Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 6
6 ■ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 Xfc^nr ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: DAGSPRENT Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías snæland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn Jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVfK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Sfmar: 460 eioo 0G soo 7oeo Netfang ritstjórnar: rltstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: i.ooo KR. Á MÁNUÐl Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: augi@dagur.is-gestur@ff.is Sfmar augiýsingadeiidar: cREYKJAV(K)5B3-1615 Ámundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Páll Reyniss. (AKUREYRI)460-6192 Karen Grétarsdóttir. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símbréf ritstjórnar: 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Eim einii áfangiim 1 fyrsta lagi Enn einn áfangi hefur náðst í torsóttu friðarferli á Norður-Ir- landi. Heimastjórnin í Belfast tekur á ný til starfa í dag, en hún fór frá völdum í febrúar síðastliðnum samkvæmt fyrir- mælum bresku ríkisstjórnarinnar sem vildi koma í veg fyrir að Sambandssinnaflokkurinn undir forystu David Trimble drægi sig út úr stjórnarsamstarfinu. Um helgina tókst Trimble að fá flokk sinn til að ganga aftur til samstarfs við lýðveldissinna kaþólskra. En meirihlutinn var mjög naumur og óvíst hversu Iengi Trimble tekst að halda flokknum saman. 1 oðru lagi Það sem knýr flesta stjórnmálamenn á Norður-Irlandi til að Ieita samstarfs um stjórn héraðsins er eindreginn vilji íbúanna til að fá að byggja samfélagið upp í friði og bæta lífskjörin til samræmis við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Eftir margra áratuga blóðuga bardaga og hin hryllilegustu hermdar- verk á báða bóga, er ekki lengur neinn vilji meðal þjóðarinnar til að halda slíkum tilgangslausum blóðfórnum áfram. Þessu hafa samtök hryðjuverkamanna smám saman verið að átta sig á, þótt erfíðlega hafi gengið að fá þau til að eyðileggja vopnin. En loforð stjórnenda írska lýðveldishersins um að starfa með alþjóðlegum eftirlitsmönnum og gera vopn sín óskaðleg varð einmitt til þess að hægt var að endurreisa heimastjórnina á ný. í þriðja lagi Þegar litið er til þess hvílíkt hatur hefur einkennt öll samskipti mótmælenda og kaþólskra á Norður-írlandi áratugum saman, þarf engan að undra þótt það taki langan tíma að byggja upp traust á milli fyrrum Ijandmanna, en það er forsenda árang- ursríks samstarfs. Því verki er langt í frá lokið. Þvert á móti má búast við að eftir hvern nýjan áfanga komi bakslag af einhverju tagi. En það er smám saman hægt að leggja langa leið að baki með mörgum stuttum skrefum. Það á við á Norður-írlandi nú þegar öllum má vera ljóst að þjóðin sættir sig ekki lengur við pólitískt ofbeldi. Elias Snæland Jónsson Bensín-Mekka íslands Einkabíllinn er endanlega að taka völdin í Reykjavík ef marka má nýja skýrslu um vistvæna samgöngustefnu. Þar má sjá sláandi tölur um ofneyslu bíla og bíleigenda á umhverfi sínu sem veldur vægast sagt óhugnanlegri mengun sem svo hugsanlega er ein af orsökum krabba- meins og annarra kvilla hjá hluta borgarbúa. Ög útlitið er ekki bjart, því fólki heldur áfram að fjölga á höfuðborgar- svæðinu og þar með bílum. Því bfllaus getur enginn mað- ur verið. Eða hvað? Garri var orðinn há- aldraður, eða kominn fast að þrítugu, þegar hann tók bílpróf. Og átti bara takk fyrir alveg þokkalega ævi fram að því. Hann bjó ýmist í Reykjavík eða úti á landi á þessum árum, fór allra sinna ferða fótgang- andi