Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 17

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 17
 ÞRIDJUD A GU R 30. MAÍ 2000 - 17 BRÉF TIL KOLLU Bryndís S skrifar Elsku Kolla Veðráttan hér getur verið duttl- ungafull, rétt eins og heima. Dögum saman skín sólin. Allt svo bjart og notalegt. Smám sam- an magnast rakinn í loft- inu. Uppgufun jarðar loðir við mann eins og dögg á vormorgni. Að lokum slær öllu saman, köldu og heitu lofti, aðskiljanlegum jarð- argufum. Pað verður ógurleg sprenging ofar jörðu. Eldingar æða um himinhvolfið. Prumur öskra eins og skot úr falibyssu. Aftur og aftur. Síðan verður úrhelli. Heitir og þtrngir dropar. Allt gegndrepa á auga- bragði. Degi seinna er eins og ekkert hafi í skorizt. Sólin brosir á ný. Fuglarnir syngja. Höfugur ilmur stígur upp af jörð- í dag rignir án afláts. Skýin hanga þunglamaleg yiir húsþökunum. Dimmt eins og á haustdegi. Á svona dögum uni ég mér bezt við tölvuna. Engin skylduverk framundan. Aldrei þessu vant. Ýkjulaust, Kolla, þá hef ég tekið á móti þijú hundruð og sjötíu gestum í þessum mánuði. Ég hef líklega bakað um sjö hundruð pönnukök- ur og sinurt ótal laxasneiðar. Samt er ég ekkert þreytt. Mér h'ður bara vel. Finnst þetta gaman. Hefði ekki viljað fara á mis við þetta ævintýri. Svo óhkt öllu, sem ég hef reynt áður. Fyrir utan hvað ég hef lært margt! Ég fór ekki í gönguferð í morgun. Of mikil rigning. Ég las blöðin þvíbetur. ís- land enn á forsíðu. Björk okkar með pálmann í höndunum.Ótrúleg manneskja, hún Björk. Kannski hún sé af álfakyni, eins og þeir únynda sér hér í Ameríkunni. Lars von Trier hefur þá látið sig hafa það að fljúga að þessu sinni.Hann er víst hræddur við flugvélar. En nú var mikið í húfi. Og allt er þegar þrennt er. Tvisvar áður hafði hann átt von. Þeir segja, að sagan „Dansað í myrkri" gerist hér í Am- eríku. Ung móðir á við veikindi að stríða. Fórnar öliu til þess að sonur hennar fái aðhalda heilsu. Satt eða logið - ég veit það ekki. Saga Kristíimr En það var svo skrítið, að á næstu síðu í sama bfaði var önnur frétt. Hún fjallaði hka um unga móður, sem átti við veikindi að stríða. En það var ekki bíómynd, held- ur saga úr hversdagslífinu. Hún hrærði svo í mér þessi saga, Kolia, að ég fór að hágráta. Hugsaðu þér, alein í morgun- sárið! Við vitum ekki, hvernig sagan hennar Bjarkar endar. Það er leyndarmái, þar til við sjáum myndina. En þessi hvunndags- saga, sem ég las í blaðinu, fær góðan endi. (Það var þess vegna, sem ég fór að gráta, auðvitað). Stelpur í blökkumannahverfum stór- borganna eiga ekki mörg tækifæri í hfinu. Það þarf kraftaverk til þess að draga þær „Ég fór ekki í gönguferð í morgun. Of mikil rigning. Ég las blöðin því betur. ís- land enn á forsíðu. Björk okkar með pálmann í höndunum. Ótrúleg mann- eskja, hún Björk. Kannski hún sé afálfakyni, eins og þeir ímynda sér hér í Ameríkunni" Dansað í upp úr því dýkinu, sem þær eru fæddar í. Yfirleitt föðurlausar. Njóta stopullar skóla- göngu. Gatan verður þeirra athvarf. Snemma sviftar meydómnum. Sagan end- urtekur sig. Nýtt barn sér dagsins ljós. Og þar með lokast hringurinn. Vonleysið al- gert. Nema kraftaverkið gerist. Saga Kristínar er kraftaverkasaga. Hún var að vísu óvenjulegt barn. Orðin læs fimm ára. Lá í sögubókum, meðan aðrir hengu á götuhornum. Toni Morrison varð eftirlætishöfundur hennar á tíunda ári. Hún leitaði uppi bókasöfn á meðan aðrir leituðu að dröggi. Bækur voru hennar drögg. Árið sem hún fermdist vissi hún af- veg, hvað hún vildi verða. Rithöfundur, skrifa bækur. Foreldrar Kristínar hafa hka verið óvenjulegir. Þeir höfðu metnað fyrir hönd barna sinna. Öll luku