Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 20

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 20
20- ÞRIÐJUDAGU R 30. MAÍ 2000 AKUREYRI NORÐURLAND Elsa fflín Einarsdóttir langbest í liði Þórs/KA Kvennalið Þórs/KA í Landssíma- deild kvenna hefur leikið tvo leiki í deildinni í ár, báða, á heimavelli, tapað báðum, og báðum 3-0. Fyrri leikurinn var gegn Val og í þeim leik bjargaði Elsa Hlín Einarsdóttir, mark- vörður Þórs/KA liðinu frá stærra tapi, m.a. með því að verja víta- spyrnu í stöðunni 2-0. Sl. laugardag lék Þór/KA svo við lið Stjörnunnar og enn var það Elsa Hlín Einarsdóttir sem kom í veg fyrir að tapið yrði stær- ra með oft á tíðum frábærri markvörslu en leikmenn Stjörn- unnar voru oft á tíðum ekki nógu ákveðnar í sínum sóknar- aðgerðum og hefðu getað skorað fleiri mörk miðað við marktæki- færin og fylgt sóknunum betur, því vörn Þórs/KA var oft í mesta basli með að koma boltanum út úr teignum eftir að hafa unnið hann af sóknarmönnum Stjörn- unnar. Þorbjörg Jóhannsdóttir var einna sprækust sóknar- manna Þórs/KA, en fékk oft á tíðum litla hjálp frá miðjuleik- mönnunum sem voru algjörlega yfirspilaðar af miðjumönnum Stjörnunnar. Mörk Stjörnunnar gerðu Elfa Björk Erlingsdóttir og Justine Lorton og Steinunn Jónsdóttir úr víti. Ljóst er að Iið Þórs/KA verður í mikilli baráttu í sumar að halda sér í deildinni, en með svolítilli meiri trú að eigin getu og áræðni í sóknarleiknum, kunna að hal- ast inn stig á heimavelli. Næsti leikur liðsins er gegn FH næsta fimmtudag, uppstigningardag, en lið FH situr í neðsta sæti deildarinnar með mun lakara markahlutfall en Þór/KA. Sigur í þeim leik yrði mjög góður fyrir sjálfstraustið. — GG Frá leik Þórs/KA gegn Val í fyrstu umferö. - mynd: gg Dalvíkiiigar lágu gegn FH Tvítekin vítaspyma kom FH-ingum yfix. Dalvikingar leika næst við ÍR-inga í Breiðholtinu Dalvíkingar hefðu með smá heppni getað náð í stig í leiknum gegn FH í 1. deildinni á Dalvík- urvelli á laugardeginum. Dalvík- ingarnir komu eins og grenjandi ljón til leiks og ætlaðu að greini- lega að selja sig dýrt. Þeir upp- skáru laun erfiðisins á 26. mín- útu leiksins er Hermanni Al- bertssyni tókst að pota tuðrunni fyrir markið og þar var marka- hrókurinn Atli Viðar Björnsson mættur á hárréttum stað og skallaði í netið af öryggi. Dalvík- ingar áttu með smá heppni og kannski svolítið meiri yfirvegun tækifæri á að komast í 2-0 eftir fyrirsendingar af köntunum, en heppnin var ekki með þeim. FH-ingum tókst að jafna á 40. mínútu úr vítaspyrnu sem Hörð- ur Magnússon skoraði úr. Víta- spyrnan var dæmd á Stein Sím- onarson fyrir að fara aftan í sóknarmann FH í vítateignum. Vítaspyrnan var reyndar tvítekin þar sem línuvörðurinn taldi að Atli Rúnarsson, markvörður Dal- víkinga, hefði stigið fram er hann varði fyrri spyrnuna. Auð- vitað er þetta oft matsatriði, en samræmi í afstöðu dómara til þessa atviks er næsta lítið. Hver sér t.d. markvörð standa graf- kyrran á miðri marldínu þegar andstæðingurinn hleypur að boltanum til að spyrna eða stíga aðeins til hliðar á línunni eins og markverðirnir mega þó strangt til tekið aðeins gera. Það var svo á 60. mínútu sem Hallsteinn Arnarson skoraði sig- urmark leiksins eftir horn- spyrnu, en þá myndaðist mikil þvaga fyrir framan mark Dalvík- inga. Sókn FH hafði þá verið að þyngjast stöðugt og Dalvíkingar að draga sig aftar á völlinn. Sig- ur FH var sanngjarn, þeir voru mun meira með boltann, en tókst illa að skapa sér marktæki- færi, sérstaklega þar sem hættu- legir kantmenn þeirra fengu sér- staka aðgæslu varnarmanna Dal- víkinga í leiknum og fengu ekki að leika eins lausum hala eins og gegn KA nokkrum