Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 18

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 18
18- ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 rD^ftr Hyllir undir lausn í neimavistarmáli Heimavist Menntaskóians á Akureyri fuiinægir engan veginn eftirspurn nemenda eftir plássi og eins vantar sáriega húsnæöi fyrir nemendur Verk- menntaskólans. Nú standa vonir til að lausn verði fundin á þessum vanda. Stjómendirr Verk- menntaskólans og Menntaskólans á Ak- nreyri fimda í dag, þar sem rætt verður um byggingu nýs heima- vistarhúss. Samkomulag um byggingu nýrrar heimavistar íyrir framhaldsskóla- nemendur á Akureyri gaeti orðið að veruleika á næstu dögum. Full- trúar Menntaskólans á Akureyri munu ræða við stjórnendur Verk- menntaskólans á fundi í dag. Samkvæmt heimildum Dags hef- ur komið fram vilji hjá VMA um að leigja herbergi fyrir VMA- nema í nýbyggingu sem rætt er um að muni rísa á menntaskóla- lóðinni. MA hyggst standa fyrir smíðinni og íjármagna með lán- tökum. Lánstíminn gæti orðið allt að 50 ár. Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, vildi lítið tjá sig um stöðuna fyrr en að fundinum loknum. Hann sagði þó að ef loks gengi samari eftir áralanga baráttu, myndu áætlanir miðast við það að nýtt heimavistarhús yrði tekið í gagnið haustið 2002. Þörfin væri brýn og hefði verið það lengi. Skólinn þyrfti að neita 30-50 nem- endum um pláss vegna sko- rts á heimavist og VMA vantaði um 150 pláss. Hrafnagilsleiðin dfær Ekki alls fyrir löngu ritaði sveitarstjórn Eyjafjarðar- sveitar bréf til formanns skólanefndar Menntaskól- ans á Akureyri, sem efnis- lega varðaði byggingarmál heima- vistar. I bréfinu segir meðal ann- ars að sveitarstjórn telji eðlilegt að aðrir kostir en nýbygging séu skoðaðir og bendir sveitarstjórn í því sambandi á heimavistina við Hrafnagilsskóla, þar sem góð að- staða sé fyrir hendi fyrir heima- vistir. Jafnframt segir í bréfinu, að á sama tíma, sem þetta húsnæði í næsta nágrenni Akureyrar sé van- nýtt, „fari fram umræða og undir- búningur þess að rfki og sveitarfé- lög á Eyjafjarðarsvæðinu komi að tugmilljóna fjárfestingu í nýbygg- ingu“ fyrir heimavistir. Sjálfbær vist Tryggvi segir bréfið misskilning hjá sveitarstjóranum enda hafi áætlun um smíði nýrra vista fyrst verið kynnt menntamálaráðherra í mars árið 1996 og hafi hvorki verið gert ráð fyrir að ríkissjóður né sveitarfélög, sem aðild eiga að Héraðsnefnd Eyjafjarðar, leggi nokkurt fé til smíðinnar, enda byggi áætlunin á að reistar verði „sjálfbærar" heimavist- ir við skólann þar sem Ián er tekið fyrir öllum kostnaði við framkvæmdir og lánið greitt niður á ákveðnum tíma. Of fjarri skólanuin Hrafnagil er á annan tug kílómetra ffá MA og bendir skólameistarinn ennfremur á að áhugi nemenda við MA sé lítill á að gista svo fjarri skólanum. Fyrir nokkrum árum hafi skólanum boðist að leigja Kjarnalund af Náttúrulækningafélagi Ak- ureyrar fyrir heimavistir. Þá hafi verið gerð könnun á áhuga nem- enda að búa í heimavist í Kjama- lundi, innan við 3 km ffá skólan- um. I ljós hafi komið að nemend- ur teldu sig með því afskipta af fé- lagsstarfi skólans, auk annars óhagræðis. Því verði að teljast ólíklegt að unnt sé að nýta heima- vistir Hrafnagilsskóla fýrir nem- endur sem stunda nám við Menntaskólann á Akureyri. Bb Sæplast gerir stór- samning Síldarvinnslan hf. í Neskaup- stað hefur gert samning við Sæplast hf. á Dalvík um kaup á þúsund 460L fiskikerum til notkunar um borð í Rjarti NK 121, ísfiskskipi Síldarvinnsl- unnar. Omar Pétursson, sölu- stjóri Sæplasts hf. innanlands, segir að fyrirtækið hafi átt ára- löng og farsæl viðskipti við Síldarvinnsluna hf. „Síldar- vinnslan hefur til þessa ein- ungis notað kerin frá okkur í vinnslunni í landi en nú hafa forsvarsmenn fyrirtækisins tek- ið þá ákvörðun að skipta