Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 14
 LÍF OG HEILSA LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 íkamsþjálfun riralmenning Greinarhöfundar á líkamsræktarstöð sinni. Þuríður S. Ámadóttir, Hulda Björg Krístjánsdóttir, Aletta Pomper sjúkraþjálfarar á Bjargi Akureyri skrifa Rannsóknir hafa sýnt að í kringum 50% þeirra sem byrja í einhverri þjálfun hætta innan 6 mánaða. Algengasta ástæðan fyrir því er sú að fólk ætlar sér of mikið í byijun, þ.e. fer of geyst af stað. Mikilvægt er að hver og einn setji sér raunhæf markmið í upphafi og finni þá þjálfunaraðferð sem viðkomandi finnst skemmtileg og hæfa sér. Ef viðkom- andi hefur ekki þekkingu til þess að setja sér raunhæf markmið ætti hann að leita til fag- fólks eftir upplýsingum. Margt þarf að hafa í huga þegar líkamsþjálfun er hafin. Huga þarf að Iíkamsþyngd, aldri, Iíkamsástandi al- mennt og hvert markmiðið með þjálfuninni á að vera. Þeir einstaklingar sem aldrei hafa stundað neina líkamsþjálfun og átt við ein- hveija sjúkdóma eða stoðkerfískvilla að stríða ættu að fara í Iæknisskoðun áður en þjálfun er hafin og láta meta líkamlegt ástand sitt. Þol Byggja má upp þol á marga mismunandi vegu, t.d. með göngu, skokki, hjólreiðum, sundi ofl.. Ef mæla á árangur þjálfunar skal mæla árangurinn með þeirri þjálfunarað- ferð sem notuð er til þjálfunar. Ahrif þol- þjálfunar á Iíkamann eru margþætt. Þol- þjálfun hefur mjög jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfí m.a. að hvíldarpúls og hámarks- púls lækka. Blóðþrýstingur verður sömu- Ieiðis Iægri bæði í hvíld og við áreynslu. Lungu verða afkastameiri og fólk mæðist síður við litla áreynslu. Ef þjálfun er hætt þá missir maður mjög fljótt aftur það sem vannst með þjálfuninni. Þjálfunin hefur einnig þau áhrif að efnaskiptahraði líkam- ans eykst og því eykst brennsla hans. Þannig verður því auðveldara en áður að losna við auka fítu úr líkamanum. Þeir sem eru í góðu formi eiga auðveldara með að losa lík- ama sinn við hita sem myndast við líkamlegt álag með svitamyndun. Þeir svitna því fyrr og meira við álag en þeir sem eru í Iélegu formi. Til að þolþjálfun beri árangur þarf að hafa nokkur atriði í huga. Alag þjálfunar skal vera á bilinu 70-90% af hámarkspúls. Við- miðunarregla er að draga aldur sinn frá 220 og fá þannig hámarkspúls. Dæmi: 40 ára einstaklingur hefur 180 (220-40=180) í há- markspúls og þá myndi hans þjálfunarpúls vera eftirfarandi: 180x0.70=126 til 180x0.90=162. Við upphaf þjálfunar er ágætt að byrja á 70% af hámarkspúls og auka svo álagið smám saman. Hver þjálfun- arlota þarf að standa í amk. 30 mínútur og tíðni þjálfunar minnst 3x í viku ef auka á þolið, ef álag er Iítið þá þarf að æfa oftar í viku. Til að viðhalda þjálfunaráhrifum get- ur nægt að æfa 2x í viku ef álag er nógu mikið. Hver æfing skal byija á upphitun þar sem rólega er farið af stað og álagspúlsinum er náð á c.a. 10 mínútum, síðan skal halda því álagi í 15-25 mínútur og kæla síðan lík- amann niður síðustu 5-10 mínútumar með því að minnka álagið smátt og smátt. Gott er að gera teygjuæfinar í lok æfingarinnar . Styrkur Æskilegt er að stunda styrktarþjálfun sam- hliða þolþjálfun. Sú þjálfun fer oftast fram með lóðum, einhverri mótstöðu eða eigin líkamsþyngd er notuð. Þjálfunarálagið er miðað við 60-80% af hámarksþyngd sem viðkomandi getur lyft lx ef þyngdir eru not- aðar. I styrktarþjálfun er