Dagur


Dagur - 30.05.2000, Qupperneq 19

Dagur - 30.05.2000, Qupperneq 19
 ÞRIBJUDAGUR 30. MAÍ 2 0 0 0-19 AKUREYRI NORÐURLAND Fjarvmnsla í heil- brigðisgeiraninn? MiMir möguleikar á Norðurlandi. Heil- brigðisgeirinn talinn hafa einna mestu möguleikana. Tungu- málakunnáttu á Eyja- íjarðarsvæðiim er hins vegar áfátt. Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) hefur gefið út skýrslu sem ber yfirskriftina „Úttekt á mögu- Ieikum Eyjaíjarðar í fjar- og gagna- vinnslu". Höfundar skýrslunnar eru Bjami Þór Þórólfsson, for- stöðumaður nýsköpunar- og mark- aðssviðs AFE, og Einar Askelsson, ráðgjafi hjá Rekstri & Ráðgjöf Norðurlandi og er Eyjafjarðar- svæðið fyrsta atvinnusvæðið á landsbyggðinni til að ráðast £ gerð heildstæðrar skýrslu um þessi mál. í skýrslunni segir m.a. að tækni- legar og þekkingarlegar forsendur fyrir atvinnumöguleikum í Eyja- firði á þessum sviðum hafi marg- faldast á allra síðustu árum. Tölvueign á heimilum sé hraðvax- andi, sem og notkun almenns hug- búnaðar og viðskiptahugbúnaðar. Tilkoma Háskólans á Akureyri hafi einnig aukið sérfræðilega þekk- ingu á svæðinu og sama sé að segja um tilurð fyrirtækja sem sér- hæfi sig í tölvu- og hugbúnaðar- þjónustu. Plúsar og niímisar Styrkur svæðisins felst skv. skýrsl- unni í almennt góðri þekkingu fólks í tölvunotkun, sem er grund- vallaratriði gagnvart möguleikum til uppbyggingar Ijar- og gagna- vinnslu í framtíðinni. Eyjaljarðar- svæðið er sterkast í þáttum eins og í samgöngum, samfélagslegri þjón- ustu og framboði á húsnæði en til- tölulega veikt hvað varðar sér- Frá særðum ref INGÓLFUR w... ARMANNS SON MENNINGARFULLTRÚI AKUREYRARBÆJAR SKRIFAR í grein í Dagi 20. maí sl. dregur Óli G. Jóhannsson, myndlistar- maður, mjög í efa sannleiksgildi leiðréttinga sem undirritaður sendi frá sér vegna fyrri skrifa Óla G. og Ragnars Lár. um starfsemi Listasafnsins á Akureyri og segir raunar á einum stað „Allar stað- hæfingar Ingólfs menningarfull- trúa eru því rangar". Ljótt er ef satt er. Þar sem Óli G. er áfram með fullyrðingar sem ekki eru að öllu Ieyti réttar, þá verð ég að ít- reka að fyrri leiðréttingar frá und- irrituðum eru réttar enda byggðar á þeim gögnum sem fyrir Iiggja frá Listasafninu. ÓIi G. vísar í sýningar sem verði síðar á þessu ári og séu settar upp í samvinnu við art.is í Reykjavík. Þetta er rétt, en samningar um þær sýningar voru gerðir í tíð fyrr- verandi forstöðumanns enda yfir- leitt nauðsynlegt að vinna upp sýningaáætlanir fyrir Listasöfn með löngum fyrirvara. Hvað varðar kaup á vegum Listasafnsins á listaverkum, þá liggur það fyrir í bókhaldi bæjarins að engar greiðslur hafa ennþá ver- ið bókaðar vegna slíkra kaupa frá því að núverandi forstöðumaður tók til starfa um mitt sl. ár. Ég get alveg tekið undir þær skoðanir sem fram koma hjá Óla G. að ástæða sé til að gera greinar- mun á myndlistarmönnum frá Ak- ureyri og myndlistarmönnum á Akureyri. Þó er ljóst að stundum eru þessi mörk ekki mjög skýr, t.d. hjá listamönnum með lögheimili hér á Akureyri sem eru þó Iang- dvölum annars staðar við sína Iist- sköpun. I upptalningunni í leið- réttingum mínum voru því þessir listamenn teknir saman. Þá er það staðhæfingin í leiðréttingunum urn „að engin málverk hafi verið flutt úr geymslum Listasafnsins". Óli G. segir að í Ketilhúsinu séu listaverk úr geymslum Listasafns- ins. Verkin sem hann vísar til í Ketilshúsi eru væntanlega 3 stórar Ijósmyndir sem voru á Lostasýn- ingunni og viðkomandi listamaður bað um að yrðu geymdar fyrir sig nokkurn tíma þar til hann tæki þær