Dagur - 30.05.2000, Page 5

Dagur - 30.05.2000, Page 5
 ÞRIÐJUD A GU R 30. MAÍ 2000 - S FRÉTTIR Sjópróf í dag eft- ir umdeilt atvik Flutningaskipið Goðafoss liggur nú á Akureyri með laskaða skrúfu. Hafnarvörðurínn á Húsavík telur að skipstjór- inn hafi ekki farið rétta siglingaleið þegar skipið tók niðri við Húsavíkurhöfn. Framburði sldpstjóra og sjónarvotta ber ekki saman þegar Goðafoss skemmdist við innsigl- inguna á Húsavík. Goðafoss, eitt skipa Eimskips, varð fyrir skemmdum á skrúfu þegar það tók niðri við innsiglinguna í Húsavíkurhöfn í fyrri viku. Kafarar voru sendir niður á staðnum til að kanna skemmdirnar og í gær var Goðafoss í flotkvínni á Akureyri til viðgerða. Höfnin á Húsavík hefur löngum þótt nokkuð erfið stærri skipum, en eftir að renna var dýpk- uð inn með norðurgarðinum fyrir nokkrum árum hafa ekki orðið óhöpp í höfninni, fyrr en nú. Stefán Stefánsson, hafnarvörður á Húsavík, segist álíta að ástæða óhappsins sé sú að skipið hafi ein- faldlega ekki komið rétta leið inn í höfnina, en ljóst sé að framburði skipstjórans og sjónarvotta í landi beri ekki saman. „Hér hafa miklu djúpristari skip komið inn áfalla- laust og Goðafoss hefði ekki átt að taka niðri ef hann hefði farið rétta leið eftir rennunni hér inn. Miðað við það sem ég sá sjálfur og aðrir sjónarvottar, þó fór skipið of innar- lega og hefur sennilega tekið niðri á grynningum sem merktar eru inn á kort af höfninni. En mönnum ber ekki saman í þessu máli, þan- nig að sjópróf mun væntanlega leiða hið sanna í Ijós,“ sagði Stefán Stefánsson hafnarvörður. Daníel Snorrason, rannsóknar- lögreglumaður á Akureyri, sagði aðspurður í gær að verið væri að taka skýrslur af skipverjum og öðr- um vitnum en sjópróf fari fram Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag, þriðjudag. „Það fara venjulega fram sjópróf þegar tjón verður á skipum, en ég hef ekki heyrt að Goðafoss hafi ekki farið hefðbundna leið, og það hefur ekld komið fram í vitna- leiðslum," sagði Daníel Snorrason. - js/gg Búið er að semja í bræðsluverkfallinu. VerkfaUi lokið Verkfalli starfsmanna fiskimjöls- verksmiðja fyrir norðan og austan lauk í gærmorgun þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning eftir 19 tíma samningalotu. Verkfallinu var aflétt til 10. júní nk. en það hafði staðið í tæplega hálfan mán- uð. Samningurinn gildir frá 29. maí 2000 til 1. apríl 2004, eða þremur mánuöum Iengur en kjarasamningur Verkamannasam- bandsins sem gildir frá 1. apríl til 31. desember 2003. M.a. þess sem samið var um er nýtt starfsaldursþrep og endur- skoða á vaktabónusákvæðið en að mati Samtaka fiskvinnslustöðva eru kostnaðaráhrifin 22%. Erfitt er að meta það hvaða áhrif verk- fallið hefur haft á rekstur verk- smiðjanna sem og útgerð kolmunnaskipanna þar sem mjöl- verð er í lágmarki og mjög erfitt að selja lýsi, en reiloia má ineð að meiru magni hefði verið Iandað af kolmunna ef ekki hefði komið til verkfallsins. — GG Skattfrjálsar húsnæðis- bætur í stað vaxtabóta Baráttufimdur leigjen- da krefst róttækra að- gerða. Félagslega hus- næðiskerfið