Dagur


Dagur - 02.08.2000, Qupperneq 9

Dagur - 02.08.2000, Qupperneq 9
MIDVIKVDAGUR 2. ÁGÚST 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Speimandi Polar-Cup Norðurlandamótið í körfuknattleik, Polar- Cup, hófst í gær í íþróttahúsmu í Keflavík. Island sendir tvö lið til mótsins, og gengur B-liðið undir nafninu Elítuhópurinn. Islenska elítu- landsliðið er skipað leikmönnum fæddum 1979 til 1982. Þetta er í fyrsta skiptið sem Island teflir fram tveimur liðum í þetta mót en til greina kom að bjóða lands- liði Þjóðverja þáttöku. Frítt er fyrir börn 15 ára og yngri. Róð- urinn verður eflaust erfiður fyrir bæði landslið, en á síðustu mót- um hefur Island verið að berjast á neðri enda mótsins. En það er full ástæða til að hvetja fólk til Keflavíkur þessa viku og sjá góð- an körfubolta, um leið og það hvetur landann til sigurs. I gær fóru fram fjórir leikir. I fyrsta leik mótsins í gærdag unnu Finnar Dani 78-67, en í gærkvöld léku Svíar við Island-B og Island við Noreg. Mótið heldur áfram á miðviku- dag kl. 16.00 en þá leika: Danmörk - Island-B Finnland - Noregur ísland - Svfþjóð Fimmtudagur kl. 16.00 Danmörk - Noregur Finnland - Svíþjóð ísland - Ísland-B Föstudagur kl. 16.00 Svíþjóð - Noregur Finnland - Ísland-B Island - Danmörk Laugardagur kl. 12.00 Island-B - Noregur Danmörk - Svfþjóð Island - Finnland Landsliðshópurinn á Norður- landamótinu er valinn af Friðriki Inga Rúnarssyni. Þeir eru Falur Harðarson, Keflavík; Herbert Arnarsson, Friðrik Stefánsson, Lappeenrannan; Jón Arnar Ingv- arsson, Haukum; Fannar Ólafs- son; IUP; Birgir Örn Birgisson, KFI; Baldur Ólafsson, Long Is- land; Gunnar Einarsson, Kefla- vík; Jón Arnór Stefánsson, KR; Sævar Sigurmundsson, Ala- bama; Logi Gunnarsson, Njarð- vík og Jakob Sigurðsson, KR. Elítu-hópinn valdi Sigurður Ingimundarson. í honum eru Sigurður Þorvaldsson, IR; Ólaf- ur Sigurðsson, IR; Steinar Ara- son, IR; Hreggviður Magnússon, ÍR; Ólafur Ægisson, KR; Helgi Magnússon, KR; Sigurður Ein- arsson, Njarðvík; Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík; Jón N. Hafsteinsson, Keflavík; Hlynur Bæringsson, Skallagrími; Steinar Kaldal, KR; Óðinn Asgeirsson, Þór Ak.; Ingvar Guðjónsson, Haukum; Magnús Helgason, Þór Ak.; Einar Örn Aðalsteins- son, Þór Ak.; Guðmundur Ás- geirsson, Grindavík; Sigurjón Lárusson, Stjörnunni og Guðjón Lárusson, Stjörnunni. — GG Magnús Helgason, Þór, í úrvalsdeildarleik á síðustu leiktíð. Magnús leikur með Elítuliðinu á Polar-Cup. Þeirra bíður erfitt verkefni ef að líkum lætur. Jákob Jóhann í 2. sæti á EM imglinga Jakob Jóhann Sveinsson synti 200 m bringusund á lokadegi EM í sundi unglinga og varð hann í 2. sæti á tímanum 2:18.63 sem er ekki nema 19 sekúndubrotum frá hans besta tíma, 2:18.44. íris Edda Heimis- dóttir synti 100 m bringusund og varð í 7. sæti á tímanum 1:13.48 sem er ekki nema 6 sekúndu- brotum frá hennar besta tíma, 1:13.42. Hjörtur Már komst í undanúr- slit í 50 m flugsundi og synti á tímanum 26.43 og varð í 16. sæti af 39 keppendum. íris Edda Heimisdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson eru nú eftir þctta mót að hefja æfingar fyrir Ólympíu- leikana í Sydney sem hefjast 15. september nk. þar sem þau keppa ásamt 7 öðrum íslenskum sundmönnum. — GG Jakob Jóhann Sveinsson. „Ællum að vinna ÍBV“ Eftir sigur Þórs/KA í Landssíma- deild kvenna var mikill hugur í stelpunum. Lára