Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 4
20 - LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 M£j']j'Jij']aAnu'r£i )- rh&ju- Leitin að Deep Throat BÚKA- HILLAN ritstjóri Watergate-hneykslið sem endaði með því að Ric- hard Nixon, forseti Bandaríkjanna, neyddist til að segja af sér 9. ágúst árið 1974, varð meðal annars til þess að gera svokallaða rannsóknar- blaðamennsku að tísku- fyrirbrigði um hríð, ekki aðeins í Ameríku heidur víðar í hinum vestræna heimi. Fyrirmyndirnar voru tveir hlaðamenn við Washington Post, Bob Woodward og Carl Bernstein, en þeir áttu mikinn þátt í að draga upplýs- ingar um lögbrot Nixons og samstarfs- manna hans fram í dagsljósið. Mikilvæg- asti heimildarmaður þeirra var ónefndur innanbúðarmaður í Hvíta húsinu sem Woodward hitti að næturlagi í bíla- geymsluhúsi í Washington og kölluðu sín á milli og seinna opinberlega Deep Throat - en það var annars nafn á klám- mynd sem þá var vinsæl £ Bandaríkjun- um og reyndar víðar. Woodward og Bernstein urðu frægir vegna frétta sinna um Watergate-málið. Þeir skrifuðu Iíka bók um afrek sín og samskiptin við Deep Throat - All The President’s Men - sem síðan var kvik- mynduð og það gerði þá enn frægari. En þeir geymdu vandlega leyndarmálið um hver dularfulli heimildarmaðurinn væri. Og það er leyndarmál sem þeir hafa nú varðveitt í hátt í þrjátíu ár þrátt fyrir ít- rekaðar tilraunir margra til að nafn- greina huldumanninn. Loksins afhjúpun? Leonard Garment heitir bandarískur lögfræðingur sem var íráinn samstarfs- maður Richard Nixons um áratuga skeið og ráðgjafi hans meðal annars á þeim árum þegar Watergate-hneykslið var að hrekja hann úr forsetaembættinu. Gar- ment hefur síðustu tvö, þrjú árin ein- beitt sér að því að afhjúpa Deep Throat Nýja bókin um leitina að Deep Throat og hefur nú gefið út bók um þessa Ieit sína að huldumanninum og þá niður- stöðu sem hann komst að. Hún heitir: „In Search of Deep Throat: The Greatest Political Mystery of Our Time.“ Þetta er reyndar önnur bókin sem Gar- ment skrifar um mál sem tengjast Wa- tergate. Fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér endurminningar, Crazy Rhytm, en þar rakti hann f ít- arlegu máli ævi sína og þar með langvar- andi samskipti sín við Nixon. Þegar sú bók var frá fékk hann áhuga á að reyna að afhjúpa huldumanninn sem hafði haft svo mikil áhrif á framvindu mála með uppljóstrunum sínum. Sjálfur þekkti hann alla þá sem helst komu til greina; þeir voru jú gamlir samstarfs- menn hans í Hvíta húsinu. Garment byggði leit sína til að byrja með á öllum þeim upplýsingum sem fram hafa komið í skrifum og ummæl- um Woodward og Bernstein um Deep Throat, en með þeim almennu lýs- ingum tókst honum fljótlega að útiloka marga fyrrum félaga sína. Samt komu margir til álita og hann skýrir í bók- inni frá því hvernig Hoffman og Robert Redward í hlutverkum hann mat hvern og itein og Woodward í All The President's ejnn og endaði svo verðar og láta þá neita því formlega að þeir væru Deep Throat. Sumum trúði hann, en einum ekki. Niðurstaða Garments er sú að John Sears hafi verið huldumaður Was- hington Post. Fáir kannast við þann mann utan Bandaríkjanna, en þar er hann frægastur fyrir að hafa verið kosn- ingastjóri Ronald Reagans í bæði skiptin sem Reagan var kjörinn forseti Banda- rfkjanna. A valdatímum Nixons í Hvfta húsinu var Sears á þrftugsaldri og hafði ekki náð þeim frama sem hann stefndi að. Meginskýringin var sú, að sögn Gar- ments, að Sears taldi fjölmiðla hafa mik- ilvægu hlutverki að gegna í bandarísku samfélagi og vildi því að Hvíta húsið reyndi að eiga vinsamleg samskipti við þá. Þetta var eitur í beinum Nixons og helstu ráðgjafa hans sem Iitu á dagblöð og