eða í strætó í borginni og úti á landi gekk hann til vinnu eða fékk far með góðum ak- andi grönnum. Rútur og flug- vélar voru svo boðnar og bún- ar til að flytja hann á milli landshluta þegar svo bar und- ir. Og þetta var ekkert mál. Nikótm Síðustu áratugi hefur Garri svo átt og ekið bifreið og not- að hana óspart eins og aðrir landsmenn. Og raunar í óhófi eins og aðrir landsmenn. Bíll- inn er nefnilega eins og tóbak- ið: Nikótínþörfin nemur kannski 4 sígarettum á dag, en margir reykja samt 1-2 pakka umfram þarfir. Og hið sama gildir um bílinn. Hann er notaður í tíma og ótíma en V ekki bara þegar hjá því verður ekki komist. Garri lagðist á dögunum í úreikninga og tók saman skýrslu um bílnotkun sína á vikutímabili og reyndi að greina hve stór hluti notkun- arinnar var bráðnauðsynlegur. Og niðurstaðan var 5%! Sem þýðir auðvitað að óþarfa akst- ur á viku nam 95%. Bílaborgarbúar Það er því augljóslega hægt með samstilltu átaki að draga úr bílnotkun í borginni og þar með minnka mengun og auka heilbrigði og hreysti bílaborgarbúa. Og borgaryfirvöld eða ríkisvaldið gætu auð- vitað haft afskipti af málinu. Hvers vegna má til dæmis ekki tak- marka frelsi bíleigenda til að menga og spilla and- rúmsloftinu, líkt og gert er við reykingamenn? Hver er mun- ur á mengun bíleigandans og tveggja pakka mannsins? Og í annan stað er nauðsyn- legt að stemma stigu við fólks- fjölgun í Reykjavík með því að draga úr landsbyggðarflóttan- um þangað. Það mætti t.d. gera með neikvæðri auglýs- ingaherferð þar sem lögð er áhersla á helstu ókosti borgar- innar og þannig reynt að letja menn til að flytja suður. Til dæmis eitthvað í þessa veru: „Vilt þú skipta á hreina og heilnæma fjallaloftinu úti á Iandi fyrir bölvaðan bensín- mökkinn í bílaborginni? Láttu ekki draga jjig suður til „Bens- ín-Mekka“ Islands á asnaeyr- unum, dreifbýlismaður!" GARRI Einkabíllinn. ODDUR ÓLAFSSON skrifar Flestir spádómar um upplýsinga- öldina hafa ræst. Fjarskiptabylt- ingin er jafnvel enn fyrirferðar- meiri en væntingar voru um fyr- ir áratug eða svo. Fróðleikurinn sem er í boði er nánast yfirþyrm- andi og er kominn langt út fyrir það rúmtak sem mannsheilinn er fær um að greina, en samt tekur heilinn öllum mannanna maskínum fram að fjölbreytni og starfshæfni. Samt er hugsunin takmörkuð og jafnvel vélræn. Þannig stend- urá klisjubundinni hugsun. Þeg- ar sömu orðalepparnir eru end- urteknir aftur og aftur og enn og einu sinni fara þeir að verða marklitlir. En aðra veitir ekki af að endurtaka til að halda heila- búinu og siðgæðisvitundinni starfhæfri. Faðirvorið er gott dæmi þar um. Það eiga allir kristnir menn að kunna og fara með það upphátt eða í huganum við margs kyns tækifæri. Því er varla hægt að ásaka boð- Vondar klisjur og gdðar endur orðsins um að fara með úreltar klisjur þegar þeir áminna hirð sína um tvö þúsund ára gamlan boðskap. Boðun trúar- bragða er klisjukennd og getur varla verið annað. Hins vegar er orðgnótt kirkjunnar þjóna misjöfn að gæðum og innihaldi, ef út í þá sálma er farið. íþróttaklisjiir Hins vegar eru klisjur vegar eru ktisjur stjórnmálamanna og Tölvur læra klisjur. fjölmiðlafólks komnar í sögulegt hámark og inni- haldsrýrar að sama skapi. Póli- tíkusar lýsa afrekum sínum sem „ítarlegum" og fjölmiðlungar eru „rosalega" orðfáir þegar þeir raða saman ldisjum sínum og segja frá. Lítil börn sem eru að læra mál og reyna að skilja undur verald- arinnar vilja fá að heyra uppá- haldssögur sínar margendur- teknar. Þctta þekkja allir sem koma nærri barnauppeldi. En áráttan er ekki bundin við börn- in, því margir fullorðnir fá aldrei nóg