Eymundsdóttir, fyrirliði, sagði að þær væru ákveðnar í því að klára dæmið og halda sér í úrvalsdeildinni. „Við eigum möguleika á því að vinna IA, við vorum óheppnar um dag- inn og vinnum þær þegar þær koma norður. Það er heldur ekki útilokað að vinna IBV hér heima, það er allt hægt. En eigi ég að vera raunsæ þá eru hverf- andi líkur á því að við komust upp úr næst neðsta sætinu, og þá Iendum við í umspili um laust sæti í úrvalsdeild. Mér finnst Iík- legast að við mætum Grindavík, liðinu sem féll í fyrra. Við eigum að vera í þessari deild, og ætlum alls ekki niður í haust.“ Næsti leikur er gegn KR í Frostaskjólinu 11. ágúst og svo gegn Vestmannaeyingum 26. ágúst á Þórsvellinum. — GG Sigur gegn Noregi en tap gegn Dönum Lanaslið íslands skipað Ieikmönnum U21 Kvenna lék gegn landsliði Noregs á Opna Norðurlandamótinu á sunnudag og sigraði 2-1. Áður hafði lsland tapað fyrir Þýskalandi 3-1. Mótið fer fram í Bamberg í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Islandi, Noregur jafnaði en Rakel Ögmundsdóttir tryggði íslenska liðinu sigur. Rakel skoraði bæði mörk Islands í gær og jafnfVamt sitt þriðja mark í mótinu, en hún skoraði markið gegn Þýskalandi. Leikið var í gær gegn Dan- mörku og fór sá leikur 3-1 fyrir Dani. Mark Islands skoraði Rakel Logadóttir. A morgun er leikið um sæti í mótinu en þá leikur Island um 5. sæt- ið við Svía. Flestir leikmenn koma frá Breiðabliki en einnig frá Stjörnunni, Vestmannaeyjum, KR og Val. Landsliðsþjálfari er Jör- undur Aki Sveinsson. Leyfilegt er að nota tvo eldri leikmenn og það eru Margrét R. Ólafsdóttir, Breiðabliki sem er fyrirliði, og Rakel Ög- mundsdóttir, Breiðabliki. — GG Jón Amar hætti í 2. sæti eftir 7 greinar Jón Arnar Magnússon varð að hætta eftir 7 greinar í tugþrautakeppninni í Talence í Frakkalandi. Jón Arnar varð að hætta eftir 7. greinina, kringlukast, vegna tognunar í stórtá, en hann var þá í 2. sæti keppninnar með 6.152 stig, 82 stigum á eftir heimsmeistararanum Dvorak. Jón Arnar hafði forystu eftir fyrri daginn með 4474 stig. Nool hefði þurft að vera rúmum fjór- um sekúndum fljótari en Dvorak í síð- ustu keppnisgreininni, 1.500 metra hlaupi, til að vinna. Hann var um tveim metrum á undan Dvorak lengst af, tók á sprett þegar um 300 metr- ar voru eftir ( mark, en tókst ekki að halda hraðanum til enda, og þeir komu nánast samsíða í mark. Attila Zsivoczky varð þriðji í tugþraut- arkeppninni með 8.293 stig, Roman Sebrle frá Tékklandi hlaut 8.228 stig, fimmti varð Frakkinn Lauren Hernu með 8.178 stig og sjötti Iandi hans Lionel Marceny. — GG Marel til Stahæk Marel Jóhann Baldvinsson, leikmaður úrvalsdeildarliðs Breiðabliks, hefur skrifað undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Stabæk, sem er í 7. sæti norsku deildarinnar. Stabæk greiðir Breiðabliki um 23 milljónir íslenskra króna fyrir Marel. I samningum er einnig gert ráð fyrir allt að 13 milljón króna greiðslu, standist Marel þær vænt- ingar sem til hans eru gerðar. I samningnum er einnig kveðið á um samstarf félaganna, s.s. menntun þjálfara, leikmannaskipti, stjórnun o.fl. Samningur Marels er til 4 ára, og var leikur Breiðabliks gegn Leiftri sfðasti leikur Marels með félaginu. Marel skoraði tvö mörk í 5-0 sigri Breiðabliks. Marel hefur leikið með öllum flokkum Breiða- bliks. — GG Jón Arnar Magnússon.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.