Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 - 13
Xfc^HT
rirdómi
riargmenni í dómsölum.
fíkniefna, öndvert við ástand sitt
um þessar mundir. Hann sagðst
telja sig hafa greitt Andrési bróður
sínum um 400 þúsund krónur íyr-
ir hans hlut og Guðmundi um 750
þúsund krónur. Þá hefði hann
kynnst þeim Júlíusi Kristófer, Olafi
Ægi og Sverri Þór í Kaupmanna-
höfn sem kcyptu síðan hassið þeg-
ar það var komið hingað til lands.
Sl. haust hefði hann verið að
hætta hjá Samskipum í Kaup-
mannahöfn, enda á förum til
Bandaríkjanna þegar lögreglan og
tollurinn hefðu látið til skarar
skríða og fundu 7 kíló af hassi í
einu skipa Samskipa. Hann sagði
að sú sending hefði að öllum Iík-
indum verið sú síðasta sem hann
hcfði staðið að vegna þess að hann
hefði verið á förum til Bandaríkj-
anna.
Umfangi neitað
Herbjörn Sigmarsson sem ákærð-
ur er fyrir að hafa staðið með
Gunnlaugi að innílutningi á um
1 52 kílóum af kannabisefnum frá
ársbyrjun 1998 til september 1999
í 23 ferðum með skipum Samskipa
frá Danmörku neitaði því einnig
að magnið væri svona mikið. Sjálf-
ur taldi hann sig hafa staðið fyrir
innflutningi á um 10 kílóum af
hassi sem hann hefði einnig keypt
í Kristaníu á 20-30 þúsund dansk-
ar hvert kíló. Hagnaður hans af
þessu hefði numið 3,5 milljónum
króna af 7-8 milljón krónum
brúttó. Hann er einnig ákærður
eins og Gunnlaugur fyrir innflutn-
ing á þeim 7 kílóum af hassi sem
tekin voru sl. haust. í ákærunni
kemur einnig fram að hann og
Gunnlaugur hefðu verið búnir að
selja þeim Olafi Agúst og Sverri
Þór efnin en gátu eldd afhent þau
vegna inngripa Iögreglu. Herbjörn
segist hafa starfað sjálfstætt og án
nokkurra tengsla við Gunnlaug að
öðru leyti en því að hann hefði séð
um að koma sendingum sínum fyr-
ir í gámum. Aðspurður af saksókn-
ara sagðist hann hafa starfað við
hitt og þetta sér til framfærslu í
Kaupmannahöfn. Sú vinna hefði
hins vegar verið stopul.
SímMeranir
Við meðferð málsins í gær vakti at-
hygli þær fjölmörgu símhleranir
sem lögreglan hafði látið fram-
kvæma á samtölum sakborninga
þegar starfsemi þeirra var í fullum
gangi. Þetta gefur einnig vísbend-
ingar um það hvernig lögreglan
starfar við uppljóstrun mála sem
þessa. Þessar símhleranir voru
leiknar af bandi þegar saksóknari
vildi fá frekari upplýsingar frá sak-
borningum hvað þetta og hitt
þýddi sem þeim fór á milli í þess-
um símtölum. Þessar símhleranir
benda einnig til þess að lögreglan
hafi verið með þessa starfsemi
undir smásjánni um nokkurt skeið
áður en hún lét til skarar skríða sl.
haust, eða í þann mund sem þessi
smyglleið var að lokast, ef marka
rná það sem fram kom í málflutn-
ingi Gunnlaugs Ingibergssonar.