viðmiðunarreglan sú að fáar endurtekningar eru notaðar ca. 5- 15 og ca 3-5 lotur. Byrjandi byrjar oftast með t.t.l. Iéttari þyngdir og fleiri endurtekn- ingar og eykur álagið með því að auka þyngdir, fækka endurtekningum og fjölga lotum. Ahrif styrktarþjálfunar eru aukinn styrkur vöðva og beina. Þannig verður aukn- ing á vöðvamassa og minni hætta á bein- gisnun. Taka skal tillit til að karlmenn eru almennt strekari en konur og því skal ekki leggja sömu þyngdir á konur og karla nema athugað hafi verið fyrst hver sé hámarks- þyngdin sem einstaklingurinn geti Iyft. Uðleiki Liðleikaþjálfun er mikilvægur þáttur í þjálf- un. Það sem skerðir liðleika eru stuttir vöðv- ar og bandvefurinn sem styttist hratt ef ekki er tekinn út full hreyfíng reglulega. Band- vefurinn er í öllum liðböndum, sinum, lið- pokum og utan um vöðva. Ef liðleiki er eðli- Iegur í Iiðum þá eru vöðvar almennt betur tilbúnir fyrir átök. Mikilvægt er að teygja í lok hverrar æfingar á sem flestum vöðvum sem tekið hafa þátt í henni. Teygja skal vöðva í a.m.k 30 sekundur í einu. Við vöðva- teygjur kemur slökun í vöðvana og blóðrás eykst í þeim. Þannig hreinsast úrgangsefni úr vöðvunum sem safnast hafði í þá á með- an á æfingu stóð og því finnur maður síður fyrir þreytu og strengjum í vöðvum sfnum eftir álag. Við líkamsþjálfun verður maður meðvit- aðri um líkama sinn almennt og Iíkamsstöð- una. Góð líkamsstaða og líkamsbeitng er undirstaða þess að við misbjóðum ekki Iík- ama okkar. Þeir sem stunda líkamsþjálfun og fara oft út að ganga þurfa að vera í góðum skóm og annar útbúnaður að vera í lagi, þetta á við um alla aldurshópa. Góðir skór eru skór sem hafa góða dempun í sóla, gefa góðan stuðning við fótinn, eru sterkir og passa viðkomandi vel. Það er svolítið persónu- bundið hvernig skór henta og fer einnig eft- ir því hvað íþrótt er verið að stunda. Best er leita ráða hjá afgreiðslufólki íþróttavöru- verslana og prófa mismunandi gerðir af skóm. Val á fatnaði fer eftir því hvort maður stundar inni- eða útiíþróttir. Fyrir þjálfun innanhúss er gott að vera f léttum og þægi- legum fötum sem hindra ekki hreyfíngar manns. Fyrir þjálfun utanhúss þarf fatnað- urinn að vera léttur en skjólgóður. Fötin þurfa að geta hleypt út svita en jafnframt varið mann fyrir veðri og vindum. Heimildir: Bowerman W.J., Freeman W.Ii. (1991). High-performance training for track and field. Includes sample workoutsfor every ev- ent (2. útgáfa). Champaign, lllinois: Leisure Press. Lamh, D.R. (1984). Physiology of exercise. Responses & adaptions (2. útgáfa). New York: Macmillan publishing company. London: Collier Macmillan publishers. McArdle, W.D., Katch, F.I., Katch, V.L. (1991). Exercise physiology. Energy, nut- ritxm, and human peiformance (3. útgáfa). Philadelphia/London: Lea &• Febiger. Túrlíf Sumum konum finnst óþolandi að fara á túr alltaf á um það bil 28 daga fresti og þetta rétt tæplega 500 sinnum um ævina. Astæður fyrir þessum túr- pirringi hjá kon- um eru meðal annars viðbjóðs- legir túrverkir, óhreinindahugsanir og minna kyn- líf en ella vegna framangreindra atriða. Þær geta ekki hugsað sér að taka þátt í líkamlegum hamförum þegar engu er líkara að gaddavírs- kúla sé á meðalhægum snúningi inni í grindarholinu, með léttu niðurtogi að auki. Þær geta enn síður hugsað sér að hleypa nokk- urri lifandi veru nálægt skauti sínu meðan það er „óhreint" og illa Iykt- andi. Og