verði end- urreist. „Er það réttlæti að niðurgreiða vexti fyrir fólk sem á 20 milljón kr. hreina eign og á 1 5 milljónir kr. á bankareikningi á 8.5% vöxt- um eins og dæmi eru um? Er það réttlæti að fólk geti greitt upp dýr neyslulán og keypt hfla með hús- bréfum og aukið um leið skuldir sínar vegna íbúðarkaupa og fengi 240 þúsund krónur á ári í skatt- frjálsar vaxtabætur meðan húsa- leigubætur fátæks fólks eru skatt- lagðar að lullur Er það réttlæti að leggja niður félagslega húsnæðis- kerfið og vísa öllum á sölumarkað og er það skynsemi?" Þannig er spurt í ályktun sem samþyl<kt var á baráttufundi leigj- enda og gerðar tillögur um veru- legar úrbætur, svo sem að félags- lega húsnæðiskerfið verði endur- reist og megináhersla Iögð á leiguíbúðir og fbúðir með búsetu- rétti og kaupleigu. Vaxtabætur verði lagðar niður og í staðinn komi skattfrjálsar húsnæðisbætur lyrir allt íbúðarhúsnæði, með sér- stakri áherslu á niðurgreidda húsaleigu. Heimilt verði að greiða hærri bætur ef fólk ræður ekki við vanda sinn. Húsbréfa- kerfið verði flutt til bankanna sem sjálfir annist greiðslumat viðskiptamanna sinna og bank- arnir gerðir meðábyrgir fyrir réttu mati. Híki og sveitarfélögum verði gert skylt að leysa vanda fólks sem lendir í sérstökum erfiðleik- um. Bannað verði að bera út fólk vegna fátæktar, nema annað hús- næði komi í staðinn. Lög um fjöl- eignahús og húsaleigulög verði endurskoðuð með hagsmuni leigjenda í huga. Ibúðalánasjóður láni til bygginga, einkum félags- Iegra íbúða og almennra Ieigu- íbúða. Um sé að ræða 100% lán miðað við viðurkenndan kostnað til langs tíma með hóflegum vöxt- um. Félögum og fyrirtækum sé þannig gert Ideyft að reisa og reka leiguíbúðir. Sett verði lög um út- reikning húsaleigu. Höimudu einstæða flæðilínu í sumar mun Marel afhenda fyrstu flæðilínu fyrir kjúklinga auk MPS hugbúnaðar til við- skiptavinar í Bandaríkjunum. Flæðilínan byggist á sömu eigin- leikum og flæðilínur fyrir flaka- snyrtingu, sem eru vel þekktar í frystihúsum hér á landi og erlend- is. Flæðilínur hafa verið í stöðugri þróun allan síðasta áratug og er Marel nú í fararbroddi hvað varð- ar framleiðslu á flæðilínum fýrir fiskiðnað og hugbúnaði tengdum þeim. Markaðssetning á flæðilín- um í kjúklingaiðnað hófst á þessu ári í Bandaríkjunum en forpróf- anir höfðu farið fram í Englandi í fyrra á notkun flæðilínu við úr- beiningu á fuglakjöti. Hún var fyrst kynnt á vörusýningu í Atl- anta í janúar sl. og vakti mikla at- hygli kjúklingaframleiðenda. Fyrírtækið Marel hefur hannað fyrstu flæðilínuna fyrir kjúklinga. Meðal annars var þessi vara kynnt sem ein áhugaverðasta nýjungin á sýningunni í fagtímaritinu „Poul- try“,- I kjölfar velheppnaðra prófana hjá stórum viðskiptavinum Marel í bandarískum kjúklingaiðnaði skrifaði Marel USA, dótturfyrir- tæki Marel, undir samning við Foster Farms, stærsta kjúklinga- framleiðanda á vesturströnd Bandaríkjanna, um kaup á fyrsta kerfinu af þessu tagi. Kostir kjúklingaflæðilínunnar felast í einstaklingseftirliti með nýtingu, afköstum og gæðum við