Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 2
18 LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 HELGARPOTTURINN Rithöfundurinn og stórforsljórinn Ólafur Jó- hann Ólafsson er nú kominn í landvinninga hér á heimaslóð, og það í orósins fyllstu merk- ingu, en á dögunum keypti hann jörðina Götu í Hrunamannahreppi í Arnessýslu. Nú hefur hann bætt um betur í þessari kaupsýslu sinni og hefur brytjað jörðina niður í átta parta og selt sjö hluti til vina sinna. Þess utan munu þeir svo sameinast um vissa aðstöðu meðal annars til að stunda hestaíþróttir. Meðal vina Ólafs sem eru með honum í þessu dæmi eru meðal annars Gunnar Steinn Pálsson almannatengil, Valdimar Harðarson arkitekt og fleiri. Annar forstjóri hefur einnig staðið í jarðakaupum að undanfömu. Það er Sunnlendingurinn Jón Sigurðarson forstjóri Össurar, sem nýlega keypti jörðina Múla í Biskupstungum. Jörðin Múli er allstór og fylgja henni meðal annars fjöll sem sjást víða að á Suðurlandi. Þar fyrir utan fylgir ýmislegt lausafé jörðinni í þessum kaupum, til dæmis áttatíu hross - sem komin eru undan ofurfolanum Kormáki frá Kjamholtum. Þegar Björk Guðmundsdóttir gekk upp rauða dregilinn í Cannes fvortil aðvera viðstödd afhendingu Gullpálmans, var við hliðina á henni Ijóshærð ung kona, sem hélt sig ávalt í hæfilegri fjarlægð og gætti þess að skyggja ekki á Björku. Konan unga .heitir Andrea Helga- dóttir og hefur verið „besta vinkona" Bjarkar um árabil. Reyndar er Andrea ekki bara vin- kona, hún hefur starfað hjá Björku árum saman og meðal annars verið tengiliður hennar við fjöl- miðla á íslandi. Síðustu vikur hefur Andrea ver- ið ein og Bjarkarlaus á opinberum samkomum í Reykjavík og herma áreið- anlegar heimildir Helgarpottsins að hún sé hætt að vinna fyrir Björku. Ástæður þessa eruókunnar, en heyrst hefur að hún sé búin að fá nóg af því að vera aðstoðarkona Bjarkar og ætli að gera eitthvað sjálf. Snemma í október verða teknir til sýninga í Sjónvarpinu þættirnir Aldahvörf - sjávarútveg- ur á tímamótum sem Páll Benediktsson fréttamaður hefur gert um þessa undirstöðu atvinnugrein þjóðarinnar. Þættirnir eru átta talsins og tæpur klukkutími á lengd hver um sig. Vinnsla þeirra hefur tekið alls þrjú ár og mikið hefur verið lagt undir, myndefnis m.a. verið aflað í tuttugu löndum - eða hvarvetna þar sem íslenskur sjávarútvegur kemur við sögu sem sýnir hve alþjóðleg þessi grein er. Á vegum fýrirtækis síns Arcticfilm, framleiðir Páll þessa þætti, en hann fékk á sínum tíma leyfi frá störfum sínum á fréttastofu Sjónvarps til að sinna þáttagerðinni. í næstu viku er væntanleg úr prentun ritið Lax og silungur sem fjallar um „matargerðarlist og veiðigleði” en sá er undirtitillinn. Það er Har- aldur Ingi Haraldsson, sem lengi var for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri, sem setur ritið saman - en það prýðir fjölda mynda eftir hann, meðal annars af veiðimönnum sem leggja til uppskriftir - um hvernig best megi matreiða lax og silung. Meóal þeirra eru Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akur- eyri, Öm Ámason leikari, Pálmi Gunnars- son söngvari, söngkonan Diddú og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og eru þá aðeins nokkur nefnd. Þegar þetta rit er komið úr prentvélinni mun Haraldur Ingi fara til Fær- eyja þar sem hann ætlar að afla efnis í sambærilegt rit um lax, silung og veiðiveröldina í eyjunum átján. Um síðustu helgi var auglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir blaðamanni til starfa við nýtt tímarit fyrir karlmenn. Pottverjar fóru á stúf- ana og heyrðu því fleygt að þarna væri Þórar- inn Jón Magnússon á ferðinni - og á hann sér víst þann draum heitastan að endurvekja gamla Samúel. Fyrir rekur hann karlablaðið Heimsmynd - Menn - auk fleiri blaða af ýmsum toga. Mikið hefur verið að pera hjá gítarieikaranum og stórsöngvaranum Áma Johnsen að undan- fömu, sem hefur á hverri útisamkomunni á fæt- ur annarri slegið gígjustrengina og sungið með sinni einstöku rödd Göllavísurnar og nú slðast tóóðsönginn I nýrri útsetningu