mætti hjá meirihluta bijóstakrabbameina með því að konur hættu að nota bijóstahaldara. En allra hættuleg- ast virðist þó að sofa í þeim. „Klæði sem kála“ Niðurstöður könnunarinnar gáfu til kynna að bijóstakrabbi væri álíka sjaldgæfur hjá konum sem aldrei nota bijóstahaldara eins og hjá karlmönnum, sem einstaka sinnum fá bijóstakrabbamein. Hættan rúmlega 20 faldast hjá konum sem eru í bijóstahaldara hálfan sólarhringinn og brjós- takrabbi reyndist síðan 125 sinn- um algengari hjá konum sem eru í bijóstahaldara allan sólarhringinn en þeim konum sem aldei fara í slíka flík. Ástæða þessa er talin sú, að bijóstahaldarinn trufli rennsli vökvans í sogæðakerfinu, þannig að hvítar blóðfrumur (lymfósýtur) geti aðeins að takmörkuðu leyti sinnt því hlutverki sínu að leita uppi afbrigðilegar frumur. Áhuga- sömum er vísað á bókina: „Dresset to kill; The Link betveen Breast Canser and Bras“ eftir Ross Singer og Soma Grismajer, sem gerðu rannsóknina. - hei Forsetinn í Alberta-háskólaniun Forseti Islands, Oiafur Ragnar Grfmsson, flutti á sunnudaginn fyrirlestur á ársþingi kanadískra félagsvísindamanna, en það var haldið í Alberta- háskólanum í Edmonton í Kanada. Hann var einnig gestur á samkomu Islendingafélagsins þar í borg. I gær tók hann þátt í umræðum á veg- um háskólans. I erindi sínu fjallaði forsetinn um ný viðhorf og brcyttar áherslur á norðurslóðum. Úlafur Ragnar Grímsson. Fékk 200 þúsund króna kjól Bryndís Björg Einarsdóttir, sem kjörin var fegurðardrottning Reykja- v'íkur í fyrra, tók þátt í keppninni „Drottning Evrópu 2000“ um helg- ina, en hún var háð í Linz í Austurríki. Þar var hún valin „glæsidrottn- ing“ af fatahönnuðum og fékk að Iaunum sérhannaðan glæsikjól sem er metinn á um 200 þúsund krónur íslenskrar. ísfisktogari íyrir Grundfirdmga Útgerðar- og tiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði hefur undirritað samning um smíði 52 metra Iangs ís- fisktogara við kínverska skipasmíðastöð. Samningurinn er gerður með fyrirvörum um samþyldd stjórnar og fjármögnun kaupanna. Áætlað er að hið nýja skip verði tilbúið í nóvember 2001. í framhaldi af þessu mun Guðmundur Runólfsson stefna að því að selja togarann Hring SH-535, sem áður hét Hrímbakur og var geröur út af Utgerð- arfélagi Akureyringa og Heiðrúnu GK-504. — gg Almenningssamgöngui á uppleið / gær fór fram ráðstefna um almenningssamgöngur í Háskólabíói, Reykjavík. Þar kom fram í máli erlendra fyrirlesara að almenningssam- göngur verða sífellt vinsælli síðustu ár og er talið að sama þróun geti átt sér stað annars staðar í vestrænum heimi. Myndin sýnir ráðstefnugesti.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.