til sín. Þær myndir voru því ekki fluttar úr geymslum safnsins því að þangað höfðu þær aldrei komið. Ég vona að þessar viðbótar skýr- ingar séu nægjanlegar til að stað- festa að ekki var farið með rangt mál í fyrri leiðréttingum mínum. Ef einhverjir óska nánari skýringa eða upplýsinga um þcssi mál bendi ég viðkomandi á að hafa samband við undirritaðan eða for- stöðumann Listasafnsins. fræðiþekkingu, ekki sfst sérfræði- lega tungumálaþekkingu. Tækni- legir þættir sem snúa að gagna- flutningum eru svæðinu einnig (jötur um fót en þar er um að ræða háa verðlagningu þessarar þjón- ustu almennt á landsbyggðinni. Heilbrigðisgeirinn Rannsóknarverkefnið að baki skýrslunni skilaði banka af verk- efnahugmyndum, sem mögulegt er að vinna frekar með og fram- kvæma í framtíðinni, sum í allra nánustu framtíð. Verkefnin eru alls 45 og eru þau talin upp í skýrslunni en 16 komu best út úr mati en þijú verkefni voru valin til umijöllunar í skýrslunni. Verkefii- unum þremur er lýst ítarlegar í skýrslunni en berlega má sjá af hugmyndalistanum í henni að möguleikar virðast miklir hvað snertir verkefni á heilbrigðissvið- Stvrkir hugmyndir um flutning verkefna Matið á stöðu Eyjaljarðarsvæðis- ins var meðal annars framkvæmt með ítarlegum viðtölum við fjölda valinkunnra einstaklinga á svæð- inu, auk þess sem leitað var til fjölda aðila með svokallaðar opnar spurningar. Það er mat skýrslu- höfunda að með skýrslunni hafi verið settar fram upplýsingar sem styrki rökin fyrir því að ríkisstofn- anir og aðrir aðilar skoði af fullri alvöru að flytja verkefni frá höfuð- borgarsvæðinu til Eyjaljarðar. Rétt er einnig að nota skýrsluna til að vinna ítarlegri greiningu á þvf hvernig Eyjafjarðarsvæðið geti byggt upp atvinnugreinar sem nýti möguleika upplýsingatækninnar til að skapa sér forskot í sam- keppni, ekki aðeins á Islandi hcld- ur á alþjóðlegum vettvangi. — BÞ Selló - og píanó Föstudaginn 26. maí efndi selló- leikarinn Nicole Vala Cariglia til tónleika í Safnaðarheimili Akur- eyarkirkju. Meðleikari hennar á flygil í seinni hluta tónleikanna var Arni Heimir Ingólfsson. Nicole Vala Cariglia hefur lokið B-Mus námi frá New England Conservatory of Music og er við nám til masters- gráðu við sama tónlistarskóla. Ami Heimir Ing- ólfsson hefur lokið B-Mus gráðu við Tón- listarháskólann í Oberlin en er í doktorsnámi við Harvard háskól- ann. Efnisskrá tón- leika Nicole Völu Cariglia hófst á Einleiks- svftu nr. 4 íEs-dúr eftir Jóhann Sebastian Bach. Verkið allt Iék Nicole Vala af öryggi og hina sex kafla þess á viðeigandi hraða. Sérlega var ánægjuleg frammi- staða hennar í hinum hröðu Iokaköflum verksins, númer fimm og sex, Bourrée I-II og Gigue, þar sem til dæmis trillur voru fallega útfærðar og víða fal- lega unnið í túlkun. I fyrstu köfl- um verksins, Prélude og AUem- ande, var tónn nokkuð mikið grófur og flatur; einkum í hinum fyrri, og var sem spenna væri í flutningi, sem olli því að hið söngræna skorti í blæ leiksins. Annað verkið á efnisskrá var Svíta fyrir einleiksselló eftir Caspar Cassadó. Þetta er nú- tímalegt verk byggt á spönskum dönsum. Verkið er verulega for- Nicole Vala Cariglia og Árni Heimir Ingólfsson. vitnilegt. í því bregður fyrir í því ýmsum skemmtilegum hrifum svo sem blæ sígaunatónlistar og jafnvel brag sekkjapípunnar. Nicole Vala Cariglia lék fyrsta kafla verksins, Prelude-Fantasfa, afverulegum hita og innlifun. Annar kaflinn Sardana (Danza) fór að mestu vel úr hendi, en í honum komu þó fram nokkrir gallar einkum í tóntaki. Þriðji og síðasti kaflinn, Intermezzo