hormónasirkusinn gerir þær auðvitað sérdeilis graðar en útrásin er engin. Verkjalausn Hvað verkina varðar vil ég benda konum á að kynlíf með fullnæg- ingu er sérdeilis gott verkjalyf, með fullnægingunni Iosnar í Iíkaman- um endorfín sem er innbyggt „morfi'n" líkamans og hugsið ykkur bara að fá annað eins fíneríis verkjalyf við þessum andskota. Skiptir þá minnstu hvort kynlífið er stundað í einrúmi cða með öðr- um, sjálfsfróun er ekkert síðri kost- ur í slíkri verkjameðférð. Ef þið fríkið út á blóðinu er minnsta mál f heimi að seilast í kynlífsleikfanga- skúffuna og draga upp smokk sem smeygt er yfír 1-2 fíngur eða ein- nota gúmmíhanska. Titrara er vita- skuld hægt að þvo en fyrir blóð- fælnar kynsystur mínar er smokk- urinn líka prýðilegt hjálpartæki með slíkum heimilistækjum. Sveiattan og halelúja Ohreinindi á helst ekki að nefna í sömu andrá og tíðir kvenna. Þetta er bara slímhúð og dálítið blóð sem þarf að komast út úr algjör- lega tandurhreinu hólfí, leginu. Leiðin út er Ifka tandurhrein, leggöngin. Ef einhvem tíma er hægt að tala um óhreinindi á þes- sarri leið er það ekki fyrr en eftir 5 tíma legu bióðs í gervi- og bleiki- KYNLIF Ragnheiður Eiríksdóttlr skrifar Sumum konum finnst óþoiandi að fara á túr alltafá um þaö bil 28 daga fresti og þetta rétt tæplega 500 sinnum um ævina. efnafullu vængja- bindi. Besta iækning- in við þessu er ekki túrtappinn - ónei, með honum erum við bara að færa gervi- og bleikiefna- sullið inn í líkama okkar, inn í leggöngin þar sem auðvelt er að raska fallegri sambúð vinveittra baktería og sveppa með slíkum aðskotahlut- um. Lausnin liggur í Iitlum tor- kennilega útlítandi hlut sem kall- ast ÁLFABIKAR! Hann er úr nátt- úrulegu brúnu gúmmíi, á stærð við eggjabikar, kostar minna en soda stream tæki og dugar í allt að 10 ár. Honum er komið fyrir í leggöngunum og þar situr hann hljóðlátur og yndislegur og safnar því sem legið þarf að losna við á milli þess sem eigandi leggang- anna tæmir hann á 4-12 tíma fresti. Lyktin af stöðnu blóði blönduðu bleikiefhum er á bak og burt og sömuleiðis gamla óþægi- lega óhreinindatilfínningin. Eg verð víst að hætta að mæra álfábik- arinn núna því þessi pistill á að vera um kynlíf en stelpur þið getið skrifað mér tölvupóst og fengið upplýsingar um hvemig hægt er að nálgast þetta áttunda undur ver- aldar. Komdu góurinn! Grunngredda kvenna sveiflast yf- irleitt með tíðahringnum og fer eftir hormónaástandi líkamans hveiju sinni. Tíminn kringum egg- Ios og tíðir er oft á tíðum hlaðinn kraumandi kynólgu sem æskilegt og gott er að losa dálítið um. Fyrir konur einar og konur sem eiga kveifarelskhuga er þetta einfalt mál og vísa ég í sjálfsfróunarklaus- una hér að ofan. Ef konur eiga elskhuga eða jafnvel hið ógn- arsjaldgæfa fýrirbæri eiginmenn, er um að gera að ræða málin og fá á hreint viðhorf og tilfínningar við- komandi gagnvart tíðablóði í tengslum við kynlíf. Það er um að gera að nota tækifærið og hafa notalega fræðslustund á heimilinu um það sem ég hef fjallað um í grein dagsins (mætti jafnvel klippa hana út og geyma!!! hahaha). Áð lokum vil ég vitna í orð systur minnar: „Kannski var guð bara að gefa konum tækifæri til að stunda- kynlíf nokkra daga í mánuði án þess að vera ofurseldar áhyggjum um þungun...“. Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur kynlifspistill@hotmail. com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.