Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 8

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 rD^tr Jafn nauðsyn- legt og kynlíf Sindri Freysson er nátt- hrafn þegar kemur að skriftum. Hann vinnur fram á morgun og finnst best að skrifa í skorp- um. Sindri gefur nú út sína fýrstu barnabók, Hundaeyjuna, sem varð til á Krít þegar hann skrifaði bréf heim til dóttur sinnar. „Fyrir þremur árum bjó ég um skeið á Krít í Grikklandi og var að skrifa skáldsöguna Augun í bænum. Eg skrifaði dóttur minni bréf heim en þar sem fátt fréttnæmt gerist við skrifborðið fyrir utan sjálf ritstörfin, bjó ég til lítlar sögur um ævintýri hundanna og sendi henni. Þegar ég sneri heim aftur þá var hún mjög forvitin um afdrif hundana og Hundaeyjuna, spurði margs og tók af mér það loforð að ég skyldi gefa bréfin út sem bók. Það hefur staðið til allar götur síðan og núna varð Ioks að því,“ segir Sindri. Frelsishreyfing fjórfættra skæruliða Hann segir Hundaeyjuna vera ævintýri um undrun, vináttu, frelsi og fyrirgefningu. „Bókin fjallar um hóp af hundum, nokkurs konar frelsishreyfíngu fjórfættra skæruliða, sem berst fyrir því að allir hundar verði frjálsir. Þá dreymir um stað, Hundaeyjuna, þar sem þeir geta safnast saman og notið lífsins án þess vera lokaðir inni, bundnir eða barðir. En það er stórt ljón í veginum: Hundaeyjan er á reki um höfin og því erfítt fyrir hundana að finna hana. Þcir setja saman áætlun og kortleggja ferðir Hundaeyjunnar til að reyna finna út hvar og hvenær hún muni birtast næst,“ segir Sindri. Hann hefur þegar lokið við að skrifa bókina sem er fal- lega myndskreytt með myndum Höllu Sólveigar Þorgeirsdóttur. Sindri segist yfirleitt vinna á næturnar og skrifar þá til klukk- an sjö eða átta á morgnana. „Ég hef komið mér upp ákveðnu skipulagi og miða við að skrifa fjóra tíma í senn, eftir það er maður ekki sérlega frjór Iengur. 1 gegnum tíðina hef ég verið gef- inn fyrir þetta íslenska vinnulag, að skrifa í lotum. Þá tek ég skorpur og afkasta miklu en þess á milli meltir maður með sér hugmyndir og leyfir þeim að gerjast. Þegar ég sest síðan nið- ur þá er grindin að textanum nokkurn veginn tilbúin í hugan- um og framhaldið er mestmegn- is fingraleikfimi," segir Sindri. Eins og vírus Aðspurður hvað sé svona skemmtilegt við að skrifa segir Sindri: „Það er nauðsynlegt að skrifa, rétt eins og að anda að sér súrefni, matast, hlæja eða stunda kynlíf . Ég hef skrifað frá barnsaldri. Þetta er eitthvað sem ég hef í blóðinu. Eins og vírus." Sindri er þessa dagana að skrifa skáldsögu en segir óvíst hvort hann muni ná að klára hana fyr- ir þessi jól eða hvort hún bíði til næstu jóla, það skýrist á næstu vikum. „Sagan gerist á stríðsár- unum, aðallega á Islandi, og byggir á sannsögulegum atburð- um,“ segir Sindri og eflaust má vænta spennandi bókar. - ELJ Rithöfundar að störfum Vertíð rithöfunda stendur sem hæst þessa dag- ana, allavega hjá þeim sem ætla sér að vera með i jólabókaflóðinu. Degi lék forvitni á að vita hvernig vinnulagi rithöfunda væri háttað, tók nokkra þeirra tali og fræddist um hvaða spenn- andi bækur þeir væru með í smíðum. Handan lífs og dauða en Sigrún á hátt í 200 Idrkjuleg Iistaverk víða um heim,“ segir Þórunn. Sigrún Jónsdóttir og Þórunn Vaidimarsdóttir hafa átt gott samstarf. „Mér finnst aiitaf gaman ad takast á við ný form í skriftum og þetta er i fyrsta sinn sem ég skrifa ævisögu konu. Það hefur verið skrambi gaman að vinna með Sigrúnu, “ segir Þórunn. mynd: einar j. Þórunn Valdimarsdóttir er að Ijúka við að lýsa ævintýralegu lífshlaupi Sigrúnar Jónsdóttur listakonu. Þórunn situr við skriftir á skrifstofu f miðbæ Reykjavíkur og segist njóta vinnunnar og þess frelsis sem rit- höfundarstarfið býður upp á. „Ég er að pússa handritið svo að bókin ætti að komast tímanlega út. Þegar handritið er komið í endanlegt form vinnum við Sig- rún upp texta með myndunum sem fylgja með. Aftast í bókinni verður Iistaverkakálfur, Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprestur skrifar þar myndatexta með sýn- ishorni af höklum Sigrúnar," segir Þórunn. Hún hefur áður skrifað 11 bækur af ýmsum toga, sagnfræði, skáldsögur og ævisögur. Merkileg reynsla „Með tímanum nær maður betra valdi yfir ritstörfum, eins og hverri annarri vinnu. Mér finnst alltaf gaman að takast á við ný form í skriftum og þetta er í fyrsta sinn sem ég skrifa ævisögu konu. Það hefur verið skrambi gaman að vinna með Sigrúnu, og merkileg reynsla að setja sig í spor listakonu af þess- ari kynslóð. Það var á ýmsan hátt snúið að vera Iistamaður í samfélagi eftirstrfðsáranna, og enn snúnara að vera listakona. Sigrún var brautryðjandi hér á landi í textíllist og batíki. Yfir- litssýning á verkum hennar stendur nú yfir í Hallgrímskirkju Tónlist, te og kerti Þórunn segir að sér finnist nauðsynlegt að komast frá heim- ili sínu til þess að skrifa. Hún er með skrifstofu í Fischersundi fyrir ofan Útfararstofu Oswalds og klúbb Clinton. „Ég segi í gri'ni að ég vinni handan lífs og dauða. Hér er góður friður, ég sé skína í Moggahöllina út um gluggann en sólin nær ekki hingað niður, sem hefur komið sér vel nú f sumar. Ég reyni að gleyma henni því annars er svo freistandi að fara út í göngutúra í fallegu veðri,“ segir Þórunn og bætir við: „Ég hef svipaðan vinnutíma og annað fólk, vinn frá klukkan níu til fimm og er frjáls á kvöldin og um helgar. Það er gott geta skipt deginum á tvo staði, eiga líf heima og ann- að í vinnunni." Að sögn Þórunnar gengur henni yfirleitt vel að komast í gang með að skrifa. „Ég fæ mér te, kveiki á kerti og hlusta á tón- list til þess að finna réttan gír. Stundum er erfitt að byrja að skrifa á mánudögum en oftast er það ímynduð fyrirstaða ojg fyrr en varði gleymi ég mér. Ég nýt þess að vinna, þetta er skapandi starf, ég er eigin húsbóndi og frjáls," segir Þórunn að lokum. - ELJ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.