Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 4
4t — ÞRIDJUDAGUR 30. MAÍ 2000
Oa^ur
FRÉTTIR
Frá afhendingu verðlauna í smásagnasamkeppninni góðu sl. laugardag. Frá vinstri talið, Stefán Þorláksson formaður dómnefndar,
Valgerður Jónsdóttur sem tók við verðlaunum fyrir hönd Eysteins Björnssonar, Margrét Björgvinsdóttir sem sæti átti i dómnefnd,
Þórunn Sólveig Ólafsdóttir sem átti söguna sem sigraði í keppninni og lengst til hægri er Sigurður Steingrímsson fjármálastjóri
Dagsprents sem afhenti verðlaunin fyrir hönd blaðsins. - mynd: brink
Aldrei fleiri smásogur
Um áttatíu sögur bárust í
smásagnasamkeppni Menor
og Dags. 52 höfundar. Veg-
ur smásögunnar að vaxa.
Sigursagan frá Manhattan.
Ágæt þátttaka var í smásagnasamkeppni
Menningarsarntaka Norðlendinga,
MENOR, og Dags. AIIs bárust hartnær
áttatíu handrit eftir 52 höfunda og hefur
þátttakan aldrei verið meiri í smásagna-
keppnum þeim sem þessir aðilar hafa
staðið fyrir á undanfömum árum. „Vegur
smásögunnar er að vaxa, enda tel ég að
hún sé eitt skemmtilegasta formið sem til
er innan ritlistarinnar," sagði sr. Ólafur
Þ. Hallgrímsson, formaður MENOR, við
athöfn sl. laugardag þegar úrslit voru
kunngerð.
Vandi á höndum og veglegar bækur
Keppnin var fyrst kynnt í byijun febrúar,
en skilafrestur handrita var til 1. maí. Þá
tók dómnefnd til starfa en hana skipuðu
þau Stefán Þorláksson fyrrverandi
menntaskólakennari á Akureyri, Margrét
Rjörgvinsdóttir bókavörður við Háskól-
ann á Akureyri og Birgir Guðmundsson,
aðstoðarritstjóri Dags. Sagði Stefán Þor-
láksson þegar útslit voru kynnt að dóm-
nefnd hefði vissulega verið vandi á hönd-
um. Á endanum hefði nefndin þó komist
að sameiginlegri niðurstöðu, en erfitt
hefði verið að velja úr Ijölda góðra sagna.
1 lyrsta sæti setti dómnefndin söguna
Kross eftir Þórunni Sólveigu Ólafsdóttur,
í annað sætið valdist sagan Bænheyrður
eftir Ágúst Borgþór Sverrisson, og sagan
Bjargið eftir Eystein Björnsson lenti í
þriðja sætinu. „Dómnefndin var í
nokkrum vafa með sögurnar sem lentu í
öðru og þriðja sæti, þessar sögur voru
mjög jafnar og sú sem lenti í þriðja sæti
hefði vel getað Ient í öðru sæti - og aftur
öfugt. Þetta verður að viðurkennast,"
sagði Stefán Þorláksson. - Vinningshafar
voru leystir út með veglegum bókum sem
Mái og menning lagði til, en þess má svo
geta að til stendur að birta verðlaunasög-
umar f Degi á næstunni.
MinningaT frá Manhattan
Umgjörð sögunnar sem Ienti í fyrsta sæti
keppninnar er Manhattan í New York,
þar sem segir í fyrstu persónu frá ís-
Ienskri konu sem á björtum sumardegi
fer í verslunarleiðangur um stræti þeírrar
mögnuðu stórborgar. Á veitingahúsi
verður konan vitni að samtali tveggja
manna sem veldur henni verulegum
óhug. Á endanum verður konan vitni að
vofveiflegum atburði þar sem kemur
fram það sem hún heyrði f samtalinu.
„Sagan á að vekja upp spurningar um
hvernær okkur ber að Ieggja náunganum
Iið og einnig fjallar hún um skuggahliðar
stórborgarinnar," segir Þórunn Sólveig
Ólafsdóttir, sem viðurkennir að sagan sé
að vissu leyti byggð á persónulegri
reynslu sinni af því að hafa í tvígang búið
í New York.
Þórunn Sólveig Ólafsdóttir er fædd á
Akureyri og alin upp á Norðurlandi. Hún
hefur lengi fengist við listsköpun af ýms-
um toga, var meðal annars söngkona
lengi og söng í söngleiknum Nyt house
sem færður var á sviðið í Samkomuhús-
inu á Akureyri árið 1965 undir leikstjórn
Jónasar Jónassonar, útvarpsmanns. - Á
síðustu árum hefur Þórunn svo einbeitt
sér að sagnagerð og meðal annars numið
sitthvað í bókmenntum bæði við Háskóla
Islands og Kaupmannahafnarháskóla. I
tengslum við nám sitt hefur Þórunn
skrifað ekki færri en þrettán smásögur og
er verðlaunasagan góða úr þeim sarpi,
skrifuð lýrir tveimur árum. — SBS
FRÉTTAVIDTALIÐ
Þjóðmenningarhúsið.
Pottverjar eru að sjálf-
sögðu á kafi í mennlng-
unnl eins og vera ber á
þessu ári. Stundum er
erfitt að njóta menningar
viðburða. Einn pottverja
sá þessa skondnu lýsingu
á vefsíðu frelsis-maima á
Ijóðakvöldi sem fram fór
í glæsilegum sal í Þjóð-
menningarhúsinu svo-
kallaða: „Ljóst var að þeir
voldugu stólar, sem þama vom fyrir, vom ekki
nærri nógu margir fyrir þá sem komu til að
hlýða á upplesturinn. Reyndar vora þeir furðu
fáir eða u.þ.b. 25 talsins. Og þegar fundarstjór-
inn reyndi að fá starfsfólk safnsins til að leyfa
sér að fjölga stólum var það ekki hægt - hætta var
á að dúkurinn, já dúkurinn, gæti rispast! Þvl
urðu margir að standa á gljáfína dúknum á milli
borða með tilgerðarlegum skreytingum og hilla
með uppstilltum bókum. Og auðvitað má ekki
bjóða uppá kaffi í svo fínum sal. Fundarstjóri
benti þó gestum góðfúslega á að það mætti
klappa í Þjóðmenningarhúsinu!"