úrbein- ingu, sem byggist á Marel MPS hugbúnaði og sér hann um að safna og birta gögn til ákvarðana- töku fyrir framleiðslustjóra. Auk þess er hráefnisflæði, vinnuað- staða og gæðaeftirlit stórbætt miðað við núverandi vinnsluað- ferðir. Þessi fyrsta flæðilína sinn- ar tegundar mun styrkja markaðs- sókn Marel á sviði kjúklingaiðn- aðar verulega og bindur fyrirtæk- ið miklar vonir við árangur af þessu fyrsta verkefni, þar sem verksmiða Foster Farms í Wasington ríki mun verða þunga- miðja áframhaldandi markaðs- setningar á hugbúnaði og há- tæknilausnum. — bþ Eyðslan eykst enn - en hægar Eyosla landsmanna innanlands virðist hafa vaxið töluvert hægar á ný- liðnu ári en því næsta á undan, ef marka má útreikninga Þjóðhagsstofn- unar út frá skýrslum um virðisaukaskatt. Velta smásöluverslunar reynd- ist þannig 6,6% meiri að raunvirði árið 1999 heldur en 1998, eða rúm- lega 10% í krónurn talið. En árið 1998 jókst veltan hins vegar um 11% að raunvirði frá árinu áður. Sé Iitið nær í tímann þá var smásöluveltan í nóvember/desember sl. (þ.e. meðal annars jólainnkaupin) aðeins 6% meiri að raunvirði heldur en sömu mánuði árið áður. En þótt aðeins hægi á eyðslu-aukningunni þá er stöðugt meira og meira keypt út á kort og krít. Þannig voru greiðslukortaviðskipti um 17% meiri á fyrsta ársfjórðungi 2000 en á sama tímabili í fyrra, sem er þó ívið minna en milli sömu ársfjórðunga næstu árin þar á undan. - HEI Sturla í Prag Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, er nú staddur í Prag í Tékldandi, en þar verður haldin, dagana 30. og 31. maí, árleg Evrópuráðstefna samgönguráðherra. Ráðstefna þessi er haldin á vegum OECD í samstarfi við ESB. 39 ríki eru fullgildir aðilar að ráðstefnunni, en að auki eru átta ríki með áheyrnarfulltrúa. Island hefur verið fullgildur aðili að ráðstefnunni síðan 1998. Sanistarí uin veiðar og viimslii í Perú Fulltrúar fyrirtækisins CopeMar SAC í Perú hafa lýst yfir áhuga á sam- starfi við íslensk fyrirtæki um veiðar og vinnslu í Perú, auk sölu á afurð- um. Fulltrúar fyrirtækisins héldu kynningu og svöruðu fyrirspumum varðandi helstu samstarfsmöguleika í húsnæði Utflutningsráðs Islands. CopeMar SAC hefur yfir að ráða umtalsverðum fiskveiðikvótum í Iandhelgi Perú þar á meðal 300.000 tonnum af hvítfiski, 240.000 tonn- um af smokkfiski auk túnfiskkvóta. Fyrirtækið hefur einnig aðgang að kvótum af sardínu, ansjósu, tannfiski og fleiri tegundum. gg IŒA opnar umræðusvæði á Netiuu KEA hefur opnað umræðusvæði á heimasíðu sinni. Því er ætlað að vera vettvangur fyrir lifandi umræðu um KEA og dótturfélög og er hér kom- inn kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn og aðra til að koma skoðunum sínum á framfæri, beint og milliliðalaust. Slóðin á heimasíðu KEA er einfaldlega www.kea.is Þar er smellt á „Um KEA“ og er þá hægt að fara beint inn á umræðusvæðið. Bæði er hægt að taka þátt í umræðum sem þegar eru hafnar um eitthvað tiltekið mál, svara skoðunum annarra eða brydda upp á nýju umræðuefni. Sturía Böðvarsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.