af sömu orðaleppunum. Lýsing fréttamanna á kappleikj- um boltafólks er ávallt nánast hin sama. Það er ofureðlilegt, því það er aldrei neitt nýtt að ske á leikvöllunum. Iþrótta- iðkun er ákaflega ein- hliða. Leikreglur bolta- leikja eru einfaldar og keppnin fer nákvæm- lega eins fram, þar sem bolta er ýmist sparkað eða kastað. En þetta er alltaf jafn spenn- andi og óðamála fréttamenn ým- ist hækka eða lækka tóninn eftir fyrirfram gefnum reglum og neytendur hrífast af klisjunum sem dúndra á hljóðhimnum þeirra og eru ýmist alsælir eða vonsviknir, eftir því með hvaða liði þeir halda. Endurtekning óhjákvæmileg Kennarar eru undir sömu sök seldir og þeir sem boða trú. Þeir verða að endurtaka sínar klisjur til að troða fróðleiknum inn höf- uð nemenda sinna. Og þeir taka við árgangi eftir árgang, sem þurfa að Iæra sömu atriðin ár eftir ár. Endurtekningin er óhjá- kvæmileg. A því verður ekki mik- il breyting þótt krakkarnir skipti á skólatösku og fistölvu, fremur en að það breyti hagfræðinni þótt viðskiptakennsla fari fram á ensku en ekki íslensku. Ensku klisjurnar eru hvorki skárri né lakari en okkar eigin orðaleppar. Ef einhver nennir að lesa þannan pistil til enda, er hægt að skemmta sér við að telja allar vanabundnu klisjurnar sem þjaka orðanotkun höfundar. Það er einfaldlega mjög erfitt að koma frá sér texta sem ekki er hlaðinn merkingarlitlum endur- tekningum. Slíkt er ekki einu sinni á færi biskupa. Hvermig bætum við stærðfræðiJmnnáttu grunnskólanema ? Fáll Hlöðvesson deildarstjóri í stærðfræði við Verkmennaskólann á Akureyri. “Taka þarf stærð- fræðikennslu í grunnskólunum til endurskoðunar hvað varðar námsefni og ekki síður þjálfun kennara í stærð- fræði og raungreinum. Það er líka ljóst að mistök eru gerð með að Ieggja allt kapp á stærðfræði- kennslu í efstu bekkjum grunn- skólans, í stað þess að henni sé jafnað betur yfir allt skólastigið. Þá virðist sem kennslubækur séu alls ekki nógu góðar. Edda Sóley Óskarsdóttir framkvæmdastjóri Heimilis og skóla. “Skýringarnar geta verið marg- þættar. þar mætti nefna að sér- hæfða stærð- fræðikennara hef- ur vantað til starfa og einnig er stærðfræði í 10. bekk þannig að ef til vill er ekki á færi allra for- eldra að veita börnum sínum lið- veislu. Námsefni og kennsluað- ferðir virðast sambærilegar við það sem gerist í skólum í löndun- um í kringum okkur, en vera má þó að stærðfræðin hafi verið af- gangsstærð í íslensku skólastarfi undanfarin árum.“ Bjöm Bjömsson sliólastjóri á Hofsósi. “Byggja þarf traustari grunn undir stærðfræði- kennslu. Þegar við vorum í skóla þá lærðum við uppúr kennslu- bók Elíásar Bjarnasonar þar sem hver aðferð var ekki kcnnd með 20 eða 30 dæmum eins og nú-er gert, held- ur hundruðum dæma og þannig festust aðferðirnar miklu betur í huga hvers manns en nú. Með flóknara samfélagi er einnig farið að kenna sífellt fieiri greinar neð- ar í bekkina og það hefur gerst á kostnað grunngreina, svo sem móðurmáls og stæðfræði, og við sjáum hver útkoman er.“ Tómas Rasmus kennari og annar tveggja höfunda stærðjheðivefsins www.rasmus.is “Við eigum að reyna sem fjöl- breyttust verk- efni, þannig að við finnum þær leiðir sem geta örvað nemend- ann, hvern og einn til skilnings á stærðfræði. Einnig verðum við að setja grein- ina í þann búning sem heillar og kemur þar margt til greina, enda grípur stærðfræðin inn á svo mörg svið. Margt er hægt að reyna og engu er að tapa enda er árangurinn ekki svo glæsilegur, þegar nærri þúsund nemendur eru með 2,0 í einkunn og þar undir á samræmdu prófunum nú í vor.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.