e Danza finale, var hins vegar fag- urlega fluttur, blæbrigðaríkur og hrífandi, og þá ekki síst síðasti hluti hans, þar sem leikur Nicole Völu var sem næst glæsilegur. Eftir hlé flutti Nicole Vala Cariglia hina miklu Sónötu fyrir selló og pí- anó í F-Dúr eftir Johannes Brahms. I flutn- ingi þessa verks naut húntrausts atfylgis Árna Heimis Ingólfs- sonar, píanóleik- ara. Samleikur- hljóðfæraleikar- anna tveggja var afar náinn, nákvæmur og fagur- lega útfærður.Hinir fjórir kaflar verksins, fórust þeim mjög vel úr hendi og má segja, að þau Nicole Vala og Árni Heimir hafi eflt hvert annað í því að ná fram hrif- um þess og tekist það mjög vel. Leikur Nicole Völu einkenndist af miklu öryggi, fallegum blæ- brigðum og þróttugum en þó hvergi grófum leik. Árni Heimir býr að þeim þrótti og næmni, sem hæfði verkinu. Leikur hans var ákveðinn, öruggur og ætíð í góðu samræmi við sellóið. Nicole Vala Cariglia og Árni Heimir Ingólfsson eru greinilega upprennandi tónlistarmenn, sem vert er að veita fulla eftir- tekt. Um þetta báru tónleikarnir í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju glöggt vitni. Útskrift hjá VMA Þessi friöi hópur nemenda útskrifaðist nýlega frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Nokkur orð vegna skrlfa Öla G. SIGURÐUR JÓNSSON SKRIFAR Óli G. Jóhansson hefur í tveimur blaðagreinum, þann 31. Mars og 20. Maí, borið Gilfélagið sökum, vænt það um metnaðarleysi og subbuskap og látið að því liggja að misferli hafi átt sér stað með 13 milljónir kr. af almannafé, við framkvæmdir í Ketilhúsinu. Af þessu tilefni skal eftirfarandi kom- ið á framfæri. Bókhald Gilfélagsins er endur- skoðað af fyrirtækinu PriceWater- houseCoopers ehf. og ársreikning- ar þess lagðir fyrir Akureyrarbæ á hverju ári. Ekki hefur fundist neitt tilefni til athugasemda um fjár- reiður félagsins, en endurskoðand- inn lét þess getið við lok síðustu endurskoðunar að Gilfélagið væri vel rekið félag. Akureyrarbær lét, að frumkvæði Gilfélagsins, gera úttekt á fram- kvæmdum í Ketilhúsinu og með- ferð fjármuna í því sambandi. Magnús Garðarsson, tæknifræð- ingur hjá bænum, gerði þessa at- hugun og fann ekkert sem gaf til- efni til athugasemda. Nákvæm sundurliðun kostnaðar við hvern verkþátt framkvæmdanna liggur fyrir, þar sem gerð er ítarleg grein fyrir notkun þeirra Ijármuna sem Gilfélagið hefur fengið frá Akur- eyrarbæ til uppbyggingar Ketil- hússins. Útigangsfólk hefur aldrei hreiðr- að um sig í Ketilhúsinu og aldrei átt greiðan aðgang að því eins og Óli heldur fram, enda ekki vitað til að útigangsfólk hafist við á Akur- eyri. Óli Iýsir sóðaskapnum í Ketil- húsinu á ákveðnum degi snemma árs 1999, sem dæmi um metnað- arleysi Gilfélagsins. Hið sanna er, og það vissi Óli þegar þá, að brot- ist var inn í Ketilhúsið og salurinn svínaður út af innbrotsmönnum. Listaverk úr geymslum Lista- safnsins á Akureyri hafa aldrei ver- ið geymd í Ketilhúsinu, né heldur önnur verk í eigu safnsins eða Ak- ureyrarbæjar. Greinaskrif Óla G. Jóhannsson- ar og viðbrögð þeirra sem hann veitist að, vekja fyrst og fremst spurningar um trúverðugleika. Hverjum ber að trúa? Óla G. eða þeim sem treyst hefur verið til að veita Listasafninu á Akureyri forstöðu? Óla G. eða safnráði Listasafns- ins á Akureyri? Óla G. eða Gilfélaginu, sem er treyst til að reka menningarmið- stöð í Listagili? Óla G. eða löggildum endur- skoðurum PriceWaterhouseCoop- ers ehf? Óla G. eða Magnúsi Garðars- syni? Óla G. eða Ingólfi Armanns- syni?

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.