þau gagnfræðaprófi. Kristín fór að ráðum þeirra. Innritaðist í flugherinn. Þar fengi hún bæði góða þjálf- un og menntun endurgjaldslaust. Henni gekk vel í námi. Kennarar vildu, að hún færi í læknisnám. Héldi áfram að verða að gagni. Hún gat alveg hugsað sér það. En þá varð hún ólétt.Svona upp úr þurru. Eignaðist dreng. Drengurinn var veikur. Veikindin breyttu öllum framtíðar- áformum. í þessu landi, Kolla, er hver sjálfum sér næstur. Keríið sýnir enga mis- kunn, þó að barnið þitt sé veikt. Kristín varð að hætta námi. Seldi htlu íbúðina, sem hún hafði unnið fyrir dag og nótt. Seldi bílinn. Fluttist aftur heim til pabba og mömmu í Baltimore. Lækniskostnaður varð óheyrilegur. Barnið fór í marga upp- skurði. Lyfin kostuðu jarðarverð. Kristín tók alla þá vinnu sem bauðst. Vann fjórt- án tíma á dag. Barnið var ýmist spítala eða heima hjá foreldrum hennar. Kristín mundi aldrei verða læknir - hvað þá rit- höfundur. Svo gerðist það einn daginn, að Kristín var á leið út í bakgarðinn með ruslið. Gamalt dagblað lá á botni tunnunnar. Hún teygði sig eftir því. Settist í tröppurnar. Fletti í gegnum blaðið. Þá sá hún allt í einu auglýsingu. Um skólavist í háskóla með áherzlu á skáldsögugerð og sagna- stfl. Þegar þarna var komið, var heilsu drengsins borgið. Kristín var að vísu enn skuldum vafin, en samt að reyna að fóta sig á ný, hugsa til framtíðar. Því ekki? Þetta sama haust hóf Kristín nám í há- skóla. Með því að vinna á kvöldin og spara miskúnnarlaust gat hún leigt sér litla íbúð í nágrenni við skólann. Hún fékk góða konu til að gæta drengsins. Kristín reyndist afburðanemandi. Galt ekki litar- háttar síns. Naut aðdáunar bæði kennara og nemenda. „Kristín er fæddur rithöf- undur,“ segir einn prófessorinn. „Hefur einfaldan stfl. Segir sögur úr hversdagslíf- inu. Lýsir þjáningum meðbræðra sinna. Er trú uppruna sínum. Dreymir um betra líf.“ Á seinasta ári stofnaði Kristín rann- sóknarstöð um memnngu blökkumanna í skólanum. Kristín útskrifaðist daginn, sem Björk fékk pálmann. Kristín er stærri en Björk. Mikil um sig. Með breitt bros. Snúninga í hárinu, eins og tíðkast meðal blökkufólks. Björk hefur líka stundum snúið upp á hárið einmitt á þennan hátt. Drengurinn sat við hliðina á henni. Sex ára hnokki. Með kolsvarta lokka. Brosandi. Búinn að missa bamatennurnar Sagan hefði getað endað þama. Að lokinni athöfn hefðu þau mæðginin aftm gengið út í hversdagslífið. Mamma hefði farið að vinna í búðinni. Skrifað smásögur í hjáverkum. Óvæntur endi En sagan endaði ekki þarna. Hún fékk óvæntan endi. (Þess vegna fór ég að gráta, manstu?) Kristín hafði ásamt tuttugu öðr- um sótt um stóra styrkinn. Þrjár og hálfa milljón til efnilegasta rithöfundarins. Þennan dag skyldi tilkynnt um úrslitin. Kristín kom í skólann uppáklædd í svartri skikkju með marglitan klút um hálsinn. (Samstöðutákn blökkustúdenta). Sat á fremsta bekk. Beið eftir að vera köll- uð upp. Hún hafði skilað inn sjö smásög- um um h'fið í fátækrahverfinu. Skrifað æskuminningar. Byggðar á eigin reynslu. Gerði sér engar vonir. Margir voru kallað- ir. Þú getur þess vegna ímyndað þér áfall- ið. KoUa „Kristín Lincoln hefur að þessu sinni hlotið verðlaunin. Þau nema þremur og hálfri milljón króna.“ Fyrstu viðbrögð Kristínar voru að falla á hnén og þakka Guði. Aftm og aftur. „Guð, ég þakka þér. Ég þakka þér.