Dagur - 02.08.2000, Side 5

Dagur - 02.08.2000, Side 5
Xk^wr MJDVIKUDAGU R 2. ÁGÚST 2000 - S FRÉTTIR Siðareglur heim- ila ekki frávísim Reglur siðanefndar presta heimiluðu ekki að vísa kæru á hendur Sigurbimi frá, segir formaður siðauefndar presta. Prestar dsáttir með úrskurðiuu. „Á opnum velli eiga prestar að vera uiidir sama þaki og aðrir,“ segir eiun þeirra. „Varðandi það hvort vísa hefði átt frá kæru á hendur Sigurbirni Einarssyni vegna ummæla hans um gagnrýnendur kristnihátíðar þá er það mat siðanefndarinnar að reglur nefndarinnar heimili það ekki. Það er síðan mál út af fyrir sig hvort siðareglur séu of strangar að þessu leyti. En það er rétt hjá séra Hjálmari Jónssyni að siðareglur Prestafélags Is- lands myndu ná yfir hann, eftir mínum skilningi, þótt hann gegni nú öðru starfi," segir sr. Ulfar Guðmundsson prófastur á Eyrarbakka og formaður siða- nefndar Prestafélags íslands. Ilefur jaínau tekið svari lítilmagnans I Degi í gær setti sr. Hjálmar Jónsson prestur og alþingismað- ur fram harða gagnrýni á siða- „Gengur ekki að einhver nefnd sitji um það sem vígðir menn segja í þjóðmaáiaumræðunni, “ segir sr. Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Þorlákshöfn. nefnd og sagðist ekki vita hvort þeir sem nefndina skipuðu væru með öllum mjalla. Tilefnið er sú ofanígjöf sem Sigurbjörn Einars- son biskup fær frá nefndinni eft- ir málflutning sinn um gagn- rýnendur kristnihátíðar „Það þarf engin siðanefnd að kenna Sigurbirni biskup að tala. Mynd- ir og líkingamál eru rauður þráð- ur í öllum boðskap kirkjunnar,“ sagði sr. Hjálmar. „Eg er sammála öllu því sem sr. Hjálmar segir um sr. Sigur- björn í Degi og einnig sammála því að við þurfum ekki að kenna honum að tala,“ segir sr. Olfar og Ýmsir hafa vísvitnandi reynt að koma höggi á Þjóðkirkjuna, “ segir sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur og vara- þingmaður. bætir við að úrskurður siða- nefndarinnar sé skýr og þar komi fram að nefndin sjái ekki að siða- reglur prestafélagsins banni prestsvígðum manni að kveða fast að orði á opinberum vett- vangi og felst því ekki á að hér sé um ámælisvert brot að ræða. Hins vegar lýsir siðanefnd þeirri skoðun sinni að það sé óæskilegt að blanda heilsufari manna inn í umræðu um málefni. Berst fyrir því sem réttlátt og kristilegt er En hvað finnst prestum um þetta mál. „Eg reikna með því að siðanefndin hafi fylgt umboði sínu þegar hún snuprar hinn aldna biskup en þessu umboði þarf þá að breyta. Það gengur ekki að einhver nefnd sitji um það sem vígðir menn segja í þjóðmálaumræðunni eða í blaðaskrifum. A opnum velli eiga prestar að vera undir sama þaki og aðrir, það er dæmdir jákvætt eða neikvætt af orðum sínum eða eftir meiðyrðalöggjöf. Nú er ég ekkert sammála hugtakanotk- un Sigurbjörns en það kemur málinu ekkert við,“ sagði sr. Baldur Kristjánsson sóknarprest- ur í Þorlákshöfn. „Ymsir hafa vísvitnandi reynt að koma höggi á Þjóðkirkjuna, jafnvel með rangfærslum ef ekki vill betur,“ segir sr. Karl V. Matthíasson, sóknarprestur í Grundarfirði og varaþingmaður Samfylkingar. „A fyrstu árum manns í prestskap kemur sitt- hvað manni kannski á óvart, en síður þegar árin líða. Því myndi mér ekkert bregða þó einhverjir andstæðingar í stjórnmálum myndu leita til siðanefndar pres- ta líkaði þeim ekki við það sem ég segi," segir Karl. Hann kveðst ætla að halda sínu striki ótrauð- ur áfram bæði sem prestur og þingmaður og berjast fyrir þeim málum sem hjarta hans segi að réttlátt sé og kristilegt - og hvor- ki siðanefnd presta né aðrir slái sig þar út af laginu. - SBS. Slökkviliðið glímir við eld/nn í gær. Loka þurfti nærliggjandi götum. Milijóna- tjoní Faxafeni Tugmilljónatjón varð þegar eld- ur kom upp í lazertag sal við Faxafen 8 um miðjan dag í gær. Tveir menn voru fluttir á slysa- deild vegna reykeitrunar. Eldur- inn kom upp í fremur litlu rými en þar sem húsnæðið er hannað sem völundarhús átti slökkvilið- ið erfitt með að slökkva eldin. Eldköfurum tókst að lokum að ráða að niðurlögum eldsins og var tjón af hans völdum ekki verulegt. Á neðri hæð húsins varð hins vegar stórtjón þar sem reykur og vatn áttu greiða leið inn á lager verslananna Oxford Street og Vöruhúsins. Þar var tugmilljónatjón. Eldsupptök eru ókunn og er rannsókn málsins í höndum lögreglunnar í Reykja- vík. - GJ Nýr kj ötrísi Á myndinni eru, frá vinstri: Bryndís Hákonardóttir, Valdimar Gríms- son.