í umræðumú um skóla-
gjöld á háskólastigi hefur
það vakið athygli pott-
verja að mikil aðsókn er
að þeim skóla sem fram
til þessa hefur hæstu
skólagjöldin - Samvhmu-
háskólanum á Bifröst.
Þar borga nemendur mn 140 þúsund krónur íyr-
ir skólaárið, en samt er ekkert lát á aðsókninni.
Og þau eiga víst að hækka enn meira á næsta
skólaári. Bifröst er sem sagt bæði dýr og vinsæl.
Kristján Þorvaldsson kvaddi útvarpshlustendur,
í bili a.m.k., þegar síðasti sunnudagsspjallþátt-
urinn rann sitt skeið á enda um helgina. Eflaust
verður þátturinn aftur á dagskrá næsta vetur,
enda margt gott um spjallið að segja. Það fór
hins vegar lítillega fyrir brjóstið á útvarpshlust-
endum þegar Kristján afkynnti þáttinn sem
þann síðasta þennan vetur. Almanakið segir
nefnilega þrátt fyiir kulda og trekk aó komin sé
6. vika sumars.
Samvinnuskólinn á
Bifröst.
Sverrir Haukur
Gunnlaugsson
ráðuneytisstjóri
ísland verðureitt afl 78
ríkjum sem taka þátt í
heimssýningunni Expo 2000
en sýningin verðurformlega
opnuð íÞýskalandi 1. júní.
ísland tekur nú þátt í heims-
sýningunni íjjórða skipti.
Expo styrkir ímyndina
- Hvað bjóðtmi við íslendingar upp ú í skdl-
anunt okkar?
„Mynd um islenskan sjávarútveg verður
sýnd á risatjaldi þar sem kjörorðið er hrein-
leiki, náttúran og gæði íslenska fisksins.
Margmiðlunarstöðvar, 20 talsins, verða á
staðnum þar sem hægt er að hlusta á
fræðsluefni um ísland á ensku og þýsku.
Þetta eru 35 flokkar fræðsluefnis en yfir-
skriftin er maður, náttúra og tækni. Efnið
verður síðan gefið út á geisladiskum og selt á
lágmarksverði. I skálanum verða einnig and-
lit 80 þúsund Islendinga sýnd viðstöðulaust
á stórum skjá og segja má að þarna sé þriðji
hver íslendingur samankominn. Við verðum
með verslun á staðnum þar sem verða kynnt-
ir og seldir fimm mismunandi vöruflokkar,
þar á meðal íslenskur bjór, ýmislegt unnið úr
fiskroði og bækur um Island. Við væntum
einnig góðra tekna af diskinum sem hefur að
geyma alla þá margmiðlun sem er að finna í
tölvunum."
- Verður þetla viðamikil sýtiing?
„Já, 30 íslensk fýrirtæki taka þátt í sýning-
unni, fyrirtæki úr öllum helstu greinum ís-
lensks atvinnulífs."
- Hvaða gildi hefur þessi srýning fyrir ís-
lendinga.
„Að kynna okkur á jákvæðan máta. Við vilj-
um sýna jákvæðar hliðar íslensks þjóðfélags
með það fyrir augum að efla sölu á okkar út-
flutningi og ])jónustu, t.d. til ferðamanna.
Við erum að kynna ímynd Islands út á við,
hvernig við viljum að útlendingar horfi á
okkar þjóð. Við einblínum á okkar atvinnu-
vegi eins og sjávarútveg. Einnig hreinleika,
gæði og hina sérstöku þætti íslenskrar nátt-
úru. Við erum líka að sýna þróttmikla þjóð,
unga og duglega æsku. Skilaboðin eru þau
að við erum hér á hjara veraldar með 280
þúsu d manns og okkur tekst að halda full-
komnu þjóðfélagi í gangi þrátt fyrir fjarlægð-
ir og miklu meiri kostnað en myndi gerast
vestan hafs eða austan."
- Er eitthvað eitl umfram annað sem þið
leggið dherslu ú?
„Við leggjum áherslu á möguleikana sem
Island býður upp á og hvernig við nýtum
okkar orku. Fyrst og fremst erum við að
kynna ímynd Islands.11
- Hvemig er íslenski skúlinn?
„Skálinn er 500 fm, og 20 m hár og tekur
um 300 manns. Hann er ldæddur plasti og
er umflotinn vatni. I miðjum skálanum er
tjörn þar sem sýnd verður mynd um nátt-
úruperlur Islands með áherslu á ljósið og
birtuna. Ýmsir aðilar hafa veitt okkur viður-
kenningu fyrir skálann."
- Hvað búist þið við miklum fjölda ú sýn-
inguna?
„Búist er við að 40 milljónir manna komi á
sýninguna og gerum við ráð fyrir að 10%
þeirra komi í fslenska skálann."
- Hvað kostar þútttaka okkar í sýning-
unni?
„Sýningin kostar á bilinu 281 til 285 millj-
ónir. 200 milljónir koma af fjárlögum og við
höfum loforð upp á 55 milljónir frá fyrir-
tækjum. Síðan er gert ráð fyrir að eitthvað
fáist fyrir sölu skálans." - ELJ