“ Hún tók drenginn í fangið. Grét ofan í hálsmál- ið á honum. Þetta var allt svo óvænt. Svo ótrúlegt. Draumurinn var að rætast. Pabbi og mamma voru þarna líka. Þetta var ekki bara venjuleg fjölskylda, Kolla. Þetta var blökkufólk. Fólk sem heyr baráttu hvern einasta dag. Fær varla að sitja til sama borðs og hvítir. Eru litnir hornauga. Eiga að kunna sér hóf. Vera til hlés. Flestir nemendanna voru hvítir. Þetta var skóli hvítra. Þess vegna var sig- minn enn sætari. Kristín fer með haustinu til Suðm Afríku. Hún ætlar að sökkva sér ofan í bókmenntir Afríkuþjóða. Hafðu augun opin, Kolla. Hún heitir Christina Lincoln. Með haustinu gætirðu fundið smásögmnar hennar á bókamark- aðnum. Það er hætt að rigna. Þín Bryndís Boðsbréf lír Bolungarvík „Bolungarvíkmbær er vistvænn ljölskyldubær sem hefrn að geyma góða skóla, einsetinn grunnskóla, vinsælan leikskóla og lifandi tónlistarskóla. Fólags- og memúngarh'f er þróttmikið. Starf- rækt er frábært íþróttahús og sundlaug, knattspyrna er í mikl- um blóma og góðir íþróttavellir og golfvöllur. Heilbrigðisþjónust- an er með því besta sem þekkist og unnið er að verkefninu Heilsu- bærinn Bolungarvík. Samgöngur eru góðar við nágrannabyggðar- lagið ísafjarðarbæ og afskaplega gott að búa í Bolungarvík. Vel er tekið á móti nýjum íbúum og staðurinn er frið- sæll með ótal möguleika til útivistar." Hástemmdar lýsingar Það sem hér er að framan sagt er úr auglýsingu frá Nasco hf. í Bolungarvík sem birtist í Mogganum um helgina og verðm ekki annað sagt um þessa há- stemmdu lýsingu en það að flott skuli það vera. Nasco vantar til starfa skrif- MENNINGAR VAKTIN Sigurður Bogi Sævarsson skrifar stofustjóra og yfirvélastjóra og það segi ég satt að ef ég hefði ein- hvera þekkingu á debeti og kredeti eða mekkanikki væri ég farinn að hugsa mór til hreyfmgs úr stólnum hér á ritstjórn Dags og hefði sett stefnuna vestm, svo há- stemmdar og heillandi eru þessar lýsingar á ágæti Bolungarríkur. Það er ábyggilega margt gott ríð að búa í Bolungarvík. Þangað kom ég í fyrrasumar og gisti yfir nótt - og kunni bara bærilega ríð mig. Rétt eins hvarvetna er hægt að gera um mitt sumar og ef veðrið er gott. Sú er þó ekki alltaf raunin. Atvinnuástand í Víkinni hefur ekki verið alltof gott síðustu árin og er brothætt; fiskvinnslan í bænum byggist að verulegu leyti á smábátunum, en aflaheimildir þeirra hafa verið verulega skertar á síð- ustu árum. Andstætt því sem segir í aug- lýsingunni umtöluðu þá eru samgöngur ríð ísafjörð ekki alltof góðar, enda þótt Óshh'ðarvegurinn sé raunar stórum betri nú en var. Það breytir þó ekki þeirri stað- „Þvi tel ég að lýsingar eins og þær sem gefnar eru af Bolungarvík í þessu boðsbréfi, sem ég kalla svo, séu síst vænlegar til árangurs," segir m.a. hér í greininni. Myndin er þaðan úr bæ. reynd að vegurinn er hættulegur og fjöldi slysa, jafnvel banaslysa, hefur þar orðið. Auglýsingar um góðar samgöng- ur eru því hótfyndni. Um góða skóla í Bolungarvík efast ég þó ekki, þó óg þekki ekki málið. - í auglýsingunni er ekki vikið að þeirri válegu snjóflóða- hættu úr Traðarhyrnu, sem veldur því að fjöldi fólks verður að yfirgefa heimili sín á hverjum vetri. Þá er húshitunar- kostnaður í Bolungarvík nokkuð hár sem og vöruverð í matvörubúðum, þó taka beri líka fram að ekki sé endilega ódýrara lifa í Reykjavík enda mörg gylliboðin þar. Það sanna kemur í ljós Ófáar menningarvaktirnar hef ég á síð- ustu árum skrifað um byggðamálin og línan í þeim er gegnumgangandi ein. Að afleitt sé að landið sporðreisist og að kostirnir við búsetu út á landi séu ótal- margir en þá verði að kynna lands- byggðina á réttum forsendum. Því tel ég að lýsingar eins og þær sem gefnar eru af Bolungarvík í þessu boðsbréfi, sem ég kalla svo, séu síst vænlegar til árangurs, enda verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Það sanna kemur alltaf í ljós á endanum. sigurdur@dagur. is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.