THlviljanir
A hinn bóginn geta tilviljanirnar
oft tekið á sig hinir ýmsustu mynd-
ir. Sem dæmi má nefna að helgina
á undan að þessi smyglhringur var
aflijúpaður birti Lögreglufélag
Reykjavíkur auglýsingar í fjölmiðl-
um þar sem atvinnurekendum var
bent á að margir lögreglumenn
hefðu hug á að skipta um starf
vegna lágra launa. Nokkrum dög-
um seinna í sömu vikunni hélt
dómsmálaráðherra blaðamanna-
fund þar sem látið var að því liggja
að talsmenn lögreglufélagsins
kynnu ekki að reikna vegna þess að
laun þeirra væru ekki jafn lág og
þeir héldu fram vegna niðurskurð-
ar og samdráttar. Daginn eftir
þennan fund, eða sama dag og Is-
lendingar öttu kappi við Ukraínu í
riðlakeppninni í Evrópukeppni
landsliða í knattspyrnu á Laugar-
dalsvelli bárust fréttir um að verið
væri að leita að fíkniefnum í gám-
um í tyrknesku leiguskipi Sam-
skipa við Holtagarða. Þar fundist
síðan 7 kíló af hassi sem leiddu
síðan til þess að fjöldi manns var
handtekinn og umtalsvert magn
fíkniefna lannst við húsleitanir hjá
meintum höfuðpaurum. Síðan þá
hcfur ntiklu fé verið varið til að
efla störf lögreglunnar í gh'munni
við fíkniefnin svo ekki sé minnst á
alla þá aukavinnu sem rannsókn
þessa mikla máls hefur haft í för
með sér fyrir Ijölda lögreglumanna
sem tekið hafa þátt í henni.
FRÉTTIR
Vandræðakarl
á bamasokkum
Margir teknir vegna
ölnmaraksturs imt
helgina. Eitt þúsund á
ári í Reykjavík. Gest-
ur á veitingahúsi
lenti á slysadeild en
dyravörður á lögreglu-
stöðina.
Lögreglan í Reykjavík þurfti að
hafa afskipti af ölvuðum karl-
manni innandyra í verslun á
Laugavegi síðdegis á föstudag.
Maðurinn var til vandræða, áre-
itti starfsfólk og viðskiptavini auk
þess hafði hann klætt sig í barna-
sokka án þess að hægt sé að gefa
skýringu á því. Minni vandræði
voru af honum í fangageymslu
lögreglu síðar, segir í dagbók lög-
reglunnar um helstu atburði
helgarinnar.
Þúsimd ölvaðir ökumeim
Um helgina voru 39 ökumenn
stöðvaðir vegna hraðaksturs og
26 vegna ölvunaraksturs. Það er
alvarlegt mál hversu marga öku-
menn lögreglan stöðvar vegna
aksturs þeirra undir áhrifum
áfengis. Lætur nærri að um 1000
ökumenn séu í þeim hópi árlega
hara í umdæmi Reykjavíkurlög-
reglu.
Hér þarf hugarfarsbreytingu
hjá ökumönnum því mörg alvar-
Ieg umferðaróhöpp má rekja til
þess að ökumenn hafi ekki verið
færir til að meta aðstæður rétt
sökum ölvunar. Um það eru því
miður skýrt dæmi hverja helgi.
Hafi einstaklingur neytt áfengis
þá er hann ekki hæfur til aksturs
í umferðinni, það eiga allir öku-
menn að hafa að leiðarljósi þó
ekki sé nema gagnvart öðrum
vegfarendum í umferðinni.
Á 130 kin hraða á GúUinbrú
Okumaður var stöðvaður eftir að
hafa mælst aka bifreið sinni á
130 km hraða á Breiðholtsbraut
á föstudag. Annar var stöðvaður
á Gullinhrú eftir að hafa mælst
aka á 130 km hraða. Hann
reyndist einnig hafa fleiri farþega
en lög gera ráð fyrir. Ökumaður-
inn var sviptur ökuréttindum til
bráðabirgða.
A sunnudagskvöldið var annar
ökumaður stöðvaður á Gullinbrú
eftir að hafa mælst aka bifreið
sinni á 113 km hraða. Hann var
einnig sviptur ökuréttindum til
bráðabirgða.
Tvennt var flutt á slysadcild
eftir árekstur þriggja bifreiða á
Bústaðavegi á föstudag.
Sex ára stúlka hljóp í veg fyrir
bifreið á Njálsgötu síðdegis á
föstudag. Stúlkan hlaut minni-
háttar áverka en var flutt á slysa-
deild.
Bifreið var ekið á ljósastaur á
laugardag á Kringlumýrarbraut.
Tveir farþegar voru fluttir á
slysadeild.
