Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 12

Dagur - 30.05.2000, Blaðsíða 12
12 - ÞRIDJUDAGUR 30. MA1 2000 SAMANTEKT k. j Fíkniefiiahringiir fyi GUÐMUIVDUR KÚNAR HEIÐARSSON SKRIFAR Réttarhald í tvær vik- ur. Stóra fíkniefna- málið. Þröngt á þingi. Málsskjöl í Bónuspok- um. Símhleranir lögreglu. Aðalmeðferð í stóra fíkniefnamál- inu sem upp komst í byrjun sept- ember í fyrra hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Búist er við að það standi yfir í hálfan mánuð og Ijúki með málflutningi saksóknara og verjenda 19. júní n.k. Dómari er Guðjón St. Mart- einsson héraðsdómari en með- dómarar hans eru þau Ingibjörg Benediktsdóttir og Hjörtur Aðal- steinsson héraðsdómarar. Alls hafa verið gefnar úr nokkrir tugir ákæra í þessu máli sem tekur til innflutnings á umtalsverðu magni fíkniefna frá Danmörku, HoIIandi og Bandaríkjunum. Upphaflega stóð til að aðalmeð- ferð málsins hæfist ekki fyrr en í haust. Verjendur kærðu þá ákvörðun til Hæstaréttar, enda mátti þá búast við að sakborning- ar mundu sitja í gæsluvarðhaldi þangað til dómur félli. Flestir þeirra hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í september í tyrra. Sem kunnugt er þá hafa verið gerðir upptækir umtalsverðir fjármunir, eða tugir milljóna króna í tengsl- um við þetta mál auk fíkniefna í kílóavís sem lagt var hald á við húsleit hjá sakborningum sl. haust, hass, amfetamín, kókaín og e-töflur. Þá er viðbúið að kostnaður ríkisins vegna þessa máls muni hlaupa á einhverjum hundruðum milljóna króna. Málsskjöl í Bónuspokiun Það var því heldur þröngt á þingi við upphaf málsins í gær, enda eru húsakynni Héraðsdóms í gamla Útvegsbankahúsinu ekki hönnuð fyrir margmenni í dóm- sölum. Menn reyndu þó að gera að gamni sínu þegar verjendur komu í salinn hver á fætur öðrum hlaðnir þykkum möppum með málsskjölum. Sumir hverjir áttu þó ekki töskur undir öll herleg- heitin og því brá fyrir nokkrum úttroðnum innkaupapokum frá Bónus og 10-1 1 verslunum undir málsskjöl. Þegar dómarar gengu í salinn risu allir upp úr sætum sínum og settust síðan á eftir þeim. Þegar dómari var búinn að gera grein fyrir því hvernig staðið yrði að málinu fyrir dómnum og m.a. kynna fyrir verjendum tækjabúnað á borðum þeirra til að tala í var leiddur inn íyrsti sak- borningurinn af mörgum. Það var Gunnlaugur Ingibergsson fyrrum starfsmaður Samskipa í Kaup- mannahöfn. Hann er m.a. ákærð- ur fyrir að hafa staðið fyrir inn- flutningi á alls 164 kílóum af kannabisefnum frá Danmörku og að stórum hluta í samvinnu við Herbjörn Sigmundsson. Aðrir Það var þröngt á þingi við upphaf stóra fíkniefnamálsins í gær, enda eru húsakynni Héraðsdóms í gamla Útvegsbankahúsinu ekki hönnuð fyrir t sakborningar í þessu máli eru þeir Andrés Ingibergsson bróðir Gunnlaugs og Guðmundur Ragn- arsson en þeir störfuðu báðir hjá Samskipum við Holtabakka. Guðmundur sætir einnig ákæru ásamt nokkrum öðrum vegna meintrar þáttöku í innflutningi fíkniefna frá Bandaríkjunum. I þessum Danmerkurþætti stóra fíkniefnamálsins eru einnig ákærðir þeir Júlíus Kristófer Egg- ertsson, Olafur Agúst Ægisson, Sverrir Þór Gunnlaugsson m.a. fyrir söludreifingu og fjármögnun fíkniefna. Þessir þremenningar eru einnig ákærðir fyrir innflutn- ing