Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 7
ÞJÓÐMÁL ÞRIDJVDAGUR 30. MAÍ 2000 - 7 Vegaframkvæmdir til ársins 2004 jOn krist- JANSSON FORMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR SKRIFAR Eitt af síðustu málum sem af- greidd voru á alþingi fyrir þing- hlé var endurskoðun vegaáætl- unar. Nú liggur fyrir vegaáætl- un frá árinu 2000-2004. Um- fjöllunin um þessa þætti var viðamikil að þessu sinni. Hún snerist einkum um þrjá þætti, jarðgangaáætlun, vegagerð á höfuðborgarsvæðinu og orku og iðnaðarvegi, auk venjubundinn- ar umfjöllunar um almenna vegagerð. Fjármögnun stór- framkvæmda í vegamálum kom einnig við sögu. Nýjar kröfur til vega Skoðanaskipti um samgöngu- mál hafa ávallt verið viðamikil í samfélaginu. Það er ekki að furða þar sem við búum í stóru og strjálbýlu landi þar sem hug- takið „veður og færð“ er flest- um ofarlega í huga. Undanfarna áratugi hefur verið gert mikið átak í að bygg- ja upp vegakerfið í Iandinu og gera það þannig úr garði að það sé greiðfært og veðurfar hafi minni áhrif á möguleikana til þess að komast á milli staða. Með hinni öru uppbyggu þétt- býlis á suðvesturhorninu hefur komið nýr þáttur inn sem eru mannvirki til þess að taka auk- inn umferðaþunga. Þessi þáttur kom inn í umræðuna um vega- áætlun núna með afgerandi hætti. Miklar breytingar hafa orðið á þeim kröfum sem gerðar eru til vegakerfisins. Flutningar á vörum og framleiðslu sjóleiðina hafa dregist saman, og hersveit flutningabíla með fjörutíu feta gáma í eftirdragi er á vegunum allan ársins hring. Það eru gerðar kröfur um snjómokstur svæða sem þeir liggja um, held- ur eru þeir fyrir alla Iandsmenn og þá umferð ferðamanna, inn- lendra og erlendra, sem fer sí- vaxandi með hverju ári. I vegaáætlun er varið veru- legu fjármagni til úrbóta á höf- uðborgarsvæðinu, en umferð hefur vaxið þar ár frá ári vegna aukinnar bílaeignar Iands- manna og fólksfjölgunar. Úr- bætur í þéttbýli kosta mikla fjármuni, og mislæg gatnamót, svo dæmi sé tekið, mælast í hundruðum milljóna í kostn- aði. Ef byggðaþróun næstu ára verður sú sama og verið hefur þá mun þessi kostnaður aukast verulega á næstu árum. Nú- gildandi vegaáætlun sýnir Ijós- lega hvers er að vænta í þeim efnum. Fjármögnim vegaframkvæmda Vegaframkvæmdir eru fjár- magnaðar með gjöldum af um- ferðinni og er bensíngjaldið þar viðamest. Hins vegar eru nú uppi áform um að fjármagna stórframkvæmdir í vegagerð með söluandvirði ríkiseigna. Það liggur ekki Ijóst fyrir á þessari stundu hvert það sölu- andvirði verður eða hverjar rík- iseignir verða seldar og hvern- ig, en nú þegar hefur komið inn í ríkissjóð mikið fjármagn vegna sölu Fjárfestingarbank- ans. Þessi ráðstöfun fjármuna er fullkomlega eðlileg. Sölu- andvirði eigna má með engu móti fara til þess að bæta rekstur ríkisins. Hins vegar er fullkomlcga réttlætanlegt að fjárfesta að nýju með andvirði seldra ríkiseigna. Sú fjárfesting skilar sér í betra og öruggara samgöngukerfi sem er allri þjóðinni til gagns. Umræður um að að vegir í fámennum byggðarlögum séu aðeins fyrir þá sem ar búa eru út í hött, en því miður hafa margar fullyrð- ingar í þá átt sést nú upp á síðkastið. og umferðaröryggi, þar á meðal burðarmiklar tvíbreiðar brýr og svo mætti lengi telja. Umræður um jarðgangamál snerust löngum um það að rjúfa einangrun byggða, enda var það lengst af tilgangurinn með þeim framkvæmdum. Strákagöng, Oddskarðsgöng, jarðgöng um Ólafsfjarðarmúla og Vestfjarðagöng miðuðu að þessu. Með Hvalfjarðargöngum varð breyting á. Þau miðuðu að því að stytta leiðir og stækka at- vinnusvæði. Sú jarðgangagerð sem nú er í undirbúningi er þáttur í því að tengja og stækka atvinnusvæði, jafnframt því að auka öryggi umferðarinnar og búa til öruggar vetrarleiðir. „Vegireraekki ein- göngu fyrir íbúa þeirra landssvæða sem þeir liggja um, heldur era þeir íyrir alla landsmenn og þá umferð ferðamanna, innlendra og erlendra sem fer sívaxandi með hverjn ári.