Síðdegis á laugardag var
árekstur á Bíldshöfða og slösuð-
ust þrír við óhappið.
Fékk aðsvif uiidir stýri
Að morgni sunnudags sinnti
ökumaður ekki stöðvunarmerkj-
um lögreglu á Snorrabraut. Bif-
reiðinni var veitt eftirför en
henni var ekið á umferðarmerki
skömmu síðar. Ökumaður var
handtekinn en hann er grunaður
um akstur án þess að hafa verið í
ástandi til slíks. Ætluð fíkniefni
fundust á ökumanni.
Talið er að ökumaður hafi
fengið aðsvif þegar hann ók bif-
reið sinni vestur Hringbraut á
sunnudagskvöldið. Við aðsvifið
fór bifreiðin stjórnlaust gegnum
grindverk sem skilur að umferð
gangstæðra átta og endaði í
skurði. Maðurinn var fluttur á
slysadeild en farþega sem með
honum var sakaði ekki.
Lögreglan er ennþá að hafa af-
skipti af ökumönnum sem aka á
nagladekkjum.
Stal áfengi af hótel-
herbergjum
Karlmaður var handtekinn á
gististað eftir að hafa stolið verð-
mætum frá gestum hússins.
Þjófnaður hans var einkum í
formi áfengis úr herbergjum.
Brotist var inní fyrirtæki á
flugvallarsvæðinu og unnar
nokkrar skemmdir.
Verkfærum var stolið úr bíl-
skúr við Hverfisgötu á föstudag.
I nokkrum tilvikum var brotist
inní bifreiðar þar sem þær voru í
stæðum við sundlaugar og úti-
vistarstaði borgarinnar. í sumum
tilvikum var stolið geislaspilur-
um og hljómdiskum. Mikilvægt
er að eigendur gæti þess að hafa
verðmæti sín ekki áberandi þegar
bifreiðar eru skyldar eftir jafnvel
þótt það sé einungis í skamma
stund.
Höfð voru afskipti af ung-
mennum sem höfðu unnið
skemmdir á skólahúsnæði í aust-
urborginni.
Karlmaður var handtekinn á
sunnudag með útvarpstæki sem
hann gat ekki get grein fyrir.
Dyravörður handtekiim
Lögreglu var tilkynnt um slasað-
an mann á veitingastað að
morgni laugardags. í Ijós kom að
átök höfðu orðið milli dyravarðar
og eins gesta hússins. Gesturinn
var fluttur á slysadeild en einn
dyravörður var handtekinn og
fluttur á lögreglustöð.
Höfð voru afskipti af manni á
föstudaginn og fundust ætluð
fíkniefni í bíl hans.
Ilöfð voru afskipti af þrernur
14-16 ára piltum í miðbænum á
föstudag. Við Ieit fundust á þeim
ætluð fíkniefni. Þeir voru fluttir í
athvarf og sóttir af foreldrum.
Fíknielni voru tekin af tveimur
mönnum á veitingahúsi að
morgni laugadags.
Varð fyrir strætóhurð
Kona á sjötugsaldri slasaðist er
hurð á strætisvagni lokaðist á
hana með þeirn afleiðingum að
hún datt úr vagninum. Konan
var flutt á slysadeild.
Talsvert var um skemmtana-
hald í heimahúsum í umdæminu
um helgina. I sumum tilvikum
var hávaði mikil og tillitssemi við
nágranna engin og urðu lög-
reglumenn því að ræða við hús-
ráðendur af þeim sökum. Þá
vakti athygli að talsvert var af
ungmennum sem héldu fjöl-
menn samkvæmi án þess að
nokkur fullorðin væri þar til
ábyrgðar.
Tvítugur piltur var handtekinn
á veitingastað að morgni sunnu-
dags eftir að hafa reynt að nota
greiðslukort sem hann átti ekki.
Við leit á manninum fundust
tveir ólöglegir hnífar. Pilturinn
ungi var fluttur í fangageymslu
lögreglu.
Ungur piltur var fluttur á
slysadeild á sunnudag eftir að
hann hafði lent undir sandpoka
við gervigrasvöllinn í Laugardal.
Rekstraraðilum var gert að gera
viðeigandi ráðstafanir.