Ólafur Sveinsson og Pálmi Guðmundsson. Nektarbúlla fæst kevpt INNLENT Einn af nektardansstöðunum í miðbæ Reykjavíkur er til sölu. í aug- lýsingu frá fasteignasölunni Valhús er greint frá því að um sé að ræða mjög góðan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur sem „sérhæfir sig í list- rænum dansi og þykir með þeim betri í dag.“ Fasteignasalan greinir frá því að allar nánari upplýsingar séu aðeins veittar á skrifstofu hennar og er því ekki Ijóst á þessari stundu hvort það er Óðal, Club Clinton, MaximYs, Club Seven eða Vegas sem um ræðir og telur sig „með þeim betri í dag“, en þetta eru þeir nektar- dansstaðir sem geta talist staðsettir í miöbænum. - FÞG Dýrir ferðalangar Ellefu Pakistanar voru handteknir við komuna til Keflavíkur um síð- ustu helgi. Skilríki mannanna ellefu þóttu ekki í lagi og komust þcir því aldrei lengra en í vegabréfaskoðun. Karlmenninir hafa verið vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í Reykjanesbæ, á Kellavíkur- flugvelli og í Grinda\ak. Búist er við að Pakistanarnir ellefu verði sendir úr Iandi við fyrsta tækifæri. Því (ýlgir hins vegar gífurlegur kostnaður því til að fullnægja gildandi reglum um brottvísun þarf að senda Iögreglumenn með þeim út. Nýtt fyrirtæki í kjöt- iðnaði og sláturhúsa- rekstri var formlega stofnað í gær. Hið nýja fyrirtæki mun bera nafnið Goði hf. en það varð til þegar fimm fyrirtæki sam- einuðust í öflugt framleiðslu- og mark- aðsfyrirtæki. Eftir sameininguna er Goði hf. stærsti sláturleyfishafi landsins með rúmlega 40% markaðshlut- deild. Fyrirtækin sem sameinuð- ust í eitt, eru Borgarnes-Kjötvör- ur ehf. í Borgarnesi, Kjötumboð- ið hf. í Reykjavík, Sláturhús og kjötvinnsla Kaupfélags Héraðs- búa á Egilsstöðum, Norðvestur- bandalagið hf. á Hvammstanga og Þríhyrningur hf en þrjú síðast nefndu fyrirtækin eiga stærstan hlut í Goða hf. Ekki er gert ráð fyrir uppsögn- um starfsmanna í kjölfar samein- ingarinnar en starfsmenn fýrir- tækisins eru um 260 talsins, þar af um 200 á landsbyggðinni. Goði hf. mun reka sláturhús á eftirtöldum stöðum: Hvamms- tanga, Búðardal, Hólmavík, Egilsstöðum, Fossvöllum, Breið- dalsvík, Hornafirði, Hellu, Þykkvabæ og Reykjavík. Höfuð- stöðvar Goða hf. verða í Reykja- vík. Gert er ráð fyrir að á álags- tímum geti starfsmannafjöldi farið upp í 700 manns. Markmið samciningarinnar er fyrst og ffemst að mynda öfluga rekstar- einingu og geta boðið bændum góð kjör í viðskiptum sínum. I ár er gert ráð fyrir því að velta Goða hf. verði 3.6 milljarðar króna en yfir 4 milljarðar króna árið 2001. Framkvæmdastjóri Goða hf. er Valdimar Grímsson en stjórn íyr- irtækisins skipa Ólafur Sveins- son, formaður, Pálmi Guð- mundsson, varaformaður, Ingi Már Aðalsteinsson, ritari, og meðstjórnendurnir Jón E. AI- freðsson og Örn Bergsson. Vara- menn í stjórn eru Guðmundur S. Björgmundsson, Sigurður Bald- ursson og Eggert Pálsson. - GJ Samskip styrkja Raddir Evrópu Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, afhenti í gær Þórunni Sig- urðardóttur, stjórnanda Reykjavík- ur - menningarborgar, styrk Sam- skipa svo kórinn Raddir Evrópu fái hljómað í níu menningarborgum árið 2000. Samskip eru aðalstyrkt- araðilar að þessu viðamesta sam- starfsverkefni menningarborganna en verkefnið er undir stjórn Reykjavikurborgar. - GJ Marfa E Ingvadóttir og Þórunn Sigurðardóttir frá Menningarborg- inni og Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.