dögum áður. Bestur FH-inga var Heimir Guð- jónsson en Atli Rúnarsson mark- vörður í liði Dalvíkinga. Aðeins eitt gult spjald sást fara úr vasa dómarans en það fékk Orvar Ei- ríksson Dalvíkingur að sjá fyrir aftanítæklingu. — GG Krstjáni Valdimarssyni og Aðalheiði Stefánsdóttur voru faerð blóm frá ÍBA sem þakklætisvottur fyrir setu í stjórn ÍBA. Einnig færði stjórn KA Kristjáni blóm en hann hefur setið i stjórninni sem fulltrúi KA öll þessi ár. Aðal- heiður var fulltrúi Þórs. - mynd: gg Kristján og Aðalheiður úr stjóm ÍBA Þórsarar undir gegn Leikni eftir 30. sekúndur Þau Kristján Valdimarsson og Aðalheiður Stefánsdóttir hættu setu í stjórn Iþróttabandalags Akureyrar á síðasta aðalfundi þess. Kristján hefur setið í stjórn IBA síðustu 10 ár, og ávallt sem gjaldkeri. Aðalheiður hefur setið í stjórn ÍBA í tvö ár. A aðalfundinum var gerð sú breyting að stjóm er ekki kosin samkvæmt tilnefningu frá aðild- arfélögunum, heldur beinni kosningu. Formaður er Þröstur Guðjónsson, varaformaður Hall- dór Rafnsson, gjaldkeri Gunnar Kárason og meðstjórnandi Drífa Matthíasdóttir. — GG Sigifírðingar imiiu Selfyssinga 2-1, og sýndu áþreifanlega að þeir verða ekki auð- uunir á heimavelli í sumar. Þórsarar unnu Leikni í 2. deild- inni á laugardaginn á Leiknis- velli 3-1. Leikurinn byrjaði þó ekki vel hjá Þórsurum, því eftir aðeins 30. sekúndna leik var staðan 1-0 fyrir Leikni. Leiknir hóf leikinn, Þórsarar komust inn í sendingu, misstu hann aftur og boltinn barst inn í teiginn hjá Þór, ekki tókst að hreinsa frá þrátt fyrir að margmenni í teign- um, skot kom á Ijærhornið sem var varið, boltinn barst út og þar kom Agúst Guðmundsson og setti hann inn. Markið setti Þórsara nokkuð út af laginu, sérstaklega yngri leikmennina, en þeim tókst að jafna eftir hálftíma leik með marki frá Orra Hjaltalín eftir að hafa ógnað verulega um tíma. Staðan var því 1 -1 í hálfleik, en í síðari hálfleik tók Þórsliðið öll völd og var komið f 3-1 eftir um 15 mínútna leik. Fyrst skoraði Kristján Ornólfsson úr vfta- spyrnu eftir að Orri Hjaltalín hafði leikið á markmann Leilcnis sem felldi hann og síðan gerði Pétur Kristjánsson sitt fyrsta deildarmark en hann er aðeins 17 ára. Þórsarar byrja vel í deildinni, hafa unnið báða leik- ina, og mæta næst Víði á upp- stigningardag, 1. júní. Kristján Guðmundsson, þjálfari Þórs, segir að úrslit í deildinni komi ekki á óvart nema ef vera kynni sameiginlegt lið Isfirðinga og Bolvíkinga, en það hefur unnið tvo fyrstu Ieiki sína, fyrst Sigl- firðinga og síðan HK frá Kópa- vogi, en Iiðið hefur fengið þrjá nýja leikmenn. Kristján segir sig- ur Siglfirðinga á Selfyssingum 2- 1 ekki koma á óvart, þeir séu sterkir heim að sækja og þeir hafi fengið góðan liðstyrk frá KR, en þrír ungir leikmenn úr Frostaskjólinu leika með liðinu í sumar. Þetta er 3. ár Siglfirðinga í 2. deild, en þeir höfnuðu í 5. sæti deildarinnar í fyrra. Sigurður Helgason, þjálfari KS, segir stefnuna vera að fara upp f 1. deild og til þess hafi þeir alla burði. Næsti leikur KS er gegn Létti á gervigrasvellinum f Laug- ardal, sama dag og Elton John er á aðalvellinum. KS leikur gegn Tindastól í bikarkeppni KSI 5. júní. Leikir þessara nágrannaliða hafa yfirleitt verið mjög harðir, hvort sem er í deild eða bikar. Síðast mættust liðin í bikar- keppninni árið 1998, og þá vann TindastóII 2-1 eftir að KS leiddi í hálfleik 1-0. f 3. deild gerðu Völsungur og Magni jafntefli á Húsavíkurvelli, 1-1, og Nökkvi og Hvöt gerðu einnig jafntefli, 0- 0. í úrvalsdeildinni voru Leift- ursmenn rassskelltir af Breiða- bliki 2-6. Nánar um þann leik á fþróttasíðu í dag. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.