aðra fjölmiðla sem hættulega fjand- menn. Sears átti því ekki upp á pallborð- ið hjá þeim sem voru í innsta hring for- setans. Neitar öllu John Sears neitar sjálfur að hafa verið Deep Throat - bæði í bók Garments og annars staðar. Bob Woodward neitar því einnig og segir að heimildarmaðurinn hafi verið háttsettari í kerfinu í Was- hington en Sears var á þeim tíma. En Garment lætur sér fátt um finnast og segist hafa búist við slíkri afstöðu. Það hefur lengi verið yfirlýst stefna Woodward og Bernstein að nafni huldu- mannsins verði haldið leyndu þar til hann sé allur, eða vilji sjálfur koma fram. Þangað til verða allar fullyrðingar um hver Deep Throat var ágiskanir einar. En gagnrýnendum ber saman um að frásögn Garments að leitinni að heimildarmanni Washington Post sé vel skrifuð og skemmtileg aflestrar, einkum fyrir þá sem á annað borð hafa enn áhuga á Wa- tergate-hneykslinu. Ýktir amerískir draumar ★ ★ SuperstarLeik- stjóri: Bruce McCull- ochHandrit: Steven Wayne Koren Aðalhlutverk: MoIIy Shannon, WiII Ferrell og Elaine Hendrix Amerískir kvik- myndaframleið- endur þreytast aldrei á því að gera myndir um ameríska draum- inn og oftar en ekki eru þetta myndir sem eiga að höfða til ungu kynslóðarinnar. Skilaboðin eru nánast alltaf þau sömu - það gildir ekkert annað í þessum heimi en að vera stjarna og það falleg og fullkomin stjarna. Superstar er enn ein myndin í þessum flokki, nema að þessu sinni er verið að gera grín að am- eríska draumnum í gegnum hall- ærislega skólastelpu í kaþólskum skóla, Mary Katherine Callagher sem leikin er af Molly Shannon. I raun eru allir krakkarnir f skól- anum gerðir svo óheyrilega heimskulegir og vitlausir að á köflum er maður ekki viss hvort skólinn er fyrir andlega fatlaða eða bara venjulegur kaþólskur skóli. Munaðarleysinginn Mary Katherine Gallagher býr hjá ömmu sinni sem alla tíð hefur talið Mary trú um að foreldrar hennar hafi verið étnir af mannætuhákörlum og reynir þannig að hylma yfir hinn raun- verulega dauðdaga, en það er ættgengt í fjölskyldu Mary að vera hrakfallabálkur. Mary dreymir um að verða ofurstjarna og vera kysst frönskum kossi eins og í bíómyndunum. Strax á unga aldri er hún farin að biðja sinn eina vin, Jesú, um hjálp til að láta draumana rætast. Tækifærið gefst þegar hún kemst í hæfi- leikakeppni skólans og vinning- urinn er ferð til hinnar einu sönnu Hollywood og þar að auki að leika í aukahlutverki í kvik- mynd. Keppinautarnir eru falleg- asta og hæfileikaríkasta parið í skólanum, Evian og Sky svo ekki lítur út fyrir að Mary eigi nokkurn séns á að vinna keppn- ina, þess utan er Mary bálskotin í Sky og á þann draum heitastan að kyssa hann. Eins sakleysislegt og þetta Iítur allt út fyrir að vera, eru mörg at- riði í myndinni sem eru hreinlega ekki við hæfi barna, eins og segir KVIK- MYNDIR á auglýsingaspjöldum f heima- landi myndarinnar, Ameríkunni sjálfri. Þegar Mary lætur brjóstin tala saman, eða þegar hún flettir skólapilsinu upp um sig svo skín í naríurnar aftur og aftur, nú eða þegar hún fer í hörku sleik við stórt eikartré og stynur líkt og hún sé að fá rosa fullnægingu. Margar fleiri slíkar senur koma fyrir í myndinni og var auðheyri- legt að áhorfendur skemmtu sér best þegar að þeim kom og hrein- lega örguðu margir hverjir af hlátri. Þrátt fyrir allan fáránleikann, hallærislegheitin og gamlar lummur eru nokkrir frábærir karakterar sem ná athyglinni, eins og þykjustudópistinn og hýru strákarnir. Agæt afþreying sem hefði annars átt betur heima í sjónvarpi, en á stærsta tjaldi bíóhússins. Mary Katherine kastar sér í fangið á Sky, eftir að hann hefur sagt upp fal- legustu stelpunni í skólanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.