“ Staða mála til 2004 Ef sú vegaáætlun sem nú hefur verið samþykkt gengur eftir til ársins 2004 verða gagngerar breytingar á vegakerfi landsins. Það er þó Ijóst að hringvegin- um verður ekki lokað með bundnu slitlagi á þessum tíma. A þremur stöðum á Austur- landi verða eftir höft með mal- arvegum. Jafnframt þessu er langt í land að vegakerfið á Norðausturlandi, Austurlandi og Vestfjörðum utan hringveg- arins verði lagt bundnu slitlagi. Þetta skyldu menn hafa í huga þegar vegamálin eru rædd. Samgöngukerfi þessara lands- hluta er hluti af saingöngukerfi landsins, og vegir eru ekki ein- göngu fyrir íbúa þeirra lands- „Sú jarðgarigagerd sem nú er í undirbúningi er þáttur í því að tengja og stækka atvinnusvæði, jafnframt því að auka öryggi umferðarinnar og búa til öruggar vetrarleiðir." STJÓRNMÁL Á NETINU Breytingar í skattamálum EINAR GUÐMUNDSSON Seftjörn SKRIFAR „Skattamál skipta sífellt meira máli einkum vegna þess hve netviðskipti hafa aukist og auðvelt er að færa fé milli landa. I nágrannalöndunum hafa menn áhyggjur af þessu því undanskot mega ekki aukast og skattbyrði verður að dreifast rétdát- lega. Það er ekki ósennilegt að skattareglur verði samræmdar milli landa og undanskot verða með- höndluð sem alvarleg afbrot svipað og skipulögð glæpastarfsemi er nú metin á alþjóðavettvangi," segir Agúst Einarsson, varaþingmaður, á vefsíðu sinni. Og hann heldur áfram: „Hérlendis hefur það liðist að verðbréfafyrirtæki kaupi og selji verðbréf fyrir eigin reikning á sama tíma og þau ráðleggja viðskiptavin- um sínum. Þetta eru fáheyrð vinnu- brögð og það er stutt í ólögleg inn- heijaviðskipti við slíkar aðstæður. Starfsemi íslenskra fjármálafyrir- tækja hefur aukist erlendis og er- lendir bankar starfa mun meira hér- lendis en fólk gerir sér grein fyrir. Það er órætt í íslensku samfélagi hvaða áhrif það hefur að sett er upp íslensk banka- og verðbréfavið- skiptamiðstöð í skattaparadísum. Frestun á skattgreiðslum af hagnaði af hlutabréfaviðskiptum með kaup- um á erlendum hlutabréfum er ekki í anda skattalaganna en með þessu frestunarákvæði átti fyrst og fremst að efla innlendan hlutabréfamarkað. Það þarf því meiri umræðu um skattamál. Eg hef oft varpað því fram að við ættuni að lækka tekjuskatt verulega og Ijármagna slíka breytingu með auðlinda- og mengungjöldum. Slík kerfisbreyting væri mikil bót í sam- félagi okkar enda er tekjuskatturinn launamannaskattur. Hátekjufólkið sleppur flest undan tekjuskatti og sérsköttun fjármagnstekna gaf mörgum svigrúm á því að lækka skatta sína stórkostlega. Almennt Iaunfólk er ekki í þeim hópi. Skattleysimörk hafa meira að segja virkað sem fátækragildra hér- lendis en með lægra skattþrepi og því að greiða skatt af lægri tekjum eins og þekkist erlendis, væri hægt að fikra sig í rétta átt. Þetta myndi stuðla að hækkun lægstu launa meira en flest annað. Það er athyglisvert að formaður Samlylk- ingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hefur tekið undir þá skoðun að auð- lindagjöld, t.d. í sjávarútvegi, eigi að veija til að Iækka tekjuskatt. Það er því að vænta breytinga á skattkerfi landsmanna þegar Samfýlkingin hefur tekið forustu í landsmálum.11 Flokkamir og ESB A vefsíðu ungra framsóknarmanna, Maddömunni, er fjallað um afstöð- una til Evrópusambandsins. Þar segir m.a.: „Stjómmálaflokkamir em frekar varkárir þegar kemur að spuming- unni um aðild íslands að Evrópu- sambandinu. I skoðanakönnunun- um sem birtar voru í vetur kom fram að naumur meiri hluti fólks sagðist vera hlyntur því að lsland tæki upp formlegar viðræður við ESB um aðild íslands. Þessi skoðun á sér fylgi meðal allra flokka, líka hjá Vinstri Grænum, þó að Steingrímur J. og félagar hafni aðild mjög af- dráttarlaust. Þess vegna kom nokk- uð á óvart að um 40% stuðnings- manna VG vildi láta reyna á aðildar- umsókn! Sá sem þetta ritar er á báðum átt- um hvað ESB aðild áhrærir, en engu að síður þarf að skerpa línum- ar í umræðunni um þessi mál. Bijóta þarf málið til mergjar af hispursleysi og án fordóma. Hall- dór Ásgrímsson hefur þorað að sýna fmmkvæði og hvatt til um- ræðu um, en það sama verður ekki sagt um þá Davíð Oddsson og Öss- ur Skarpéðinsson, sem reyna báðir að drepa málinu á dreif af ótta við innanflokkserjur sem blossað gætu upp í kjölfarið.'x

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.