út öll- um fiskikössum um borð í Bjarti NK fyrir 460L Sæplast- ker. Það er mikið hagræði fólg- ið f notkun fiskikera umfram kassa og ég er sannfærður um að þessi ákvörðun mun reynast Síldarvinnslunni farsæl," segir Ómar. „Við höfum í nokkurn tíma ætlað okkur að skipta fiskiköss- unum út og létum verða að því nú í tengslum við flutning frysthúss félagsins í nýtt og glæsilegt fiskiðjuver. Af feng- inni reynslu í vinnslunni vitum við að kerin frá Sæplasti eru gæðaframleiðsla og væntum því góðs af breytingunni," segir Freysteinn Bjarnason, útgerð- arstjóri Síldarvinnslunnar hf. Byrjað er að framleiða upp í samninginn en lokið verður við afhendingu keranna í júlímán- uði nk. Risavaxin tískusýning fór fram í Skautahöllinni á Akureyri sl. föstudagskvöld og heppnaðist með ágætum. Að sýningunni stóðu verslanir á Akureyri og segja aðstandendur að sýningin sé í hópi stærstu tískusýninga sem haldnar hafi verið hérlendis. Fjölmenni kom í höllina að þessu tilefni. mynd: brink VaHaMrkjan endurvígð Fjölmeimi viö endur- vígslu Vallakirkjii í Svarfaðardal, sl. sunnudag. Sr. Bolli Gústafsson vígslubisk- up á Hólum í Hjaltadal endur- vígði Vallakirkju í Svarfaðardal sl. sunnudag. Kirkjan góða sem upphaflega var byggð árið 1861, en fyrir fáum árum var svo hafist handa um endurgerð hennar. Tveimur dögum fyrir H Vegleg Vallakirkja og fáni við hún. fyrirhugaða endurvígslu kirkj- unnar árið 1996 brann hún hins vegar og þá varð að hefja endurreisnarstarfið að nýju. Fjölmenni var við athöfnina í Vallakirkju á sunnudaginn, þar sem sr. Magnús Gamalíel Gunnarsson sóknarprestur predikaði og sr. Jón Helgi Þór- arinsson, fyrrum prestur Svarf- dæla, þjónaði fyrir altari. Sam- kór Svarfdæla og börn úr Húsa- bakkakórnum Góðum hálsum sungu. Viðstaddir athöfnina voru prestar Eyjafjarðarprófast- dæmis - sem og ýmsir fleiri kennimenn. -SBS. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-lðju: „Þetta ár varð okkur dýrt að ýmsu leyti." Dýrt árhjá Einingu Aðalfundur Einirjgar-Iðju var haldinn á Akureýri í síðustu viku. Þetta var fyrsti aðalfund- ur félagsins en það var sem kunnugt er stofnað f fyrra við sameiningu Verkalýðsfélagsins Einingar og Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri og ná- grenni. Eining-Iðja er þriðja stærsta stéttarfélag Iandsins og það Iang stærsta utan Reykja- víkursvæðisins. Fjárhagsleg afkoma félagsins á árinu 1999 var lakari en von- ast hafði verið eftir. Tæplega 6,5 milljóna króna tap varð af reglulegri starfsemi félagsins en vegna mikilla endurbóta á orlofshúsum félagsins sem all- ar eru gjaldfærðar á árinu, samtals að upphæð 21,7 millj- ónir króna, varð 20,7 milljóna króna halli á orlofssjóði. Dýrt ár „Þetta ár varð okkur dýrt að ýmsu leyti. Þótt sameining fé- laganna hafi sem slík gengið sérlega vel þá kostaði hún engu að síður töluverða fjármuni og þótt fjárhagslegur ábati verði af sameiningunni til lengri tíma litið er hann ekki farinn að koma fram í reikningum síð- asta árs. Undirbúningur kjara- samninga og kjarasamninga- viðræður kostuðu líka sitt sem og endurbætur á Alþýðuhús- inu. Stjórn félagsins hefur nú ráðist í ákveðnar aðgerðir sem eiga að snúa þessu við en þó er Ijóst að yfirstandandi ár getur einnig orðið kostnaðarsamt. Annars einkenndist árið af því hversu marga fundi við héldum og þar bar hæst undirbúning kjarasamningaviðræðna. Eg get fullyrt að félagið hefur aldrei staðið jafn vel að þeim málum. Niðurstöður samningana hefðu hins vegar þurft að vera betri,“ segir Björn Snæbjörns- son, formaður Einingar-Iðju. Aðalfélagar í Einingu-Iðju eru nú 4.596 og aukafélagar 652, þ.e. samtals 5.248. Er það fækkun um 306 á milli ára. Stjórn félagsins, þ.e. formaður, varaformaður, ritari og gjald- keri, var öll endurkjörin á aðal- fundinum. Bb

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.