á fíkniefnum í kílóavís frá Hollandi í fyrra. Þær Nadia Björg Tamimi og Þórey Eva Einarsdótt- ir eru hins vegar ákærðar til upp- töku eigna sem til eru komnar vegna ágóða af fíkniefnum frá Danmörku. í ágóðaskyni I þeim ákærum sem byrjað var að fjalla um í Héraðsdómi í gær- morgun eru sakborningar ákærð- ir fyrir brot gegn almennum hegningarlögum framin í ágóða- skyni, með því að hafa staðið að innflutningi fíkniefna til landsins frá Danmörku. Gunnlaugur er sakaður um að hafa komið efnun- um fyrir í gámum sem fluttir voru til landsins með skipum Sam- skipa og notfærði sér aðstöðu sína til þess. Þegar gámarnir voru komnir til landsins á Gunnlaugur að hafa gefið Andrési og Guð- mundi upplýsingar um hvaða gáma væri að ræða. Hann á ein- nig að hafa gefið þeim sjálfur og eftir atvikum í samráði við Her- hjörn fyrirmæli um hverjum skyldi afhenda fíkniefnin eða hvar ætti að skilja þau eftir. Andr- és og Guðmundur eiga síðan að hafa notfært sér aðstöðu sína sem starfsmenn Samskipa við Holta- bakka til að fjarlægja fíkniefnin úr gámunum eða úr vörugeymsl- um félagsins. I ákærunni kemur einnig fram að Gunnlaugur og Herbjörn hafi gefið þeim Andrési og Guðmundi fyrirmæli um til hvaða manna þeir skyldu sækja afrakstur vegna sölu fíkniefna og hvað gera skyldi við hann. Andrés og Guðmundur eru einnig sakað- ir um að hafa afhent fíkniefnin þeim Júlíusi Kristófer, Olafi Agústi og Sverri Þór og ónafn- greindum mönnum eða skilið þau eftir á ýmsum stöðum í Reykjavík en þó oftast í Elliðaárdal. Hassið keypt íKristaniu Við meðferð málsins í gær sagði Gunnlaugur lngibergsson það vera alrangt sem fram kemur í ákærunni gegn sér að hann hefði staðið.fyrir innflutningi á alls 164 kílóum af kannabisefnum í 26 skipti á tímabilinu frá desember 1997 til september í fyrra. Magn- ið væri miklu nær 25 kílóum í 1 5- 16 sendingum. Máli sínu til stað- festingar benti hann á að hann hefði m.a. falið efnin í sjónvarps- tækjum og geislaspilurum og því ekki hægt að koma mildu magni fyrir í þessum tækjum. Þá hefði ýmislegt annað verið í þeim köss- um sem fíkniefnin voru falin í. Sjálfur sagðist hann ekki vita hversu mikið magn Herbjörn hefði staðið fyrir, enda hefði það ekki verið á hans vegum. Hann hefði aðeins hjálpað honum að koma því til landsins með gámum skipa Samskipa. Hassið hefði hann keypt í Kristaníu í Kaup- mannahöfn á um 20-30 þúsund danskar krónur hvert kíló. Ef um annað efni en hass hefði verið f þessum sendingum, þá hefði hann ekki vitað um það. Hérna heima hefði hann fengið 700 - 900 þúsund íslenskar krónur fyrir kílóið. I máli Gunnlaugs kom fram að nettóhagnaður hans af þessum viðskiptum hefði numið 8-10 milljónum króna áður en lögreglan komst í málið. Til sam- anburðar hafði hann um 16 þús- und danskar á mánuði hjá Sam- skipum, eða 160 -170 þúsund krónur. Þegar Kolbrún Sævars- dóttir settur saksóknair benti Gunnlaugi á að mikið ósamræmi væri í máli hans fyrir réttinum og ' þess sem hann hafði greint frá í yfirheyrslum hjá lögreglu, bæði hvað varðar magn og fjölda ferða, sagðist Gunnlaugur hafa verið beittur miklum þrýstingi af lög- reglu. Auk þess hefði hann ekki getað hugsað skýrt vegna neyslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.