sinni. Frægðarför Ama Johnsens hófst á þjóðhátíð í Eyjum í byrjun mánaðarins en eftir það hefur hann sungið og leikið á Blómstrandi dögum í Hvera- gerði, áTóðugjöldum á Hellu og Dönskum dög- um í Stykkishólmi, Það er því Ijóst að vegur Árna er stórum að aukast sem og vinsældirnar og ætti það að vera nokkur sára- bót eftir að hafa verið í fyrra sá þingmaður sem fékk flestar útstrikanir. Þórarinn Jón Magnússon. Páll Benediktsson. Biörk Guðmundsdóttir. Jón Sigurðarson. Gerír hlutina einfalda Henriette rekur bókverkagallerí, það eina sinnar tegundar í heiminum ásamt félögum sínum og er ein af prófessorum Dieter Roth Akademíunnar. í dag verður opnuð myndlistarsýn- ing í Kompunni á Akureyri á verk- um Henriette Von Egten frá Hollandi. Hettý, eins og hún er kölluð, hefur undanfarin tuttugu ár komið reglulega til Islands og haft búsetu á Hjalteyri, þar sem hún ásamt félaga sínum Jan Voss eiga hús sem þau keyptu í sameiningu fyrir jafnmörgum árum. Þetta er þriðja sýning Hettý á Akureyri, en fyrsta sýning hennar var samsýning ásamt þeim Erlingi Ingvarssyni, Kristjáni Guðmundssyni og Jan Voss árið 1979, tveimur árum síðar hélt hún einkasýningu í Rauða hús- inu. Hettý segir Island óneitanlega hafa haft áhrif á líf hennar og list og kemur það glöggt fram í verkum hennar sem sýnd eru í Kompunni. Þar notar hún póstkort með mynd- um af þekktum stöðum úr íslenskri náttúru sem hún hefur safnað gegnum tíðina. Póstkortin limir hún á pappír með þó nokkru milli- bili og málar svo í eyðurnar á milli kortanna og tengir þannig kortin saman svo myndin fær fallegan heildrænan svip. Hettý segist vilja sýna fram á að það er hægt að ein- falda hlutina ennþá meira heldur en gert er, lífið sé allt of flókið hvort sem er. Bókverkagallerfið Síðastliðin fjórtán ár hefur Hettý ásamt þeim Rúnu Þorkelsdóttur og Jan Voss rekið bóksöluna, bókaútgáfuna og bókverkagalleríið Boekie Woekie í hjarta Amster- damborgar og er það það eina sinnar tegundar í veröldinn sem vitað er um. Þar eru sýndar og seldar bækur sem gerðar hafa ver- ið af listamönnum um allan heim ásamt þeim sjálfum, samtals yfir þúsund verk, auk þess eru haldnar reglulegar sýningar á verkum listamanna. Þar má einnig finna mikið úrval af póstkortum eftir ýmsa listamanna. Hettý segir að Boekie Woekie gangi vel, þau fari árlega með kynningu á útgáfunni á bókaráðstefnu f Frankfurt og stöðugt bætist við viðskiptavinir og nú eftir að netið kom til sög- unnar séu möguleikarnir óendan- legir. Akademían f maí síðastliðnum komu saman í Basel í Sviss, fimmtán samstarfs- menn og vinir svissneska lista- mannsins og íslandsvinarins Dieter Roth, þar af átta íslendingar, til að stofna Akademíu Dieter Roth, en hann lést árið 1998. Hettý er ein úr hópi prófessoranna eins og þeir kalla sig og segir að meiningin sé að taka á móti áhugasömu fólki um list og listamönnum og deila með þeim visku sinni og reynslu og kynna þau fyrir áhugaverðu fólki. Nemendur fái diplómu frá Akadem- íunni eftir að hafa heimsótt alla prófessorana fímmtán. Það geti því tekið nokkur ár að fá diplómuna, þar sem prófessorarnir séu búsettir út um allan heim. Nemendur geta komið hvenær sem er j'fír árið, það eru enginn tímatakmörk, einu skil- yrðin eru þau að þau komi sér sjálf á staðinn og útvegi sér samastað. Kompan er staðsett í vinnustofu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, lista- konu í Listagili, Kaupvangsstræti 24 á Akureyri og verður sýningin opnuð kl. 16.00. -w Hörður Geirsson. ■J.M.III.lUIHIIJI.'MiUilJIIMJIIIMJAHSIII Hörður Geirsson flugáhugamaður leitaði í 20 ár að breskri flugvél sem fórst í seinni heimsstyrjöldinni í jökli við Eyjafjörð. Hann fann hana í fýrra. í vikunni kom síðan heilmikil sveit breskra hermanna til að endurheimta líkamsleifar og dót þeirra sem fórust með flugvélinni og Hörður fór með þá á staðinn. Fyrir þrautseigju sína hefur hann uppskorið ævarandi þakklæti Breta eins og áhugi bresku pressunnar staðfestir, og fyrir þessa þrautseigju verðskuldar hann að vera maður vikunnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.